Einungis verði leyfilegt að sprengja flugelda 22 klukkustundir á ári

Þrengja á tímabil bæði flugeldasölu og -sprenginga, samkvæmt drögum að nýrri skoteldareglugerð frá dómsmálaráðuneytinu.

Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Auglýsing

Ein­ungis verður heim­ilt að selja flug­elda dag­ana 30. og 31. des­em­ber og 6. jan­ú­ar, sam­kvæmt drögum að reglu­gerð­ar­breyt­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem lögð hafa verið fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Eins og regl­urnar eru í dag má bæði selja og sprengja flug­elda frá 28. des­em­ber til 6. jan­ú­ar, en þó má ekki sprengja þá á milli kl. 22 á kvöldin og 10 á morgn­ana. 

Sam­kvæmt drögum ráðu­neyt­is­ins að nýjum reglum verður ein­ungis heim­ilt að skjóta upp flug­eldum frá kl. 16 á gamlár­dag og til kl. 2 á nýársnótt og á nýárs­dag og þrett­ánd­anum frá kl. 16-22. Alls yrði leyfi­legt skot-­tíma­bil því 22 klukku­stunda lang­t.

Leyfi til að fresta og sprengja seinna vegna aðstæðna

Sveit­ar­fé­lög myndu þó sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum hafa leyfi til þess að hliðra til gamlárs­kvölds-­spreng­ingum ef aðstæður um ára­mót væru slæmar og heim­ila almenna skot­elda­notkun á ein­hverjum öðrum degi í upp­hafi jan­ú­ar­mán­aðar í stað­inn. 

Þetta mætti bæði gera ef vindur væri of lít­ill (undir 2 m/s) eða of mik­ill (yfir 10 m/s), eða ef meng­un­ar­spá sýndi fram á að flug­elda­mengun yrði svo mikil á gamlárs­kvöld að það gæti reynst hættu­legt heilsu manna.Sveit­ar­fé­lög myndu sam­kvæmt þessum drögum einnig hafa heim­ild til þess að færa þrett­ánda­fögnuð fram á sunnu­dag í fyrstu viku jan­ú­ar­mán­aðar og heim­ila notkun flug­elda þann dag, í stað þrett­ánda dags jóla.

Auglýsing

Árviss umræða hefur verið um flug­elda­mengun á ára­mótum und­an­farin ár og benti Umhverf­is­stofnun á það fyrir síð­ustu ára­mót að flug­elda­mengun væri raun­veru­legt vanda­mál hér á landi og hvatti lands­menn til hóf­semi í spreng­ing­um.

Starfs­hópur dóms­mála­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um hvernig draga mætti úr nei­kvæðum áhrifum á lýð­heilsu og loft­gæði vegna flug­elda­mengun skil­aði af sér til­lögum í upp­hafi þessa árs.

Helsta nið­ur­staða starfs­hóps­ins var að nauð­syn­legt væri að tak­marka sem mest þá mengun sem veldur óæski­legum heilsu­fars­á­hrifum hjá fólki. Einnig þyrfti að hafa í huga óæski­leg áhrif flug­elda á atferli og líðan margra dýra. Starfs­hóp­ur­inn benti einnig á að á huga þyrfti að loft­mengun hér á landi í víðu sam­hengi og að draga þyrfti úr allri mengun þar sem það væri mögu­legt, til bættra lífs­gæða fyrir allan almenn­ing.

Hægt er að segja skoðun sína á að reglu­gerð­ar­drög­unum í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til 28. októ­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent