Samherji staðfestir að vera að skoða laxeldi í Helguvík

Samherji fiskeldi og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við kaup Samherja á eignum Norðuráls í Helguvík. Þar var skóflustunga tekin að álveri árið 2008, en sá draumur varð aldrei að veruleika. Nú kannar Samherji aðstæður til laxeldis.

Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Auglýsing

Norð­urál og Sam­herji fisk­eldi, sem er hluti af sam­stæðu Sam­herja, hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu í tengslum við kaup á eignum Norð­ur­áls í Helgu­vík og þar eru mögu­leikar á fisk­eldi til skoð­un­ar.  Þetta er stað­fest í til­kynn­ingu á vef Sam­herja, en Frétta­blaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og hafði eftir ótil­greindum heim­ild­um.

Í til­kynn­ingu Sam­herja segir að frum­at­hugun á aðstæðum til lax­eldis í Helgu­vík sé hafin og að nið­ur­stöðu sé að vænta fyrir ára­mót. Búið sé að funda með bæj­ar­stjórum bæði Reykja­nes­bæjar og Suð­ur­nesja­bæjar vegna þess­ara áforma. 

„Sam­herji fisk­eldi er hefur áhuga á að vaxa í land­eldi á laxi og er með mögu­lega stað­setn­ingu í eignum Norð­ur­áls í Helgu­vík til skoð­un­ar. Á næstu vikum munum við fara yfir for­sendur og mögu­leika til lax­eldis á svæð­inu áður en frek­ari ákvarð­anir verða tekn­ar,“ er haft eftir Jóni Kjart­ani Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­herja fisk­eldis í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Sam­herji er þegar með fisk­eld­is­starf­semi á Suð­ur­nesjum, en það á slát­ur­hús og vinnslu í Sand­gerði, eld­is­stöð á Stað við Grinda­vík og eld­is­stöð á Vatns­leysu­strönd. Einnig er fyr­ir­tækið með land­eldi á laxi á Núps­mýri við Kópa­sker og seiða­stöð á Núpum í Ölf­usi.

Sam­herji fisk­eldi hefur einkum lagt áherslu á land­eldi í sínum rekstri og er stærsti fram­leið­andi bleikju í heim­inum með tæp­lega 3.800 tonn árlega. Þá fram­leiðir félagið um 1.500 tonn af lax­i.

Álver sem aldrei varð

Eign­irnar sem Sam­herji fisk­eldi hefur vilja til að kaupa af Norð­ur­áli voru ætl­aðar undir álver sem svo aldrei varð að veru­leika. Skóflustunga að álvers­bygg­ing­unni var tekin í júní árið 2008 og bygg­ing kerskála hófst síðar sama ár, en þá átti þó enn eftir að tryggja álver­inu orku. Gang­setja átti álverið árið 2010 en síðan varð efna­hags­hrun og eftir það voru for­sendur fyrir upp­bygg­ing­unni breytt­ar.

Í lok sept­em­ber greindu Vík­ur­fréttir frá því að Norð­urál vildi selja álvers­bygg­ing­arnar og hefði óskað eftir því við Reykja­nesbæ og Suð­ur­nesjabæ að breyt­ingar yrðu gerðar á samn­ingum sem gerðir voru við sveit­ar­fé­lögin um sínum tíma, í því skyni að rýmka heim­ildir til þess að nota lóð­ina undir aðra starf­semi en álver.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent