Hvers vegna gengur svona vel í Kína?

Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?

Forseti Kína, Xi Jinping.
Forseti Kína, Xi Jinping.
Auglýsing

Undir lok jan­ú­ar­mán­aðar þegar kór­ónu­veiran var farin að valda tölu­verðum usla í Kína vör­uðu sér­fræð­ingar við því að hún gæti haft alvar­legar afleið­ingar á efna­hags­lífið þar í landi. Hluta­bréfa­mark­aðir í Aust­ur-Asíu hrundu þar sem fjár­festar bjugg­ust við miklum sam­drætti í efna­hagi Kín­verja ef ekki væri hægt að stöðva útbreiðslu veirunn­ar.

Nú er mál­unum öfugt háttað. Á meðan efna­hag­skreppa ríkir á heims­vísu vegna far­ald­urs­ins er spáð öruggum hag­vexti í Kína í ár. Þökk sé harka­legum sótt­varn­ar­að­gerð­um, sveigj­an­leika í fram­leiðslu og auk­inni fjár­fest­ingu hins opin­bera hefur landið náð að snúa útbreiðslu kór­ónu­veirunnar sér í hag, þvert á vænt­ingar í byrjun árs.

Sér á báti

Í hag­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS), sem kom út í síð­ustu viku, kemur sér­staða Kína glögg­lega fram, en þar er spáð því að lands­fram­leiðslan muni aukast um tvö pró­sent á þessu ári, eftir að tekið er til­lit til verð­bólgu. Þetta eru mun jákvæð­ari tölur en mæl­ast í flestum löndum heims­ins, en AGS spáir því að heims­fram­leiðsla drag­ist saman um rúm fjögur pró­sent í ár. 

Á mynd hér að neðan sést hvernig kín­verskar hag­tölur stinga í stúf við önnur af helstu hag­kerfum heims­ins, þar sem búist er við fjög­urra til ell­efu pró­senta sam­drætti á árinu. Á næsta ári er svo búist við að lands­fram­leiðsla í Kína muni aukast um rúm átta pró­sent, sem er einnig tölu­vert meiri hag­vöxtur en spáð er ann­ars stað­ar. 

Breyting í landsframleiðslu í ár hjá G7 ríkjunum, auk Kína og Indlands, samkvæmt nýjustu hagspá AGS.Fyrr í dag birt­ust svo hag­vaxt­ar­tölur fyrir nýlið­inn árs­fjórð­ung í Kína, þar sem hag­vöxtur nam tæpum fimm pró­sentum á árs­grund­velli. Það eru svip­aðar hag­vaxt­ar­tölur og mæld­ust í fyrra, áður en veiran náði að breiða sér út um allan heim.

Harka­legar aðgerðir

Í skýrslu AGS sem og umfjöllun New York Times um málið eru nefndar margar ástæður á bak við vel­gengni Kín­verja. Á meðal þeirra eru harka­legar og umdeildar sótt­varn­ar­að­gerðir sem gerðu þeim kleift að ná tökum á útbreiðslu veirunnar til­tölu­lega fljótt. Á meðal þess­ara aðgerða voru ströng útgöngu­bönn sem sett voru á í ýmsum borg­um, auk smitrakn­ingar í gegnum far­síma­notkun og fjölda­skimanir í kjöl­far lít­illa hópsmita. 

For­skot á hin löndin

Með því að koma böndum á kór­ónu­veiruna til­tölu­lega snemma var kín­verskt efna­hags­líf komið aftur í til­tölu­lega eðli­legt horf mun fyrr en í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um, þar sem fyrsta bylgja far­ald­urs­ins skall á á vor­mán­uð­um. Með þessu gátu Kín­verjar brugð­ist við stór­auk­inni eft­ir­spurn eftir ýmsum vörum, til dæmis heil­brigð­is­bún­aði og raf­tækjum fyrir heima­vinnu, með mun skjót­ari hætti en önnur iðn­ríki sem sættu mörg hver fram­leiðslu­tak­mörk­unum sökum harðra sótt­varn­ar­að­gerða.

Auglýsing

Með sveigj­an­legri fram­leiðslu náðu Kín­verjar því að koma í veg fyrir mikið fall í útflutn­ingi, sem nemur um það bil 17 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu þeirra. Á sama tíma hefur við­skipta­af­gangur lands­ins aukist, þar sem inn­flutn­ingur hefur ekki auk­ist jafn­hratt og útflutn­ing­ur.

Grettistak í fjár­fest­ingu

Kín­versk yfir­völd voru með­vituð um for­skotið sem útbreiðsla veirunnar gaf þeim og ákváðu í mars að nýta það til að greiða fyrir erlendri fjár­fest­ingu í land­inu, sam­kvæmt skýrslu frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Horizon. Einnig réð­ust þar­lend stjórn­völd í miklar inn­viða­fram­kvæmdir í land­inu í sum­ar, sem voru fjár­magn­aðar með lán­um. Að mati AGS er aukn­ingin í fjár­fest­ingum aðal­á­stæða þess hversu fljótt kín­verskt efna­hags­líf komst á fullt skrið aft­ur. 

Til við­bótar við aukna fjár­fest­ingu hafa kín­versk stjórn­völd ráð­ist í ýmsar aðrar efna­hags­að­gerðir til þess að koma hjólum efna­hags­lífs­ins aftur í gang, til að mynda með skatta­af­slátt­um, lánum með rík­is­á­byrgð og lágum vöxt­u­m. 

Einka­neyslan eykst

Hröðum við­snún­ingi í Kína má því að mestu leyti þakka miklum útflutn­ingi og efna­hags­að­gerðum hins opin­bera. Framan af hafði einka­neyslan þó staðið á sér þar í landi, en sam­kvæmt frétt New York Times hefur hún einnig verið að sækja í sig veðrið á síð­ustu vik­um. Hins vegar hefur aukn­ingin verið meðal efn­aðra, á meðan neysla kín­versku milli­stétt­ar­innar hefur verið seinni að taka við sér.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar