Aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir

Samkvæmt nýrri könnun Gallup er næstum þrefalt meiri stuðningur meðal Íslendinga við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga.

landspitalinn_15849298570_o.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar vilja að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til heil­brigð­is­mála í COVID-19 far­aldr­in­um, að því er fram kemur í við­horfskönnun sem Gallup fram­kvæmdi fyrir þing­flokk Pírata í sept­em­ber og októ­ber. 

Spurt var: „Hvernig vilt þú að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til eft­ir­far­andi mála­flokka í fjár­lög­um?“ Svar­endum bauðst því næst að raða mála­flokkum í mik­il­væg­is­röð og var þannig reiknuð út svokölluð for­gangs­ein­kunn.

Þá kemur fram að áhersla lands­manna auk­ist milli ára á að þing­heimur verji auknu fjár­magni í almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál, lög­gæslu og örygg­is­mál. Yfir­gnæf­andi stuðn­ingur er við að hið opin­bera auki útgjöld fremur en að lækka skatta. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá þing­flokknum segir að hann láti fram­kvæma könn­un­ina árlega til þess að draga fram hvernig Íslend­ingar vilji að Alþingi for­gangsraði fjár­munum í fjár­lögum og um leið sjá hvernig áherslur lands­manna breyt­ist á milli ára. 

Niðurstöður úr viðhorfskönnun GallupKönn­unin sýnir að Íslend­ingar vilji aukin fram­lög til heil­brigð­is­mála en alls töldu 43 pró­sent aðspurðra mik­il­væg­ast að Alþingi for­gangs­rað­aði í þágu þess mála­flokks og lækkar hlut­fallið um 3 pró­sentu­stig milli ára. 

Þar á eftir töldu 11 pró­sent svar­enda að mik­il­væg­ast væri að lækka tekju­skatt ein­stak­linga og auka fram­lög til almanna­trygg­inga og vel­ferða­mála. Stuðn­ingur við síð­ar­nefnda mála­flokk­inn eykst nokkuð á milli ára eða alls um 3 pró­sentu­stig. 

Næstum þrefalt meiri stuðn­ingur við aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála en að lækka tekju­skatt

Heil­brigð­is­mál eru þannig efst í for­gangs­röðun lands­manna, því næst mennta- og fræðslu­mál og síðan almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál. „Ljóst er af svör­unum að aukin sam­neysla skiptir Íslend­inga meira máli en skatta­lækk­an­ir,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Þannig sé næstum þrefalt meiri stuðn­ingur við aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála en að lækka tekju­skatt ein­stak­linga og fimm­falt meiri þegar litið sé til lækkun virð­is­auka­skatts. Neðst í for­gangs­röðun Íslend­inga eru lækkun auð­linda­gjalda og aukin fram­lög til sjáv­ar­út­vegs­mála og kirkj­unn­ar.

Alls voru 4.748 ein­stak­lingar af öllu land­inu, 18 ára og eldri, handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup til að svara net­könnun sem fram­kvæmd var dag­ana 11. sept­em­ber til 4. októ­ber. Alls svör­uðu 2.468 manns og var þátt­töku­hlut­fallið því 52 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent