Stefnir í að umsóknir um vernd hérlendis verði færri en þær hafa verið frá 2015

Þótt fleiri flóttamenn fái nú vernd en áður á Íslandi þá hefur umsækjendum verið að fækka. Tæplega helmingur þeirra sem fá að vera hérlendis eftir að hafa hrakist hingað á flótta koma frá Venesúela eða Írak.

Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Auglýsing

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 sóttu 514 ein­stak­lingar um alþjóð­lega vernd á Ísland­i. Hald­ist sú þróun sem verið hefur að með­al­tali á árinu áfram mun fjöldi umsókna verða sá minnsti í ár frá árinu 2015, þegar þær voru 354 tals­ins. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn spilar þar hlut­verk enda sóttu ein­ungis tíu manns um vernd hér­lendis í apríl og maí, á meðan að Ísland var að mestu lokað fyrir umheim­inum vegna fyrstu bylgju hans sem gekk þá yfir. Jafn­vel þótt að fjöldi umsækj­enda yrði sá sami og í sept­em­ber, þegar 80 sóttu um vernd, hvern þeirra mán­aða sem eftir lifa árs­ins þá myndi fjöldi umsækj­enda samt áfram verða sá lægsti síðan 2015. 

Þetta má lesa út úr tölum sem vernd­ar­svið Útlend­inga­stofn­unar birtir mán­að­ar­lega. 

Flestir sóttu um vernd komu frá Venes­ú­ela en í gildi eru til­mæli frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna  um það að þeir sem komi þaðan séu í þörf fyrir vernd. Alls hafa 102 ein­stak­lingar þaðan sótt um vernd á Íslandi það sem af er ári, eða um 20 pró­sent allra umsækj­enda. Næst flestir koma frá Írak, en þeir sem koma þaðan og óska eftir hæli hér­lendis fá flestir vernd. Alls hafa 79 Írakar sótt eftir vernd á Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020. Það þýðir að 35 pró­sent allra umsækj­enda koma frá þessum tveimur lönd­um. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að umsækj­endum sé að fækka er fjöldi þeirra sem fær vernd hér­lendis að aukast. Hann hefur aldrei verið jafn mik­ill og í ár þegar alls 405 hafa hlotið slíka. Ástæðan er aftur fjöldi þeirra sem koma hingað frá Venes­ú­ela (128 hafa fengið vernd í ár) og Írak (55 hafa fengið vernd í ár). Sam­tals eru flótta­menn frá þessum tveimur löndum 45 pró­sent af þeim sem hlotið hafa vernd á Íslandi það sem af er árinu 2020. 

Mikil fjölgun umsókna árið 2016

Spreng­ing varð í umsóknum um vernd á Íslandi á árinu 2016, þegar þeim fjölg­aði úr 354 í 1.132. Það er enn metár í fjölda umsókna. Þrátt fyrir að fjöldi umsókna það árið hefði auk­ist svona mikið fengu ein­ungis 111 flótta­menn vernd hér­lendis á því.

Staðan var svipuð árið eft­ir, 2017. Þá voru umsókn­irnar 1.096 og 135 manns fengu alþjóð­lega vernd. Stór hluti þess hóps sem sótt­ist eftir vernd hér­lendis á þessu ári voru frá ríkjum sem flokkuð eru sem örugg, og þá sér­stak­lega frá Albaníu (þaðan sem 290 manns komu og sóttu um vernd) og Georgíu (þaðan sem 276 komu og sóttu um vernd). Ein­ungis þrír úr hvorum hópnum fyrir sig hlaut vernd hér­lendis á árinu 2017.

Á árinu 2018 hélt sú þróun áfram að færri, alls 800, umsóknir bár­ust um vernd en fleirum, alls 160, var veitt slík. 

Í fyrra voru umsókn­irnar 867 en 376 fengu jákvæða nið­ur­stöðu í efn­is­með­ferð hjá Útlend­inga­stofn­un. 

Kostn­aður rík­is­ins stöð­ugur milli ára

Vert er að taka fram að á hverju ári fyrir sig hefur einnig nokkur fjöldi fengið alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi eftir með­ferð mála hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála. Það sem af er árinu 2020 hafa 52 ein­stak­lingar hlotið slíka vernd. 

Kostn­aður rík­is­ins við það sem er kallað „út­lend­inga­mál“ í ár er áætl­aður um fjórir millj­arðar króna. Það er mjög svipuð upp­hæð og kostn­að­ur­inn hefur verið und­an­farin ár.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021 er reiknað með að kostn­að­ur­inn verði rétt undir fjórum millj­örðum króna á næsta ári og muni hald­ast á þeim slóðum út árið 2023.

Aldrei fleiri kvótaflótta­menn

Til við­bótar tekur Ísland við svoköll­uðum kvótaflótta­mönn­um. Það er sá hópur sem Flótta­­­manna­­­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna óskar eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. 

Íslend­ingar hafa tekið á móti kvótaflótta­­­mönnum frá 13 löndum: Ung­verja­landi, Júgóslavíu, Víetnam, Pól­landi, Krajina, Kosovo, Kól­umbíu, Írak, Afganistan, Simbabve, Úganda, Kamerún og Sýr­landi. 
Meðal íslenskra sveit­­­ar­­­fé­laga sem tekið hafa á móti flótta­­­fólki eru Ísa­­­fjörð­­­ur, Horna­­­fjörð­­­ur, Blönd­u­ós, Fjarð­­­ar­­­byggð, Dal­vík, Siglu­­­fjörð­­­ur, Akur­eyri, Reykja­­­nes­­­bær, Akra­­­nes, Hafn­­­ar­­­fjörð­­­ur, Kópa­vogur og Reykja­vík. Nýlega bætt­ist Garða­bær, Sel­tjarn­ar­nes og Mos­fells­bær við.

Ísland tók á móti 765 kvótaflótta­­­mönnum frá árinu 1956 til loka árs 2019. Á 63 árum tókum við því á móti um tólf á ári að með­­­al­tali. Lang­mest aukn­ingin hefur verið á allra síð­ustu árum og í ár átti að taka við 85 alls, sem er met­fjöldi. Það met var bætt enn frekar í sept­em­ber þegar rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti að Ísland taki á móti alls 15 flótta­mönnum frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Því fór fjöldi kvótaflótta­manna sem tekið var á móti hér­lendis í fyrsta sinn í þriggja stafa tölu á árinu 2020. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar