Vandræði Framsóknar og Samfylkingar áþreifanleg í Reykjavík

Eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki öruggastur með kosningu er í Reykjavík norður. Bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eiga á hættu að fá engan mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Odd­vitar Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, þau Lilja Alfreðs­dóttir og Karl Garð­ars­son, munu tæp­lega ná kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum ef þing­sæta­spáin gengur eft­ir. Þing­sæta­spáin er ítar­leg grein­ing á gögnum Kosn­inga­spár Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings sem birt hefur verið hér á vefnum und­an­farin miss­eri.

Í þing­sæta­spánni fyrir höf­uð­borg­ar­kjör­dæmin er eini full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem verður nokkuð örugg­lega kjör­inn Eygló Harð­ar­dótt­ir, vel­ferð­ar­ráð­herra og odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Lík­urnar á að hún nái kjöri eru 85 pró­sent miðað við 38 pró­sent líkur á að Lilja Alfreðs­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Reykja­vík suð­ur, nái kjöri. Karl Garð­ars­son situr í efsta sæti list­ans í Reykja­vík norður og mælist með 18 pró­sent lík­ur.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk tvo þing­menn kjörna í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum í kosn­ing­unum árið 2013. Aðeins Karl gefur aftur kost á sér af þeim sem kjörin voru þá.

Þing­sæta­spáin er reikni­líkan sem fram­kvæmir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ þar sem nið­ur­stöður fyr­ir­liggj­andi kann­ana eru hafðar til grund­vall­ar. Líkanið hönn­uðu stærð­fræð­ing­arnir Baldur Héð­ins­son og Stefán Ingi Valdi­mars­son með það að mark­miði að reikna líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spána, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Hér að neðan er fjallað um þrjú stærstu kjör­dæmi lands­ins. Það eru Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Sam­tals verða kjörnir 35 þing­menn úr þessum kjör­dæmum til það sitja á Alþingi með full­trúum kjör­dæmanna sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær.

Nánar má lesa um fram­kvæmd þing­sæta­spár­innar á Kosn­inga­spár­vef Kjarn­ans þar sem allar nið­ur­stöður Kosn­inga­spár­innar verða aðgengi­legar fram að kosn­ingum og kosn­inga­úr­slitin að þeim lokn­um.

Suðvesturkjördæmi
13 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 5%
  Óttarr Proppé
 • 40%
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir
 • 0.5%
  Karólína Helga Símonardóttir
 • 0%
  Halldór Jörgensson
 • 58%
  Eygló Þóra Harðardóttir
 • 95%
  Willum Þór Þórsson
 • 0.4%
  Páll Marís Pálsson
 • 0.1%
  María Júlía Rúnarsdóttir
 • 97%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 39%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 29%
  Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
 • 2%
  Bjarni Halldór Janusson
 • 0.1%
  Margrét Ágústsdóttir
 • >99%
  Bjarni Benediktsson
 • 94%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • >99%
  Jón Gunnarsson
 • 59%
  Óli Björn Kárason
 • 59%
  Vilhjálmur Bjarnason
 • 3%
  Karen Elísabet Halldórsdóttir
 • 81%
  Jón Þór Ólafsson
 • 85%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 57%
  Andri Þór Sturluson
 • 11%
  Sara Elísa Þórðardóttir
 • 10%
  Þór Saari
 • 46%
  Árni Páll Árnason
 • 4%
  Margrét Gauja Magnúsdóttir
 • 0.1%
  Sema Erla Serdar
 • 60%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 5%
  Ólafur Þór Gunnarsson
 • 36%
  Una Hildardóttir
 • 0.3%
  Sig­ur­steinn Ró­bert Más­son

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn langstærstur í stærsta kjör­dæm­inu

Í stærsta kjör­dæmi lands­ins, þar sem 13 þing­menn eru kjörn­ir, er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur og fær örugg­lega þrjá þing­menn kjörna. Efstu þrír full­trú­arnir á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu náðu kjöri í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna og eru þess vegna með 100 pró­sent líkur á kjöri í þing­sæta­spánni. Óli Björn Kára­son, sem skipar fjórða sæti list­ans, á einnig mjög góðan séns á að ná kjöri. Hann mælist með 71 pró­sent lík­ur. Vil­hjálmur Bjarna­son, fimmti maður á list­an­um, fær 14 pró­sent.

Fyrr­ver­andi vara­for­maður og ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nú odd­viti Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir mun örugg­lega ná kjöri í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn. Sam­kvæmt þing­sæta­spánni á hún 100 pró­sent líkur á að ná kjöri. Við­reisn er öflug á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í öðru sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi er Jón Stein­dór Valdi­mars­son með 90 pró­sent líkur á að ná kjöri.

Raunar er það þannig að öll fram­boðin eiga góðar líkur á að fá þing­mann kjör­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Það má hugs­an­lega skýra með því að benda á stærð kjör­dæm­is­ins. Þó má ekki líta fram hjá því að fyrir utan fylgið sem safn­ast hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ast atkvæðin ætla að dreifast til­tölu­lega jafnt á milli flokka.

Sam­fylk­ingin er veik­ust fram­boð­anna í þessu kjör­dæmi. Árni Páll Árna­son mælist með 74 pró­sent líkur á að ná kjöri, minnst allra odd­vit­anna.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

 • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
 • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 1 full­trúi
 • C-listi Við­reisnar = 2 full­trúar
 • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 3 full­trúar
 • P-listi Pírata = 2 full­trúar
 • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 1 full­trúi
 • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: D4, A2, V2, C3, P3, S2 eða B2*. Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan er S1 lík­leg­astur til að ná ekki inn.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 6%
  Björt Ólafsdóttir
 • 7%
  Sigrún Gunnarsdóttir
 • 0%
  Starri Reynisson
 • 35%
  Karl Garðarsson
 • 25%
  Lárus Sigurður Lárusson
 • 84%
  Þorsteinn Víglundsson
 • 93%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 0.7%
  Páll Rafnar Þorsteinsson
 • 100%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • >99%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 45%
  Birgir Ármannsson
 • 7%
  Albert Guðmundsson
 • 0%
  Herdís Þorvaldsdóttir
 • 100%
  Birgitta Jónsdóttir
 • 95%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 98%
  Halldóra Mogensen
 • 14%
  Katla Hólm Þórhildardóttir
 • 0.5%
  Snæbjörn Brynjarsson
 • 0.1%
  Lilja Sif Þorsteinsdóttir
 • 77%
  Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
 • 10%
  Helgi Hjörvar
 • 81%
  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
 • 91%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 35%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 70%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 2%
  Iðunn Garðarsdóttir

Píratar stela sen­unni

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er heilt yfir stærstur á lands­vísu og í ein­staka kjör­dæmum eiga full­trúar hans sam­an­borið mestar líkur á að ná kjöri; Nema í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi noð­ur. Pírat­ar, með Birgittu Jóns­dóttur í stafni, eru stærstir í þessu kjör­dæmi og munu örugg­lega fá tvo þing­menn kjörna. Í öðru sæti á eftir Birgittu er Björn Leví Gunn­ars­son og náði hann kjöri í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna. Í þriðja sæti lista Pírata situr Hall­dóra Mog­en­sen með 92 pró­sent líkur á því að ná kjöri.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son leiðir lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu. Hann getur verið öruggur með að ná kjöri. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari flokks­ins, má einnig vera nokkuð viss. Hún mælist með 98 pró­sent líkur á því að ná kjöri.

Aðeins einn odd­viti til við­bótar hlaut full­komna kosn­ingu í sýnd­ar­kosn­ing­un­um; Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, mun að öllum lík­indum ná kjöri. Þor­steinn Víglunds­son, efsti maður á lista Við­reisn­ar, á 93 pró­sent líkur á að ná kjöri og Björt Ólafs­dótt­ir, odd­viti Bjartar fram­tíð­ar, mælist með 91 pró­sent lík­ur. Eins og áður sagði er Karl Garð­ars­son frá Fram­sókn­ar­flokki með 18 pró­sent líkur á að ná kjöri.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, mun ná kjöri sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­inn­ar. Hún mælist með 68 pró­sent líkur og er þess vegna veik­ust af þeim sem kosn­inga­spáin telur með. Helgi Hjörvar er í öðru sæti list­ans og mælist með átta pró­sent líkur á að ná kjöri.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

 • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
 • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 0 full­trúar
 • C-listi Við­reisnar = 1 full­trúi
 • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
 • P-listi Pírata = 3 full­trúar
 • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 1 full­trúi
 • V-listi Vinstri grænna = 2 full­trúar

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: A2, P4, B1, C2, V3 eða S2*. Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan er S1 lík­leg­astur til að ná ekki inn.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 4%
  Nicole Leigh Mosty
 • 3%
  Eva Einarsdóttir
 • 0.1%
  Unnsteinn Jóhannsson
 • 78%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 48%
  Ingvar Mar Jónsson
 • 96%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 39%
  Pawel Bartoszek
 • 5%
  Dóra Sif Tynes
 • 0.1%
  Geir Finnsson
 • 100%
  Ólöf Nordal
 • 46%
  Brynjar Níelsson
 • 100%
  Sigríður Á. Andersen
 • 94%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 7%
  Bessí Jóhannsdóttir
 • 100%
  Ásta Guðrún Helgadóttir
 • 7%
  Gunnar Hrafn Jónsson
 • 52%
  Viktor Orri Valgarðsson
 • 4%
  Olga Cilia
 • 0.1%
  Arnaldur Sigurðarson
 • 62%
  Össur Skarphéðinsson
 • 30%
  Eva H. Baldursdóttir
 • 0.1%
  Valgerður Bjarnadóttir
 • 94%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 94%
  Kolbeinn Óttarsson Proppé
 • 46%
  Hildur Knútsdóttir
 • 4%
  Gísli Garðarson

Vand­ræði Sam­fylk­ing­ar­innar áþreif­an­leg

Fylgi við fram­boðin dreif­ist jafnar sunnan Miklu­brautar og Hring­brautar í Reykja­vík. Hér eiga fimm full­trúar öruggar líkur á að ná kjöri. Það eru Hanna Kristín Frið­riks­son sem er í efsta sæt­inu á lista Við­reisn­ar, Ólöf Nor­dal og Brynjar Níels­son á lista Sjálf­stæð­is­flokks, Ásta Guð­rún Helga­dóttir odd­viti Pírata og Svan­dís Svav­ars­dóttir á lista Vinstri grænna.

Vegna þess hversu jafnt fylgið dreif­ist eru fjórir full­trúar í öðru sæti list­anna sem eiga meira en 87 pró­sent líkur á að ná kjöri. Það eru Pawel Bar­toz­sek frá Við­reisn (87%), Brynjar Níels­son, Gunnar Hrafn Jóns­son frá Pírötum (97%) og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé (97%) frá Vinstri græn­um.

Í lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­innar munu efstu tveir af listum Við­reisn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, Pírata og Vinstri grænna, ná kjöri og Nicole Leigh Mosty, odd­viti Bjartar fram­tíð­ar. Hvorki Lilja Alfreðs­dóttir né Össur Skarp­héð­ins­son eru nægi­lega sterk til þess að vera talin með í þennan hóp, þó þau séu í bæði hópi þeirra sem eigi séns.

Vand­ræði Sam­fylk­ing­ar­innar eru nán­ast áþreif­an­leg í Reykja­vík. Á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að ljúka hefur flokk­ur­inn átt sam­tals fjóra þing­menn úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um; tvo úr hvoru. Nú eru odd­vitar list­anna í hálf­gerðum bar­áttu­sætum því lík­urnar eru ekki mikl­ar. Nær helm­ings líkur eru á því að Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Reyk­vík­inga til 17 ára, nái ekki kjöri. Hann náði aðeins kjöri í 54 pró­sent 100.000 sýnd­ar­kosn­inga. Í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu er Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir með 68 pró­sent. Aðeins odd­vitar Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ast minni.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

 • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
 • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 0 full­trúar
 • C-listi Við­reisnar = 2 full­trúar
 • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
 • P-listi Pírata = 2 full­trúar
 • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 0 full­trúar
 • V-listi Vinstri grænna = 2 full­trúar

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: B1, S1, D3, P3 eða V3*. Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan er A1 lík­leg­astur til að ná ekki inn.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.

Hverjir geta myndað meiri­hluta?

Umfjöllun Kjarn­ans um þing­sæta­spána heldur áfram á morg­un. Þá verður kafað í þing­manna­fjölda fram­boð­anna á lands­vísu og líkur á því hvaða fram­boð geta sam­an­lagt myndað meiri­hluta á Alþingi að kosn­ingum lokn­um. Öll spá­rit og mynd­rit má finna á Kosn­inga­vef Kjarn­ans hér.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér að vefn­um. Þing­sæta­spáin sem nú er birt byggir á Þjóð­ar­púlsi Gallup 3.–12 októ­ber (vægi 57%) og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 23. sept­em­ber - 5. októ­ber (vægi 43%). Ef fleiri könn­un­ar­að­ilar birta fylgi fram­boða niður á kjör­dæmi ásamt upp­lýs­ingum um fram­kvæmd könn­unar verður þeim upp­lýs­ingum bætt inn í þing­sæta­spánna.

Gallup er eini könn­un­ar­að­il­inn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgis­tölum niður á kjör­dæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjör­dæmi í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var í Morg­un­blað­inu. Fylgi flokka í kjör­dæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 6.–12 októ­ber eða í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 13.–19 októ­ber.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Þingsætaspá - Skýringar

Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

 • 8 þing­menn í 4% til­fella
 • 9 þing­menn í 25% til­fella
 • 10 þing­menn í 42% til­fella
 • 11 þing­menn í 25% til­fella
 • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

 • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
 • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
 • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
 • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
 • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
 • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None