Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar

Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.

Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Auglýsing

„Ef núverandi reglur verða áfram í gildi og ekkert liggur fyrir um nýja og fyrirsjáanlega aðferðafræði gagnvart sóttvörnum og ferðamönnum munu forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári verða brostnar áður en árið 2021 er gengið í garð, því að sala ferða til Íslands á næsta ári mun þá að stærstum hluta liggja niðri vegna óvissu um sóttvarnareglur.“ Þetta kemur fram í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) um fjárlagafrumvarp næsta árs sem skilað var inn til fjárlaganefndar í gær, en frestur til að skila slíkum inn rann út þá.

Ein lykilforsendan í fjárlögum næsta árs, eins og þau eru lögð fram í frumvarpinu, er að 900 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins. Sá fjöldi á að tryggja öfluga viðspyrnu í tekjum þegar líður á árið og er grundvöllur þeirrar verðmætasköpunar sem frumvarpið byggir á. 

SAF segir að sú verðmætasköpun muni hins vegar ekki geta hafist ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum, sem hafa verið í gildi frá 19. ágúst, haldi sér. Fjöldin sem muni koma verði einfaldlega aldrei nálægt þessum 900 þúsund erlendu ferðamönnum.

Samtökin kalla eftir því að settar verði „fyrirsjáanlegar og varanlegar reglur um sóttvarnir á landamærum sem ferðamenn, ferðaskrifstofur og flugfélög geta treyst á og unnið með.“

Telja að aðgerðir hafi tekist misjafnlega

Í umsögn SAF er einnig óskað eftir því að stjórnvöld styðji betur við fyrirtæki með beinum rekstrarstyrkjum og aðgerðum sem takmarka eigi skuldavanda sem safnast hafi upp hjá mörgum fyrirtækjum í geiranum. 

Samtökin telja að þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafi tekist misjafnlega. Uppsagnarstyrkir, greiðsluskjól og smærri stuðningslán hafi reynst ferðaþjónustufyrirtækjum vel en aðrar aðgerðir hafi virkað síðar. Þar nefna þau sérstaklega brúarlánin svokölluðu, sem einungis eitt fyrirtæki hefur nýtt sér til þessa, og öðrum stuðningslánum. „Það er álit SAF að til að þessar tvær aðgerðir nái markmiðum sínum miðað við núverandi stöðu er nauðsynlegt að lengja tímalengd ríkisábyrgðar á stærri stuðningslánum (40 m.kr.) í a.m.k. 36 mánuði og tímalengd ríkisábyrgðar á viðbótarlánum (brúarlánum) í 6 ár.“

Auglýsing
SAF lýsir þó ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar nýlega og er ætlað að styðja skulu við einyrkja og örfyrirtæki með þrjá starfsmenn eða færri. Ljóst sé að fjölmörg smá fyrirtæki í ferðaþjónustu um allt land muni geta nýtt aðgerðirnar.

Þá leggja samtökin „afar mikla áherslu“ á að beinir rekstrarstyrkir til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir tekjuhruni vegna faraldursins, samtals upp á sex milljarða króna, komi til framkvæmda sem fyrst. Þeir styrkir voru kynntir í lok síðasta mánaðar sem hluti af pakka stjórnvalda til að koma í veg fyrir að Samtök atvinnulífsins létu á það reyna að segja upp Lífskjarasamningnum.

Vilja losna við gistináttaskatt til frambúðar

SAF kallar líka eftir ýmiskonar viðbótaraðgerðum stjórnvalda. Samtökin vilja til að mynda að tímabundið afnám gistináttaskatts, sem á að renna út í byrjun árs 2022 að óbreyttu, verði framlengt óendanlega. „SAF telja að engin rök mæli með endurupptöku gistináttaskatts í ársbyrjun 2022 og hvetja stjórnvöld eindregið til að leggja skattinn af til frambúðar.“

Þá telja samtökin það augljósa leið fyrir stjórnvöld til að aðstoðar fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjuhruni að fella tímabundið niður fasteignaskatt á þau. „Önnur vægari úrræði eru tæk þó þau séu ekki jafn áhrifarík en það er að fresta greiðslu þessara gjalda til lengri tíma. SAF hvetur eindregið til þess að Alþingi veiti sveitarfélögum heimild til að fresta eða fella niður greiðslu þessara gjalda. Að öðrum kosti eykst hættan á því að mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem þurfa að leiða viðspyrnuna verði hrakin í gjaldþrot vegna byrða sem sveitarfélögin leggja á herðar þeirra.“

Vilja að vörugjöld á bílaleigubíla verði lækkuð

Með umsögninni fylgir einnig sérstakt erindi til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem farið er fram á lækkum vörugjalds á bílaleigubílum á árunum 2021, 2022 og 2023. 

Í tillögunni felst að SAF vilja að stjórnvöld lækki skráða losun bílaleigubíla um 30 prósent en þó að hámarki þannig að „mismunur á nýju vörugjaldi og þess upphaflega verði ekki umfram 500.000 Til að koma í veg fyrir misnotkun á niðurfellingu er lagt til að lækkun vörugjalda verði aðeins heimil ökutækjaleigum sem voru skráðar með leyfi hjá Samgöngustofu 1.4.2020 og urðu þannig fyrir miklum neikvæðum áhrifum vegna Covid-19.“

Ástæður þess að þetta sé nauðsynleg aðgerð segja SAF meðal annars vera þá að bílaleigur hafi verið að selja nýrri bíla og hækka þannig kolefnislosunargildi sín, en nýrri bílar eru almennt umhverfisvænni og losa minna. Samkvæmt tölum SAF hefur skráðum bílaleigubílum fækkað um 9.300, eða 37 prósent, á milli ára í júlí. Það telja samtökin að jafngildi um 465 töpuðum störfum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar