Hliðverðirnir sýna klærnar

Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.

Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Auglýsing

Sam­fé­lags­miðl­arisarnir Face­book og Twitter lágu undir ámæli um ger­ræð­is­lega rit­skoð­un­ar­til­burði í síð­ustu viku, en á mið­viku­dags­morgun birt­ist frétt í banda­ríska götu­blað­inu New York Post sem miðl­arnir reyndu báðir að hemja dreif­ingu á. Málið hefur enn á ný vakið upp umræðu vest­an­hafs og víðar um ægi­vald félags­miðl­anna yfir þeim upp­lýs­ingum sem almenn­ingur hefur fyrir aug­um.

Fréttin sjálf fjall­aði um Hunter Biden, son for­seta­fram­bjóð­and­ans Joe Biden og tölvu­pósta hans, sem New York Post sagði að sýndu fram á að Hunter hafi kynnt Joe föður sinn fyrir yfir­manni hjá úkra­ínska orku­fyr­ir­tæk­inu Buris­ma, þar sem Hunter sjálfur var stjórn­ar­mað­ur. Þessir tölvu­póstar munu hafa fund­ist á hörðum diski gam­allar far­tölvu sem Hunter er sagður hafa sett á verk­stæði í fyrra og aldrei sótt.

Sann­leiks­gildi frétt­ar­innar er vafa und­ir­orp­ið. Heim­ild­ar­menn­irnir voru þeir Steve Bannon fyrr­ver­andi ráð­gjafi for­set­ans og Rudy Guili­ani, lög­maður for­set­ans, sem er sagður hafa látið blaðið hafa ein­tak af harða drif­inu þann 11. þessa mán­að­ar. 

Auglýsing

Í frétt New York Times á sunnu­dag var sagt frá því að efa­semdir hefðu verið um það inni á rit­stjórn Post hvort fréttin væri nægi­lega traust og að tveir blaða­menn hefðu af þeim sökum neitað að merkja sér hana með nafni.

Fréttin var merkt tveimur blaða­kon­um, einni sem kom til starfa á Post frá Fox News fyrr á þessu ári og hafði aldrei verið með merkta frétt í blað­inu áður og annarri sem hafði ekki mikið með frétta­skrifin að gera og vissi ekki af því sjálf fyrr en eftir á að nafn hennar yrði við umfjöll­un­ina, sam­kvæmt frétt Times.

Fréttin var á forsíðu New York Post síðasta miðvikudag. Mynd: Skjáskot af vef Post.

Rit­stjórn Post seg­ist þó standa við frétt­ina, sem vakti mikla athygli, ef til vill ekki síst vegna þess að Face­book og Twitter reyndu að koma í veg fyrir að hún dreifð­ist víða.

Það varð vatn á myllu stjórn­mála­manna í Repúblikana­flokknum sem hafa lengi haldið því fram að stóru félags­miðl­arnir hafi póli­tíska slag­síðu og rit­skoði og fjar­lægi upp­lýs­ingar sem séu þeim ekki þókn­an­leg­ar, en í þetta skipti var aðgerð­unum beint að fjöl­miðli sem telst til meg­in­straums­ins í banda­rísku fjöl­miðlaflór­unni. Það er óvana­legt.

Af hverju gripu Face­book og Twitter til aðgerða?

Ástæð­urnar sem fyr­ir­tækin báru fyrir sig voru mis­mun­andi. Face­book sagð­ist vera að gera það sem fyr­ir­tækið geri oft, að minnka dreif­ingu efnis á síðum mið­ils­ins á meðan að þriðji aðili skoð­aði sann­leiks­gildi þess, í sam­ræmi við stefnu fyr­ir­tækis um „­upp­lýs­inga­óreið­u“. Þrátt fyrir að Face­book hafi gripið til þessa ráðs fór fréttin um þá Biden-­feðga víðar en nokkur önnur frétt á Face­book í Banda­ríkj­unum í síð­ustu viku, sam­kvæmt sam­an­tekt sem birt­ist í New York Times.

Við­brögð Twitter voru með öðrum hætti. Á mið­viku­dags­morgun varð ein­fald­lega ómögu­legt að deila frétt­inni frá New York Post á Twitt­er, án skýrra meld­inga til not­enda um af hverju það staf­aði. Jack Dorsey for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins við­ur­kenndi að vinnu­brögðin hefðu verið óásætt­an­leg að því leyti.

Í tístum frá Twitter var útskýrt að efni í grein New York Post hefði brotið gegn reglum mið­ils­ins á tvennan máta, ann­ars vegar hefðu per­sónu­upp­lýs­ingum verið dreift án heim­ildar og hins vegar hefði frétta­flutn­ing­ur­inn byggst á gögnum sem álitin voru stolin - „hökk­uð“. Þetta er regla sem Twitter hefur haft frá árinu 2018.

Fréttir eru þó stundum byggðar á stolnum gögn­um, hvað sem fólki eða Twitter og Face­book finnst um það. Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­Leaks telur að það sé umhugs­un­ar­vert hvernig Face­book og Twitter hafi gengið fram í mál­inu.

„Það er býsna ugg­væn­legt þegar þessi risa­fyr­ir­tæki sem eru í fóðr­un­ar­stöðu upp­lýs­inga almenn­ings í dag, taka fram slag­brand­inn í hlið­varð­ar­hlut­verk­inu sem þau hafa tekið sér,“ skrif­aði Krist­inn á Face­book á dög­unum og hann er ekki einn um að vera hugsi.

Adi Roberts­son, blaða­maður á tækni­m­iðl­inum Verge, sagði málið varpa ljósi á aug­ljós vanda­mál varð­andi sam­spil póli­tískrar umræðu, sam­fé­lags­miðl­anna og upp­lýs­inga­flæð­is­ins á net­inu. Máttur sam­fé­lags­miðl­anna er vanda­mál, skrifar Roberts­son, af því að þeir fáu stóru halda utan um mikið af tján­ingu mann­anna.

For­dæmið er að hans mati hættu­legt, ekki síst af því að raunin er sú að góðir frétta­menn geta líka gefið frá sér ósannar fréttir fyrir mis­tök.

„Venju­lega eru mis­tök í frétta­flutn­ingi eða slæm heim­ild­ar­vinna afhjúpuð af öðrum blaða­mönn­um, sér­fræð­ingum í efn­inu eða heim­ild­ar­mönnum með beina vit­neskju um mál­ið. Sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tæki hafa ekk­ert af þessu og rit­skoðun þeirra býður ekki upp á neinar upp­lýs­ingar sem hjálpa les­endum að kom­ast að nið­ur­stöðu, heldur kæfir bara upp­runa­legu frétt­ina,“ skrifar Robert­son.

Tækni­for­stjórar koma fyrir þing­nefnd í aðdrag­anda kosn­inga

Búast má við að Mark Zucker­berg og Jack Dorsey, for­stjórar félags­miðl­arisanna tveggja, þurfi að svara sér­stak­lega fyrir þetta mál á mið­viku­dag­inn í næstu viku næstu viku Þá koma þeir raf­rænt fyrir við­skipta­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings ásamt Sundar Pichai for­stjóra Google.

Umræðu­efnið á fund­inum verður meðal ann­ars laga­bálkur númer 230 í banda­rískum lögum um fjar­skipta­mál, sem tryggir að sam­fé­lags­miðlar eru ekki laga­lega ábyrgir fyrir því sem not­endur þeirra segja. Trump-­stjórnin hefur hótað að fjar­lægja ákvæð­ið, en það væri reyndar tví­eggjað sverð, þar sem sú aðgerð myndi án efa leiða til þess að rit­skoðun félags­miðl­anna á því efni sem not­endur setja inn og deila myndi stór­aukast.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent