Launaþjófnaður sívaxandi vandamál – „Þessu verður að linna“

Efling þrýstir nú á að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi – og hvetur félagið stjórnvöld til að standa við gefin fyrirheit.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing hefur hrundið af stað her­ferð til að þrýsta á um að launa­þjófn­aður atvinnu­rek­enda gagn­vart launa­fólki verði gerður refsi­verður á Íslandi. Í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu segir að launa­þjófn­aður sé sívax­andi vanda­mál á íslenskum vinnu­mark­aði og að hann komi harð­ast niður á lág­launa­fólki.

Þol­in­mæði Efl­ingar er á þrot­um, að því er fram kemur í stöðu­upp­færslu félags­ins á Face­book. „Stjórn­völd verða að standa við gefin fyr­ir­heit um að gera launa­þjófnað refsi­verð­an. Þegar fólk á yfir höfði sér fang­els­is­dóm fyrir að stela sam­loku fyrir innan við 1.000 krónur og til stendur að sekta fólk um sex­tíu­falda upp­hæð far­gjalds fyrir að borga ekki í strætó er ekki nema sann­gjarnt að beita fjár­sektum til að koma í veg fyrir mörg hund­ruð milljón króna árlegan launa­þjófnað atvinnu­rek­enda gagn­vart lægst laun­aða fólk­inu í land­inu. Þessu verður að linna!“

Heild­ar­kröfur Efl­ingar vegna van­gold­inna launa Efl­ing­ar­fé­laga námu ríf­lega millj­arði á síð­ustu fimm árum. Í til­kynn­ingu félags­ins segir að launa­þjófn­aður sé mun viða­meira vanda­mál heldur en þessar tölur gefi til kynna „enda fleiri stétt­ar­fé­lög sem taka við erindum félags­manna um van­goldin laun. Auk þess leitar ekki nándar nærri allt launa­fólk réttar síns gagn­vart atvinnu­rek­endum af ótta við að missa vinn­una.“

Auglýsing

Kröfum fjölgað úr 200 í 700 á fimm árum

Sífellt fleira launa­fólk leitar eftir aðstoð stétt­ar­fé­laga við að krefja atvinnu­rek­endur um van­goldin laun, sam­kvæmt Efl­ingu. Þannig hafi kröfum Kjara­mála­sviðs Efl­ingar fyrir hönd félags­manna fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síð­ustu fimm árum. Að sama skapi hafi heild­ar­upp­hæð krafna farið stig­hækk­andi og numið 345 millj­ónum króna á síð­asta ári. „Kröfur stétt­ar­fé­lags­ins fyrir hönd ein­stakra félags­manna nema oft­ast á bil­inu 380 til 490 þús­und krónur og langan tíma getur tekið að inn­heimta hverja kröfu fyrir sig. Á meðan situr launa­mað­ur­inn uppi með skað­ann af því að geta ekki séð sér fyrir nauð­þurftum og staðið skil á skuld­bind­ingum eins og leig­u,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Engin sekt eða bóta­upp­hæð bæt­ist ofan á launa­kröfur og því hafi atvinnu­rek­endur engan hvata til að leið­rétta van­goldin laun hjá öðrum en þeim sem leita réttar síns. Eina leiðin til að setja þrýst­ing í þessum til­vikum sé að fara í mál gagn­vart atvinnu­rek­anda fyrir dóm­stólum og nema bætur þá oft­ast aðeins máls­kostn­aði og drátt­ar­vöxt­um. Efl­ing krefst þess að refs­ing vegna launa­þjófn­aðar nemi minnst 100 pró­sent af launa­kröfu vegna stol­inna launa. Lægri sekt styðji aðeins við ábata atvinnu­rek­enda af þjófn­aði úr vösum verka­fólks.

Stjórn­völd lof­uðu að við­ur­lög yrðu sett inn í íslenska lög­gjöf

Enn fremur kemur fram hjá Efl­ingu að hvorki launa­þjófn­aður né önnur brot gagn­vart lág­marks­kjörum verka­fólks séu refsi­verð í íslenskri lög­gjöf enda þótt dæmi séu um slík við­ur­lög í kjara­samn­ing­um. Heim­ilt sé að sekta útgerðir um hátt í 600.000 krónur vegna launaund­anskots í kjara­samn­ingi Sjó­manna­sam­bands Íslands. Efl­ing fór fram á að við­ur­lög af þessu tagi yrðu sett inn í kjara­samn­ing sinn við Sam­tök atvinnu­lífs­ins vet­ur­inn 2018 til 2019. Í fram­haldi af því gáfu stjórn­völd lof­orð um að slík við­ur­lög yrðu sett inn í íslenska lög­gjöf í yfir­lýs­ingu undir yfir­skrift­inni „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­ing­ana“. Ekk­ert bóli þó á efndum þrátt fyrir ítrek­aðar áminn­ingar þar um.

„Á sama tíma hafa þó stjórn­völd fært inn í íslenska lög­gjöf ýmis konar sekt­ar­á­kvæði og er í því sam­bandi nær­tæk­ast að nefna að til stendur að sekta strætófar­þega um sex­tíu­falda upp­hæð far­gjalds fyrir að greiða ekki fyrir staka ferð.

Efl­ing krefst þess að stjórn­völd standi við orð sín og komi í veg fyrir að atvinnu­rek­endur haldi áfram að seil­ast í laun lægst laun­aða fólks­ins á íslenskum vinnu­mark­að­i,“ segir að lokum í til­kynn­ingu Efl­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent