Kerfisbreytingar í sjávarútvegi voru á teikniborðinu

Þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hafi í tvígang siglt í strand þá voru allir flokkarnir sammála um að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Útfærslurnar voru mismundandi, eins og stefnur flokkanna raunar einnig.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Til­lögur í sjáv­ar­út­vegs­málum sem komu fram Við­reisn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum flokk­anna fimm, sem sigldu að lokum í strand, gerðu ráð fyrir að 3 til 4 pró­sent afla­heim­ilda ár hvert yrðu seldar á upp­boði til 33 ára. Þetta kemur fram í gögnum sem fóru á milli flokk­anna fimm í við­ræð­unum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi voru því á teikni­borð­inu en um þær deildu flokk­arn­ir, ekki síst Vinstri græn og Við­reisn. Vinstri græn töldu 33 ár of langan tíma og voru auk þess hrædd um að upp­boðin gætu grafið undan sjáv­ar­út­vegi víða á lands­byggð­inni, ef þau yrðu ekki rétt útfærð. Fyrir þeim sjón­ar­miðum töl­uðu raunar allir flokk­ar.

Í gögn­um, þar sem text­inn er rit­aður eins og um mál­efni rík­is­stjórn­ar­innar sé að ræða, segir að núgild­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi hafa skilað miklum ávinn­ingi fyrir íslenskt sam­fé­lag. „Það hefur leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í sjáv­ar­út­vegi og [...] stuðlað að sjálf­bærni fisk­veiða á Íslands­mið­um. Þrátt fyrir þennan árangur hefur ekki ríkt sam­fé­lags­leg sátt um þetta fyr­ir­komu­lag. Aðal­lega hefur verið deilt um eðli­legt gjald fyrir sam­eig­in­lega auð­lind og tak­mark­aðan aðgang nýrra aðila að grein­inni. Til þess að koma til móts við þessi sjón­ar­mið og tryggja stöð­ug­leika í grein­inni mun rík­is­stjórnin ráð­ast í kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi til að tryggja þjóð­inni eðli­legt gjald fyrir auð­lind­ina og til að tengja það betur afkomu grein­ar­inn­ar. Sann­gjarn­asta leiðin til þess er að bjóða út aðgang að auð­lind­inni og selja hæst­bjóð­endum eftir nánar útfærðum regl­um. Rík­is­stjórnin stefnir á að innleiða í þremur þrepum upp­boð á veiði­heim­ildum þar sem tak­markið er að 3 - 4% veiði­heim­ilda hvers árs verði seldar í opnu upp­boðs­ferli til 33 ára. Meðan upp­boð veiði­heim­ilda verður ekki komið til fullu til fram­kvæmda verður farin blönduð leið til upp­boðs og veiði­gjalda,“ segir í gögn­un­um. 

Auglýsing

Þetta skjal fór meðal annars á milli flokkanna, og er komið úr herbúðum Viðreisnar.

Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð voru nær Við­reisn í þessum mála­flokki en Vinstri græn, sem höfðu efa­semdir um þessar til­lög­ur.

Stefna Sam­fylk­ing­ar­innar rerir raunar ráð fyrir kerf­is­breyt­ingu í sjáv­ar­út­vegs­málum og í mál­efna­skrá flokks­ins fyrir kosn­ingar er rætt um að 10 til 20 pró­sent afla­heim­ilda verið boðnar upp ár hvert, en ekki er sér­stak­lega vikið að því miðað við hvaða ára­fjölda eigi að miða. Píratar styðja upp­boð á afla­heim­ildum og Björt fram­tíð líka, en í stefnu­skrá þess flokks er talað um að mark­að­ur­inn sé nýttur til að „greinin greiði sann­gjarnt gjald fyrir aðgengi að mið­un­um.“ 

Stefna Pírata lang­sam­lega er rót­tæku­st, sé mið tekið af yfir­lýstri stefnu flokks­ins eins og hún birt­ist á vefn­um, en þar er talað um að „allar heim­ild­ir“ fari á mark­að.

Í stefnu­skrá Vinstri grænna er einnig talað fyrir mögu­leik­anum á upp­boði afla­heim­ilda, og horft sér­stak­lega til reynslu Fær­ey­inga í þeim efn­um. Í stefnu­skránni er vikið að þessu sér­stak­lega með þessum orðum: „Fylgst verði vel með reynslu Fær­ey­inga við upp­boð á afla­heim­ildum þar sem til greina kemur að hluti afla­heim­ilda verði boðnar upp á mark­aði hér á landi. Auð­linda­gjald verði tekið af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í hlut­falli við afkomu grein­ar­inn­ar. Auka þarf strand­veiðar og ráð­stöfun heim­ilda til að verja byggðir lands­ins.“

Nefnd skipuð af sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Fær­eyja skil­aði 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn ítar­­legri skýrslu um skipan fisk­veið­i­­­stjórn­­unar  en núver­andi fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­lög falla úr gild í byrjun árs 2018. Nefndin leggur til upp­­­boðs­­leið á veið­i­­heim­ildum og að sú leið verði var­an­­lega fast­­sett niður með lög­­­um.  Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar hug­myndir í frétta­skýr­ingu og bar þær saman við hug­myndir sem Jón Steins­son, hag­fræð­ingur við Col­umbia háskóla, og Þor­kell Helga­son, stærð­fræð­ing­ur, hafa talað fyr­ir.

Þrátt fyrir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna fimm hafi nú í tvígang siglt í strand hefur sjaldan munað jafn litlu, í seinni tíð, að samið yrði um miklar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi.

Þrátt fyrir að upp úr hafi slitnað - meðal ann­ars vegna deilna um hvernig ætti að útfæra breyt­ingar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi - þá aðhyll­ast allir flokk­arnir miklar kerf­is­breyt­ingar í atvinnu­grein­inni og ekki úti­lokað að þær muni koma fram, með ein­hverjum hætti, ef það tekst á annað borð að koma saman rík­is­stjórn á næstu miss­er­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None