Sóun og neyð í Venesúela

Hinn óvinsæli Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði getað vikið honum úr embætti. Framtíðarhorfur landsins eru óskýrar og neyðin eykst með degi hverjum.

Venesúela
Auglýsing

Fimmtu­dag­inn 20. októ­ber kom kosn­inga­eft­ir­lits­stofnun lands­ins – sem talin er vera undir beinum áhrifum stjórn­valda – í veg fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um „end­ur­kall“ Nicolas Maduro úr emb­ætti for­seta. Það hefur í för með sér að Maduro verði lík­lega við völdin út þetta kjör­tíma­bil sem endar 2019 nema hann segi af sér því ekki eru til fleiri lög­legar leiðir fyrir stjórn­ar­and­stöð­una sam­kvæmt stjórn­ar­skránni til að víkja honum úr emb­ætti.

Eftir því sem þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu­leiðin er nú úti­lokuð verða stjórn­ar­and­stæð­ingar að fá útrás fyrir óánægju sinni með öðrum hætti sem gerir það að verkum að fram­tíð lands­ins er mjög óljós. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun telja 90% Venes­ú­elu­búa landið stefna í ranga átt og 76% vilja sjá Maduro víkja úr emb­ætti. Póli­tísk krísa lands­ins í dag á rætur sínar að rekja til síð­ustu ára valda­tíðar Hugo Chá­vez og mis­heppn­aðra efna­hags­stefna fyrsta ára­tug stjórn­ar­tíð hans.

Chavísmi

Þegar Hugo Chá­vez lést úr hjarta­á­falli í mars 2013 ein­ungis 58 ára gam­all hafði hann sem for­seti lands­ins leitt það í gegn­um bóli­vari­anska bylt­ingu – kennda við hetju sjálf­stæð­is­bar­áttu Venes­ú­ela Simón Bolí­var – í þeim skiln­ingi að til­koma Chá­vez til valda árið 1999 og inn­leið­ing nýrrar stjórn­ar­skrár (sem talin er vera ein af umfangs­mestu, metn­að­ar­fyllstu og flókn­ustu stjórn­ar­skrám í ver­öld­inni) mark­aði stofnun fimmta lýð­veldi Venes­ú­ela og sam­kvæmt því var heiti lands­ins breytt í República Boli­vari­ana de Venezu­ela

Auglýsing

Þegar Hugo Chávez lést úr hjartaáfalli í mars 2013 einungis 58 ára gamall hafði hann sem forseti landsins leitt það í gegnum bólivarianska byltingu – kennda við hetju sjálfstæðisbaráttu Venesúela Simón Bolívar.Bylt­ing Chá­vez, sem var að eigin sögn marx­isti, ein­kennd­ist af umfangs­miklum vinstrisinn­uð­um umbóta­stefnum inn­an heil­brig­iðis-, mennta-, og félags­mála­kerf­is­ins sem fjár­magn­aðar voru af stór­auknum olíu­auð lands­ins í kjöl­far þjóð­væð­ingar fjöl­margra olíu­svæða sem höfðu verið í eigu alþjóða­fyr­ir­tækja. Um mið­bik fyrsta ára­tugs þess­arar aldar var Venes­ú­ela á mik­illi sigl­ingu enda hafði auð­linda­stefna Chá­vez hafði gert efna­hag lands­ins háð háu olíu­verði en heims­mark­aðs­verð á olíu náði sögu­legu hámarki sum­arið 2008. Landið skor­aði hærra en áður á vísi­tölum um læsi, jöfnuð og almenn lífs­gæði undir lok valda­tíð­ar Chá­vez og til að sýna umheim­inum vel­gengni bylt­ing­ar­innar tók Chá­vez upp á ýmsum almanna­tengsla­brellum á borð við að selja olíu til húskynd­ingar á nið­ur­greiddu verði til fátækra­hverfa í New York.

Hol­lenska veikin

Þegar heims­mark­aðs­verð á olíu tók að falla á árunum eftir heimskrepp­una 2008 kom greini­lega í ljós að hag­kerfi Venes­ú­ela þjáð­ist af „Hol­lensku veik­inni svoköll­uðu; hag­fræði­leg klemma þar sem skyndi­legri og hraðri aukn­ingu í auði lands vegna útflutn­ings á einni afurð, sem má rekja til vax­andi heims­mark­aðs­verðs eða upp­götvun nýrra auð­linda, er eytt um leið í opin­ber útgjöld sam­hliða því að engin áhersla er lögð á að nýta ávinn­ing­inn í að styrkja aðra geira atvinnu­lífs­ins. Þegar ávinn­ingnum er að mestu leyti eytt vegna póli­tísks þrýst­ings frekar en að vera settur í sjóð, eins og gerð­ist í Venes­ú­ela, verður landið ber­skjaldað þegar óum­flýj­an­legar breyt­ingar á heims­mark­aðs­verð­inu koma til. Árangur byggður á stutt­lífu góð­æri auð­linda­á­vinn­ings­ins á það til að þurrkast út vegna verð­bólgu og vöru­skorts, en „Hol­lenska veik­in“ hefur farið sér­stak­lega illa með auð­linda­rík þró­un­ar­ríki þar sem póli­tískur þrýst­ingur til að draga úr fátækt í land­inu er meiri en í rík­ari löndum (eins og t.d. Nor­eg­ur) þar sem auð­veld­ara er að skipu­leggja til lengri tíma.

Nicolás Maduro tók við af Hugo Chavez. Astandið í Venesúela hefur, vægast sagt, versnað mikið í stjórnartíð hans. MYND/EPAÞeg­ar Nicolás Maduro, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Hugo Chá­vez á árunum 2006-2013 og vara­for­seti frá árinu 2012, rétt hafði umdeildan sigur á Enrique Capri­les, sem enn er leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, í for­seta­kosn­ingum stuttu eftir dauða Chá­vez var efna­hags­á­stand lands­ins þegar farið að versna umtals­vert. Gengi Bóli­vars­ins (gjald­mið­ill lands­ins) hafði þá fallið um 32% á skömmum tíma, verð­bólga nam um 30%, og fjár­laga­halli rík­is­sjóðs nam um 8.5% af vergri lands­fram­leiðslu þrátt fyrir að heims­mark­aðs­verð á olíu lægi á um 100 banda­ríkja­dali per tunna.

Fátæki olíu­ris­inn

Þrátt fyrir að búa yfir mestu olíu­auð­lindum í heimi – sam­kvæmt OPEC er Venes­ú­ela talið hafa hátt í þrjú hund­ruð millj­arða tunnur af olíu í jörð­inni, rúmum þrjá­tíu millj­örðum fleiri en Sádí-­Ar­abía sem er í öðru sæti – hefur Venes­ú­ela sokkið í djúpa kreppu. Verð­bólga á þessu ári er um 700% og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (IMF) spáir 10% sam­drætti í hag­kerfi lands­ins á þessu ári. Olíu­verð nemur um 50 Banda­ríkja­dali per tunna og vegna þess hversu hlut­falls­lega dýrt það er að nýta stóran hluta olíu­auð­linda lands­ins er ekki hægt að auka fram­leiðslu til að bæta efna­hags­stöð­una.

Vöru­skortur er mik­ill; Venes­ú­elu­búar eyða að með­al­tali 35 klst. á mán­uði í bið­röðum eftir mati og nauð­synja­vörum, og heil­brigð­is­kerfi lands­ins er í molum. Þá hefur höf­uð­borg lands­ins, Caracas, hlotið þann vafa­sama heiður að yfir­taka fyrsta sætið sem ofbeld­is­fyllsta borg í heimi. Fjöldi og ítök glæpa­gengja í land­inu hefur stór­auk­ist en Maduro hefur kennt sam­særi Banda­ríkj­anna og stjórn­ar­and­stöð­unnar um ófrið­inn. 

Stjórn­ar­and­staðan bar stór­sigur í þing­kosn­ingum sem fram fóru í des­em­ber 2015 og hefur „of­ur­meiri­hluta“ í þing­inu, þ.e. yfir 2/3 þing­manna, og ljóst virð­ist vera and­staða við stjórn­völd hefur ekki minnkað síðan þá. Þó er óljóst hvernig stjórn­ar­and­staðan og Maduro geti best umborið hvort annað til þess að kom­ast hjá að ástandið versni í land­inu. Ein­ræðistakt­ar Maduro eru ekki traust­vekj­andi en hins vegar er heldur ekki upp­byggi­legt af stjórn­ar­and­stöðu lands­ins að hamra á afsögn hans og engu öðru – það er langt frá öruggt að eft­ir­mað­ur Maduro ekki verði annar „Chavísti“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None