Ósigur Renzi og næstu skref á Ítalíu

Paolo Gentiloni var á sunnudaginn síðastliðinn útnefndur nýr forsætisráðherra Ítalíu og hefur staðið í ströngu þessa viku við að skipa nýja ríkisstjórn. Hún er sú 64. í röðinni eftir seinni heimsstyrjöld.

Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Auglýsing

Form­lega séð sner­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan á Ítalíu, sem nýverið fór fram, um fimm stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem kosið var um í einum „pakka“. Meg­in­við­fangs­efni til­lag­anna var að fækka öld­unga­deild­ar­þing­mönnum úr 320 í 100 og skerða völd deild­ar­innar í þeim til­gangi að gera hana að eins konar ráð­gef­andi stofnun fyrir und­ir­deild þings­ins sem yrði þá valda­meiri. Þessar breyt­ingar ásamt umbótum á kosn­inga­kerf­inu á þann hátt að flokk­ur­inn með mesta fylgið hefði fengið óhlut­falls­lega háan hluta þing­sæta myndu gera það auð­veld­ara að koma málum í gegn.Ástæð­urnar fyrir þessum til­lögum voru margar en Ítalía hefur haft 63 rík­is­stjórnir eftir seinni heims­styrj­öld og er stofn­ana­kerfi lands­ins sér­stak­lega hannað til að tor­velda laga­setn­ingu enda er það hannað í kjöl­far valda­tíð fas­ista­stjórn­ar Benito Mus­sol­ini. Sam­kvæmt Renzi myndu breyt­ing­arnar veita land­inu skil­virkara og stöðugra stjórn­ar­far og væru lyk­il­at­riði í því að geta komið í gegn lög­gjöf sem myndi hraða land­inu úr þeirri lang­vinnu og erf­iðu efna­hags­legu lægð sem landið hefur verið í á 21. öld­inni. Lífs­kjör á Ítalíu hafa ekki hækkað síðan um þús­ald­ar­mótin og er atvinnu­leysi, og þá sér­stak­lega atvinnu­leysi ung­menna, und­ir­liggj­andi vanda­mál sem hafa versnað í kjöl­far heimskrepp­unnar og evru­krís­unnar.

Auglýsing

Nei við hverju?Renzi áleit kosn­ing­arnar vera “núna eða aldrei-augna­blik fyrir Ítal­íu; annað hvort myndi þjóðin veita honum stuðn­ing til að koma á nauð­syn­leg­um breyt­ingm til að gera Ítalíu kleift að nútíma­væð­ast í stað þess að þró­ast lengra í átt­ina að því að verða hálf­gert „safn“ sem ætti ekki erindi í að taka for­ystu­hlut­verk á alþjóða­vett­vangi. Ef þjóðin ákvæði að veita honum ekki stuðn­ing var­aði Renzi við að ekki ein­ungis myndi hún kjósa gegn umbótum heldur einnig greiða leið­ina fyrir popúlist­ann Giuseppe „Bepp­e“ Grillo og flokk hans Fimm­stjörnu­hreyf­ing­una (Movimi­ento 5 Stelle), og öfga­hægri­flokk­inn Norð­ur­deild­ina (Lega Nord). Þó eru skiptar skoð­anir um það hvort skil­grein­ing Renzi hafi verið sann­gjörn lýs­ing á þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni og koma þær úr öllum átt­u­m; The Economist tjáði í leið­ara sínum um kosn­ing­arnar að þótt að það leiki eng­inn vafi á því að sár þörf sé fyrir umfangs­miklar umbætur á hinu staðn­aða hag­kerfi Ítalíu þá væru til­lög­ur Renzi ekki rétta með­al­ið, á með­an Jac­obin Mag­azine hafði áhyggjur af því að til­lög­urnar myndu færa landið enn lengra á braut nýfrjáls­hyggj­unnar og skerða enn frekar rétt­indi laun­þega sem nú þegar hefðu átt undir högg að sækja í valda­tíð Renzi. Það þarf því að forð­ast að útskýra atkvæða­greiðsl­una ein­fald­lega sem bar­áttu á milli evr­ópu­sinn­aðra umbóta­afla gegn öfga­hægri popúl­isma og ber að skil­greina vel hvernig staðan á Ítalíu á sam­leið með stjórn­mála­þró­unum á þessu ári í löndum á borð við Banda­rík­in, Bret­land, Austr­ríki, Frakk­land, Þýska­land.

Quitaly?Ítalska þjóðin kaus gegn til­lög­unum með afger­andi hætti, 59% gegn 41%, og Renzi sagði af sér í kjöl­farið eins og hann hafði lof­að. Í stað þess að boða strax til nýrra þing­kosn­inga ákvað for­seti lands­ins, Sergio Mattarella, að útnefna nýjan for­sæt­is­ráð­herra frá Demókra­ta­flokknum til að taka við af RenziGentiloni, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Renzi, varð fyrir val­inu og hefur í vik­unni skipað nýja rík­is­stjórn sem sam­anstendur að mestu leyti af fyrr­ver­andi ráð­herrum frá rík­is­stjórn Renzi

Hreyfing Beppo Grilli snerist upphaflega um fimm atriði, eða „stjörnur“; opinberar vatnsveitur, sjálfbærar samgöngur, sjálfbæra þróun, réttinn að internetaðgengi, og umhverfisvernd,.Núver­andi kjör­tíma­bili lýkur í byrjun árs 2018 og lítur því út fyrir að rík­is­stjórn Gentiloni verði skamm­líf. Fimm­stjörnu­hreyf­ingin sem mælst hefur með stærsta fylgið að und­an­förnu, kall­aði eftir eftir nýjum þing­kosn­ingum í kjöl­far ósig­urs Renzi enda gæfi afsögn hans í skyn að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan sner­ist einnig um van­traust almenn­ings á sitj­andi rík­is­stjórn. Þó að hægt sé að skil­greina Fimm­stjörnu­hreyf­ing­una sem popúlista­flokk er hún ekki sam­bæri­leg öfga­hægriöflum eins og popúlista­flokkar víðs vegar um Evr­ópu. Flokk­ur­inn, sem á rætur sínar að rekja til bloggskrifa Beppo Grilli sner­ist upp­haf­lega um fimm atriði, eða „stjörn­ur“; opin­berar vatns­veit­ur, sjálf­bærar sam­göng­ur, sjálf­bæra þró­un, rétt­inn að inter­net­að­gengi, og umhverf­is­vernd, en and­staða hans við þá spill­ingu sem hann telur ein­kenna hefð­bundnar stofn­anir í ítölsku sam­fé­lagi hefur gert hann skept­ískan gagn­vart evr­unni þó flokk­ur­inn sé hlynntur áfram­hald­andi ESB-að­ild.Ákvörðun Mattarella hefur gefið demókra­ta­flokknum tæki­færi á að klára kjör­tíma­bilið sitt en ljóst er að næstu þing­kosn­ingar á Ítalíu gætu aukið vægi popúlista veru­lega. Þó er lítil ástæða til að halda að 65. rík­is­stjórn lands­ins verði lang­líf­ari eða skil­virk­ari en þær sem á undan hafa geng­ið. Þá hlýtur spurn­ingin um hvaða stjórn­mála­menn og flokkar sem stjórna land­inu að vera síður áhuga­verð en sú hvernig og hvort Ítalíu tekst að glíma við þá efna­hags­legu og félags­legu patt­stöðu eða jafn­vel hnignun sem landið hefur staðið yfir síð­ustu ár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None