Kerfisbreytingar í sjávarútvegi voru á teikniborðinu

Þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hafi í tvígang siglt í strand þá voru allir flokkarnir sammála um að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Útfærslurnar voru mismundandi, eins og stefnur flokkanna raunar einnig.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Tillögur í sjávarútvegsmálum sem komu fram Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum flokkanna fimm, sem sigldu að lokum í strand, gerðu ráð fyrir að 3 til 4 prósent aflaheimilda ár hvert yrðu seldar á uppboði til 33 ára. Þetta kemur fram í gögnum sem fóru á milli flokkanna fimm í viðræðunum sem Kjarninn hefur undir höndum. 

Kerfisbreytingar í sjávarútvegi voru því á teikniborðinu en um þær deildu flokkarnir, ekki síst Vinstri græn og Viðreisn. Vinstri græn töldu 33 ár of langan tíma og voru auk þess hrædd um að uppboðin gætu grafið undan sjávarútvegi víða á landsbyggðinni, ef þau yrðu ekki rétt útfærð. Fyrir þeim sjónarmiðum töluðu raunar allir flokkar.

Í gögnum, þar sem textinn er ritaður eins og um málefni ríkisstjórnarinnar sé að ræða, segir að núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi hafa skilað miklum ávinningi fyrir íslenskt samfélag. „Það hefur leitt til mikillar hagræðingar í sjávarútvegi og [...] stuðlað að sjálfbærni fiskveiða á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir þennan árangur hefur ekki ríkt samfélagsleg sátt um þetta fyrirkomulag. Aðallega hefur verið deilt um eðlilegt gjald fyrir sameiginlega auðlind og takmarkaðan aðgang nýrra aðila að greininni. Til þess að koma til móts við þessi sjónarmið og tryggja stöðugleika í greininni mun ríkisstjórnin ráðast í kerfisbreytingar í sjávarútvegi til að tryggja þjóðinni eðlilegt gjald fyrir auðlindina og til að tengja það betur afkomu greinarinnar. Sanngjarnasta leiðin til þess er að bjóða út aðgang að auðlindinni og selja hæstbjóðendum eftir nánar útfærðum reglum. Ríkisstjórnin stefnir á að innleiða í þremur þrepum uppboð á veiðiheimildum þar sem takmarkið er að 3 - 4% veiðiheimilda hvers árs verði seldar í opnu uppboðsferli til 33 ára. Meðan uppboð veiðiheimilda verður ekki komið til fullu til framkvæmda verður farin blönduð leið til uppboðs og veiðigjalda,“ segir í gögnunum. 

Auglýsing

Þetta skjal fór meðal annars á milli flokkanna, og er komið úr herbúðum Viðreisnar.

Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð voru nær Viðreisn í þessum málaflokki en Vinstri græn, sem höfðu efasemdir um þessar tillögur.

Stefna Samfylkingarinnar rerir raunar ráð fyrir kerfisbreytingu í sjávarútvegsmálum og í málefnaskrá flokksins fyrir kosningar er rætt um að 10 til 20 prósent aflaheimilda verið boðnar upp ár hvert, en ekki er sérstaklega vikið að því miðað við hvaða árafjölda eigi að miða. Píratar styðja uppboð á aflaheimildum og Björt framtíð líka, en í stefnuskrá þess flokks er talað um að markaðurinn sé nýttur til að „greinin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgengi að miðunum.“ 

Stefna Pírata langsamlega er róttækust, sé mið tekið af yfirlýstri stefnu flokksins eins og hún birtist á vefnum, en þar er talað um að „allar heimildir“ fari á markað.

Í stefnuskrá Vinstri grænna er einnig talað fyrir möguleikanum á uppboði aflaheimilda, og horft sérstaklega til reynslu Færeyinga í þeim efnum. Í stefnuskránni er vikið að þessu sérstaklega með þessum orðum: „Fylgst verði vel með reynslu Færeyinga við uppboð á aflaheimildum þar sem til greina kemur að hluti aflaheimilda verði boðnar upp á markaði hér á landi. Auðlindagjald verði tekið af sjávarútvegsfyrirtækjum í hlutfalli við afkomu greinarinnar. Auka þarf strandveiðar og ráðstöfun heimilda til að verja byggðir landsins.“

Nefnd skipuð af sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Fær­eyja skil­aði 3. októ­ber síð­ast­lið­inn ítar­legri skýrslu um skipan fisk­veiði­stjórn­unar  en núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­lög falla úr gild í byrjun árs 2018. Nefndin leggur til upp­boðs­leið á veiði­heim­ildum og að sú leið verði var­an­lega fast­sett niður með lög­um.  Kjarninn fjallaði ítarlega um þessar hugmyndir í fréttaskýringu og bar þær saman við hugmyndir sem Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskóla, og Þorkell Helgason, stærðfræðingur, hafa talað fyrir.

Þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm hafi nú í tvígang siglt í strand hefur sjaldan munað jafn litlu, í seinni tíð, að samið yrði um miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi.

Þrátt fyrir að upp úr hafi slitnað - meðal annars vegna deilna um hvernig ætti að útfæra breytingar kerfisbreytingar í sjávarútvegi - þá aðhyllast allir flokkarnir miklar kerfisbreytingar í atvinnugreininni og ekki útilokað að þær muni koma fram, með einhverjum hætti, ef það tekst á annað borð að koma saman ríkisstjórn á næstu misserum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None