ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi

Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.

1. maí 2019 - ASÍ
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) gagn­rýnir áform rík­is­stjórn­ar­innar um  breyt­ingar á fjár­magnstekju­skatti sem boðuð eru í fjár­laga­frum­varpi henn­ar. Útfærslan á þeirri lækkun hefur enn ekki verið birt en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, boð­aði hana þegar hann kynnti fjár­laga­frum­varpið í byrjun mán­að­ar. Eina sem liggur fyrir um útfærsl­una er að skatt­stofn fjár­magnstekna á að miða við raun­á­vöxtun í stað nafn­á­vöxt­un­ar, og fyrir vikið eiga tekjur rík­is­ins vegna skatts­ins að lækka um 2,1 millj­arða króna á næsta ári. 

Í umsögn ASÍ um fjár­laga­frum­varpið segir að sam­bandið telji að skatta­lækkun um 2,1 millj­arð til fjár­magns­eig­enda eigi ekki að vera í for­gangi við núver­andi aðstæð­ur. Verk­efni stjórn­valda á núna eigi að vera að tryggja afkomu fólks. 

Þá gagn­rýnir sam­bandið líka fyr­ir­hug­aða hækkun skatt­leys­is­marka erfða­fjár­skatts, sem boðuð hefur verið án þess að fyrir liggi útfærsla á því hvernig stjórn­völd sjá fyrir sér þróun á erfða­fjár­skatti. „Þótt vel geti verið rétt­læt­an­legt að hækka skatt­leys­is­mörk erfða­fjár­skatts eigi sú aðgerð ekki að vera í for­gangi við núver­andi aðstæð­ur. Þá ítrekar ASÍ þá afstöðu sína að færa þurfi skatt­lagn­ingu ann­arra tekna þ.m.t. fjár­magnstekna nær skatt­lagn­ingu launa.“

Skattur á fjár­­­­­magnstekjur er umtals­vert lægri en á launa­­­tekj­­­ur. Stað­greiðsla skatta á launa­­­tekjur í fyrra var á á bil­inu 35,04 til 46,24 pró­­­sent að útsvari með­­­­­töldu en fjár­­­­­magnstekju­skattur var hækk­­­aður upp í 22 pró­­­sent í byrjun árs 2018.

Kjarn­inn greindi nýverið frá því að þær tæp­­lega 23 þús­und fjöl­­skyldur sem mynda saman rík­­­ustu tíund lands­ins afla þorra fjár­­­magnstekna, sem eru allar vaxta­­­tekjur auk sölu­hagn­að­­­ar, arðs og tekna af atvinn­u­­­rekstri. Í fyrra tók hún til sín 99,8 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur eða um 70,5 pró­­sent allra slíka tekna. 

Atvinnu­leysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfn­uðar

Atvinnu­leysi á Íslandi er sem stendur í hæstu hæð­um. Í lok sept­em­ber mæld­ist það 9,8 pró­sent og spár Vinnu­mála­stofn­unar gera ráð fyrir að það fari í 11,3 pró­sent í lok næsta mán­að­ar. Þetta ástand kemur verst niður á kon­um, ungu fólki og erlendum rík­­is­­borg­­urum, en í síð­­ast­­nefnda hópnum er atvinn­u­­leysi yfir 20 pró­­sent. Sér­­fræð­ingar hafa bent á að kreppan geti aukið ójöfnuð ef ekk­ert verði að gert, auk þess sem hætta er á félags­­­legri ein­angrun á meðal við­­kvæmra hópa sam­­fé­lags­ins. 

Auglýsing
ASÍ segir í umsögn­inni að ljóst sé að grípa þurfti til aðgerða til að afstýra að atvinnu­leysi leiði til greiðslu­vanda heim­ila, fátæktar og ójöfn­uðar með til­heyr­andi kostn­aði fyrir sam­fé­lag­ið. 

Mik­il­vægt sé að hafa í huga að um 40 pró­sent atvinnu­lausra sé erlent launa­fólk sem að stórum hluta býr í leigu­hús­næði. „Þessi hópur hefur haft ekki úrræði sam­bæri­leg við eig­endur hús­næð­is, t.d. greiðslu­hlé, og ekki notið á sama hátt góðs af lækkun vaxta á hús­næð­is­lán­um.“

Sam­bandið telur að skil­virkasta leiðin til að styðja við atvinnu­leit­endur sé að hækka grunn­bætur atvinnu­leys­is­bóta ásamt því að lengja bóta­tíma­bilið til að mæta fyr­ir­séðri aukn­ingu lang­tíma­at­vinnu­leys­is. Í fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyrir 3,6 pró­sent hækkun atvinnu­leys­is­bóta og sagt að bæt­urnar taki mið af með­al­taxta­þróun á vinnu­mark­aði. Í lögum um almanna­trygg­ingar er hins vegar kveðið á um að bæt­urnar skuli taka mið af launa­þró­un.

ASÍ gagn­rýnir það við­mið sem stjórn­völd ákveða að styðj­ast við og segir að það leiði til þess að atvinnu­leys­is­bætur og bætur almanna­trygg­inga drag­ist aftur úr almennri launa­þró­un.

Verði grunn­bætur þannig sem stjórn­völd ætla þá leiði það að óbreyttu til þess að þær verði um 85 pró­sent af lág­marks­tekju­trygg­ingu og því lægri en þær voru á árunum 2008-2012.

ASÍ vill hækka bæt­urnar í 95 pró­sent af dag­vinnu­tekju­trygg­ingu.

Vel­ferð og grunn­þjón­usta ekki notuð sem afkomu­bæt­andi aðgerð 

Í umsögn ASÍ er einnig fjallað um þann mikla sam­drátt sem ætlað er að verði á tekjum rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta. Áætl­aður halli á árinu 2020 eða 269,2 millj­arðar króna og á næsta ári er hann áætl­aður 264,2 millj­arðar króna. Því stefnir í rúm­lega 533 millj­arða króna halla á tveimur árum. 

Þessum halla verður mætt með því að nýta svig­rúm opin­berra fjár­mála. Á manna­máli þýðir það að gjöldin munu hald­ast nán­ast þau sömu á næsta ári og í ár, þrátt fyrir hinn mikla tekju­sam­drátt, og verða 1.036 millj­arðar króna. Skuldum rík­is­sjóðs verður leyft að aukast á næstu árum til að mæta þessu og þær eiga að ná hámarki á árinu 2025 þegar þær eru áætl­aðar 59 pró­sent af lands­fram­leiðslu. 

ASÍ segir að það mark­mið kalli hins vegar á afkomu­bæt­andi aðgerðir af hálfu stjórn­valda upp á 35 til 40 millj­arða á ári fyrir árin 2023-2025. „Verði efna­hags­legur bati hæg­ari en sam­kvæmt for­sendum yrði þörfin enn meiri en miðað við núver­andi efna­hags­horfur er raun­veru­leg hætta á að slík sviðs­mynd raun­ger­ist. Þá myndi fjölgun ferða­manna verða minni en gert er ráð fyrir í for­sendum og hjöðnun atvinnu­leysis hæg­ari. ASÍ ítrekar afstöðu sína að vel­ferð og grunn­þjón­usta verði ekki notuð sem afkomu­bæt­andi aðgerð í rík­is­fjár­málum og að nið­ur­greiðsla skulda verði á for­sendum kröft­ugrar við­spyrnu. Um þessi atriði mun þurfa að eiga sér stað póli­tísk stefnu­mörkun á næstu miss­er­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar