Aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir

Samkvæmt nýrri könnun Gallup er næstum þrefalt meiri stuðningur meðal Íslendinga við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga.

landspitalinn_15849298570_o.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar vilja að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til heil­brigð­is­mála í COVID-19 far­aldr­in­um, að því er fram kemur í við­horfskönnun sem Gallup fram­kvæmdi fyrir þing­flokk Pírata í sept­em­ber og októ­ber. 

Spurt var: „Hvernig vilt þú að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til eft­ir­far­andi mála­flokka í fjár­lög­um?“ Svar­endum bauðst því næst að raða mála­flokkum í mik­il­væg­is­röð og var þannig reiknuð út svokölluð for­gangs­ein­kunn.

Þá kemur fram að áhersla lands­manna auk­ist milli ára á að þing­heimur verji auknu fjár­magni í almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál, lög­gæslu og örygg­is­mál. Yfir­gnæf­andi stuðn­ingur er við að hið opin­bera auki útgjöld fremur en að lækka skatta. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá þing­flokknum segir að hann láti fram­kvæma könn­un­ina árlega til þess að draga fram hvernig Íslend­ingar vilji að Alþingi for­gangsraði fjár­munum í fjár­lögum og um leið sjá hvernig áherslur lands­manna breyt­ist á milli ára. 

Niðurstöður úr viðhorfskönnun GallupKönn­unin sýnir að Íslend­ingar vilji aukin fram­lög til heil­brigð­is­mála en alls töldu 43 pró­sent aðspurðra mik­il­væg­ast að Alþingi for­gangs­rað­aði í þágu þess mála­flokks og lækkar hlut­fallið um 3 pró­sentu­stig milli ára. 

Þar á eftir töldu 11 pró­sent svar­enda að mik­il­væg­ast væri að lækka tekju­skatt ein­stak­linga og auka fram­lög til almanna­trygg­inga og vel­ferða­mála. Stuðn­ingur við síð­ar­nefnda mála­flokk­inn eykst nokkuð á milli ára eða alls um 3 pró­sentu­stig. 

Næstum þrefalt meiri stuðn­ingur við aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála en að lækka tekju­skatt

Heil­brigð­is­mál eru þannig efst í for­gangs­röðun lands­manna, því næst mennta- og fræðslu­mál og síðan almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál. „Ljóst er af svör­unum að aukin sam­neysla skiptir Íslend­inga meira máli en skatta­lækk­an­ir,“ segir í til­kynn­ingu þing­flokks­ins. 

Þannig sé næstum þrefalt meiri stuðn­ingur við aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála en að lækka tekju­skatt ein­stak­linga og fimm­falt meiri þegar litið sé til lækkun virð­is­auka­skatts. Neðst í for­gangs­röðun Íslend­inga eru lækkun auð­linda­gjalda og aukin fram­lög til sjáv­ar­út­vegs­mála og kirkj­unn­ar.

Alls voru 4.748 ein­stak­lingar af öllu land­inu, 18 ára og eldri, handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup til að svara net­könnun sem fram­kvæmd var dag­ana 11. sept­em­ber til 4. októ­ber. Alls svör­uðu 2.468 manns og var þátt­töku­hlut­fallið því 52 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent