Samherji staðfestir að vera að skoða laxeldi í Helguvík

Samherji fiskeldi og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við kaup Samherja á eignum Norðuráls í Helguvík. Þar var skóflustunga tekin að álveri árið 2008, en sá draumur varð aldrei að veruleika. Nú kannar Samherji aðstæður til laxeldis.

Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Auglýsing

Norð­urál og Sam­herji fisk­eldi, sem er hluti af sam­stæðu Sam­herja, hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu í tengslum við kaup á eignum Norð­ur­áls í Helgu­vík og þar eru mögu­leikar á fisk­eldi til skoð­un­ar.  Þetta er stað­fest í til­kynn­ingu á vef Sam­herja, en Frétta­blaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og hafði eftir ótil­greindum heim­ild­um.

Í til­kynn­ingu Sam­herja segir að frum­at­hugun á aðstæðum til lax­eldis í Helgu­vík sé hafin og að nið­ur­stöðu sé að vænta fyrir ára­mót. Búið sé að funda með bæj­ar­stjórum bæði Reykja­nes­bæjar og Suð­ur­nesja­bæjar vegna þess­ara áforma. 

„Sam­herji fisk­eldi er hefur áhuga á að vaxa í land­eldi á laxi og er með mögu­lega stað­setn­ingu í eignum Norð­ur­áls í Helgu­vík til skoð­un­ar. Á næstu vikum munum við fara yfir for­sendur og mögu­leika til lax­eldis á svæð­inu áður en frek­ari ákvarð­anir verða tekn­ar,“ er haft eftir Jóni Kjart­ani Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­herja fisk­eldis í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Sam­herji er þegar með fisk­eld­is­starf­semi á Suð­ur­nesjum, en það á slát­ur­hús og vinnslu í Sand­gerði, eld­is­stöð á Stað við Grinda­vík og eld­is­stöð á Vatns­leysu­strönd. Einnig er fyr­ir­tækið með land­eldi á laxi á Núps­mýri við Kópa­sker og seiða­stöð á Núpum í Ölf­usi.

Sam­herji fisk­eldi hefur einkum lagt áherslu á land­eldi í sínum rekstri og er stærsti fram­leið­andi bleikju í heim­inum með tæp­lega 3.800 tonn árlega. Þá fram­leiðir félagið um 1.500 tonn af lax­i.

Álver sem aldrei varð

Eign­irnar sem Sam­herji fisk­eldi hefur vilja til að kaupa af Norð­ur­áli voru ætl­aðar undir álver sem svo aldrei varð að veru­leika. Skóflustunga að álvers­bygg­ing­unni var tekin í júní árið 2008 og bygg­ing kerskála hófst síðar sama ár, en þá átti þó enn eftir að tryggja álver­inu orku. Gang­setja átti álverið árið 2010 en síðan varð efna­hags­hrun og eftir það voru for­sendur fyrir upp­bygg­ing­unni breytt­ar.

Í lok sept­em­ber greindu Vík­ur­fréttir frá því að Norð­urál vildi selja álvers­bygg­ing­arnar og hefði óskað eftir því við Reykja­nesbæ og Suð­ur­nesjabæ að breyt­ingar yrðu gerðar á samn­ingum sem gerðir voru við sveit­ar­fé­lögin um sínum tíma, í því skyni að rýmka heim­ildir til þess að nota lóð­ina undir aðra starf­semi en álver.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent