Einungis verði leyfilegt að sprengja flugelda 22 klukkustundir á ári

Þrengja á tímabil bæði flugeldasölu og -sprenginga, samkvæmt drögum að nýrri skoteldareglugerð frá dómsmálaráðuneytinu.

Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Auglýsing

Ein­ungis verður heim­ilt að selja flug­elda dag­ana 30. og 31. des­em­ber og 6. jan­ú­ar, sam­kvæmt drögum að reglu­gerð­ar­breyt­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem lögð hafa verið fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Eins og regl­urnar eru í dag má bæði selja og sprengja flug­elda frá 28. des­em­ber til 6. jan­ú­ar, en þó má ekki sprengja þá á milli kl. 22 á kvöldin og 10 á morgn­ana. 

Sam­kvæmt drögum ráðu­neyt­is­ins að nýjum reglum verður ein­ungis heim­ilt að skjóta upp flug­eldum frá kl. 16 á gamlár­dag og til kl. 2 á nýársnótt og á nýárs­dag og þrett­ánd­anum frá kl. 16-22. Alls yrði leyfi­legt skot-­tíma­bil því 22 klukku­stunda lang­t.

Leyfi til að fresta og sprengja seinna vegna aðstæðna

Sveit­ar­fé­lög myndu þó sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum hafa leyfi til þess að hliðra til gamlárs­kvölds-­spreng­ingum ef aðstæður um ára­mót væru slæmar og heim­ila almenna skot­elda­notkun á ein­hverjum öðrum degi í upp­hafi jan­ú­ar­mán­aðar í stað­inn. 

Þetta mætti bæði gera ef vindur væri of lít­ill (undir 2 m/s) eða of mik­ill (yfir 10 m/s), eða ef meng­un­ar­spá sýndi fram á að flug­elda­mengun yrði svo mikil á gamlárs­kvöld að það gæti reynst hættu­legt heilsu manna.Sveit­ar­fé­lög myndu sam­kvæmt þessum drögum einnig hafa heim­ild til þess að færa þrett­ánda­fögnuð fram á sunnu­dag í fyrstu viku jan­ú­ar­mán­aðar og heim­ila notkun flug­elda þann dag, í stað þrett­ánda dags jóla.

Auglýsing

Árviss umræða hefur verið um flug­elda­mengun á ára­mótum und­an­farin ár og benti Umhverf­is­stofnun á það fyrir síð­ustu ára­mót að flug­elda­mengun væri raun­veru­legt vanda­mál hér á landi og hvatti lands­menn til hóf­semi í spreng­ing­um.

Starfs­hópur dóms­mála­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um hvernig draga mætti úr nei­kvæðum áhrifum á lýð­heilsu og loft­gæði vegna flug­elda­mengun skil­aði af sér til­lögum í upp­hafi þessa árs.

Helsta nið­ur­staða starfs­hóps­ins var að nauð­syn­legt væri að tak­marka sem mest þá mengun sem veldur óæski­legum heilsu­fars­á­hrifum hjá fólki. Einnig þyrfti að hafa í huga óæski­leg áhrif flug­elda á atferli og líðan margra dýra. Starfs­hóp­ur­inn benti einnig á að á huga þyrfti að loft­mengun hér á landi í víðu sam­hengi og að draga þyrfti úr allri mengun þar sem það væri mögu­legt, til bættra lífs­gæða fyrir allan almenn­ing.

Hægt er að segja skoðun sína á að reglu­gerð­ar­drög­unum í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til 28. októ­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent