Kerfisbreytingar í sjávarútvegi voru á teikniborðinu

Þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hafi í tvígang siglt í strand þá voru allir flokkarnir sammála um að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Útfærslurnar voru mismundandi, eins og stefnur flokkanna raunar einnig.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Til­lögur í sjáv­ar­út­vegs­málum sem komu fram Við­reisn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum flokk­anna fimm, sem sigldu að lokum í strand, gerðu ráð fyrir að 3 til 4 pró­sent afla­heim­ilda ár hvert yrðu seldar á upp­boði til 33 ára. Þetta kemur fram í gögnum sem fóru á milli flokk­anna fimm í við­ræð­unum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi voru því á teikni­borð­inu en um þær deildu flokk­arn­ir, ekki síst Vinstri græn og Við­reisn. Vinstri græn töldu 33 ár of langan tíma og voru auk þess hrædd um að upp­boðin gætu grafið undan sjáv­ar­út­vegi víða á lands­byggð­inni, ef þau yrðu ekki rétt útfærð. Fyrir þeim sjón­ar­miðum töl­uðu raunar allir flokk­ar.

Í gögn­um, þar sem text­inn er rit­aður eins og um mál­efni rík­is­stjórn­ar­innar sé að ræða, segir að núgild­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi hafa skilað miklum ávinn­ingi fyrir íslenskt sam­fé­lag. „Það hefur leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í sjáv­ar­út­vegi og [...] stuðlað að sjálf­bærni fisk­veiða á Íslands­mið­um. Þrátt fyrir þennan árangur hefur ekki ríkt sam­fé­lags­leg sátt um þetta fyr­ir­komu­lag. Aðal­lega hefur verið deilt um eðli­legt gjald fyrir sam­eig­in­lega auð­lind og tak­mark­aðan aðgang nýrra aðila að grein­inni. Til þess að koma til móts við þessi sjón­ar­mið og tryggja stöð­ug­leika í grein­inni mun rík­is­stjórnin ráð­ast í kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi til að tryggja þjóð­inni eðli­legt gjald fyrir auð­lind­ina og til að tengja það betur afkomu grein­ar­inn­ar. Sann­gjarn­asta leiðin til þess er að bjóða út aðgang að auð­lind­inni og selja hæst­bjóð­endum eftir nánar útfærðum regl­um. Rík­is­stjórnin stefnir á að innleiða í þremur þrepum upp­boð á veiði­heim­ildum þar sem tak­markið er að 3 - 4% veiði­heim­ilda hvers árs verði seldar í opnu upp­boðs­ferli til 33 ára. Meðan upp­boð veiði­heim­ilda verður ekki komið til fullu til fram­kvæmda verður farin blönduð leið til upp­boðs og veiði­gjalda,“ segir í gögn­un­um. 

Auglýsing

Þetta skjal fór meðal annars á milli flokkanna, og er komið úr herbúðum Viðreisnar.

Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð voru nær Við­reisn í þessum mála­flokki en Vinstri græn, sem höfðu efa­semdir um þessar til­lög­ur.

Stefna Sam­fylk­ing­ar­innar rerir raunar ráð fyrir kerf­is­breyt­ingu í sjáv­ar­út­vegs­málum og í mál­efna­skrá flokks­ins fyrir kosn­ingar er rætt um að 10 til 20 pró­sent afla­heim­ilda verið boðnar upp ár hvert, en ekki er sér­stak­lega vikið að því miðað við hvaða ára­fjölda eigi að miða. Píratar styðja upp­boð á afla­heim­ildum og Björt fram­tíð líka, en í stefnu­skrá þess flokks er talað um að mark­að­ur­inn sé nýttur til að „greinin greiði sann­gjarnt gjald fyrir aðgengi að mið­un­um.“ 

Stefna Pírata lang­sam­lega er rót­tæku­st, sé mið tekið af yfir­lýstri stefnu flokks­ins eins og hún birt­ist á vefn­um, en þar er talað um að „allar heim­ild­ir“ fari á mark­að.

Í stefnu­skrá Vinstri grænna er einnig talað fyrir mögu­leik­anum á upp­boði afla­heim­ilda, og horft sér­stak­lega til reynslu Fær­ey­inga í þeim efn­um. Í stefnu­skránni er vikið að þessu sér­stak­lega með þessum orðum: „Fylgst verði vel með reynslu Fær­ey­inga við upp­boð á afla­heim­ildum þar sem til greina kemur að hluti afla­heim­ilda verði boðnar upp á mark­aði hér á landi. Auð­linda­gjald verði tekið af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í hlut­falli við afkomu grein­ar­inn­ar. Auka þarf strand­veiðar og ráð­stöfun heim­ilda til að verja byggðir lands­ins.“

Nefnd skipuð af sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Fær­eyja skil­aði 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn ítar­­legri skýrslu um skipan fisk­veið­i­­­stjórn­­unar  en núver­andi fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­lög falla úr gild í byrjun árs 2018. Nefndin leggur til upp­­­boðs­­leið á veið­i­­heim­ildum og að sú leið verði var­an­­lega fast­­sett niður með lög­­­um.  Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar hug­myndir í frétta­skýr­ingu og bar þær saman við hug­myndir sem Jón Steins­son, hag­fræð­ingur við Col­umbia háskóla, og Þor­kell Helga­son, stærð­fræð­ing­ur, hafa talað fyr­ir.

Þrátt fyrir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna fimm hafi nú í tvígang siglt í strand hefur sjaldan munað jafn litlu, í seinni tíð, að samið yrði um miklar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi.

Þrátt fyrir að upp úr hafi slitnað - meðal ann­ars vegna deilna um hvernig ætti að útfæra breyt­ingar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi - þá aðhyll­ast allir flokk­arnir miklar kerf­is­breyt­ingar í atvinnu­grein­inni og ekki úti­lokað að þær muni koma fram, með ein­hverjum hætti, ef það tekst á annað borð að koma saman rík­is­stjórn á næstu miss­er­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None