Einungis verði leyfilegt að sprengja flugelda 22 klukkustundir á ári

Þrengja á tímabil bæði flugeldasölu og -sprenginga, samkvæmt drögum að nýrri skoteldareglugerð frá dómsmálaráðuneytinu.

Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Auglýsing

Ein­ungis verður heim­ilt að selja flug­elda dag­ana 30. og 31. des­em­ber og 6. jan­ú­ar, sam­kvæmt drögum að reglu­gerð­ar­breyt­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem lögð hafa verið fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Eins og regl­urnar eru í dag má bæði selja og sprengja flug­elda frá 28. des­em­ber til 6. jan­ú­ar, en þó má ekki sprengja þá á milli kl. 22 á kvöldin og 10 á morgn­ana. 

Sam­kvæmt drögum ráðu­neyt­is­ins að nýjum reglum verður ein­ungis heim­ilt að skjóta upp flug­eldum frá kl. 16 á gamlár­dag og til kl. 2 á nýársnótt og á nýárs­dag og þrett­ánd­anum frá kl. 16-22. Alls yrði leyfi­legt skot-­tíma­bil því 22 klukku­stunda lang­t.

Leyfi til að fresta og sprengja seinna vegna aðstæðna

Sveit­ar­fé­lög myndu þó sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum hafa leyfi til þess að hliðra til gamlárs­kvölds-­spreng­ingum ef aðstæður um ára­mót væru slæmar og heim­ila almenna skot­elda­notkun á ein­hverjum öðrum degi í upp­hafi jan­ú­ar­mán­aðar í stað­inn. 

Þetta mætti bæði gera ef vindur væri of lít­ill (undir 2 m/s) eða of mik­ill (yfir 10 m/s), eða ef meng­un­ar­spá sýndi fram á að flug­elda­mengun yrði svo mikil á gamlárs­kvöld að það gæti reynst hættu­legt heilsu manna.Sveit­ar­fé­lög myndu sam­kvæmt þessum drögum einnig hafa heim­ild til þess að færa þrett­ánda­fögnuð fram á sunnu­dag í fyrstu viku jan­ú­ar­mán­aðar og heim­ila notkun flug­elda þann dag, í stað þrett­ánda dags jóla.

Auglýsing

Árviss umræða hefur verið um flug­elda­mengun á ára­mótum und­an­farin ár og benti Umhverf­is­stofnun á það fyrir síð­ustu ára­mót að flug­elda­mengun væri raun­veru­legt vanda­mál hér á landi og hvatti lands­menn til hóf­semi í spreng­ing­um.

Starfs­hópur dóms­mála­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um hvernig draga mætti úr nei­kvæðum áhrifum á lýð­heilsu og loft­gæði vegna flug­elda­mengun skil­aði af sér til­lögum í upp­hafi þessa árs.

Helsta nið­ur­staða starfs­hóps­ins var að nauð­syn­legt væri að tak­marka sem mest þá mengun sem veldur óæski­legum heilsu­fars­á­hrifum hjá fólki. Einnig þyrfti að hafa í huga óæski­leg áhrif flug­elda á atferli og líðan margra dýra. Starfs­hóp­ur­inn benti einnig á að á huga þyrfti að loft­mengun hér á landi í víðu sam­hengi og að draga þyrfti úr allri mengun þar sem það væri mögu­legt, til bættra lífs­gæða fyrir allan almenn­ing.

Hægt er að segja skoðun sína á að reglu­gerð­ar­drög­unum í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til 28. októ­ber.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent