Stefnir í að umsóknir um vernd hérlendis verði færri en þær hafa verið frá 2015

Þótt fleiri flóttamenn fái nú vernd en áður á Íslandi þá hefur umsækjendum verið að fækka. Tæplega helmingur þeirra sem fá að vera hérlendis eftir að hafa hrakist hingað á flótta koma frá Venesúela eða Írak.

Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Auglýsing

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 sóttu 514 ein­stak­lingar um alþjóð­lega vernd á Ísland­i. Hald­ist sú þróun sem verið hefur að með­al­tali á árinu áfram mun fjöldi umsókna verða sá minnsti í ár frá árinu 2015, þegar þær voru 354 tals­ins. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn spilar þar hlut­verk enda sóttu ein­ungis tíu manns um vernd hér­lendis í apríl og maí, á meðan að Ísland var að mestu lokað fyrir umheim­inum vegna fyrstu bylgju hans sem gekk þá yfir. Jafn­vel þótt að fjöldi umsækj­enda yrði sá sami og í sept­em­ber, þegar 80 sóttu um vernd, hvern þeirra mán­aða sem eftir lifa árs­ins þá myndi fjöldi umsækj­enda samt áfram verða sá lægsti síðan 2015. 

Þetta má lesa út úr tölum sem vernd­ar­svið Útlend­inga­stofn­unar birtir mán­að­ar­lega. 

Flestir sóttu um vernd komu frá Venes­ú­ela en í gildi eru til­mæli frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna  um það að þeir sem komi þaðan séu í þörf fyrir vernd. Alls hafa 102 ein­stak­lingar þaðan sótt um vernd á Íslandi það sem af er ári, eða um 20 pró­sent allra umsækj­enda. Næst flestir koma frá Írak, en þeir sem koma þaðan og óska eftir hæli hér­lendis fá flestir vernd. Alls hafa 79 Írakar sótt eftir vernd á Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020. Það þýðir að 35 pró­sent allra umsækj­enda koma frá þessum tveimur lönd­um. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að umsækj­endum sé að fækka er fjöldi þeirra sem fær vernd hér­lendis að aukast. Hann hefur aldrei verið jafn mik­ill og í ár þegar alls 405 hafa hlotið slíka. Ástæðan er aftur fjöldi þeirra sem koma hingað frá Venes­ú­ela (128 hafa fengið vernd í ár) og Írak (55 hafa fengið vernd í ár). Sam­tals eru flótta­menn frá þessum tveimur löndum 45 pró­sent af þeim sem hlotið hafa vernd á Íslandi það sem af er árinu 2020. 

Mikil fjölgun umsókna árið 2016

Spreng­ing varð í umsóknum um vernd á Íslandi á árinu 2016, þegar þeim fjölg­aði úr 354 í 1.132. Það er enn metár í fjölda umsókna. Þrátt fyrir að fjöldi umsókna það árið hefði auk­ist svona mikið fengu ein­ungis 111 flótta­menn vernd hér­lendis á því.

Staðan var svipuð árið eft­ir, 2017. Þá voru umsókn­irnar 1.096 og 135 manns fengu alþjóð­lega vernd. Stór hluti þess hóps sem sótt­ist eftir vernd hér­lendis á þessu ári voru frá ríkjum sem flokkuð eru sem örugg, og þá sér­stak­lega frá Albaníu (þaðan sem 290 manns komu og sóttu um vernd) og Georgíu (þaðan sem 276 komu og sóttu um vernd). Ein­ungis þrír úr hvorum hópnum fyrir sig hlaut vernd hér­lendis á árinu 2017.

Á árinu 2018 hélt sú þróun áfram að færri, alls 800, umsóknir bár­ust um vernd en fleirum, alls 160, var veitt slík. 

Í fyrra voru umsókn­irnar 867 en 376 fengu jákvæða nið­ur­stöðu í efn­is­með­ferð hjá Útlend­inga­stofn­un. 

Kostn­aður rík­is­ins stöð­ugur milli ára

Vert er að taka fram að á hverju ári fyrir sig hefur einnig nokkur fjöldi fengið alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi eftir með­ferð mála hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála. Það sem af er árinu 2020 hafa 52 ein­stak­lingar hlotið slíka vernd. 

Kostn­aður rík­is­ins við það sem er kallað „út­lend­inga­mál“ í ár er áætl­aður um fjórir millj­arðar króna. Það er mjög svipuð upp­hæð og kostn­að­ur­inn hefur verið und­an­farin ár.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021 er reiknað með að kostn­að­ur­inn verði rétt undir fjórum millj­örðum króna á næsta ári og muni hald­ast á þeim slóðum út árið 2023.

Aldrei fleiri kvótaflótta­menn

Til við­bótar tekur Ísland við svoköll­uðum kvótaflótta­mönn­um. Það er sá hópur sem Flótta­­­manna­­­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna óskar eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. 

Íslend­ingar hafa tekið á móti kvótaflótta­­­mönnum frá 13 löndum: Ung­verja­landi, Júgóslavíu, Víetnam, Pól­landi, Krajina, Kosovo, Kól­umbíu, Írak, Afganistan, Simbabve, Úganda, Kamerún og Sýr­landi. 
Meðal íslenskra sveit­­­ar­­­fé­laga sem tekið hafa á móti flótta­­­fólki eru Ísa­­­fjörð­­­ur, Horna­­­fjörð­­­ur, Blönd­u­ós, Fjarð­­­ar­­­byggð, Dal­vík, Siglu­­­fjörð­­­ur, Akur­eyri, Reykja­­­nes­­­bær, Akra­­­nes, Hafn­­­ar­­­fjörð­­­ur, Kópa­vogur og Reykja­vík. Nýlega bætt­ist Garða­bær, Sel­tjarn­ar­nes og Mos­fells­bær við.

Ísland tók á móti 765 kvótaflótta­­­mönnum frá árinu 1956 til loka árs 2019. Á 63 árum tókum við því á móti um tólf á ári að með­­­al­tali. Lang­mest aukn­ingin hefur verið á allra síð­ustu árum og í ár átti að taka við 85 alls, sem er met­fjöldi. Það met var bætt enn frekar í sept­em­ber þegar rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti að Ísland taki á móti alls 15 flótta­mönnum frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Því fór fjöldi kvótaflótta­manna sem tekið var á móti hér­lendis í fyrsta sinn í þriggja stafa tölu á árinu 2020. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar