Kerfisbreytingar í sjávarútvegi voru á teikniborðinu

Þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hafi í tvígang siglt í strand þá voru allir flokkarnir sammála um að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Útfærslurnar voru mismundandi, eins og stefnur flokkanna raunar einnig.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Til­lögur í sjáv­ar­út­vegs­málum sem komu fram Við­reisn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum flokk­anna fimm, sem sigldu að lokum í strand, gerðu ráð fyrir að 3 til 4 pró­sent afla­heim­ilda ár hvert yrðu seldar á upp­boði til 33 ára. Þetta kemur fram í gögnum sem fóru á milli flokk­anna fimm í við­ræð­unum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi voru því á teikni­borð­inu en um þær deildu flokk­arn­ir, ekki síst Vinstri græn og Við­reisn. Vinstri græn töldu 33 ár of langan tíma og voru auk þess hrædd um að upp­boðin gætu grafið undan sjáv­ar­út­vegi víða á lands­byggð­inni, ef þau yrðu ekki rétt útfærð. Fyrir þeim sjón­ar­miðum töl­uðu raunar allir flokk­ar.

Í gögn­um, þar sem text­inn er rit­aður eins og um mál­efni rík­is­stjórn­ar­innar sé að ræða, segir að núgild­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi hafa skilað miklum ávinn­ingi fyrir íslenskt sam­fé­lag. „Það hefur leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í sjáv­ar­út­vegi og [...] stuðlað að sjálf­bærni fisk­veiða á Íslands­mið­um. Þrátt fyrir þennan árangur hefur ekki ríkt sam­fé­lags­leg sátt um þetta fyr­ir­komu­lag. Aðal­lega hefur verið deilt um eðli­legt gjald fyrir sam­eig­in­lega auð­lind og tak­mark­aðan aðgang nýrra aðila að grein­inni. Til þess að koma til móts við þessi sjón­ar­mið og tryggja stöð­ug­leika í grein­inni mun rík­is­stjórnin ráð­ast í kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi til að tryggja þjóð­inni eðli­legt gjald fyrir auð­lind­ina og til að tengja það betur afkomu grein­ar­inn­ar. Sann­gjarn­asta leiðin til þess er að bjóða út aðgang að auð­lind­inni og selja hæst­bjóð­endum eftir nánar útfærðum regl­um. Rík­is­stjórnin stefnir á að innleiða í þremur þrepum upp­boð á veiði­heim­ildum þar sem tak­markið er að 3 - 4% veiði­heim­ilda hvers árs verði seldar í opnu upp­boðs­ferli til 33 ára. Meðan upp­boð veiði­heim­ilda verður ekki komið til fullu til fram­kvæmda verður farin blönduð leið til upp­boðs og veiði­gjalda,“ segir í gögn­un­um. 

Auglýsing

Þetta skjal fór meðal annars á milli flokkanna, og er komið úr herbúðum Viðreisnar.

Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð voru nær Við­reisn í þessum mála­flokki en Vinstri græn, sem höfðu efa­semdir um þessar til­lög­ur.

Stefna Sam­fylk­ing­ar­innar rerir raunar ráð fyrir kerf­is­breyt­ingu í sjáv­ar­út­vegs­málum og í mál­efna­skrá flokks­ins fyrir kosn­ingar er rætt um að 10 til 20 pró­sent afla­heim­ilda verið boðnar upp ár hvert, en ekki er sér­stak­lega vikið að því miðað við hvaða ára­fjölda eigi að miða. Píratar styðja upp­boð á afla­heim­ildum og Björt fram­tíð líka, en í stefnu­skrá þess flokks er talað um að mark­að­ur­inn sé nýttur til að „greinin greiði sann­gjarnt gjald fyrir aðgengi að mið­un­um.“ 

Stefna Pírata lang­sam­lega er rót­tæku­st, sé mið tekið af yfir­lýstri stefnu flokks­ins eins og hún birt­ist á vefn­um, en þar er talað um að „allar heim­ild­ir“ fari á mark­að.

Í stefnu­skrá Vinstri grænna er einnig talað fyrir mögu­leik­anum á upp­boði afla­heim­ilda, og horft sér­stak­lega til reynslu Fær­ey­inga í þeim efn­um. Í stefnu­skránni er vikið að þessu sér­stak­lega með þessum orðum: „Fylgst verði vel með reynslu Fær­ey­inga við upp­boð á afla­heim­ildum þar sem til greina kemur að hluti afla­heim­ilda verði boðnar upp á mark­aði hér á landi. Auð­linda­gjald verði tekið af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í hlut­falli við afkomu grein­ar­inn­ar. Auka þarf strand­veiðar og ráð­stöfun heim­ilda til að verja byggðir lands­ins.“

Nefnd skipuð af sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Fær­eyja skil­aði 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn ítar­­legri skýrslu um skipan fisk­veið­i­­­stjórn­­unar  en núver­andi fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­lög falla úr gild í byrjun árs 2018. Nefndin leggur til upp­­­boðs­­leið á veið­i­­heim­ildum og að sú leið verði var­an­­lega fast­­sett niður með lög­­­um.  Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar hug­myndir í frétta­skýr­ingu og bar þær saman við hug­myndir sem Jón Steins­son, hag­fræð­ingur við Col­umbia háskóla, og Þor­kell Helga­son, stærð­fræð­ing­ur, hafa talað fyr­ir.

Þrátt fyrir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna fimm hafi nú í tvígang siglt í strand hefur sjaldan munað jafn litlu, í seinni tíð, að samið yrði um miklar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi.

Þrátt fyrir að upp úr hafi slitnað - meðal ann­ars vegna deilna um hvernig ætti að útfæra breyt­ingar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi - þá aðhyll­ast allir flokk­arnir miklar kerf­is­breyt­ingar í atvinnu­grein­inni og ekki úti­lokað að þær muni koma fram, með ein­hverjum hætti, ef það tekst á annað borð að koma saman rík­is­stjórn á næstu miss­er­um.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None