Stefnir í að umsóknir um vernd hérlendis verði færri en þær hafa verið frá 2015

Þótt fleiri flóttamenn fái nú vernd en áður á Íslandi þá hefur umsækjendum verið að fækka. Tæplega helmingur þeirra sem fá að vera hérlendis eftir að hafa hrakist hingað á flótta koma frá Venesúela eða Írak.

Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Auglýsing

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 sóttu 514 ein­stak­lingar um alþjóð­lega vernd á Ísland­i. Hald­ist sú þróun sem verið hefur að með­al­tali á árinu áfram mun fjöldi umsókna verða sá minnsti í ár frá árinu 2015, þegar þær voru 354 tals­ins. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn spilar þar hlut­verk enda sóttu ein­ungis tíu manns um vernd hér­lendis í apríl og maí, á meðan að Ísland var að mestu lokað fyrir umheim­inum vegna fyrstu bylgju hans sem gekk þá yfir. Jafn­vel þótt að fjöldi umsækj­enda yrði sá sami og í sept­em­ber, þegar 80 sóttu um vernd, hvern þeirra mán­aða sem eftir lifa árs­ins þá myndi fjöldi umsækj­enda samt áfram verða sá lægsti síðan 2015. 

Þetta má lesa út úr tölum sem vernd­ar­svið Útlend­inga­stofn­unar birtir mán­að­ar­lega. 

Flestir sóttu um vernd komu frá Venes­ú­ela en í gildi eru til­mæli frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna  um það að þeir sem komi þaðan séu í þörf fyrir vernd. Alls hafa 102 ein­stak­lingar þaðan sótt um vernd á Íslandi það sem af er ári, eða um 20 pró­sent allra umsækj­enda. Næst flestir koma frá Írak, en þeir sem koma þaðan og óska eftir hæli hér­lendis fá flestir vernd. Alls hafa 79 Írakar sótt eftir vernd á Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020. Það þýðir að 35 pró­sent allra umsækj­enda koma frá þessum tveimur lönd­um. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að umsækj­endum sé að fækka er fjöldi þeirra sem fær vernd hér­lendis að aukast. Hann hefur aldrei verið jafn mik­ill og í ár þegar alls 405 hafa hlotið slíka. Ástæðan er aftur fjöldi þeirra sem koma hingað frá Venes­ú­ela (128 hafa fengið vernd í ár) og Írak (55 hafa fengið vernd í ár). Sam­tals eru flótta­menn frá þessum tveimur löndum 45 pró­sent af þeim sem hlotið hafa vernd á Íslandi það sem af er árinu 2020. 

Mikil fjölgun umsókna árið 2016

Spreng­ing varð í umsóknum um vernd á Íslandi á árinu 2016, þegar þeim fjölg­aði úr 354 í 1.132. Það er enn metár í fjölda umsókna. Þrátt fyrir að fjöldi umsókna það árið hefði auk­ist svona mikið fengu ein­ungis 111 flótta­menn vernd hér­lendis á því.

Staðan var svipuð árið eft­ir, 2017. Þá voru umsókn­irnar 1.096 og 135 manns fengu alþjóð­lega vernd. Stór hluti þess hóps sem sótt­ist eftir vernd hér­lendis á þessu ári voru frá ríkjum sem flokkuð eru sem örugg, og þá sér­stak­lega frá Albaníu (þaðan sem 290 manns komu og sóttu um vernd) og Georgíu (þaðan sem 276 komu og sóttu um vernd). Ein­ungis þrír úr hvorum hópnum fyrir sig hlaut vernd hér­lendis á árinu 2017.

Á árinu 2018 hélt sú þróun áfram að færri, alls 800, umsóknir bár­ust um vernd en fleirum, alls 160, var veitt slík. 

Í fyrra voru umsókn­irnar 867 en 376 fengu jákvæða nið­ur­stöðu í efn­is­með­ferð hjá Útlend­inga­stofn­un. 

Kostn­aður rík­is­ins stöð­ugur milli ára

Vert er að taka fram að á hverju ári fyrir sig hefur einnig nokkur fjöldi fengið alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi eftir með­ferð mála hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála. Það sem af er árinu 2020 hafa 52 ein­stak­lingar hlotið slíka vernd. 

Kostn­aður rík­is­ins við það sem er kallað „út­lend­inga­mál“ í ár er áætl­aður um fjórir millj­arðar króna. Það er mjög svipuð upp­hæð og kostn­að­ur­inn hefur verið und­an­farin ár.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2021 er reiknað með að kostn­að­ur­inn verði rétt undir fjórum millj­örðum króna á næsta ári og muni hald­ast á þeim slóðum út árið 2023.

Aldrei fleiri kvótaflótta­menn

Til við­bótar tekur Ísland við svoköll­uðum kvótaflótta­mönn­um. Það er sá hópur sem Flótta­­­manna­­­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna óskar eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. 

Íslend­ingar hafa tekið á móti kvótaflótta­­­mönnum frá 13 löndum: Ung­verja­landi, Júgóslavíu, Víetnam, Pól­landi, Krajina, Kosovo, Kól­umbíu, Írak, Afganistan, Simbabve, Úganda, Kamerún og Sýr­landi. 
Meðal íslenskra sveit­­­ar­­­fé­laga sem tekið hafa á móti flótta­­­fólki eru Ísa­­­fjörð­­­ur, Horna­­­fjörð­­­ur, Blönd­u­ós, Fjarð­­­ar­­­byggð, Dal­vík, Siglu­­­fjörð­­­ur, Akur­eyri, Reykja­­­nes­­­bær, Akra­­­nes, Hafn­­­ar­­­fjörð­­­ur, Kópa­vogur og Reykja­vík. Nýlega bætt­ist Garða­bær, Sel­tjarn­ar­nes og Mos­fells­bær við.

Ísland tók á móti 765 kvótaflótta­­­mönnum frá árinu 1956 til loka árs 2019. Á 63 árum tókum við því á móti um tólf á ári að með­­­al­tali. Lang­mest aukn­ingin hefur verið á allra síð­ustu árum og í ár átti að taka við 85 alls, sem er met­fjöldi. Það met var bætt enn frekar í sept­em­ber þegar rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti að Ísland taki á móti alls 15 flótta­mönnum frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Því fór fjöldi kvótaflótta­manna sem tekið var á móti hér­lendis í fyrsta sinn í þriggja stafa tölu á árinu 2020. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar