Sóun og neyð í Venesúela

Hinn óvinsæli Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði getað vikið honum úr embætti. Framtíðarhorfur landsins eru óskýrar og neyðin eykst með degi hverjum.

Venesúela
Auglýsing

Fimmtu­dag­inn 20. októ­ber kom kosn­inga­eft­ir­lits­stofnun lands­ins – sem talin er vera undir beinum áhrifum stjórn­valda – í veg fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um „end­ur­kall“ Nicolas Maduro úr emb­ætti for­seta. Það hefur í för með sér að Maduro verði lík­lega við völdin út þetta kjör­tíma­bil sem endar 2019 nema hann segi af sér því ekki eru til fleiri lög­legar leiðir fyrir stjórn­ar­and­stöð­una sam­kvæmt stjórn­ar­skránni til að víkja honum úr emb­ætti.

Eftir því sem þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu­leiðin er nú úti­lokuð verða stjórn­ar­and­stæð­ingar að fá útrás fyrir óánægju sinni með öðrum hætti sem gerir það að verkum að fram­tíð lands­ins er mjög óljós. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun telja 90% Venes­ú­elu­búa landið stefna í ranga átt og 76% vilja sjá Maduro víkja úr emb­ætti. Póli­tísk krísa lands­ins í dag á rætur sínar að rekja til síð­ustu ára valda­tíðar Hugo Chá­vez og mis­heppn­aðra efna­hags­stefna fyrsta ára­tug stjórn­ar­tíð hans.

Chavísmi

Þegar Hugo Chá­vez lést úr hjarta­á­falli í mars 2013 ein­ungis 58 ára gam­all hafði hann sem for­seti lands­ins leitt það í gegn­um bóli­vari­anska bylt­ingu – kennda við hetju sjálf­stæð­is­bar­áttu Venes­ú­ela Simón Bolí­var – í þeim skiln­ingi að til­koma Chá­vez til valda árið 1999 og inn­leið­ing nýrrar stjórn­ar­skrár (sem talin er vera ein af umfangs­mestu, metn­að­ar­fyllstu og flókn­ustu stjórn­ar­skrám í ver­öld­inni) mark­aði stofnun fimmta lýð­veldi Venes­ú­ela og sam­kvæmt því var heiti lands­ins breytt í República Boli­vari­ana de Venezu­ela

Auglýsing

Þegar Hugo Chávez lést úr hjartaáfalli í mars 2013 einungis 58 ára gamall hafði hann sem forseti landsins leitt það í gegnum bólivarianska byltingu – kennda við hetju sjálfstæðisbaráttu Venesúela Simón Bolívar.Bylt­ing Chá­vez, sem var að eigin sögn marx­isti, ein­kennd­ist af umfangs­miklum vinstrisinn­uð­um umbóta­stefnum inn­an heil­brig­iðis-, mennta-, og félags­mála­kerf­is­ins sem fjár­magn­aðar voru af stór­auknum olíu­auð lands­ins í kjöl­far þjóð­væð­ingar fjöl­margra olíu­svæða sem höfðu verið í eigu alþjóða­fyr­ir­tækja. Um mið­bik fyrsta ára­tugs þess­arar aldar var Venes­ú­ela á mik­illi sigl­ingu enda hafði auð­linda­stefna Chá­vez hafði gert efna­hag lands­ins háð háu olíu­verði en heims­mark­aðs­verð á olíu náði sögu­legu hámarki sum­arið 2008. Landið skor­aði hærra en áður á vísi­tölum um læsi, jöfnuð og almenn lífs­gæði undir lok valda­tíð­ar Chá­vez og til að sýna umheim­inum vel­gengni bylt­ing­ar­innar tók Chá­vez upp á ýmsum almanna­tengsla­brellum á borð við að selja olíu til húskynd­ingar á nið­ur­greiddu verði til fátækra­hverfa í New York.

Hol­lenska veikin

Þegar heims­mark­aðs­verð á olíu tók að falla á árunum eftir heimskrepp­una 2008 kom greini­lega í ljós að hag­kerfi Venes­ú­ela þjáð­ist af „Hol­lensku veik­inni svoköll­uðu; hag­fræði­leg klemma þar sem skyndi­legri og hraðri aukn­ingu í auði lands vegna útflutn­ings á einni afurð, sem má rekja til vax­andi heims­mark­aðs­verðs eða upp­götvun nýrra auð­linda, er eytt um leið í opin­ber útgjöld sam­hliða því að engin áhersla er lögð á að nýta ávinn­ing­inn í að styrkja aðra geira atvinnu­lífs­ins. Þegar ávinn­ingnum er að mestu leyti eytt vegna póli­tísks þrýst­ings frekar en að vera settur í sjóð, eins og gerð­ist í Venes­ú­ela, verður landið ber­skjaldað þegar óum­flýj­an­legar breyt­ingar á heims­mark­aðs­verð­inu koma til. Árangur byggður á stutt­lífu góð­æri auð­linda­á­vinn­ings­ins á það til að þurrkast út vegna verð­bólgu og vöru­skorts, en „Hol­lenska veik­in“ hefur farið sér­stak­lega illa með auð­linda­rík þró­un­ar­ríki þar sem póli­tískur þrýst­ingur til að draga úr fátækt í land­inu er meiri en í rík­ari löndum (eins og t.d. Nor­eg­ur) þar sem auð­veld­ara er að skipu­leggja til lengri tíma.

Nicolás Maduro tók við af Hugo Chavez. Astandið í Venesúela hefur, vægast sagt, versnað mikið í stjórnartíð hans. MYND/EPAÞeg­ar Nicolás Maduro, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Hugo Chá­vez á árunum 2006-2013 og vara­for­seti frá árinu 2012, rétt hafði umdeildan sigur á Enrique Capri­les, sem enn er leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, í for­seta­kosn­ingum stuttu eftir dauða Chá­vez var efna­hags­á­stand lands­ins þegar farið að versna umtals­vert. Gengi Bóli­vars­ins (gjald­mið­ill lands­ins) hafði þá fallið um 32% á skömmum tíma, verð­bólga nam um 30%, og fjár­laga­halli rík­is­sjóðs nam um 8.5% af vergri lands­fram­leiðslu þrátt fyrir að heims­mark­aðs­verð á olíu lægi á um 100 banda­ríkja­dali per tunna.

Fátæki olíu­ris­inn

Þrátt fyrir að búa yfir mestu olíu­auð­lindum í heimi – sam­kvæmt OPEC er Venes­ú­ela talið hafa hátt í þrjú hund­ruð millj­arða tunnur af olíu í jörð­inni, rúmum þrjá­tíu millj­örðum fleiri en Sádí-­Ar­abía sem er í öðru sæti – hefur Venes­ú­ela sokkið í djúpa kreppu. Verð­bólga á þessu ári er um 700% og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (IMF) spáir 10% sam­drætti í hag­kerfi lands­ins á þessu ári. Olíu­verð nemur um 50 Banda­ríkja­dali per tunna og vegna þess hversu hlut­falls­lega dýrt það er að nýta stóran hluta olíu­auð­linda lands­ins er ekki hægt að auka fram­leiðslu til að bæta efna­hags­stöð­una.

Vöru­skortur er mik­ill; Venes­ú­elu­búar eyða að með­al­tali 35 klst. á mán­uði í bið­röðum eftir mati og nauð­synja­vörum, og heil­brigð­is­kerfi lands­ins er í molum. Þá hefur höf­uð­borg lands­ins, Caracas, hlotið þann vafa­sama heiður að yfir­taka fyrsta sætið sem ofbeld­is­fyllsta borg í heimi. Fjöldi og ítök glæpa­gengja í land­inu hefur stór­auk­ist en Maduro hefur kennt sam­særi Banda­ríkj­anna og stjórn­ar­and­stöð­unnar um ófrið­inn. 

Stjórn­ar­and­staðan bar stór­sigur í þing­kosn­ingum sem fram fóru í des­em­ber 2015 og hefur „of­ur­meiri­hluta“ í þing­inu, þ.e. yfir 2/3 þing­manna, og ljóst virð­ist vera and­staða við stjórn­völd hefur ekki minnkað síðan þá. Þó er óljóst hvernig stjórn­ar­and­staðan og Maduro geti best umborið hvort annað til þess að kom­ast hjá að ástandið versni í land­inu. Ein­ræðistakt­ar Maduro eru ekki traust­vekj­andi en hins vegar er heldur ekki upp­byggi­legt af stjórn­ar­and­stöðu lands­ins að hamra á afsögn hans og engu öðru – það er langt frá öruggt að eft­ir­mað­ur Maduro ekki verði annar „Chavísti“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None