Stefnir í að umsóknir um vernd hérlendis verði færri en þær hafa verið frá 2015

Þótt fleiri flóttamenn fái nú vernd en áður á Íslandi þá hefur umsækjendum verið að fækka. Tæplega helmingur þeirra sem fá að vera hérlendis eftir að hafa hrakist hingað á flótta koma frá Venesúela eða Írak.

Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Auglýsing

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 sóttu 514 ein­stak­lingar um alþjóð­lega vernd á Ísland­i. Hald­ist sú þróun sem verið hefur að með­al­tali á árinu áfram mun fjöldi umsókna verða sá minnsti í ár frá árinu 2015, þegar þær voru 354 tals­ins. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn spilar þar hlut­verk enda sóttu ein­ungis tíu manns um vernd hér­lendis í apríl og maí, á meðan að Ísland var að mestu lokað fyrir umheim­inum vegna fyrstu bylgju hans sem gekk þá yfir. Jafn­vel þótt að fjöldi umsækj­enda yrði sá sami og í sept­em­ber, þegar 80 sóttu um vernd, hvern þeirra mán­aða sem eftir lifa árs­ins þá myndi fjöldi umsækj­enda samt áfram verða sá lægsti síðan 2015. 

Þetta má lesa út úr tölum sem vernd­ar­svið Útlend­inga­stofn­unar birtir mán­að­ar­lega. 

Flestir sóttu um vernd komu frá Venes­ú­ela en í gildi eru til­mæli frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna  um það að þeir sem komi þaðan séu í þörf fyrir vernd. Alls hafa 102 ein­stak­lingar þaðan sótt um vernd á Íslandi það sem af er ári, eða um 20 pró­sent allra umsækj­enda. Næst flestir koma frá Írak, en þeir sem koma þaðan og óska eftir hæli hér­lendis fá flestir vernd. Alls hafa 79 Írakar sótt eftir vernd á Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020. Það þýðir að 35 pró­sent allra umsækj­enda koma frá þessum tveimur lönd­um. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að umsækj­endum sé að fækka er fjöldi þeirra sem fær vernd hér­lendis að aukast. Hann hefur aldrei verið jafn mik­ill og í ár þegar alls 405 hafa hlotið slíka. Ástæðan er aftur fjöldi þeirra sem koma hingað frá Venes­ú­ela (128 hafa fengið vernd í ár) og Írak (55 hafa fengið vernd í ár). Sam­tals eru flótta­menn frá þessum tveimur löndum 45 pró­sent af þeim sem hlotið hafa vernd á Íslandi það sem af er árinu 2020. 

Mikil fjölgun umsókna árið 2016

Spreng­ing varð í umsóknum um vernd á Íslandi á árinu 2016, þegar þeim fjölg­aði úr 354 í 1.132. Það er enn metár í fjölda umsókna. Þrátt fyrir að fjöldi umsókna það árið hefði auk­ist svona mikið fengu ein­ungis 111 flótta­menn vernd hér­lendis á því.

Staðan var svipuð árið eft­ir, 2017. Þá voru umsókn­irnar 1.096 og 135 manns fengu alþjóð­lega vernd. Stór hluti þess hóps sem sótt­ist eftir vernd hér­lendis á þessu ári voru frá ríkjum sem flokkuð eru sem örugg, og þá sér­stak­lega frá Albaníu (þaðan sem 290 manns komu og sóttu um vernd) og Georgíu (þaðan sem 276 komu og sóttu um vernd). Ein­ungis þrír úr hvorum hópnum fyrir sig hlaut vernd hér­lendis á árinu 2017.

Á árinu 2018 hélt sú þróun áfram að færri, alls 800, umsóknir bár­ust um vernd en fleirum, alls 160, var veitt slík. 

Í fyrra voru umsókn­irnar 867 en 376 fengu jákvæða nið­ur­stöðu í efn­is­með­ferð hjá Útlend­inga­stofn­un. 

Kostn­aður rík­is­ins stöð­ugur milli ára

Vert er að taka fram að á hverju ári fyrir sig hefur einnig nokkur fjöldi fengið alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi eftir með­ferð mála hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála. Það sem af er árinu 2020 hafa 52 ein­stak­lingar hlotið slíka vernd. 

Kostn­aður rík­is­ins við það sem er kallað „út­lend­inga­mál“ í ár er áætl­aður um fjórir millj­arðar króna. Það er mjög svipuð upp­hæð og kostn­að­ur­inn hefur verið und­an­farin ár.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021 er reiknað með að kostn­að­ur­inn verði rétt undir fjórum millj­örðum króna á næsta ári og muni hald­ast á þeim slóðum út árið 2023.

Aldrei fleiri kvótaflótta­menn

Til við­bótar tekur Ísland við svoköll­uðum kvótaflótta­mönn­um. Það er sá hópur sem Flótta­­­manna­­­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna óskar eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. 

Íslend­ingar hafa tekið á móti kvótaflótta­­­mönnum frá 13 löndum: Ung­verja­landi, Júgóslavíu, Víetnam, Pól­landi, Krajina, Kosovo, Kól­umbíu, Írak, Afganistan, Simbabve, Úganda, Kamerún og Sýr­landi. 
Meðal íslenskra sveit­­­ar­­­fé­laga sem tekið hafa á móti flótta­­­fólki eru Ísa­­­fjörð­­­ur, Horna­­­fjörð­­­ur, Blönd­u­ós, Fjarð­­­ar­­­byggð, Dal­vík, Siglu­­­fjörð­­­ur, Akur­eyri, Reykja­­­nes­­­bær, Akra­­­nes, Hafn­­­ar­­­fjörð­­­ur, Kópa­vogur og Reykja­vík. Nýlega bætt­ist Garða­bær, Sel­tjarn­ar­nes og Mos­fells­bær við.

Ísland tók á móti 765 kvótaflótta­­­mönnum frá árinu 1956 til loka árs 2019. Á 63 árum tókum við því á móti um tólf á ári að með­­­al­tali. Lang­mest aukn­ingin hefur verið á allra síð­ustu árum og í ár átti að taka við 85 alls, sem er met­fjöldi. Það met var bætt enn frekar í sept­em­ber þegar rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti að Ísland taki á móti alls 15 flótta­mönnum frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Því fór fjöldi kvótaflótta­manna sem tekið var á móti hér­lendis í fyrsta sinn í þriggja stafa tölu á árinu 2020. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar