Birgir Þór Harðarson

Tengsl smálánaveldis við sparisjóð á Siglufirði til rannsóknar

Rannsókn héraðssaksóknara á mögulegum efnahagsbrotum tengdum AFLi sparisjóði á Siglufirði snýr meðal annars að smálánafyrirtækjafblokk. Auk þess er fyrirtæki sem var um tíma stýrt af sparisjóðsstjóranum til rannsóknar.

Um síð­ustu mán­að­ar­mót réðst emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í hús­leitir á Siglu­firði vegna efna­hags­brota­rann­sóknar sem teng­ist starf­semi AFLs spari­sjóðs. Alls var leitað á sex stöðum og tveir voru hand­tekn­ir. Annar var fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri sjóðs­ins. Yfir­heyrslur vegna rann­sókn­ar­innar fóru fram bæði á Siglu­firði og Reykja­vík og alls stóðu aðgerð­irnar yfir í tvo daga.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að hluti rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara snú­ist um sam­skipti spari­sjóðs­ins við smá­lána­fyr­ir­tæk­ið Kredia og tengd félög. Auk þess snýr rann­sóknin að fyr­ir­tæk­inu Remote og sam­skiptum þess við ofan­greind félög og spari­sjóð­inn. Það félag var stofnað í nóv­em­ber 2010. Á árinu 2014 var Ólafur Jóns­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri AFLs, skráður fram­kvæmda­stjóri þess og eini stjórn­ar­mað­ur. Ólafur sagði sig úr stjórn félags­ins og afsal­aði sér pró­kúru í júní 2016.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki á fallanda fæti

AFL spari­sjóður varð til með sam­ein­ingu Spari­sjóðs Skaga­fjarðar og Spari­sjóðs Siglu­fjarð­ar, sem var þá elsta starf­andi pen­inga­stofnun lands­ins.

Arion banki tók yfir AFL spari­sjóð sum­arið 2015 í kjöl­far þess að mat á lána­safni sjóðs­ins hafði leitt í ljós að staða hans væri mun verri en fram hefði komið í árs­reikn­ing­um. AFL hafi þurft á veru­legu eig­in­fjár­fram­lagi að halda til að upp­fylla kröfur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um eig­in­fjár­hlut­fall og spari­sjóð­ur­inn var flokk­aður sem fjár­mála­fyr­ir­tæki á fallanda fæti.

Í árs­reikn­ingi Arion banka fyrir 2015 var færð var­úð­ar­nið­ur­færsla á lánum bank­ans til AFLs. Ekki var almenn ánægja með yfir­töku Arion banka á sjóðnum og skrif­aði Róbert Guð­finns­son, athafna­maður á Siglu­firði sem hefur lagt mikla fjár­muni í upp­bygg­ingu í bænum á und­an­förnum árum, harð­orðan pistil á vef­inn siglo.is í kjöl­far­ið. Þar kall­aði hann meðal ann­ars banka­stjóra Arion banka síbrota­mann, stjórn­anda fyr­ir­tækja­sviðs „Quisl­ing“ og stjórn­ar­menn bank­ans útbrunna.

Hand­tökur vegna gruns um fjár­drátt

Í lok sept­em­ber 2015 komst AFL spari­sjóður aftur í frétt­ir. Þá voru tveir hand­teknir á Siglu­firði grun­aðir um fjár­drátt. Annar þeirra var Magnús Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri sjóðs­ins og for­seti bæj­ar­stjórnar í Fjalla­byggð. Við rann­sókn þess máls komu upp fleiri fletir sem emb­ætti hér­að­sak­sókn­ara fannst nauð­syn­legt að rann­saka.

Ráð­ist var í hús­leitir á Siglu­firði vegna rann­sókn­ar­innar í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins. Alls var leitað á sex stöðum í bænum og tveir hand­tekn­ir. Annar þeirra er Ólafur Jóns­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri. Þá fóru fram yfir­heyrslur vegna máls­ins á Siglu­firði og í Reykja­vík. Alls stóðu aðgerð­irnar yfir í um tvo sól­ar­hringa. 

Í þessu húsi á Siglufirði eru Kredia, Smálán og Remote með skráð heimilisfesti.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans snýst sá leggur sem verið er að rann­saka meðal ann­ars um tengsl og við­skipti spari­sjóðs­ins við smá­la­lána­fyr­ir­tækið Kredia og tengd félög. Kredia ehf. færði lög­heim­ili sitt á Suð­ur­götu 10 á Siglu­firði í ágúst síð­ast­liðn­um. Smá­lán ehf. eru líka skráð þar til heim­il­is. Bæði félögin eru í eigu Mario Magela, fjár­festis frá Slóvak­íu, sem keypti bæði félögin af Leifi Alex­ander Har­alds­syni í des­em­ber 2013. Hvor­ugt félagið hefur skilað árs­reikn­ingi frá árinu 2013 og því ekki til opin­ber gögn um hvernig rekstur þeirra hefur gengið síðan þá.

Fyr­ir­tækið Remote er einnig skráð til heim­ilis á þessu heim­il­is­fangi. Til­gangur þess félags er meðal ann­ars fjar­vinnsla, rekstur þjón­ustu­vera, inn­heimta og skyld starf­semi, rekstur fast­eigna og lána­starf­semi. Remote gerði meðal ann­ars til­boð í launa­vinnslu fyrir sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð sum­arið 2015, sam­kvæmt fund­ar­gerðum þess.

Eig­andi hluta húss­ins að Suð­ur­götu 10 var AFL spari­sjóður en er nú Arion banki.

Tvær blokkir

Smá­lán hófu inn­reið sína á Íslandi eftir hrun. Starf­semi þeirra fyr­ir­tækja sem stunda slíkt hefur alla tíð verið afar umdeild, enda snýst hún um að lána út litlar fjár­hæðir á mjög háum vöxt­um. Þeir hópar sem hafa verið lík­leg­astir til að taka slík lán eru þeir sem eru lægst settir í íslensku sam­fé­lagi.

Tvær blokkir hafa ráðið yfir íslenska smá­lána­mark­aðn­um. Önnur sam­anstendur af félag­inu Neyt­enda­lán ehf., sem var stofnað árið 2013 og varð síðar hattur yfir Hrað­pen­inga, 1909 og Múla. Sú blokk var lengi skráð í eigu kýp­verska skúffu­fé­lags­ins Jumdon Fin­ance. Nú er hún skráð í eigu Ósk­ars Þor­gils Stef­áns­son­ar.  Hrað­pen­ing­ar, elsta félag­ið, hefur ekki skilað árs­reikn­ingi frá árinu 2011. Það var úrskurðað gjald­þrota í nóv­em­ber, en heima­síða þess er þó enn starf­rækt og þar virð­ist lána­starf­semi enn eiga sér stað. Múla og 1909 eru enn starf­andi, en skil­uðu síð­ast árs­reikn­ingi fyrir árið 2014.

Hin blokk­inn rak tvö smá­lána­fyr­ir­tæki, Kredia og Smá­lán. Það var lengi vel í eigu félags sem heitir DCG ehf., en Kjarn­inn greindi frá því síðla árs 2014 að Mario Mang­ela, fjár­festir frá Slóvak­íu, væri þá orðin eini skráði eig­andi fyr­ir­tækj­anna tveggja. Sam­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans keypti Magela félögin af Leifi Alex­ander Har­alds­­syni í des­em­ber 2013. Smá­lán, sem var tekið til gjald­þrota­skipta í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, var þó enn skráð í eigu DCG hjá fyr­ir­tækja­skrá. Hvorki Kredia né Smá­lán hafa skilað árs­reikn­ingum frá árinu 2013. Báðar síð­urnar eru þó enn uppi og bjóða upp á smá­lán.

Smá­lána­rekstri skeytt saman við bóka­kaup

Form smá­lána hefur þó þurft að taka breyt­ing­um. Reynt hefur verið að koma böndum á starf­sem­ina, sem þykir sam­fé­lags­lega skað­leg, með breyt­ingum á lögum um neyt­enda­lán og með ítrek­uðum úrskurðum um að smá­lána­fyr­ir­tækin séu að brjóta á þeim lög­um.

Til að kom­ast hjá þessum breyt­ingum hófu smá­lána­fyr­ir­tækin að bjóða vænt­an­legum lán­tökum upp á að kaupa raf­bæk­ur. Hjá Kredia og Smá­lánum var t.d. hægt að kaupa tvær raf­bækur á 5.500 krónur og eftir að þær höfðu verið keyptar var hægt að fá 20 þús­und krónur í smá­lán til 30 daga á skap­legum vöxt­um. En 5.500 krón­urnar sem greiddar voru fyrir raf­bæk­urnar eru aug­ljós­lega okur­vext­irnir sem reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fyr­ir­tækin bjóði upp á. Upp­hæðin sem fyr­ir­tækin bjóða í afslátt ef keyptar eru tvær bækur er nákvæm­lega sú sama og áður var rukkað í svo­kallað flýtigjald, sem hefur verið úrskurðað ólög­legt.

Hagn­aður smá­lána­fyr­ir­tækja gekk glimr­andi vel, að minnsta kosti framan af. Þau skil­uðu tug millj­óna króna hagn­aði á ári. Ómögu­legt er að sjá hvernig rekstur þeirra gekk á und­an­förnum árum í ljósi þess að þau skila ekki árs­reikn­ingum í sam­ræmi við lög.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar