Umhverfisstofnun segir flugeldamengun vera raunverulegt vandamál

Umhverfisstofnun segir að mikilvægt sé að minnka verulega magn flugeldanotkunar um áramótin vegna mengunar. Flugeldar eru hins vegar stærsta fjáröflunarverkefni björgunarsveitanna og því skiptar skoðanir um hvort takmarka eigi flugeldasölu.

Flugeldar
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur hvatt alla lands­menn til hóf­semi í notkun flug­elda og und­ir­strikar stofn­unin að mengun frá flug­eldum sé raun­veru­legt vanda­mál hér á landi. Stofn­unin bendir á að loft­mengun hafi nei­kvæð áhrif á þá sem fyrir henni verða, sér­stak­lega við­kvæma hópa eins og börn, aldr­aða og fólk sem er veikt fyr­ir. Svifryk valdi ekki ein­ungis óþæg­indum heldur skerðir lífs­gæði margra. 

„Flugeldar eru aldrei umhverf­is­vænir eða skað­lausir og því er mik­il­vægt að minnka veru­lega magn flug­elda sem skotið er upp um ára­mót þar sem þeim fylgir ávalt mikið svifryk,“ segir í frétta­til­kynn­ingu Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Eitt kvöld jafn­gildir allt að mán­uði í mengun

Umhverf­is­stofnun mæld­i efna­inni­hald svifryks um ára­mótin í fyrra og árið þar á undan og sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m ­stofn­un­ar­innar varð veru­lega aukn­ing á hlut­falli ýmissa efna í svifryk­inu um ára­mótin en þau efni sem hækka lang­mest eru efni sem má kalla ein­kenn­is­efni fyrir megnun frá­ flugeld­um. 

Auglýsing

Stofn­unin segir því að ljóst sé að þessi mikla aukn­ing í meng­unin komi frá flug­eldum en ekki frá öðrum upp­sprettum eins og til dæmis ára­móta­brenn­um. Svifryk með slíka efna­sam­setn­ingu telst vara­samt sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un. 

Mynd:UmhverfisstofnunÍ nið­ur­stöðum mæl­ing­anna kemur fram meng­un­ar­á­lagið af ára­mót­unum í fyrra jafn­gildir um 5 til 15 daga hefð­bund­ins álags í úthverfi ef ein­göngu er horft til heild­ar­magns svifryks. 

Fyrir ein­stök efni sem mæld­ust í svifryk­inu jafn­gildir meng­un­ar­á­lagið aftur á móti tals­vert lengra tíma­bil­i. ­Fyrir blý og ­ar­sen jafn­gildir meng­un­ar­á­lagið um ára­mót gróf­lega þriggja vikna hefð­bundnu meng­un­ar­á­lagi og ­styrkur kadmíum og brenni­steins um ára­mót jafn­gildir gróf­lega eins mán­aðar hefð­bundnu meng­un­ar­á­lagi

Yfir helm­ingur þjóð­ar­innar vildi ein­hvers­konar tak­mörkun á sölu flug­elda í fyrra 

­Mikil umræða hefur skap­ast um flug­elda­mál á síð­ustu árum vegna nei­kvæðra áhrifa þeirra á umhverfi og heilsu­far og fær­ist því sífellt í auk­ana að farið sé fram á að ó­heft flugelda­sala verði bönn­uð. 

Meng­unin sem stafar af flug­völdum hefur til að mynda mikil áhrif á lungna­sjúk­linga. Meng­unin getur verið þeim mjög skað­leg og leitt þá í andnauð. Á vef heilsu­gæsl­unn­ar ­segir að meng­unin um ára­­mót sé það mik­il að jafn­vel frískt fólk getur fundið fyrir áhrifum á önd­un­­ar­­fær­in. „Hér er því um að ræða mikla umhverf­isvá sem taka ber á. Þetta má líta á sem heilsu­vernd og því þurfum við að taka á þessu máli án taf­­ar,“ segir á vef heilsu­gæsl­unn­ar.

Í nið­ur­stöðum könn­unar Mask­ínu um flug­elda­sölu frá því í des­em­ber í fyrra kim fram að tæp­­lega 55 pró­­sent þjóð­­ar­innar vildu ein­hvers­­konar tak­­mark­­anir á sölu flug­­elda. Rúm­­lega 45 pró­­sent lands­­manna vildi hins vegar óbreytt fyr­ir­komu­lag á sölu flug­­elda. 

Helsta tekju­lind björg­un­ar­sveit­anna

Flug­elda­sala er hins vegar mik­il­væg­asta tekju­lind Björg­un­ar­sveita lands­ins og segja sveit­irnar að án hennar væri ekki hægt að halda úti því öfl­uga örygg­is­neti sem ­björg­un­ar­sveit­irn­ar ­séu fyrir Íslend­inga. 

Í ára­mó­ta­kveðju sinni í fyrra sagði Smári Sig­urðs­son, for­maður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar að björg­un­ar­sveit­irnar séu ekki sér­stakir varð­hundar flug­elda en að þær munu eftir megni verja ávinn­ing­inn sem fer í verk­efnin sem sveit­irnar leysa af hend­i. 

„Við höfum ekki fundið aðra leið til fjár­mögn­un­ar. Það þarf að skoða báða enda tommu­stokks­ins þegar rætt er um afleið­ingar flug­elda, ræða kost­ina og gall­ana, og hvar hags­mun­irnir eru meiri eða minni. Fjár­mögnun við­bragðs björg­un­ar­sveita er ekki einka­mál sjálf­boða­lið­anna að leysa,“ skrif­aði Smári.

Björg­un­ar­sveit­irnar hafa þó brugð­ist við auk­inni gagn­rýni með því að bjóða upp þeim sem vilja styrkja starf­­semi þeirra án þess að kaupa flug­­elda upp á að kaupa tré sem verða gróð­­ur­­sett í Ára­­móta­­skógi í stað­inn. 

Starfs­hópur um flug­elda ekki skilað af sér til­lög­um 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í lok des­em­ber í fyrra sem taka á til skoð­unar og gera til­lögur um hvort og þá með hvaða hætti eigi að tak­marka notkun flug­elda og hvernig hægt sé að tryggja að það hafi sem minnst nei­kvæð áhrif á fjár­mögnun þeirra verk­efna sem björg­un­ar­sveitir inna af hendi í þág­u al­manna­heill­ar. 

Hóp­ur­inn hefur þó ekki enn skilað af sér til­lögum og því verða eng­ar breyt­ing­ar gerðar á reglu­­gerðum varð­andi flug­­elda­fram­­boð og flug­­elda­­sölu fyr­ir næstu ára­­mót, ­sam­­kvæmt upp­­lýs­ing­um sem Morg­un­­blaðið fékk frá um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu og greindi frá í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Inn­kaup á flug­eldum eru gerð með­ löng­um ­fyr­ir­vara og því þurfi að taka ákvarð­anir um breyt­ingar á flug­elda­sölu áður en komi að slíkum inn­flutn­ingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent