Draumur um álver í Helguvík endanlega úti

Mikill pólitískur þrýstingur var á byggingu álvers í Helguvík eftir hrunið. Búið er að byggja verið að hluta en alltaf hefur skort orku til að starfrækja það. Lágt álverð og lítill áhugi íslenskra orkufyrirtækja á að selja sig ódýrt skiptir þar mestu.

Í aðdrag­anda hruns­ins ríkti ákveðið orku­æði á Íslandi. Það tók á sig ýmsar mynd­­ir. Ein var sú að íslenska ríkið ákvað að Lands­­virkjun skyldi byggja 690 megawatta vatns­­afls­­virkjun við Kára­hnjúka til að sjá álveri Alcoa í Reyð­­ar­­firði fyrir mjög ódýrri raf­­orku til árs­ins 2048.

Önnur var sú að áhætt­u­­sækn­­ustu fjár­­­festar á Íslandi og vafasöm póli­­tík, með millj­­arða króna í lánsfé frá Glitni, voru langt komin með að búa til útrás­­ar­­fyr­ir­tæki úr íslenskum orku­iðn­­aði þegar Geysi Green Energy og Reykja­vík Energy Invest var slegið saman síðla árs 2007.

Sam­hliða var búið að skipu­­leggja virkjun allskyns auð­linda langt fram í tím­ann og kaupa túrbínur til að skapa orku úr þeim án þess að til­­skilin leyfi eða fjár­­­mögnun lægju fyr­ir. 

Við hrunið breytt­ist þetta allt. Öll þrjú orku­­fyr­ir­tæki lands­ins fóru í ákveðna end­­ur­­skoðun á stefnu sinn­i. HS Orka komst að nán­­ast öllu leyti í hendur erlendra aðila sem höfðu ekki áhuga á að selja orku á slikk til erlendrar stór­iðju, Orku­veita Reykja­víkur þurfti að leggja í erf­iðan sam­­drátt­­ar­­leið­angur til að bjarga rekstri sínum eftir oflát­ungs­hátt síð­­­ari ára og Lands­­virkjun fór að horfa á allt öðru­­vísi við­­skipta­vini, sem voru til­­­búnir að borga hærra verð, en áður. Alþingi sam­­þykkti meira að segja fyrstu ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu lands­svæða 14. jan­úar 2013. Með henni voru hug­­myndir um orku­nýt­ingu flokk­aðar í nýt­ing­­ar-, vernd­­ar- eða bið­­flokk og átti áætl­­unin að vera mála­miðlun milli ólíkra sjón­­­ar­miða.

Sá tími þegar alþjóð­leg álfyr­ir­tæki gátu komið til Íslands og gengið að ódýrri orku var lið­inn. Svona hér um bil. Eftir stóð ein for­tíð­ar­synd; orku­sölu­samn­ingur sem HS Orka gerði við Norð­urál vegna bygg­ingu álvers í Helgu­vík. Samn­ing­ur­inn var svo lélegur fyr­ir HS Orku að stað­fest var að hann gæti ekki skilað fyr­ir­tæk­inu arð­semi. Það hefur eytt bróð­ur­parti síð­ustu níu ára í að reyna að losna undan hon­um. Það tókst um síðustu mán­að­ar­mót. Og með því hvarf pípu­draum­ur­inn um fleiri álver á Ísland­i. 

Póli­tískur þrýst­ingur skap­ast

Lengi hefur verið nokkuð ljóst að ólík­leg sé að nýtt álver rísi á Íslandi. Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur. Sú helsta er að heims­mark­aðs­verð á áli er allt og lágt til þess að það borgi sig. Í júní 2013 var Júl­­íus Jóns­­son, þáver­andi for­­stjóri HS Orku, í við­tali við Við­­skipta­­blaðið. Þar sagði hann að álverð væri ein­fald­­lega allt of lágt til að álver í Helg­u­vík gæti borið sig og að virkj­­anir sem ráð­­ast þyrfti í til að sjá því fyrir orku gætu orðið arð­­bær­­ar. „Vanda­­málið í dag snýr helst að því að álverð er í kringum 1.800-1.900 Banda­­ríkja­dalir á tonn. Með­ slík­u verði sé ég ekki fyrir mér að þeir geti rekið arð­­bært álver og við á sama tíma arð­­bærar virkj­an­­ir. Þetta er ekki að skapa nægar tekjur til að ganga upp. Miðað við það sem þeir eru vilj­ugir til að greiða fyrir ork­una þá gengur það ekki upp hjá okkur og miðað við það sem við þurfum að fá greitt þá gengur það ekki upp hjá þeim,“ sagði Júl­í­us.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, sem enn er iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, var ekki sam­mála þessu mati. Á haust­fund­i Lands­virkj­un­ar 2013 sagð­ist hún vera „orðin ansi óþreyju­­full og ég vil fara að sjá árangur og að verk­efnin verði að veru­­leika. Tæki­­færin eru svo sann­­ar­­lega til stað­­ar. Ég get nefnt álverið í Helg­u­vík, fram­­kvæmd sem ekki bara mun skipta Suð­­ur­­nesja­­menn máli heldur lands­­menn alla og hefur beðið allt of leng­i“. Þess má geta að Ragn­heiður Elín er sjálf af Suð­ur­nesj­un­um.

Í des­em­ber 2013 svar­aði Hörður Arn­­ar­­son, for­­stjóri Lands­­virkj­un­­ar,  fyrir sig í við­tali við RÚV og sagði að heims­­mark­aðs­verð á áli þyrfti að hækka um 30 til 40 pró­­sent til þess að hægt yrði að ljúka samn­ingum um raf­­orku­fram­­leiðslu fyrir álver Norð­­ur­áls í Helg­u­vík. Þá var heims­mark­aðs­verð á áli, miðað við þriggja mán­aða fram­­virka samn­inga, um 1.739 dalir á tonn­ið. Í dag er það 1.747 dalir á tonn­ið, eða nán­ast það sama. 

Skóflustunga án þess að orka væri tryggð

Skóflustunga fyr­ir­hug­aðs álvers Norð­­ur­áls, í eigu Cent­ury Alu­m­inum, í Helg­u­vík,  var tekin 6. júní 2008, eða fyrir rúmum níu árum síð­­­an. Gang­­setja átti álverið árið 2010, fyrir rúmum sex árum síð­­­an. ­Full­­byggt álver í Helg­u­vík átti að vera með fram­­leiðslu­­getu á bil­inu 270 til 360 þús­und tonn. Til þess að byggja stærri útgáfu þess þyrfti rúm­­lega 600 megawött af orku. Um 150 megawött áttu að koma frá HS Orku, sem und­ir­­rit­aði orku­­sölu­­samn­ing þess efnis í apríl 2007. Orku­veita Reykja­víkur skuld­batt sig einnig til að selja orku til verk­efn­is­ins og hóf raunar afhend­ingu á henni á árinu 2011, þótt ekk­ert álver væri ris­ið. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þrýsti á Landsvirkjun að láta verkefni eins og álver í Helguvík verða að veruleika. Henni varð ekki að ósk sinni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Samn­ing­ur­inn var, væg­ast sagt óhag­stæður fyr­ir HS Orku. Fyr­ir­tækið hefur nán­ast allan þann tíma sem liðin er frá und­ir­ritun hans reynt að losna undan samn­ingn­um. Fyrir því voru tvær ástæð­ur. Sú fyrri er að hann var ein­fald­lega það slakur að samn­ing­ur­inn gat ekki skil­að HS Orku arð­semi. Hin síð­ari sú að Norð­urál var ekk­ert að flýta sér við að klára að byggja álverið í Helgu­vík og taka við orkunn­i. 

Mich­­­ael Bless, for­­­stjóri Cent­ury Alu­m­inum, var spurður út í Helg­u­vík­­­­­ur­ál­verið á fundi með fjár­­­­­festum í til­­­efni af hálf­­s­ár­s­­­upp­­­­­gjöri fyr­ir­tæk­is­ins í júlí 2014. Þar sagði hann að það væri engin breyt­ing á stöðu verk­efn­is­ins á milli árs­fjórð­unga. „Það sem við virki­­­lega þurfum er að rík­­­is­orku­­­fyr­ir­tæk­ið, Lands­­­virkj­un, standi upp í leið­­­toga­hlut­verk í þessu verk­efni ef við ætlum að koma hlut­unum í gang í náinni fram­­­tíð“. Það var því orðin for­senda þess að álverið myndi verða byggt að Lands­virkjun seldi til þess orku.

Líkt og áður sagði eru engar líkur á því. Til þess þyrfti heims­­mark­aðs­verð á áli að hækka um tugi pró­­senta auk þess sem Lands­­virkjun telur sig ein­ungis eiga til reiðu lítið brot af þeirri orku sem Helg­u­vík­­­ur­ál­ver þyrfti.

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sló málið síðan enn frekar út af borð­inu í lok sept­­em­ber 2016 við sér­­stakar umræður á Alþingi. Þar sagði hann um fyr­ir­hugað álver í Helg­u­vík: „ Ég sé ekki að það ál­ver sé að verða sér út um raf­­­­­magn. Það virð­ist ekki vera að fæð­­ast nein lausn á því og að öðru leyti þá sé ég ekki að það sé afl til að stefna á slík verk­efni á næst­unn­i.“ Hann bætti við að hann sæi ekki fyrir sér að álverum muni yfir höfuð fjölga á Íslandi í fram­­tíð­inni.

Alltaf gott að vera vitur eftir á

Und­an­farin ár hef­ur HS Orka reynt allt sem fyr­ir­tækið getur til að losna undan samn­ingn­um, enda bindur hann þá orku sem mög­u­­legt væri að fá út þeim virkj­ana­­kostum þess sem eru í nýt­ing­­ar­­flokki. Og hann er nán­­ast brjál­æð­is­­lega óhag­­kvæm­­ur. Ef HS Orka myndi selja Norð­­ur­áli orku til verk­efn­is­ins sam­­kvæmt samn­ingnum væri verðið sem fyrir feng­ist langt frá því að skila við­un­andi arð­­semi fyrir orku­­fyr­ir­tæk­ið. Gerð­­ar­­dómur í Sví­­þjóð stað­­festi þann skiln­ing í des­em­ber 2011.

HS Orka stefndi Norð­­ur­áli aftur fyrir gerð­­ar­­dóm í sum­arið 2014 til að reyna að slíta samn­ingn­um. Norð­­urál tók til varna í því máli og vill end­i­­lega halda orku­­sölu­­samn­ingnum í gildi, þrátt fyrir að mála­­rekst­­ur­inn kosti báða aðila hund­ruð millj­­óna króna og standi í veg fyrir að orka sem aug­­ljós­­lega er ekki að fara í álver í Helg­u­vík nýt­ist í annarri upp­­­bygg­ingu á Íslandi.

Nið­ur­staðan kom loks um síðust­u ­mán­aða­mót. Hún var á þá leið að sökum til­­­tek­inna kring­um­­stæðna sé samn­ing­­ur­inn ekki lengur í gildi og að lok samn­ings­ins séu ekki af völd­um HS Orku. Þá var kröfum Norð­­ur­áls Helg­u­víkur í mál­inu hafn­að. Fyr­ir­tækið hefur þó ekki form­lega slegið af áformin um að klára bygg­ingu álvers­ins. Í frétt á vef Norð­ur­áls sem birt­ist 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn var haft eftir Ragn­ari Guð­munds­syni, for­stjóra Norð­ur­áls, að nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins væru von­brigði. „Við munum nú fara ítar­lega yfir for­sendur úrskurð­ar­ins og meta út frá því hvaða  mögu­leikar eru fyrir hendi. Þá munum við kanna hvort mögu­legt sé að afla orku til verk­efn­is­ins í Helgu­vík eftir öðrum leið­u­m.“ 

Ragn­heiður Elín, sem hafði barist hart fyrir álveri í Helgu­vík árum sam­an, við­ur­kenndi það í við­tali við RÚV 3. des­em­ber að lík­lega væri álver í Helgu­vík úr sög­unni, þótt að ákvörðun um það væri ekki sín. Aðspurð hvort það hafi verið mis­tök að leggja ofurá­herslu á bygg­ingu álvers­ins sagði hún: „Það er alltaf gott og auð­velt að vera vitur eftir á.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar