Stjórnarmenn Arion eru útbrunnir, bankastjórinn síbrotamaður og stjórnandi „Quislingur“

robert_gudfinnsson_0.jpg
Auglýsing

Ráð­andi öfl í Arion banka lögð­ust svo lágt að inn­lima AFL spari­sjóð með ofbeldi til að hylma yfir klúður yfir­manna bank­ans í upp­stokkun á fjár­hag hans. Þessi litla lána­stofnun sem varð til við sam­ein­ingu Spari­sjóðs Skaga­fjarðar og elstu pen­inga­stofn­unar lands­ins, Spari­sjóðs Siglu­fjarð­ar, mun nú renna inn í sjóði erlendra vog­un­ar­sjóða undir nafni Arion banka. Þetta segir Róbert Guð­finns­son, athafna­maður á Siglu­firði og maður árs­ins í íslensku við­skipta­lífi árið 2014 að mati tíma­rits­ins Frjálsrar versl­unar , í harð­orðum pistli á vef­síð­unni siglo.is sem ber heitið "Í minn­ingu spari­sjóðs".

Þar hellir hann sér yfir Arion banka, bæði almennt og vegna inn­limunar AFLs spari­sjóðs. Róbert segir meðal ann­ars að í stjórn Arion banka hafi settir útbrunnir ein­stak­lingar með tak­mark­aða getu til umbreyt­ingu sem þjóna vog­un­ar­sjóðum og að í banka­stjóra­stólnum sitji síbrota­maður (Hösk­uldur Ólafs­son) sem „á feril í fyr­ir­tækjum sem ítrekað hafa verið í rann­sókn vegna brota á sam­keppn­is­lög­um“. Yfir fyr­ir­tækja­svið­inu sé „Quisl­ing­ur“ (Hall­dór Bjarkar Lúð­víks­son) sem hafi keypt sér frið­helgi hjá Sér­stökum sak­sókn­ara gegn því að vitna gegn fyrrum sam­starfs­mönnum sín­um.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði í gær sam­ein­ingu Arion banka og AFLs spari­sjóðs eftir að mat KPMG á lána­safni sjóðs­ins leiddi í ljós að staða hans er mun verri en fram kom í síð­asta árs­reikn­ingi. AFL þarf á veru­legu eig­in­fjár­fram­lagi að halda til að upp­fylla kröfur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um eig­in­fjár­hlut­fall og því hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið nú end­ur­skoðað fyrri ákvörðun og heim­il­að ­Arion banka að sam­eina AFL spari­sjóð bank­anum þar sem spari­sjóð­ur­inn er tal­inn fjár­mála­fyr­ir­tæki á fallanda fæti.

Auglýsing

Arion banki var langstærsti eig­andi stofn­fjárs með 99,3 pró­sent eign­ar­hlut fyrir inn­limun­ina.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er kallaður síbrotamaður í pistli Róberts. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, er kall­aður síbrota­maður í pistli Róberts.

Mun renna í sjóði vog­un­ar­sjóðaÞessi sam­ein­ing fer mjög fyrir brjóstið á Róberti, sem hefur sett millj­arða króna í upp­bygg­ingu á Siglu­firði á und­an­förnum árum og ger­breytt ásynd bæj­ar­ins.

Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neð­an:

"Und­an­farna mán­uði hefur það legið í loft­inu að Arion banki ætli sér að hrifsa til sín AFL Spari­sjóð, bóta­laust. Þessi litla lána­stofnun sem varð til við sam­ein­ingu Spari­sjóðs Skaga­fjarðar og elstu pen­inga­stofn­unar lands­ins, Spari­sjóðs Siglu­fjarð­ar, mun nú renna inn í sjóði erlendra vog­un­ar­sjóða undir nafni Arion banka. ­Síð­asta rúma árið hafa þrjár stjórnir setið í AFLi spari­sjóði. Tvær stjórnir skip­aðir aðilum sem ætla mætti að hefðu verið óháðar Arion banka. Þann 24. apríl sl. skip­aði Arion banki sitt eigið fólk í stjórn AFLs með fjár­mála­stjóra Arion banka sem stjórn­ar­for­mann. Þessi ráð­stöfun var mjög sér­kenni­leg þar sem AFL Spari­sjóður er í mála­ferlum við aðal­eig­anda sinn, Arion banka, út af erlendum lánum sem talin eru ólög­leg sam­kvæmt lög­fræði­á­liti. Ef að þessi mála­ferli vinn­ast má ætla að það mynd­ist veru­legt óráð­stafað eigið fé í AFLi Spari­sjóði sem borga ætti út í samfélags­sjóði í Skaga­firði og á Siglu­firði. Með þess­ari aðgerð er Arion banki að koma sér undan þessu máli, því ekki mun bank­inn halda uppi mála­ferlum gegn sjálfum sér.

Eftir hrun íslensku bank­anna árið 2008 var því heitið að upp úr rúst­unum skyldi rísa heil­brigð­ara banka­kerfi með heið­ar­legum vinnu­brögð­um. Fyrir mig sem upp­lifði efna­hags­runið úr fjar­lægð, búandi erlend­is, þá átti ég von á að hæft fólk með mik­inn metnað og fram­tíð­ar­sýn tæki við í fjár­mála­geir­anum og betri tímar væru í vænd­um.

Að upp­lifa vinnu­brögð Arion banka í máli AFLs síð­ustu tvö árin gefa mér ekki til­efni til að ætla að sú sé raun­in. Í stjórn Arion banka eru settir útbrunnir ein­stak­lingar með tak­mark­aða getu til umbreyt­inga og sitja þar ein­göngu til að mata krók­inn og þjóna vog­un­ar­sjóð­un­um.

Í banka­stjóra­stóli Arion banka situr síbrota­maður sem á feril í fyr­ir­tækjum sem ítrekað hafa verið í rann­sókn vegna brota á sam­keppn­is­lög­um.

Yfir fyr­ir­tækja­sviði Arion banka er ætl­aður “Quisl­ing­ur” sem talið er að hafi keypt sér frið­helgi hjá Sér­stökum sak­sókn­ara gegn því að vitna gegn fyrrum sam­starfs­mönnum sín­um.

Nú hafa þessir ráð­andi öfl í Arion banka lagst svo lágt að inn­lima lít­inn spari­sjóð með ofbeldi til að hylma yfir klúðri yfir­manna bank­ans í upp­stokkun á fjár­hag AFLs Spari­sjóðs. Þetta klúður Arion banka gæti skilið eftir í sam­fé­lags­sjóðum upp­hæðir sem um munar fyrir fólkið í byggð­unum ef að mála­ferlin vinn­ast.

Eftir upp­lifum eins og yfir­gang Arion banka í mál­efnum AFLs spari­sjóðs koma upp í huga mér orð ágæts drengs á örlaga­stundu: “Guð blessi Ísland”."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None