Kreppan dýpri og sneggri en á öðrum Norðurlöndum

Ísland mun finna mest allra Norðurlanda fyrir efnahagslegum afleiðingum núverandi kreppu þótt að búist sé við því að viðspyrnan verði hraðari hér, samkvæmt nýrri spá AGS.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Auglýsing

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) spáir meiri efna­hags­sam­drætti hér á landi en á öðrum Norð­ur­löndum þetta árið, en gerir þó ráð fyrir að hag­vöxtur og lækkun atvinnu­leysis verði hrað­ari hér­lendis í nýj­ustu efna­hags­spánni sinni

Djúp spor til lengri tíma

Efna­hags­spáin kom út síð­asta þriðju­dag, en í henni er dregin upp dökk mynd af heims­hag­kerf­inu vegna núver­andi kreppu. Búist er við 4,4  pró­senta sam­drætti í heims­fram­leiðslu, en sjóð­ur­inn telur að lands­fram­leiðsla iðn­ríkja geti dreg­ist saman um 5,8 pró­sent að með­al­tali þetta árið.

Í kynn­ingu á nýju efna­hags­spánni sagði Gita Gopin­ath aðal­hag­fræð­ingur AGS að kreppan muni skilja eftir sig djúp spor til lengri tíma í efna­hags­lífi heims­ins. Því til stuðn­ings nefnir hún hægar breyt­ingar á atvinnu­leysi, auk þess sem búist er við minni fjár­fest­ingu í mannauði sökum þeirrar miklu óvissu sem ríkir núna.

Auglýsing

Einnig bætti Gopin­ath við að kreppan komi til með að auka ójöfnuð í heim­in­um, bæði á milli landa, þar sem þró­un­ar­ríki eiga erf­ið­ara með að fjár­magna efna­hags­legar björg­un­ar­að­gerðir á næst­unni, og innan hvers lands, þar sem tekju­lágar stéttir finna meiri fyrir afleið­ingum hertra sótt­varn­ar­að­gerða heldur en aðr­ir. Sam­kvæmt henni mun vax­andi ójöfn­uður hafa áhrif sem næstu kyn­slóðir munu finna fyr­ir.

Djúp kreppa en snöggur við­snún­ingur

Í hag­spá AGS má finna væntar hag­vaxt­ar­tölur fyrir öll lönd heims­ins næstu fimm árin. Sjóð­ur­inn býst við að lands­fram­leiðsla Íslands drag­ist saman um 7,2 pró­sent að raun­gildi í ár, sem er tölu­vert meira en búist er við hjá öðrum Norð­ur­lönd­um. Í Dan­mörku og Finn­landi er búist við 4 pró­senta sam­drætti, en gert er ráð fyrir að hann nemi 5 pró­sentum í Sví­þjóð og 3 pró­sentum í Nor­eg­i. 

Væntur samdráttur er mestur á Íslandi, en spáð er meiri viðsnúningi hér á landi á næsta ári.

Sam­an­burður á hag­vexti milli Norð­ur­land­anna má sjá á mynd hér að ofan. Á næsta ári er búist við 3-4 pró­senta hag­vexti miðað við árið á und­an, en AGS væntir þess að vöxt­ur­inn verði mestur hér á land­i. 

Sjóð­ur­inn er einnig til­tölu­lega bjart­sýnn á að við­snún­ing­ur­inn á vinn­nu­mark­aðnum verði snöggur hér á landi, ef miðað er við önnur Norð­ur­lönd. Líkt og sést á mynd hér að neðan er búist við að með­al­at­vinnu­leysi á Íslandi nái 7,2 pró­sentum í ár og verði 7 pró­sent á næsta ári. Það er tölu­vert meira en í Nor­egi og Dan­mörku, en minna en í Sví­þjóð og Finn­land­i. 

Spáð er því að atvinnuleysi minnki mun hraðar á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.

Á næstu þremur árum er svo búist við að atvinnu­leysi hér­lendis nær helm­ing­ist og verði jafn­hátt og í Nor­egi. Hins vegar er búist við mun minni hreyf­ingu á atvinnu­leysis­tölum í öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

AGS leggur áherslu á alþjóða­sam­vinnu í skýrslu sinni. Sam­kvæmt sjóðnum er mik­il­vægt að styðja við lönd sem hafa ekki greiðslu­getu til að ráð­ast í nauð­syn­legar efna­hags­að­gerðir gegn krepp­unni, þar sem það sé hagur allra að eft­ir­spurn taki við sér á heims­vís­u. 

Einnig bætir sjóð­ur­inn við að stór­tækar aðgerðir hins opin­bera víða um heim hafi komið í veg fyrir frek­ari efna­hags­skaða og leitt til betri stöðu á vinnu­mark­aðn­um. Hins vegar ættu rík­is­stjórnir að beina sjónum sínum að því að styðja frekar við vax­andi atvinnu­grein­ar, líkt og staf­ræna versl­un, frekar en þær sem eiga sér óvissa fram­tíð, líkt og ferða­manna­iðn­að­inn, á næstu árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent