Hættumerkin fyrir Ísland eru ekki síst út í hinum stóra heimi

Minni eftirspurn í heimsbúskapnum, og erfiðleikar á alþjóðamörkuðum – meðal annars vegna tollastríðs – eru atriði sem geta leitt til erfiðarði stöðu á Íslandi.

Bandaríkin Kína tollar gámar vöruflutningar viðskipti
Auglýsing

Íslenska hag­kerfið gengur nú í gegnum aðlögun eftir fjög­urra ára mikið hag­vaxt­ar­skeið, og mun hag­vöxtur verða hóf­legur á næstu árum - í kringum 2 pró­sent. Erf­ið­leikar í heims­bú­skapn­um, meðal ann­ars minni hag­vöxtur í heim­inum og spenna vegna tolla­stríða, geta leitt til erf­ið­leika fyrir Ísland. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri skýrslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um stöðu mála á Íslandi, en hún var birt í dag. 

Í skýrsl­unni segir enn fremur að nauð­syn­legt sé að bregð­ast hratt við því að Ísland hafi verið sett á gráan lista FATF, vegna veikra varna gegn pen­inga­þvætti, og vinna þurfi skipu­lega að því að efla reglu­verk og kerf­is­læga þætt­i. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir enn fremur að nauð­syn­legt sé fyrir Ísland, að efla mennta­kerfið - til fram­tíðar litið - og styðja við það meðal ann­ars með betri kenn­ara­menntun og stuðn­ingi við kenn­ara, og einnig að gera meira til að hjálpa til við aðlögun inn­flytj­enda­barna á Íslandi. Með því móti megi byggja upp betri lífs­kjör til fram­tíðar lit­ið.

Í skýrsl­unni er stjórn­völdum hrósað fyrir við­brögðin við þeirri stöðu sem kom upp, þegar ferða­þjón­ustan tók dýfu - með gjald­þroti WOW air og kyrr­setn­ingu á hluta flota Icelanda­ir. Tek­ist hafi að við­halda sveigj­an­leika í hag­kerf­inu, og sterk staða notuð til að byggj upp til fram­tíð­ar. 

Þrátt fyrir það, þá er ekki gert ráð fyrir miklum hag­vexti á Íslandi á næstu miss­erum, en atvinnu­leysi hefur auk­ist nokkuð að und­an­förnu og mælist nú 4,3 pró­sent. 

Spár gera ráð fyrir að hag­vöxtur á þessu ári verði lít­ill eða eng­inn, eða á bil­inu -0,4 til 0,2 pró­sent, en það er mikil breyt­ing frá því í fyrra þegar hann mæld­ist 4,6 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent