Ósigur Renzi og næstu skref á Ítalíu

Paolo Gentiloni var á sunnudaginn síðastliðinn útnefndur nýr forsætisráðherra Ítalíu og hefur staðið í ströngu þessa viku við að skipa nýja ríkisstjórn. Hún er sú 64. í röðinni eftir seinni heimsstyrjöld.

Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Paolo Gentilon tók nýverið við af Matteo Renzi sem forsætisráðherra Ítalíu. Þeir sjást hér saman í liðinni viku.
Auglýsing

Form­lega séð sner­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan á Ítalíu, sem nýverið fór fram, um fimm stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem kosið var um í einum „pakka“. Meg­in­við­fangs­efni til­lag­anna var að fækka öld­unga­deild­ar­þing­mönnum úr 320 í 100 og skerða völd deild­ar­innar í þeim til­gangi að gera hana að eins konar ráð­gef­andi stofnun fyrir und­ir­deild þings­ins sem yrði þá valda­meiri. Þessar breyt­ingar ásamt umbótum á kosn­inga­kerf­inu á þann hátt að flokk­ur­inn með mesta fylgið hefði fengið óhlut­falls­lega háan hluta þing­sæta myndu gera það auð­veld­ara að koma málum í gegn.Ástæð­urnar fyrir þessum til­lögum voru margar en Ítalía hefur haft 63 rík­is­stjórnir eftir seinni heims­styrj­öld og er stofn­ana­kerfi lands­ins sér­stak­lega hannað til að tor­velda laga­setn­ingu enda er það hannað í kjöl­far valda­tíð fas­ista­stjórn­ar Benito Mus­sol­ini. Sam­kvæmt Renzi myndu breyt­ing­arnar veita land­inu skil­virkara og stöðugra stjórn­ar­far og væru lyk­il­at­riði í því að geta komið í gegn lög­gjöf sem myndi hraða land­inu úr þeirri lang­vinnu og erf­iðu efna­hags­legu lægð sem landið hefur verið í á 21. öld­inni. Lífs­kjör á Ítalíu hafa ekki hækkað síðan um þús­ald­ar­mótin og er atvinnu­leysi, og þá sér­stak­lega atvinnu­leysi ung­menna, und­ir­liggj­andi vanda­mál sem hafa versnað í kjöl­far heimskrepp­unnar og evru­krís­unnar.

Auglýsing

Nei við hverju?Renzi áleit kosn­ing­arnar vera “núna eða aldrei-augna­blik fyrir Ítal­íu; annað hvort myndi þjóðin veita honum stuðn­ing til að koma á nauð­syn­leg­um breyt­ingm til að gera Ítalíu kleift að nútíma­væð­ast í stað þess að þró­ast lengra í átt­ina að því að verða hálf­gert „safn“ sem ætti ekki erindi í að taka for­ystu­hlut­verk á alþjóða­vett­vangi. Ef þjóðin ákvæði að veita honum ekki stuðn­ing var­aði Renzi við að ekki ein­ungis myndi hún kjósa gegn umbótum heldur einnig greiða leið­ina fyrir popúlist­ann Giuseppe „Bepp­e“ Grillo og flokk hans Fimm­stjörnu­hreyf­ing­una (Movimi­ento 5 Stelle), og öfga­hægri­flokk­inn Norð­ur­deild­ina (Lega Nord). Þó eru skiptar skoð­anir um það hvort skil­grein­ing Renzi hafi verið sann­gjörn lýs­ing á þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni og koma þær úr öllum átt­u­m; The Economist tjáði í leið­ara sínum um kosn­ing­arnar að þótt að það leiki eng­inn vafi á því að sár þörf sé fyrir umfangs­miklar umbætur á hinu staðn­aða hag­kerfi Ítalíu þá væru til­lög­ur Renzi ekki rétta með­al­ið, á með­an Jac­obin Mag­azine hafði áhyggjur af því að til­lög­urnar myndu færa landið enn lengra á braut nýfrjáls­hyggj­unnar og skerða enn frekar rétt­indi laun­þega sem nú þegar hefðu átt undir högg að sækja í valda­tíð Renzi. Það þarf því að forð­ast að útskýra atkvæða­greiðsl­una ein­fald­lega sem bar­áttu á milli evr­ópu­sinn­aðra umbóta­afla gegn öfga­hægri popúl­isma og ber að skil­greina vel hvernig staðan á Ítalíu á sam­leið með stjórn­mála­þró­unum á þessu ári í löndum á borð við Banda­rík­in, Bret­land, Austr­ríki, Frakk­land, Þýska­land.

Quitaly?Ítalska þjóðin kaus gegn til­lög­unum með afger­andi hætti, 59% gegn 41%, og Renzi sagði af sér í kjöl­farið eins og hann hafði lof­að. Í stað þess að boða strax til nýrra þing­kosn­inga ákvað for­seti lands­ins, Sergio Mattarella, að útnefna nýjan for­sæt­is­ráð­herra frá Demókra­ta­flokknum til að taka við af RenziGentiloni, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Renzi, varð fyrir val­inu og hefur í vik­unni skipað nýja rík­is­stjórn sem sam­anstendur að mestu leyti af fyrr­ver­andi ráð­herrum frá rík­is­stjórn Renzi

Hreyfing Beppo Grilli snerist upphaflega um fimm atriði, eða „stjörnur“; opinberar vatnsveitur, sjálfbærar samgöngur, sjálfbæra þróun, réttinn að internetaðgengi, og umhverfisvernd,.Núver­andi kjör­tíma­bili lýkur í byrjun árs 2018 og lítur því út fyrir að rík­is­stjórn Gentiloni verði skamm­líf. Fimm­stjörnu­hreyf­ingin sem mælst hefur með stærsta fylgið að und­an­förnu, kall­aði eftir eftir nýjum þing­kosn­ingum í kjöl­far ósig­urs Renzi enda gæfi afsögn hans í skyn að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan sner­ist einnig um van­traust almenn­ings á sitj­andi rík­is­stjórn. Þó að hægt sé að skil­greina Fimm­stjörnu­hreyf­ing­una sem popúlista­flokk er hún ekki sam­bæri­leg öfga­hægriöflum eins og popúlista­flokkar víðs vegar um Evr­ópu. Flokk­ur­inn, sem á rætur sínar að rekja til bloggskrifa Beppo Grilli sner­ist upp­haf­lega um fimm atriði, eða „stjörn­ur“; opin­berar vatns­veit­ur, sjálf­bærar sam­göng­ur, sjálf­bæra þró­un, rétt­inn að inter­net­að­gengi, og umhverf­is­vernd, en and­staða hans við þá spill­ingu sem hann telur ein­kenna hefð­bundnar stofn­anir í ítölsku sam­fé­lagi hefur gert hann skept­ískan gagn­vart evr­unni þó flokk­ur­inn sé hlynntur áfram­hald­andi ESB-að­ild.Ákvörðun Mattarella hefur gefið demókra­ta­flokknum tæki­færi á að klára kjör­tíma­bilið sitt en ljóst er að næstu þing­kosn­ingar á Ítalíu gætu aukið vægi popúlista veru­lega. Þó er lítil ástæða til að halda að 65. rík­is­stjórn lands­ins verði lang­líf­ari eða skil­virk­ari en þær sem á undan hafa geng­ið. Þá hlýtur spurn­ingin um hvaða stjórn­mála­menn og flokkar sem stjórna land­inu að vera síður áhuga­verð en sú hvernig og hvort Ítalíu tekst að glíma við þá efna­hags­legu og félags­legu patt­stöðu eða jafn­vel hnignun sem landið hefur staðið yfir síð­ustu ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None