Vonaðist eftir skýrara svari um endursendingar flóttafólks til Grikklands

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir öfugsnúið að Ísland sendi fólk sem hefur stöðu flóttafólks í Grikklandi aftur þangað, á sama tíma og boðað hefur verið að taka eigi við sýrlenskum flóttamönnum frá Grikklandi.

Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í pólitíska stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi endursendingar flóttafólks til Grikklands.
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í pólitíska stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi endursendingar flóttafólks til Grikklands.
Auglýsing

Gild­andi lög gera hvorki ráð fyrir að dóms­mála­ráðu­neytið gefi Útlend­inga­stofnun né kæru­nefnd útlend­inga­mála almennt til­mæli eða sér­stök fyr­ir­mæli um úrlausn ein­stakra mála. Dóms­mála­ráðu­neytið hefur heldur ekki það hlut­verk að meta hvort aðstæður í ein­stökum ríkjum séu slíkar að ófor­svar­an­legt sé að vísa fólki þang­að.

Þetta segir í svari Ás­laugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Helga Hrafns Gunn­ars­sonar þing­manns Pírata um end­ur­send­ingar flótta­fólks til Grikk­lands. 

Helgi spurði meðal ann­ars hvort rík­is­stjórnin ætl­aði að halda áfram að end­ur­senda flótta­fólk sem hlotið hefði alþjóð­lega vernd í Grikk­landi, „þrátt fyrir ástandið þar, sem m.a. var til­efni þess að rík­is­stjórnin ákvað nýlega að taka á móti 15 flótta­mönnum það­an,“ en ákvörðun um að bjóða fimmtán sýr­lenska flótta­menn sem áður höfð­ust við í Mori­a-flótta­manna­búð­unum á eyj­unni Les­bos var kynnt af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar í lok sept­em­ber­mán­að­ar.

Auglýsing

Spurn­ing Helga Hrafns laut þannig að póli­tískri stefnu­mörkun rík­is­stjórn­ar­innar í þessum efn­um, en svar dóms­mála­ráð­herra við henni vísar ein­ungis til þess hvernig lögin og kerfið virkar í dag. 

Blaða­maður heyrði í Helga Hrafni og spurði hvort hann hefði búist við því að fá bein­skeytt­ara svar við spurn­ingu sinni, í þess­ari þing­fyr­ir­spurn. „Já, ég bjóst nú eig­in­lega við því,“ segir Helgi Hrafn, en bætir við að mögu­lega hafi það verið „barns­leg ein­feldni“ hjá sér. 

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ísland hefur ekki sent umsækj­endur um alþjóð­lega vernd til Grikk­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar allt frá árinu 2010, þar sem aðstæður þeirra sem bíða eftir að fá stöðu flótta­manns í Grikk­landi þóttu og þykja óboð­leg­ar. 

Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin tekur þó ein­ungis til þeirra sem hafa sótt um og bíða þess að fá svar við umsóknum sínum um alþjóð­lega vernd.

Helgi Hrafn var að spyrja um stöðu hinna, sem hafa fengið stöðu flótta­manna í Grikk­landi en leggja samt land undir fót og reyna að koma sér ann­að.

Rauði kross Íslands hefur ítrekað lýst þeirri afstöðu að aðstæður þeirra sem hafa hlotið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi séu sam­bæri­legar eða verri en þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar sinnar þar í landi. Bágar aðstæður fólks sem hefur fengið stöðu flótta­manna í Grikk­landi hafa margoft verið til umfjöll­unar á und­an­förnum árum.

Öfug­snúið

Helgi Hrafn vekur athygli á því í sam­tali við blaða­mann að þeir fimmtán Sýr­lend­ingar sem Ísland ætlar að taka við frá Les­bos hafi fengið stöðu flótta­manna í Grikk­landi. Á sama tíma og við séum að bjóða þetta fólk vel­komið sé enn verið að senda aðra sem hafi stöðu flótta­manna í gríska kerf­inu frá Íslandi til Grikk­lands.

Helgi Hrafn segir þetta öfug­snúið og telur þetta sýna fram á „al­gjört metn­að­ar­leysi dóms­mála­ráð­herra fyrir því að hafa eitt­hvað vit í þessu kerf­i.“ Öll áhersla stjórn­valda sé á að reyna að „­stytta máls­með­ferð­ar­tím­ann og segja nei hraðar og láta eins og það sé til hags­bóta fyrir umsækj­endur um vernd.“

Í svari ráð­herra segir að mat á því hvort ófor­svar­an­legt sé að vísa fólki aftur til Grikk­lands sé í höndum Útlend­inga­stofn­unar og kæru­nefndar útlend­inga­mála og sé „ávallt reist á nýj­ustu landa­upp­lýs­ingum sem liggja fyrir um aðstæður í við­töku­ríki, svo sem skýrslum alþjóð­legra sam­taka, frjálsra félaga­sam­taka og ann­arra ríkja.“

„Í fram­kvæmd hafa Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála, sem og syst­ur­stofn­anir þeirra í öðrum Evr­ópu­ríkj­um, ekki talið að aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi, þ.e. þeirra sem hafa fengið við­ur­kennda stöðu sína sem flótta­menn þar í landi, séu þannig að þær sam­rým­ist skil­grein­ingu á ofsóknum í skiln­ingi flótta­manna­hug­taks­ins eða jafn­ist á við ómann­úð­lega eða van­virð­andi með­ferð í skiln­ingi mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Áréttað er að flótta­manna­kerfið er neyð­ar­kerfi, ætlað fólki sem ótt­ast um líf sitt og frelsi, og er ekki hugsað fyrir þá sem þegar hafa fengið alþjóð­lega vernd í öðru rík­i,“ segir í svari Áslaugar Örnu.

Lang­flestir sem hingað leita með vernd hafa slíka í Grikk­landi

Sam­kvæmt svari ráð­herra sóttu alls 596 manns um alþjóð­lega vernd hér landi á fyrstu 10 mán­uðum árs­ins og voru 293 þeirra þegar með vernd í öðru ríki, langstærstur hluti í Grikk­landi, eða 221 tals­ins.

Helgi Hrafn spurði hversu margir ein­stak­lingar hefðu verið sendir aftur til Grikk­lands vegna þess að þeir hefðu fengið alþjóð­lega vernd þar og fékk þau svör að þar væri um sex umsækj­endur að ræða. Allir fóru þeir á fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins, fjórir sjálf­vilj­ugir en tveir í fylgd stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herra jafn­framt að því hversu mörgum umsækj­endum um alþjóð­lega vernd hefði verið hafnað um efn­is­lega með­ferð umsókna sinna sökum þess að umsækj­endur voru með alþjóð­lega vernd í Grikk­landi.

Fram kemur í svari ráð­herra að alls hafi 34 verið hafnað á þeim grund­velli á fyrstu 10 mán­uðum árs­ins. Í 26 af þessum 34 til­fellum voru ákvarð­anir Útlend­inga­stofn­unar þó aft­ur­kall­að­ar, vegna breytts mats Útlend­inga­stofn­unar sem tekið var upp vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Umsóknir þeirra voru því teknar til efn­is­legrar með­ferðar og ein til við­bótar send til efn­is­legrar með­ferðar af kæru­nefnd útlend­inga­mála. Fimm umsóknir eru í kæru­ferli og tveir umsækj­endur hafa yfir­gefið land­ið.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent