Hliðverðirnir sýna klærnar

Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.

Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Auglýsing

Sam­fé­lags­miðl­arisarnir Face­book og Twitter lágu undir ámæli um ger­ræð­is­lega rit­skoð­un­ar­til­burði í síð­ustu viku, en á mið­viku­dags­morgun birt­ist frétt í banda­ríska götu­blað­inu New York Post sem miðl­arnir reyndu báðir að hemja dreif­ingu á. Málið hefur enn á ný vakið upp umræðu vest­an­hafs og víðar um ægi­vald félags­miðl­anna yfir þeim upp­lýs­ingum sem almenn­ingur hefur fyrir aug­um.

Fréttin sjálf fjall­aði um Hunter Biden, son for­seta­fram­bjóð­and­ans Joe Biden og tölvu­pósta hans, sem New York Post sagði að sýndu fram á að Hunter hafi kynnt Joe föður sinn fyrir yfir­manni hjá úkra­ínska orku­fyr­ir­tæk­inu Buris­ma, þar sem Hunter sjálfur var stjórn­ar­mað­ur. Þessir tölvu­póstar munu hafa fund­ist á hörðum diski gam­allar far­tölvu sem Hunter er sagður hafa sett á verk­stæði í fyrra og aldrei sótt.

Sann­leiks­gildi frétt­ar­innar er vafa und­ir­orp­ið. Heim­ild­ar­menn­irnir voru þeir Steve Bannon fyrr­ver­andi ráð­gjafi for­set­ans og Rudy Guili­ani, lög­maður for­set­ans, sem er sagður hafa látið blaðið hafa ein­tak af harða drif­inu þann 11. þessa mán­að­ar. 

Auglýsing

Í frétt New York Times á sunnu­dag var sagt frá því að efa­semdir hefðu verið um það inni á rit­stjórn Post hvort fréttin væri nægi­lega traust og að tveir blaða­menn hefðu af þeim sökum neitað að merkja sér hana með nafni.

Fréttin var merkt tveimur blaða­kon­um, einni sem kom til starfa á Post frá Fox News fyrr á þessu ári og hafði aldrei verið með merkta frétt í blað­inu áður og annarri sem hafði ekki mikið með frétta­skrifin að gera og vissi ekki af því sjálf fyrr en eftir á að nafn hennar yrði við umfjöll­un­ina, sam­kvæmt frétt Times.

Fréttin var á forsíðu New York Post síðasta miðvikudag. Mynd: Skjáskot af vef Post.

Rit­stjórn Post seg­ist þó standa við frétt­ina, sem vakti mikla athygli, ef til vill ekki síst vegna þess að Face­book og Twitter reyndu að koma í veg fyrir að hún dreifð­ist víða.

Það varð vatn á myllu stjórn­mála­manna í Repúblikana­flokknum sem hafa lengi haldið því fram að stóru félags­miðl­arnir hafi póli­tíska slag­síðu og rit­skoði og fjar­lægi upp­lýs­ingar sem séu þeim ekki þókn­an­leg­ar, en í þetta skipti var aðgerð­unum beint að fjöl­miðli sem telst til meg­in­straums­ins í banda­rísku fjöl­miðlaflór­unni. Það er óvana­legt.

Af hverju gripu Face­book og Twitter til aðgerða?

Ástæð­urnar sem fyr­ir­tækin báru fyrir sig voru mis­mun­andi. Face­book sagð­ist vera að gera það sem fyr­ir­tækið geri oft, að minnka dreif­ingu efnis á síðum mið­ils­ins á meðan að þriðji aðili skoð­aði sann­leiks­gildi þess, í sam­ræmi við stefnu fyr­ir­tækis um „­upp­lýs­inga­óreið­u“. Þrátt fyrir að Face­book hafi gripið til þessa ráðs fór fréttin um þá Biden-­feðga víðar en nokkur önnur frétt á Face­book í Banda­ríkj­unum í síð­ustu viku, sam­kvæmt sam­an­tekt sem birt­ist í New York Times.

Við­brögð Twitter voru með öðrum hætti. Á mið­viku­dags­morgun varð ein­fald­lega ómögu­legt að deila frétt­inni frá New York Post á Twitt­er, án skýrra meld­inga til not­enda um af hverju það staf­aði. Jack Dorsey for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins við­ur­kenndi að vinnu­brögðin hefðu verið óásætt­an­leg að því leyti.

Í tístum frá Twitter var útskýrt að efni í grein New York Post hefði brotið gegn reglum mið­ils­ins á tvennan máta, ann­ars vegar hefðu per­sónu­upp­lýs­ingum verið dreift án heim­ildar og hins vegar hefði frétta­flutn­ing­ur­inn byggst á gögnum sem álitin voru stolin - „hökk­uð“. Þetta er regla sem Twitter hefur haft frá árinu 2018.

Fréttir eru þó stundum byggðar á stolnum gögn­um, hvað sem fólki eða Twitter og Face­book finnst um það. Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­Leaks telur að það sé umhugs­un­ar­vert hvernig Face­book og Twitter hafi gengið fram í mál­inu.

„Það er býsna ugg­væn­legt þegar þessi risa­fyr­ir­tæki sem eru í fóðr­un­ar­stöðu upp­lýs­inga almenn­ings í dag, taka fram slag­brand­inn í hlið­varð­ar­hlut­verk­inu sem þau hafa tekið sér,“ skrif­aði Krist­inn á Face­book á dög­unum og hann er ekki einn um að vera hugsi.

Adi Roberts­son, blaða­maður á tækni­m­iðl­inum Verge, sagði málið varpa ljósi á aug­ljós vanda­mál varð­andi sam­spil póli­tískrar umræðu, sam­fé­lags­miðl­anna og upp­lýs­inga­flæð­is­ins á net­inu. Máttur sam­fé­lags­miðl­anna er vanda­mál, skrifar Roberts­son, af því að þeir fáu stóru halda utan um mikið af tján­ingu mann­anna.

For­dæmið er að hans mati hættu­legt, ekki síst af því að raunin er sú að góðir frétta­menn geta líka gefið frá sér ósannar fréttir fyrir mis­tök.

„Venju­lega eru mis­tök í frétta­flutn­ingi eða slæm heim­ild­ar­vinna afhjúpuð af öðrum blaða­mönn­um, sér­fræð­ingum í efn­inu eða heim­ild­ar­mönnum með beina vit­neskju um mál­ið. Sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tæki hafa ekk­ert af þessu og rit­skoðun þeirra býður ekki upp á neinar upp­lýs­ingar sem hjálpa les­endum að kom­ast að nið­ur­stöðu, heldur kæfir bara upp­runa­legu frétt­ina,“ skrifar Robert­son.

Tækni­for­stjórar koma fyrir þing­nefnd í aðdrag­anda kosn­inga

Búast má við að Mark Zucker­berg og Jack Dorsey, for­stjórar félags­miðl­arisanna tveggja, þurfi að svara sér­stak­lega fyrir þetta mál á mið­viku­dag­inn í næstu viku næstu viku Þá koma þeir raf­rænt fyrir við­skipta­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings ásamt Sundar Pichai for­stjóra Google.

Umræðu­efnið á fund­inum verður meðal ann­ars laga­bálkur númer 230 í banda­rískum lögum um fjar­skipta­mál, sem tryggir að sam­fé­lags­miðlar eru ekki laga­lega ábyrgir fyrir því sem not­endur þeirra segja. Trump-­stjórnin hefur hótað að fjar­lægja ákvæð­ið, en það væri reyndar tví­eggjað sverð, þar sem sú aðgerð myndi án efa leiða til þess að rit­skoðun félags­miðl­anna á því efni sem not­endur setja inn og deila myndi stór­aukast.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent