Aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir

Samkvæmt nýrri könnun Gallup er næstum þrefalt meiri stuðningur meðal Íslendinga við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga.

landspitalinn_15849298570_o.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar vilja að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til heil­brigð­is­mála í COVID-19 far­aldr­in­um, að því er fram kemur í við­horfskönnun sem Gallup fram­kvæmdi fyrir þing­flokk Pírata í sept­em­ber og októ­ber. 

Spurt var: „Hvernig vilt þú að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til eft­ir­far­andi mála­flokka í fjár­lög­um?“ Svar­endum bauðst því næst að raða mála­flokkum í mik­il­væg­is­röð og var þannig reiknuð út svokölluð for­gangs­ein­kunn.

Þá kemur fram að áhersla lands­manna auk­ist milli ára á að þing­heimur verji auknu fjár­magni í almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál, lög­gæslu og örygg­is­mál. Yfir­gnæf­andi stuðn­ingur er við að hið opin­bera auki útgjöld fremur en að lækka skatta. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá þing­flokknum segir að hann láti fram­kvæma könn­un­ina árlega til þess að draga fram hvernig Íslend­ingar vilji að Alþingi for­gangsraði fjár­munum í fjár­lögum og um leið sjá hvernig áherslur lands­manna breyt­ist á milli ára. 

Niðurstöður úr viðhorfskönnun GallupKönn­unin sýnir að Íslend­ingar vilji aukin fram­lög til heil­brigð­is­mála en alls töldu 43 pró­sent aðspurðra mik­il­væg­ast að Alþingi for­gangs­rað­aði í þágu þess mála­flokks og lækkar hlut­fallið um 3 pró­sentu­stig milli ára. 

Þar á eftir töldu 11 pró­sent svar­enda að mik­il­væg­ast væri að lækka tekju­skatt ein­stak­linga og auka fram­lög til almanna­trygg­inga og vel­ferða­mála. Stuðn­ingur við síð­ar­nefnda mála­flokk­inn eykst nokkuð á milli ára eða alls um 3 pró­sentu­stig. 

Næstum þrefalt meiri stuðn­ingur við aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála en að lækka tekju­skatt

Heil­brigð­is­mál eru þannig efst í for­gangs­röðun lands­manna, því næst mennta- og fræðslu­mál og síðan almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál. „Ljóst er af svör­unum að aukin sam­neysla skiptir Íslend­inga meira máli en skatta­lækk­an­ir,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Þannig sé næstum þrefalt meiri stuðn­ingur við aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála en að lækka tekju­skatt ein­stak­linga og fimm­falt meiri þegar litið sé til lækkun virð­is­auka­skatts. Neðst í for­gangs­röðun Íslend­inga eru lækkun auð­linda­gjalda og aukin fram­lög til sjáv­ar­út­vegs­mála og kirkj­unn­ar.

Alls voru 4.748 ein­stak­lingar af öllu land­inu, 18 ára og eldri, handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup til að svara net­könnun sem fram­kvæmd var dag­ana 11. sept­em­ber til 4. októ­ber. Alls svör­uðu 2.468 manns og var þátt­töku­hlut­fallið því 52 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent