Kerfisbreytingar í sjávarútvegi voru á teikniborðinu

Þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hafi í tvígang siglt í strand þá voru allir flokkarnir sammála um að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Útfærslurnar voru mismundandi, eins og stefnur flokkanna raunar einnig.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Til­lögur í sjáv­ar­út­vegs­málum sem komu fram Við­reisn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum flokk­anna fimm, sem sigldu að lokum í strand, gerðu ráð fyrir að 3 til 4 pró­sent afla­heim­ilda ár hvert yrðu seldar á upp­boði til 33 ára. Þetta kemur fram í gögnum sem fóru á milli flokk­anna fimm í við­ræð­unum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi voru því á teikni­borð­inu en um þær deildu flokk­arn­ir, ekki síst Vinstri græn og Við­reisn. Vinstri græn töldu 33 ár of langan tíma og voru auk þess hrædd um að upp­boðin gætu grafið undan sjáv­ar­út­vegi víða á lands­byggð­inni, ef þau yrðu ekki rétt útfærð. Fyrir þeim sjón­ar­miðum töl­uðu raunar allir flokk­ar.

Í gögn­um, þar sem text­inn er rit­aður eins og um mál­efni rík­is­stjórn­ar­innar sé að ræða, segir að núgild­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi hafa skilað miklum ávinn­ingi fyrir íslenskt sam­fé­lag. „Það hefur leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í sjáv­ar­út­vegi og [...] stuðlað að sjálf­bærni fisk­veiða á Íslands­mið­um. Þrátt fyrir þennan árangur hefur ekki ríkt sam­fé­lags­leg sátt um þetta fyr­ir­komu­lag. Aðal­lega hefur verið deilt um eðli­legt gjald fyrir sam­eig­in­lega auð­lind og tak­mark­aðan aðgang nýrra aðila að grein­inni. Til þess að koma til móts við þessi sjón­ar­mið og tryggja stöð­ug­leika í grein­inni mun rík­is­stjórnin ráð­ast í kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi til að tryggja þjóð­inni eðli­legt gjald fyrir auð­lind­ina og til að tengja það betur afkomu grein­ar­inn­ar. Sann­gjarn­asta leiðin til þess er að bjóða út aðgang að auð­lind­inni og selja hæst­bjóð­endum eftir nánar útfærðum regl­um. Rík­is­stjórnin stefnir á að innleiða í þremur þrepum upp­boð á veiði­heim­ildum þar sem tak­markið er að 3 - 4% veiði­heim­ilda hvers árs verði seldar í opnu upp­boðs­ferli til 33 ára. Meðan upp­boð veiði­heim­ilda verður ekki komið til fullu til fram­kvæmda verður farin blönduð leið til upp­boðs og veiði­gjalda,“ segir í gögn­un­um. 

Auglýsing

Þetta skjal fór meðal annars á milli flokkanna, og er komið úr herbúðum Viðreisnar.

Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð voru nær Við­reisn í þessum mála­flokki en Vinstri græn, sem höfðu efa­semdir um þessar til­lög­ur.

Stefna Sam­fylk­ing­ar­innar rerir raunar ráð fyrir kerf­is­breyt­ingu í sjáv­ar­út­vegs­málum og í mál­efna­skrá flokks­ins fyrir kosn­ingar er rætt um að 10 til 20 pró­sent afla­heim­ilda verið boðnar upp ár hvert, en ekki er sér­stak­lega vikið að því miðað við hvaða ára­fjölda eigi að miða. Píratar styðja upp­boð á afla­heim­ildum og Björt fram­tíð líka, en í stefnu­skrá þess flokks er talað um að mark­að­ur­inn sé nýttur til að „greinin greiði sann­gjarnt gjald fyrir aðgengi að mið­un­um.“ 

Stefna Pírata lang­sam­lega er rót­tæku­st, sé mið tekið af yfir­lýstri stefnu flokks­ins eins og hún birt­ist á vefn­um, en þar er talað um að „allar heim­ild­ir“ fari á mark­að.

Í stefnu­skrá Vinstri grænna er einnig talað fyrir mögu­leik­anum á upp­boði afla­heim­ilda, og horft sér­stak­lega til reynslu Fær­ey­inga í þeim efn­um. Í stefnu­skránni er vikið að þessu sér­stak­lega með þessum orðum: „Fylgst verði vel með reynslu Fær­ey­inga við upp­boð á afla­heim­ildum þar sem til greina kemur að hluti afla­heim­ilda verði boðnar upp á mark­aði hér á landi. Auð­linda­gjald verði tekið af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í hlut­falli við afkomu grein­ar­inn­ar. Auka þarf strand­veiðar og ráð­stöfun heim­ilda til að verja byggðir lands­ins.“

Nefnd skipuð af sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Fær­eyja skil­aði 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn ítar­­legri skýrslu um skipan fisk­veið­i­­­stjórn­­unar  en núver­andi fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­lög falla úr gild í byrjun árs 2018. Nefndin leggur til upp­­­boðs­­leið á veið­i­­heim­ildum og að sú leið verði var­an­­lega fast­­sett niður með lög­­­um.  Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar hug­myndir í frétta­skýr­ingu og bar þær saman við hug­myndir sem Jón Steins­son, hag­fræð­ingur við Col­umbia háskóla, og Þor­kell Helga­son, stærð­fræð­ing­ur, hafa talað fyr­ir.

Þrátt fyrir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna fimm hafi nú í tvígang siglt í strand hefur sjaldan munað jafn litlu, í seinni tíð, að samið yrði um miklar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi.

Þrátt fyrir að upp úr hafi slitnað - meðal ann­ars vegna deilna um hvernig ætti að útfæra breyt­ingar kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi - þá aðhyll­ast allir flokk­arnir miklar kerf­is­breyt­ingar í atvinnu­grein­inni og ekki úti­lokað að þær muni koma fram, með ein­hverjum hætti, ef það tekst á annað borð að koma saman rík­is­stjórn á næstu miss­er­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None