Um hvað snýst uppboðsleiðin? Horft til Færeyja

Eitt stærsta mál þessara kosninga snýst um hina svonefndu uppboðsleið eða markaðsleið í sjávarútvegi.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Nefnd skipuð af sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Fær­eyja skil­aði 3. októ­ber síð­ast­lið­inn ítar­legri skýrslu um skipan fisk­veiði­stjórn­unar  en núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­lög falla úr gild í byrjun árs 2018. Nefndin leggur til upp­boðs­leið á veiði­heim­ildum og að sú leið verði var­an­lega fast­sett niður með lög­um.  

Útlit er að fyrir að ný rík­is­stjórn á Íslandi, sem tekur við völdum eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber næst­kom­andi, muni taka fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið til end­ur­skoð­un­ar, og huga sér­stak­lega að upp­boðs­leið. Í það minnsta fimm flokkar segj­ast opnir fyrir breyt­ingum í þá veru, Við­reisn, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Björt fram­tíð.

Skýrsla nefnd­ar­innar ber heitið „Ný og var­an­leg skipan fisk­veiði­mála fyrir Fær­eyj­ar“. Hún er ítar­leg, tæp­lega 250 síð­ur, og er þar fjallað um helstu álita­mál sem Fær­ey­ingar standa frammi fyrir við stjórn fisk­veiða.

Auglýsing

Lyk­il­at­riði til umfjöll­unar

Nefnd­inni var með erind­is­bréfi ráð­herra falið að fjalla um öll lyk­il­at­riði í skipan fær­eysks sjáv­ar­út­vegs. 

Nefndin leggur til að árlega verði stór hluti fisk­veiði­heim­ilda boð­inn upp en rétt­ur­inn að afgang­inum fram­lengdur til árs í senn. 

Þó skal það þannig gert að þegar frá upp­hafi renni auð­lind­arentan - sem fæst fram með upp­boð­unum - að fullu í lands­sjóð Fær­ey­inga. Lagt er til val á milli tveggja upp­boðs­leiða.

Hug­myndir um upp­boðs­leið við stjórnun fisk­veiða hér á landi sem komið hafa fram, meðal ann­ars hjá Þor­keli Helga­syni stærð­fræð­ingi og Jóni Steins­syni hag­fræð­ingi við Col­umbia háskóla, eru að grunni til svip­aðar þeim sem fjallað er um í skýrslu nefnd­ar­innar í Fær­eyj­u­m. 

Var­færin nálgun

Segja má að hug­mynd­irnar sem ræddar hafa verið mest hér á landi, séu var­færn­ari og tengj­ast hug­mynd­unum um fyrn­ingu veiði­heim­ilda og upp­boð á þeim heim­ildum sem þannig losn­a. 

Má þar vísa til skýrslu sem Þor­kell og Jón skrif­uðu fyrir stjórn­skip­aða nefnd um end­ur­skoðun á stjórn fisk­veiða sum­arið 2010, nánar til­tekið til þeirrar gerðar þar sem hluti afla­heim­ilda er boð­inn upp til árs í senn en með skertum for­leigu­rétti um fram­hald­ið. 

Makrílgengd inn í íslenska lögsögu hefur haft verulega jákvæðar afleiðingar fyrir margar útgerðir á Íslandi.

Bæði í fær­eysku hug­mynd­unum og hug­myndum Jóns og Þor­kels er gengið út frá afla­marks­kerfi til ráð­stöf­unar á leyfðum heild­ar­afla. Jafn­framt hafa hug­mynd­irnar það sam­merkt að í upp­hafi er gengið er út frá þeim heim­ildum sem útgerð­irnar hafa þá og þeim end­ur­út­hlutað með vissri skerð­ingu eða fyrn­ingu. Þessi skerð­ing haldi síðan áfram hlut­falls­lega á hverju ári. 

Veiðigjöld hafa lækkað á undanförnum árum, en hæst voru þau á árunum 2012 og 2013.Það sem þannig losnar verði boðið upp til árs í senn með fyr­ir­heiti um end­ur­út­hlutun en með fyrr­greindum skerð­ing­ar­á­kvæð­um. Í báðum hug­mynd­unum má setja bjóð­endum skil­yrði, eins og að þeir verði að vera inn­lendir og setja megi því skorður hvað safn­ast megi á sömu útgerð,.

Hug­mynd­irnar eru ólíkar að því leiti að Fær­ey­ingar vilja bæði bjóða stærri hluta heim­ild­anna upp á hverju ári en Jón og Þor­kell hafa talað fyr­ir. Enn­fremur fá núver­andi hand­hafar veiði­rétt­ind­anna enga fjár­hags­lega aðlögun í til­lögum Fær­ey­ing­anna, en í hug­myndum Jóns og Þor­kels er núver­andi kvóta­höfum veitt meiri aðlögun að breyttu kerf­i. 

Draga má þennan afger­andi mun saman með eft­ir­far­andi punkt­um:

Fær­ey­ingar vilja bjóða upp 20% heim­ild­anna á hverju ári en end­ur­út­hluta 80%. Í hug­myndum Jóns og Þor­kels er gengið út frá mun hæg­ari inn­komu upp­boða, eða 8% á ári. End­ur­út­hlut­un­ar­hlut­fallið er að sama skapi hærra í þeirra til­lög­um, eða 92%.

Fær­ey­ingar veita þeim útgerð­um, sem fyrir eru, engin grið. Enda þótt þeim sé gefin kostur á að fá 80% af fyrri heim­ildum end­ur­út­hlut­uðum – fram hjá upp­boð­unum – þurfa þeir að greiða fyrir þær heim­ildir fullt verð, það verð sem verður til á upp­boð­un­um. Í hug­myndum Jóns og Þor­kels fá núver­andi kvóta­hafar 92% rétt­inda sinna fram­lengd og það án nokk­urs end­ur­gjalds, en með árlegri skerð­ingu.

Auð­lindaarð­ur­inn – sá umfram­arður sem verður til við nýt­ingu tak­mark­aðra en eft­ir­sóttra gæða – er strax í upp­hafi inn­heimtur að fullu í lands­sjóð­inn í til­lögum Fær­ey­inga. Í hug­myndum Jóns og Þor­kels er aðeins 8% arðs­ins inn­heimtur á fyrsta ári og eftir að nýtt kerfi væri búið að vera í gildi í 9 ár skipt­ist þessi aukaarður enn að jöfnu milli sam­fé­lags­sjóða og útgerð­anna. 

Að grunni til eru þær hug­myndir sem lagðar eru fram í skýrslu nefnd­ar­innar í Fær­eyjum svip­aðar þeim sem Jón og Þor­kell hafa talað fyr­ir, nema hvað þau síð­ar­nefndu vilja fara hægar í sak­irnar til að tryggja að þessi kerf­is­breyt­ing gangi vel fyrir sig og tryggi almenn­ingi sann­gjarnt auð­linda­gjald.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Societal Impact of a Pandemic
Kjarninn 1. apríl 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None