Launaþjófnaður sívaxandi vandamál – „Þessu verður að linna“

Efling þrýstir nú á að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi – og hvetur félagið stjórnvöld til að standa við gefin fyrirheit.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing hefur hrundið af stað her­ferð til að þrýsta á um að launa­þjófn­aður atvinnu­rek­enda gagn­vart launa­fólki verði gerður refsi­verður á Íslandi. Í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu segir að launa­þjófn­aður sé sívax­andi vanda­mál á íslenskum vinnu­mark­aði og að hann komi harð­ast niður á lág­launa­fólki.

Þol­in­mæði Efl­ingar er á þrot­um, að því er fram kemur í stöðu­upp­færslu félags­ins á Face­book. „Stjórn­völd verða að standa við gefin fyr­ir­heit um að gera launa­þjófnað refsi­verð­an. Þegar fólk á yfir höfði sér fang­els­is­dóm fyrir að stela sam­loku fyrir innan við 1.000 krónur og til stendur að sekta fólk um sex­tíu­falda upp­hæð far­gjalds fyrir að borga ekki í strætó er ekki nema sann­gjarnt að beita fjár­sektum til að koma í veg fyrir mörg hund­ruð milljón króna árlegan launa­þjófnað atvinnu­rek­enda gagn­vart lægst laun­aða fólk­inu í land­inu. Þessu verður að linna!“

Heild­ar­kröfur Efl­ingar vegna van­gold­inna launa Efl­ing­ar­fé­laga námu ríf­lega millj­arði á síð­ustu fimm árum. Í til­kynn­ingu félags­ins segir að launa­þjófn­aður sé mun viða­meira vanda­mál heldur en þessar tölur gefi til kynna „enda fleiri stétt­ar­fé­lög sem taka við erindum félags­manna um van­goldin laun. Auk þess leitar ekki nándar nærri allt launa­fólk réttar síns gagn­vart atvinnu­rek­endum af ótta við að missa vinn­una.“

Auglýsing

Kröfum fjölgað úr 200 í 700 á fimm árum

Sífellt fleira launa­fólk leitar eftir aðstoð stétt­ar­fé­laga við að krefja atvinnu­rek­endur um van­goldin laun, sam­kvæmt Efl­ingu. Þannig hafi kröfum Kjara­mála­sviðs Efl­ingar fyrir hönd félags­manna fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síð­ustu fimm árum. Að sama skapi hafi heild­ar­upp­hæð krafna farið stig­hækk­andi og numið 345 millj­ónum króna á síð­asta ári. „Kröfur stétt­ar­fé­lags­ins fyrir hönd ein­stakra félags­manna nema oft­ast á bil­inu 380 til 490 þús­und krónur og langan tíma getur tekið að inn­heimta hverja kröfu fyrir sig. Á meðan situr launa­mað­ur­inn uppi með skað­ann af því að geta ekki séð sér fyrir nauð­þurftum og staðið skil á skuld­bind­ingum eins og leig­u,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Engin sekt eða bóta­upp­hæð bæt­ist ofan á launa­kröfur og því hafi atvinnu­rek­endur engan hvata til að leið­rétta van­goldin laun hjá öðrum en þeim sem leita réttar síns. Eina leiðin til að setja þrýst­ing í þessum til­vikum sé að fara í mál gagn­vart atvinnu­rek­anda fyrir dóm­stólum og nema bætur þá oft­ast aðeins máls­kostn­aði og drátt­ar­vöxt­um. Efl­ing krefst þess að refs­ing vegna launa­þjófn­aðar nemi minnst 100 pró­sent af launa­kröfu vegna stol­inna launa. Lægri sekt styðji aðeins við ábata atvinnu­rek­enda af þjófn­aði úr vösum verka­fólks.

Stjórn­völd lof­uðu að við­ur­lög yrðu sett inn í íslenska lög­gjöf

Enn fremur kemur fram hjá Efl­ingu að hvorki launa­þjófn­aður né önnur brot gagn­vart lág­marks­kjörum verka­fólks séu refsi­verð í íslenskri lög­gjöf enda þótt dæmi séu um slík við­ur­lög í kjara­samn­ing­um. Heim­ilt sé að sekta útgerðir um hátt í 600.000 krónur vegna launaund­anskots í kjara­samn­ingi Sjó­manna­sam­bands Íslands. Efl­ing fór fram á að við­ur­lög af þessu tagi yrðu sett inn í kjara­samn­ing sinn við Sam­tök atvinnu­lífs­ins vet­ur­inn 2018 til 2019. Í fram­haldi af því gáfu stjórn­völd lof­orð um að slík við­ur­lög yrðu sett inn í íslenska lög­gjöf í yfir­lýs­ingu undir yfir­skrift­inni „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­ing­ana“. Ekk­ert bóli þó á efndum þrátt fyrir ítrek­aðar áminn­ingar þar um.

„Á sama tíma hafa þó stjórn­völd fært inn í íslenska lög­gjöf ýmis konar sekt­ar­á­kvæði og er í því sam­bandi nær­tæk­ast að nefna að til stendur að sekta strætófar­þega um sex­tíu­falda upp­hæð far­gjalds fyrir að greiða ekki fyrir staka ferð.

Efl­ing krefst þess að stjórn­völd standi við orð sín og komi í veg fyrir að atvinnu­rek­endur haldi áfram að seil­ast í laun lægst laun­aða fólks­ins á íslenskum vinnu­mark­að­i,“ segir að lokum í til­kynn­ingu Efl­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent