Hækka atvinnuleysisbætur næsta árs með sérstöku viðbótarálagi

Ríkisstjórnin kynnti í dag enn frekari efnahagsaðgerðir, sem ætlað er að veita fólki og fyrirtækjum meiri fyrirsjáanleika inn í veturinn. Grunnatvinnuleysisbætur næsta árs verða rúmar 307 þúsund krónur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar kynntu á blaða­manna­fundi í Hörpu í dag að tekin hefði verið ákvörðun um að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur næsta árs upp í 307.403 krón­ur, með sér­stöku við­bót­ar­á­lagi ofan á grunnatvinnu­leysi­bæt­ur.

Hækk­aðar greiðslur vegna fram­færslu barna atvinnu­leit­enda verða einnig fram­lengdar út næsta ár og des­em­ber­upp­bót atvinnu­leit­enda núna um næstu mán­að­ar­mót verður 86 þús­und krón­ur.

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gert til þess að koma til móts við þann fjölda fólks sem hefur orðið fyrir því áfalli að missa vinn­una vegna áhrifa heims­far­ald­ur­ins á efna­hags­líf­ið. 

Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs við þessar þrjár aðgerðir er met­inn á 3,2 millj­arða króna, sam­kvæmt upp­lýs­inga­bæk­lingi um aðgerð­irnar sem rík­is­stjórnin hefur birt.

„Stóra verk­efnið er að tryggja að atvinnu­leysi verði ekki langvar­andi böl í íslensku sam­fé­lag­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fund­in­um, sem reyndar var hald­inn án allra blaða­manna, vegna sótt­varna­ráð­staf­ana. 

Viðbótarálagið við þá hækkun sem þegar var búið að ákveða á grunnatvinnuleysibótum nemur 7.498 krónum.

Rík­is­stjórnin kynnti á fund­inum fleiri aðgerð­ir, sem Katrín sagði að ætlað væri að koma til móts við almenn­ing og atvinnu­líf í land­inu og tryggja ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leika inn í vet­ur­inn.

Við­spyrnu­styrkir sem gætu numið allt 20 millj­örðum

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt frum­varp um við­spyrnu­styrki, sem eru hugs­aðir fyrir þá rekstr­ar­að­ila sem verða fyrir að minnsta kosti 60 pró­sent tekju­falli í alm­an­aks­mán­uði á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2020 til 31. maí 2021, sam­an­borið við sama mánuð árið 2019.

Tvö við­mið um tekju­fall eru notuð til grund­vallar útreikn­ings styrk­fjár­hæð­ar:

  • 60-80% tekju­fall: 400 þús­und króna hámarks­styrkur fyrir hvert stöðu­gild­i, að hámarki 2 millj­ónir króna.
  • 80-100% tekju­fall: 500 þús­und króna hámarks­styrkur fyrir hvert stöðu­gild­i, að hámarki 2,5 millj­ónir króna. 

Fjár­hæð við­spyrnu­styrks getur verið að hámarki 90 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði, en þó aldrei hærri en sem nemur tekju­fall­inu á tíma­bil­inu.

Útskýringar á viðspyrnustyrkjunum úr kynningarglærum stjórnvalda.

Áætlað umfang þess­arar aðgerðar er sagt óvíst og mun fara eftir ásókn í styrk­inn. Þó segir rík­is­stjórnin áætlað að aðgerðin geti ekki kostað meira en 20 millj­arða króna.

Hluta­bóta­leiðin verður fram­lengd í núver­andi mynd fram til 31. maí 2021. Starfs­menn þurfa að vera í 50 pró­sent starfs­hlut­falli til að unnt sé að sækja um hluta­bæt­ur.

Öryrkjar fá auka­ein­greiðslu í des­em­ber

Örorku og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar sem eiga rétt á líf­eyri á þessu ári munu fá 50 þús­und króna skatt­frjálsa ein­greiðslu í des­em­ber­mán­uði, til við­bótar við des­em­ber­upp­bót sem þessi hópur fær einnig. 

Einnig kynnir rík­is­stjórnin við­bót­ar­hækkun til tekju­lágra örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega frá 1. jan­ú­ar. 

„Dregið verður úr inn­byrðis skerð­ingum í kerf­inu sem skilar tekju­lægstu örorku­líf­eyr­is­þeg­unum 7.980 kr. við­bót­ar­hækkun á mán­uði umfram þá 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2021. Heild­ar­hækkun bóta almanna­trygg­inga til tekju­lægstu líf­eyr­is­þeg­anna verður því 19.700 kr. eða 6,1% um ára­mót,“ segir í kynn­ing­ar­bæk­lingi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Heild­ar­um­fang þess­ara tveggja aðgerða í þágu örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega nemur 2,2 millj­örðum króna.

Aðgerðir fyrir barna­fjöl­skyldur

Einnig kynnir rík­is­stjórnin að skerð­ing­ar­mörk í barna­bóta­kerf­inu verði hækkuð úr 3,9 millj­ónum króna á ári í 4,2 millj­ónir króna á ári hjá ein­stæðum for­eldrum og úr 7,8 millj­ónir í 8,4 millj­ónir hjá hjónum eða sam­búð­ar­fólki.

„Breyt­ingin skilar ein­stæðum for­eldrum með tvö börn og mán­að­ar­tekjur á bil­inu 350.000 til 580.000 kr. um 30.000 kr. hækkun barna­bóta á ári. Fyrir hjón/­sam­búð­ar­fólk með tvö börn og sam­an­lagðar mán­að­ar­tekjur á bil­inu 700.000 til 920.000 kr. hækka barna­bætur um 60.000 kr. á ári,“ segir rík­is­stjórnin um þessa aðgerð, sem metin er á 830 millj­ónir króna.

Einnig verður stuðn­ingur við tóm­stunda­iðkun barna af tekju­lágum heim­ilum fram­lengdur inn í árið 2021 og des­em­ber­upp­bót verður greidd til for­eldra lang­veikra og alvar­lega fatl­aðra barna. Þá verður ráð­ist í ýmsar aðrar sér­tækar félags­legar aðferðir fyrir mis­mun­andi hópa í sam­fé­lag­inu, aldr­aða, fatlað fólk, inn­flytj­endur og börn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent