Karolina Fund: Meistarar dauðans safna fyrir fyrstu plötu sinni

91b64d0a0803c14e4dc515d5d298f450.jpg
Auglýsing

Ásþór Loki, 16 ára, og Þór­ar­inn Þeyr Rún­ars­syn­ir, 11 ára, eru bræður og búa í Hlíð­unum í Reykja­vík. Ásþór byrj­aði að fikta við gít­ar­leik þegar hann var 8-9 ára. Það komst alvara í æfing­arnar þegar þeir bjuggu ásamt for­eldrum sínum í Atl­anta í Banda­ríkj­unum og Þór­ar­inn fékk lítið 150 dala krakkatrommu­sett í jóla­gjöf þegar hann var nýorð­inn fimm ára. Þeir æfðu saman oft og mikið fyrstu tvö árin, oftar en ekki með for­eldrum sínum og voru helg­ar­morgn­arnir sér­lega nota­drjúg­ir. Á sama tíma uppi á Íslandi eign­að­ist vinur þeirra frá því áður en þeir fluttu út, Albert Elías Ara­son, sem er nú 15 ára, bassa og fór að æfa sig af miklu kappi. Svo lágu leiðir þeirra fljót­lega saman er for­eldrar Ásþórs og Þór­ar­ins fluttu aftur til Íslands og þeir æfa og spila á tón­leikum mjög reglu­lega.

Ásþór Loki Rúnarsson. Ásþór Loki Rún­ars­son.

Strák­arnir eru nokk­urn­veg­inn alætur á tón­list. ­Upp­á­halds hljóm­sveit­irnar þeirra eru fjöl­breyti­legar en meðal þeirra má nefna íslensku sveit­irnar Dimmu, Jónas Sig og Rit­vélar Fram­tíð­ar­inn­ar, Skálmöld og Sól­stafi en meðal erlendra sveita eru Metall­ica, Led Zepp­el­in, Iron Maiden, Bítl­arnir og Mar­ylin Man­son í upp­á­haldi, ásamt miklum fjölda ann­arra sveita.

Auglýsing

Þór­ar­inn og Ásþór ganga í Tón­skóla FÍH og eru þar í sam­spils­hljóm­sveit, en að auki sækir Þór­ar­inn tón­fræði­nám í Lista­skóla Mos­fells­bæjar og er í öðru skóla­sam­spili þar. Þeim gengur afskap­lega vel í nám­inu og halda áfram í FÍH næsta vet­ur. Strák­arnir hafa komið fram mjög víða og hit­uðu síð­ast upp fyrir Dimmu á Húrra við góðan orð­s­týr og svo spil­uðu þeir á styrkt­ar­tón­leikum Ísland-­Nepal sam­tak­anna á Gauknum þar sem safnað var fyrir fórn­ar­lömbum jarð­skjálft­anna í Nepal.

Kjarn­inn tók Ást­þór Loka tali.

https://soundclou­d.com/s-r-loki/dyflissa-hug­ans-d­un­ge­on-of-t­he-m­ind

Vant­aði þykkt­ina í hljóm­sveit­inaHvað kom til að þið tókuð saman höndum og ákváðu að stofna þessa hljóm­sveit?

"Þegar við Þór­ar­inn vorum sjö og ell­efu ára flutti fjöl­skyldan okkar Þór­ar­ins aftur til Íslands frá Banda­ríkj­un­um. Það var haustið 2010 og við Þór­ar­inn fórum strax að leita að bassa­leik­ara til að bæta í hóp­inn, því við vorum farnir að finna að það vantar þykkt­ina í hljóm­sveit sem er bara gítar og tromm­ur. Pabbi og mamma hjálp­uðu okkur að leita og vildu að það yrði ein­hver jafn­gam­all okkur svo það yrði ekki of mik­ill mun­ur, en allt kom fyrir ekki. Tón­list­ar­skól­arnir sem þau hringdu í vís­uðu hver á annan og gátu ekki stungið upp á neinum sér­stökum á þessum aldri. Pabbi hrindi áreið­an­lega í fimm eða sex skóla.

Við vorum því eig­in­lega búnir að gef­ast upp og ætl­uðum bara að spila tveir áfram, þegar það gerð­ist að for­eldrar okkar skruppu í heim­sókn til æsku­vina sinna seint í jóla­frí­inu 2011 en sonur þeirra var Albert sem við þekkt­um. Það var í þess­ari heim­sókn sem við komum auga á bass­ann í her­berg­inu hans af algerri til­viljun og misstum alveg and­litið þegar hann spil­aði fyrir okkur en hann var besti bassa­leik­ari sem við höfðum séð. Síðan höfum við bara æft og spilað mikið og reglu­lega. Fleiri hafa verið í hljóm­sveit­inni í lengri og skemmri tíma, stundum fáum við gesti á æfingar að gamni sem spila jafn­vel með okkur á tón­leik­um. En við erum alltaf sami kjarn­inn og gerum hell­ing fyrir utan að spila saman í hljóm­sveit."

https://soundclou­d.com/s-r-loki/sal­fra­ein­gur-daudans

Hvernig tón­list eru þið búnir að vera í und­an­far­ið?

"Við erum aðal­lega búnir að vera að klára að semja og æfa efnið sem verður á plöt­unni sem við erum að safna fyrir á Karol­ina Fund. Við vorum til dæmis að semja nokkuð þungt rokklag með mjög snú­inni taln­ingu og ég samdi fyrir það eins­konar indjána- eða sjamana­söng um hvernig við erum eitt með öllu í kringum okk­ur. Í við­lag­inu nota ég til dæmis smá úr indjána­máli en merk­ingin og hrynj­and­inn smellpass­aði við lag­ið. Síð­asta lagið sem við munum klára fyrir plöt­una er að hluta til klárt, en vinnu­heitið á því er Vöggu­vísa. Það er mikið til rólegt og verður nokkuð frá­brugðið hinum lög­un­um.

Af tón­list eftir aðra sem við höfum verið að æfa nýverið má nefna lagið Vél­ráð eftir Dimmu og svo Batt­ery eftir Metall­ica. Okkur finnst alveg svaka­lega gaman að þeim hljóm­sveitum og per­sónu­lega finnst mér Ingó Geir­dal í Dimmu ná ein­hvern­veg­inn að negla akkúrat það sem hann þarf fyrir lögin og gera það sem hann gerir spes og auð­þekkj­an­legt. Batt­ery er svo auð­vitað eitt af þessum lögum sem okkur dreymdi bara alltaf um að spila og núna loks­ins erum við alveg að ná því, en það er alveg mis­kunn­ar­laus hraði á því og ef þú missir af lest­inni þá er hún eig­in­lega bara far­in. Það er dálítið snúið að syngja það um leið og ég spila á gítar en ég er alveg að ná því."

 

https://soundclou­d.com/s-r-loki/drek­inn

Þið eruð að vinna að fjár­mögnun á útgáfu tón­listar ykk­ar, hvað er inni­falið í því?

"Söfn­unin okkar fer fram á Karolina­fund.com og er svo­lítið sér­stök en við höfum þrjú mark­mið sem við reynum að ná í stað eins mark­miðs. Og því meira sem safn­ast því meira fá allir í verð­laun sem heita á okk­ur. Við erum alveg að ná lág­marks­upp­hæð­inni en inni­falið í því er öll platan með textum og umslagi á staf­rænu formi sem fólk halar nið­ur. Það eru sem sagt verð­launin ef safn­ast 100% af lág­mark­inu, en það eru 2.500€ (næstum 370.000 kr.). Ef safn­ast meira en það og við komumst í 136% eða meira þá bæt­ist árit­aður geisla­diskur sem við sendum heim til allra í pósti (til við­bótar við nið­ur­hal­aða ein­tak­ið). EF svo safn­ast 189% eða meira, þá gildir áheitið líka sem miði inn á útgáfu­tón­leik­ana þar sem við verðum með góða gesti, veit­ingar og góða stemn­ingu í haust. Það væri frá­bært!

Það er því mik­il­vægt að stoppa ekki í 100% heldur ætlum við að reyna að ná nægi­lega mik­illi upp­hæð þannig að allir fái mjög mikið fyrir pen­ing­inn. Algeng áheit eru frá 19 evrum sem þýir 1 geisla­plata í verð­laun og upp í 90 evrur sem eru 5 geisla­disk­ar.. Sumir hafa meir að segja heitið á okkur 170 evr­um, en þeir fá líka 10 diska, en þarna er líka hægt að bóka með okkur tón­leika hvar sem er á land­in­u."

Söfn­unin endar á mið­nætti 10. júní og þeir sem vilja leggja henn­i lið geta skoðað hana hér. 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None