Kreppan dýpri og sneggri en á öðrum Norðurlöndum

Ísland mun finna mest allra Norðurlanda fyrir efnahagslegum afleiðingum núverandi kreppu þótt að búist sé við því að viðspyrnan verði hraðari hér, samkvæmt nýrri spá AGS.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Auglýsing

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) spáir meiri efna­hags­sam­drætti hér á landi en á öðrum Norð­ur­löndum þetta árið, en gerir þó ráð fyrir að hag­vöxtur og lækkun atvinnu­leysis verði hrað­ari hér­lendis í nýj­ustu efna­hags­spánni sinni

Djúp spor til lengri tíma

Efna­hags­spáin kom út síð­asta þriðju­dag, en í henni er dregin upp dökk mynd af heims­hag­kerf­inu vegna núver­andi kreppu. Búist er við 4,4  pró­senta sam­drætti í heims­fram­leiðslu, en sjóð­ur­inn telur að lands­fram­leiðsla iðn­ríkja geti dreg­ist saman um 5,8 pró­sent að með­al­tali þetta árið.

Í kynn­ingu á nýju efna­hags­spánni sagði Gita Gopin­ath aðal­hag­fræð­ingur AGS að kreppan muni skilja eftir sig djúp spor til lengri tíma í efna­hags­lífi heims­ins. Því til stuðn­ings nefnir hún hægar breyt­ingar á atvinnu­leysi, auk þess sem búist er við minni fjár­fest­ingu í mannauði sökum þeirrar miklu óvissu sem ríkir núna.

Auglýsing

Einnig bætti Gopin­ath við að kreppan komi til með að auka ójöfnuð í heim­in­um, bæði á milli landa, þar sem þró­un­ar­ríki eiga erf­ið­ara með að fjár­magna efna­hags­legar björg­un­ar­að­gerðir á næst­unni, og innan hvers lands, þar sem tekju­lágar stéttir finna meiri fyrir afleið­ingum hertra sótt­varn­ar­að­gerða heldur en aðr­ir. Sam­kvæmt henni mun vax­andi ójöfn­uður hafa áhrif sem næstu kyn­slóðir munu finna fyr­ir.

Djúp kreppa en snöggur við­snún­ingur

Í hag­spá AGS má finna væntar hag­vaxt­ar­tölur fyrir öll lönd heims­ins næstu fimm árin. Sjóð­ur­inn býst við að lands­fram­leiðsla Íslands drag­ist saman um 7,2 pró­sent að raun­gildi í ár, sem er tölu­vert meira en búist er við hjá öðrum Norð­ur­lönd­um. Í Dan­mörku og Finn­landi er búist við 4 pró­senta sam­drætti, en gert er ráð fyrir að hann nemi 5 pró­sentum í Sví­þjóð og 3 pró­sentum í Nor­eg­i. 

Væntur samdráttur er mestur á Íslandi, en spáð er meiri viðsnúningi hér á landi á næsta ári.

Sam­an­burður á hag­vexti milli Norð­ur­land­anna má sjá á mynd hér að ofan. Á næsta ári er búist við 3-4 pró­senta hag­vexti miðað við árið á und­an, en AGS væntir þess að vöxt­ur­inn verði mestur hér á land­i. 

Sjóð­ur­inn er einnig til­tölu­lega bjart­sýnn á að við­snún­ing­ur­inn á vinn­nu­mark­aðnum verði snöggur hér á landi, ef miðað er við önnur Norð­ur­lönd. Líkt og sést á mynd hér að neðan er búist við að með­al­at­vinnu­leysi á Íslandi nái 7,2 pró­sentum í ár og verði 7 pró­sent á næsta ári. Það er tölu­vert meira en í Nor­egi og Dan­mörku, en minna en í Sví­þjóð og Finn­land­i. 

Spáð er því að atvinnuleysi minnki mun hraðar á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.

Á næstu þremur árum er svo búist við að atvinnu­leysi hér­lendis nær helm­ing­ist og verði jafn­hátt og í Nor­egi. Hins vegar er búist við mun minni hreyf­ingu á atvinnu­leysis­tölum í öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

AGS leggur áherslu á alþjóða­sam­vinnu í skýrslu sinni. Sam­kvæmt sjóðnum er mik­il­vægt að styðja við lönd sem hafa ekki greiðslu­getu til að ráð­ast í nauð­syn­legar efna­hags­að­gerðir gegn krepp­unni, þar sem það sé hagur allra að eft­ir­spurn taki við sér á heims­vís­u. 

Einnig bætir sjóð­ur­inn við að stór­tækar aðgerðir hins opin­bera víða um heim hafi komið í veg fyrir frek­ari efna­hags­skaða og leitt til betri stöðu á vinnu­mark­aðn­um. Hins vegar ættu rík­is­stjórnir að beina sjónum sínum að því að styðja frekar við vax­andi atvinnu­grein­ar, líkt og staf­ræna versl­un, frekar en þær sem eiga sér óvissa fram­tíð, líkt og ferða­manna­iðn­að­inn, á næstu árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent