Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar

Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.

Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Auglýsing

„Ef núver­andi reglur verða áfram í gildi og ekk­ert liggur fyrir um nýja og fyr­ir­sjá­an­lega aðferða­fræði gagn­vart sótt­vörnum og ferða­mönnum munu for­sendur fjár­laga um tekju­öflun rík­is­ins og hag­vöxt á næsta ári verða brostnar áður en árið 2021 er gengið í garð, því að sala ferða til Íslands á næsta ári mun þá að stærstum hluta liggja niðri vegna óvissu um sótt­varna­regl­ur.“ Þetta kemur fram í umsögn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) um fjár­laga­frum­varp næsta árs sem skilað var inn til fjár­laga­nefndar í gær, en frestur til að skila slíkum inn rann út þá.

Ein lyk­il­for­sendan í fjár­lögum næsta árs, eins og þau eru lögð fram í frum­varp­inu, er að 900 þús­und erlendir ferða­menn komi til lands­ins. Sá fjöldi á að tryggja öfl­uga við­spyrnu í tekjum þegar líður á árið og er grund­völlur þeirrar verð­mæta­sköp­unar sem frum­varpið byggir á. 

SAF segir að sú verð­mæta­sköpun muni hins vegar ekki geta haf­ist ef núver­andi reglur um tvö­falda skimun á landa­mærum, sem hafa verið í gildi frá 19. ágúst, haldi sér. Fjöldin sem muni koma verði ein­fald­lega aldrei nálægt þessum 900 þús­und erlendu ferða­mönn­um.

Sam­tökin kalla eftir því að settar verði „fyr­ir­sjá­an­legar og var­an­legar reglur um sótt­varnir á landa­mærum sem ferða­menn, ferða­skrif­stofur og flug­fé­lög geta treyst á og unnið með.“

Telja að aðgerðir hafi tek­ist mis­jafn­lega

Í umsögn SAF er einnig óskað eftir því að stjórn­völd styðji betur við fyr­ir­tæki með beinum rekstr­ar­styrkjum og aðgerðum sem tak­marka eigi skulda­vanda sem safn­ast hafi upp hjá mörgum fyr­ir­tækjum í geir­an­um. 

Sam­tökin telja að þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á hafi tek­ist mis­jafn­lega. Upp­sagn­ar­styrkir, greiðslu­skjól og smærri stuðn­ings­lán hafi reynst ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum vel en aðrar aðgerðir hafi virkað síð­ar. Þar nefna þau sér­stak­lega brú­ar­lánin svoköll­uðu, sem ein­ungis eitt fyr­ir­tæki hefur nýtt sér til þessa, og öðrum stuðn­ings­lán­um. „Það er álit SAF að til að þessar tvær aðgerðir nái mark­miðum sínum miðað við núver­andi stöðu er nauð­syn­legt að lengja tíma­lengd rík­is­á­byrgðar á stærri stuðn­ings­lánum (40 m.kr.) í a.m.k. 36 mán­uði og tíma­lengd rík­is­á­byrgðar á við­bót­ar­lánum (brú­ar­lán­um) í 6 ár.“

Auglýsing
SAF lýsir þó ánægju með aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar sem voru kynntar nýlega og er ætlað að styðja skulu við ein­yrkja og örfyr­ir­tæki með þrjá starfs­menn eða færri. Ljóst sé að fjöl­mörg smá fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu um allt land muni geta nýtt aðgerð­irn­ar.

Þá leggja sam­tökin „afar mikla áherslu“ á að beinir rekstr­ar­styrkir til fyr­ir­tækja sem hafi orðið fyrir tekju­hruni vegna far­ald­urs­ins, sam­tals upp á sex millj­arða króna, komi til fram­kvæmda sem fyrst. Þeir styrkir voru kynntir í lok síð­asta mán­aðar sem hluti af pakka stjórn­valda til að koma í veg fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins létu á það reyna að segja upp Lífs­kjara­samn­ingn­um.

Vilja losna við gistin­átta­skatt til fram­búðar

SAF kallar líka eftir ýmis­konar við­bót­ar­að­gerðum stjórn­valda. Sam­tökin vilja til að mynda að tíma­bundið afnám gistin­átta­skatts, sem á að renna út í byrjun árs 2022 að óbreyttu, verði fram­lengt óend­an­lega. „SAF telja að engin rök mæli með end­ur­upp­töku gistin­átta­skatts í árs­byrjun 2022 og hvetja stjórn­völd ein­dregið til að leggja skatt­inn af til fram­búð­ar.“

Þá telja sam­tökin það aug­ljósa leið fyrir stjórn­völd til að aðstoðar fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir tekju­hruni að fella tíma­bundið niður fast­eigna­skatt á þau. „Önnur væg­ari úrræði eru tæk þó þau séu ekki jafn áhrifa­rík en það er að fresta greiðslu þess­ara gjalda til lengri tíma. SAF hvetur ein­dregið til þess að Alþingi veiti sveit­ar­fé­lögum heim­ild til að fresta eða fella niður greiðslu þess­ara gjalda. Að öðrum kosti eykst hættan á því að mörg ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem þurfa að leiða við­spyrn­una verði hrakin í gjald­þrot vegna byrða sem sveit­ar­fé­lögin leggja á herðar þeirra.“

Vilja að vöru­gjöld á bíla­leigu­bíla verði lækkuð

Með umsögn­inni fylgir einnig sér­stakt erindi til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þar sem farið er fram á lækkum vöru­gjalds á bíla­leigu­bílum á árunum 2021, 2022 og 2023. 

Í til­lög­unni felst að SAF vilja að stjórn­völd lækki skráða losun bíla­leigu­bíla um 30 pró­sent en þó að hámarki þannig að „mis­munur á nýju vöru­gjaldi og þess upp­haf­lega verði ekki umfram 500.000 Til að koma í veg fyrir mis­notkun á nið­ur­fell­ingu er lagt til að lækkun vöru­gjalda verði aðeins heimil öku­tækja­leigum sem voru skráðar með leyfi hjá Sam­göngu­stofu 1.4.2020 og urðu þannig fyrir miklum nei­kvæðum áhrifum vegna Covid-19.“

Ástæður þess að þetta sé nauð­syn­leg aðgerð segja SAF meðal ann­ars vera þá að bíla­leigur hafi verið að selja nýrri bíla og hækka þannig kolefn­islos­un­ar­gildi sín, en nýrri bílar eru almennt umhverf­is­vænni og losa minna. Sam­kvæmt tölum SAF hefur skráðum bíla­leigu­bílum fækkað um 9.300, eða 37 pró­sent, á milli ára í júlí. Það telja sam­tökin að jafn­gildi um 465 töp­uðum störf­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar