Hækka atvinnuleysisbætur næsta árs með sérstöku viðbótarálagi

Ríkisstjórnin kynnti í dag enn frekari efnahagsaðgerðir, sem ætlað er að veita fólki og fyrirtækjum meiri fyrirsjáanleika inn í veturinn. Grunnatvinnuleysisbætur næsta árs verða rúmar 307 þúsund krónur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar kynntu á blaða­manna­fundi í Hörpu í dag að tekin hefði verið ákvörðun um að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur næsta árs upp í 307.403 krón­ur, með sér­stöku við­bót­ar­á­lagi ofan á grunnatvinnu­leysi­bæt­ur.

Hækk­aðar greiðslur vegna fram­færslu barna atvinnu­leit­enda verða einnig fram­lengdar út næsta ár og des­em­ber­upp­bót atvinnu­leit­enda núna um næstu mán­að­ar­mót verður 86 þús­und krón­ur.

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gert til þess að koma til móts við þann fjölda fólks sem hefur orðið fyrir því áfalli að missa vinn­una vegna áhrifa heims­far­ald­ur­ins á efna­hags­líf­ið. 

Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs við þessar þrjár aðgerðir er met­inn á 3,2 millj­arða króna, sam­kvæmt upp­lýs­inga­bæk­lingi um aðgerð­irnar sem rík­is­stjórnin hefur birt.

„Stóra verk­efnið er að tryggja að atvinnu­leysi verði ekki langvar­andi böl í íslensku sam­fé­lag­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fund­in­um, sem reyndar var hald­inn án allra blaða­manna, vegna sótt­varna­ráð­staf­ana. 

Viðbótarálagið við þá hækkun sem þegar var búið að ákveða á grunnatvinnuleysibótum nemur 7.498 krónum.

Rík­is­stjórnin kynnti á fund­inum fleiri aðgerð­ir, sem Katrín sagði að ætlað væri að koma til móts við almenn­ing og atvinnu­líf í land­inu og tryggja ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leika inn í vet­ur­inn.

Við­spyrnu­styrkir sem gætu numið allt 20 millj­örðum

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt frum­varp um við­spyrnu­styrki, sem eru hugs­aðir fyrir þá rekstr­ar­að­ila sem verða fyrir að minnsta kosti 60 pró­sent tekju­falli í alm­an­aks­mán­uði á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2020 til 31. maí 2021, sam­an­borið við sama mánuð árið 2019.

Tvö við­mið um tekju­fall eru notuð til grund­vallar útreikn­ings styrk­fjár­hæð­ar:

  • 60-80% tekju­fall: 400 þús­und króna hámarks­styrkur fyrir hvert stöðu­gild­i, að hámarki 2 millj­ónir króna.
  • 80-100% tekju­fall: 500 þús­und króna hámarks­styrkur fyrir hvert stöðu­gild­i, að hámarki 2,5 millj­ónir króna. 

Fjár­hæð við­spyrnu­styrks getur verið að hámarki 90 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði, en þó aldrei hærri en sem nemur tekju­fall­inu á tíma­bil­inu.

Útskýringar á viðspyrnustyrkjunum úr kynningarglærum stjórnvalda.

Áætlað umfang þess­arar aðgerðar er sagt óvíst og mun fara eftir ásókn í styrk­inn. Þó segir rík­is­stjórnin áætlað að aðgerðin geti ekki kostað meira en 20 millj­arða króna.

Hluta­bóta­leiðin verður fram­lengd í núver­andi mynd fram til 31. maí 2021. Starfs­menn þurfa að vera í 50 pró­sent starfs­hlut­falli til að unnt sé að sækja um hluta­bæt­ur.

Öryrkjar fá auka­ein­greiðslu í des­em­ber

Örorku og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegar sem eiga rétt á líf­eyri á þessu ári munu fá 50 þús­und króna skatt­frjálsa ein­greiðslu í des­em­ber­mán­uði, til við­bótar við des­em­ber­upp­bót sem þessi hópur fær einnig. 

Einnig kynnir rík­is­stjórnin við­bót­ar­hækkun til tekju­lágra örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega frá 1. jan­ú­ar. 

„Dregið verður úr inn­byrðis skerð­ingum í kerf­inu sem skilar tekju­lægstu örorku­líf­eyr­is­þeg­unum 7.980 kr. við­bót­ar­hækkun á mán­uði umfram þá 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2021. Heild­ar­hækkun bóta almanna­trygg­inga til tekju­lægstu líf­eyr­is­þeg­anna verður því 19.700 kr. eða 6,1% um ára­mót,“ segir í kynn­ing­ar­bæk­lingi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Heild­ar­um­fang þess­ara tveggja aðgerða í þágu örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega nemur 2,2 millj­örðum króna.

Aðgerðir fyrir barna­fjöl­skyldur

Einnig kynnir rík­is­stjórnin að skerð­ing­ar­mörk í barna­bóta­kerf­inu verði hækkuð úr 3,9 millj­ónum króna á ári í 4,2 millj­ónir króna á ári hjá ein­stæðum for­eldrum og úr 7,8 millj­ónir í 8,4 millj­ónir hjá hjónum eða sam­búð­ar­fólki.

„Breyt­ingin skilar ein­stæðum for­eldrum með tvö börn og mán­að­ar­tekjur á bil­inu 350.000 til 580.000 kr. um 30.000 kr. hækkun barna­bóta á ári. Fyrir hjón/­sam­búð­ar­fólk með tvö börn og sam­an­lagðar mán­að­ar­tekjur á bil­inu 700.000 til 920.000 kr. hækka barna­bætur um 60.000 kr. á ári,“ segir rík­is­stjórnin um þessa aðgerð, sem metin er á 830 millj­ónir króna.

Einnig verður stuðn­ingur við tóm­stunda­iðkun barna af tekju­lágum heim­ilum fram­lengdur inn í árið 2021 og des­em­ber­upp­bót verður greidd til for­eldra lang­veikra og alvar­lega fatl­aðra barna. Þá verður ráð­ist í ýmsar aðrar sér­tækar félags­legar aðferðir fyrir mis­mun­andi hópa í sam­fé­lag­inu, aldr­aða, fatlað fólk, inn­flytj­endur og börn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent