Karolina Fund: Meistarar dauðans safna fyrir fyrstu plötu sinni

91b64d0a0803c14e4dc515d5d298f450.jpg
Auglýsing

Ásþór Loki, 16 ára, og Þórarinn Þeyr Rúnarssynir, 11 ára, eru bræður og búa í Hlíðunum í Reykjavík. Ásþór byrjaði að fikta við gítarleik þegar hann var 8-9 ára. Það komst alvara í æfingarnar þegar þeir bjuggu ásamt foreldrum sínum í Atlanta í Bandaríkjunum og Þórarinn fékk lítið 150 dala krakkatrommusett í jólagjöf þegar hann var nýorðinn fimm ára. Þeir æfðu saman oft og mikið fyrstu tvö árin, oftar en ekki með foreldrum sínum og voru helgarmorgnarnir sérlega notadrjúgir. Á sama tíma uppi á Íslandi eignaðist vinur þeirra frá því áður en þeir fluttu út, Albert Elías Arason, sem er nú 15 ára, bassa og fór að æfa sig af miklu kappi. Svo lágu leiðir þeirra fljótlega saman er foreldrar Ásþórs og Þórarins fluttu aftur til Íslands og þeir æfa og spila á tónleikum mjög reglulega.

Ásþór Loki Rúnarsson. Ásþór Loki Rúnarsson.

Strákarnir eru nokkurnveginn alætur á tónlist. Uppáhalds hljómsveitirnar þeirra eru fjölbreytilegar en meðal þeirra má nefna íslensku sveitirnar Dimmu, Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar, Skálmöld og Sólstafi en meðal erlendra sveita eru Metallica, Led Zeppelin, Iron Maiden, Bítlarnir og Marylin Manson í uppáhaldi, ásamt miklum fjölda annarra sveita.

Auglýsing

Þórarinn og Ásþór ganga í Tónskóla FÍH og eru þar í samspilshljómsveit, en að auki sækir Þórarinn tónfræðinám í Listaskóla Mosfellsbæjar og er í öðru skólasamspili þar. Þeim gengur afskaplega vel í náminu og halda áfram í FÍH næsta vetur. Strákarnir hafa komið fram mjög víða og hituðu síðast upp fyrir Dimmu á Húrra við góðan orðstýr og svo spiluðu þeir á styrktartónleikum Ísland-Nepal samtakanna á Gauknum þar sem safnað var fyrir fórnarlömbum jarðskjálftanna í Nepal.

Kjarninn tók Ástþór Loka tali.

https://soundcloud.com/s-r-loki/dyflissa-hugans-dungeon-of-the-mind

Vantaði þykktina í hljómsveitina


Hvað kom til að þið tókuð saman höndum og ákváðu að stofna þessa hljómsveit?

"Þegar við Þórarinn vorum sjö og ellefu ára flutti fjölskyldan okkar Þórarins aftur til Íslands frá Bandaríkjunum. Það var haustið 2010 og við Þórarinn fórum strax að leita að bassaleikara til að bæta í hópinn, því við vorum farnir að finna að það vantar þykktina í hljómsveit sem er bara gítar og trommur. Pabbi og mamma hjálpuðu okkur að leita og vildu að það yrði einhver jafngamall okkur svo það yrði ekki of mikill munur, en allt kom fyrir ekki. Tónlistarskólarnir sem þau hringdu í vísuðu hver á annan og gátu ekki stungið upp á neinum sérstökum á þessum aldri. Pabbi hrindi áreiðanlega í fimm eða sex skóla.

Við vorum því eiginlega búnir að gefast upp og ætluðum bara að spila tveir áfram, þegar það gerðist að foreldrar okkar skruppu í heimsókn til æskuvina sinna seint í jólafríinu 2011 en sonur þeirra var Albert sem við þekktum. Það var í þessari heimsókn sem við komum auga á bassann í herberginu hans af algerri tilviljun og misstum alveg andlitið þegar hann spilaði fyrir okkur en hann var besti bassaleikari sem við höfðum séð. Síðan höfum við bara æft og spilað mikið og reglulega. Fleiri hafa verið í hljómsveitinni í lengri og skemmri tíma, stundum fáum við gesti á æfingar að gamni sem spila jafnvel með okkur á tónleikum. En við erum alltaf sami kjarninn og gerum helling fyrir utan að spila saman í hljómsveit."

https://soundcloud.com/s-r-loki/salfraeingur-daudans

Hvernig tónlist eru þið búnir að vera í undanfarið?

"Við erum aðallega búnir að vera að klára að semja og æfa efnið sem verður á plötunni sem við erum að safna fyrir á Karolina Fund. Við vorum til dæmis að semja nokkuð þungt rokklag með mjög snúinni talningu og ég samdi fyrir það einskonar indjána- eða sjamanasöng um hvernig við erum eitt með öllu í kringum okkur. Í viðlaginu nota ég til dæmis smá úr indjánamáli en merkingin og hrynjandinn smellpassaði við lagið. Síðasta lagið sem við munum klára fyrir plötuna er að hluta til klárt, en vinnuheitið á því er Vögguvísa. Það er mikið til rólegt og verður nokkuð frábrugðið hinum lögunum.

Af tónlist eftir aðra sem við höfum verið að æfa nýverið má nefna lagið Vélráð eftir Dimmu og svo Battery eftir Metallica. Okkur finnst alveg svakalega gaman að þeim hljómsveitum og persónulega finnst mér Ingó Geirdal í Dimmu ná einhvernveginn að negla akkúrat það sem hann þarf fyrir lögin og gera það sem hann gerir spes og auðþekkjanlegt. Battery er svo auðvitað eitt af þessum lögum sem okkur dreymdi bara alltaf um að spila og núna loksins erum við alveg að ná því, en það er alveg miskunnarlaus hraði á því og ef þú missir af lestinni þá er hún eiginlega bara farin. Það er dálítið snúið að syngja það um leið og ég spila á gítar en ég er alveg að ná því."

 

https://soundcloud.com/s-r-loki/drekinn

Þið eruð að vinna að fjármögnun á útgáfu tónlistar ykkar, hvað er innifalið í því?

"Söfnunin okkar fer fram á Karolinafund.com og er svolítið sérstök en við höfum þrjú markmið sem við reynum að ná í stað eins markmiðs. Og því meira sem safnast því meira fá allir í verðlaun sem heita á okkur. Við erum alveg að ná lágmarksupphæðinni en innifalið í því er öll platan með textum og umslagi á stafrænu formi sem fólk halar niður. Það eru sem sagt verðlaunin ef safnast 100% af lágmarkinu, en það eru 2.500€ (næstum 370.000 kr.). Ef safnast meira en það og við komumst í 136% eða meira þá bætist áritaður geisladiskur sem við sendum heim til allra í pósti (til viðbótar við niðurhalaða eintakið). EF svo safnast 189% eða meira, þá gildir áheitið líka sem miði inn á útgáfutónleikana þar sem við verðum með góða gesti, veitingar og góða stemningu í haust. Það væri frábært!

Það er því mikilvægt að stoppa ekki í 100% heldur ætlum við að reyna að ná nægilega mikilli upphæð þannig að allir fái mjög mikið fyrir peninginn. Algeng áheit eru frá 19 evrum sem þýir 1 geislaplata í verðlaun og upp í 90 evrur sem eru 5 geisladiskar.. Sumir hafa meir að segja heitið á okkur 170 evrum, en þeir fá líka 10 diska, en þarna er líka hægt að bóka með okkur tónleika hvar sem er á landinu."

Söfnunin endar á miðnætti 10. júní og þeir sem vilja leggja henni lið geta skoðað hana hér. 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None