Björt framtíð ein um að taka ekki framlög frá fyrirtækjum

Af þeim þremur flokkum sem fengu engin framlög frá fyrirtækjum í fyrra er einn í sömu stöðu í ár, Björt framtíð. Píratar og VG taka við framlögum frá fyrirtækjum, líkt og hinir flokkarnir.

ingsetning-2014_15083822919_o.jpg
Auglýsing

Björt fram­tíð er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn með full­trúa á Alþingi sem hefur tekið sér­staka ákvörðun um að taka ekki við styrkjum frá fyr­ir­tækj­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. 

Í síð­ustu viku voru upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum flokk­anna birt­ar, og í ljós kom að þrír af þeim sex stjórn­mála­flokkum sem hafa átt sæti á Alþingi fengu engin fram­lög frá fyr­ir­tækjum í fyrra. Það voru Pírat­ar, Vinstri-græn og Björt fram­tíð. Kjarn­inn leit­aði upp­lýs­inga um það hvernig þessir flokkar hafa hagað þessum málum í ár, á kosn­ing­ar­ári. Aðrir flokkar sem munu lík­lega ná inn á þing hafa tekið við fram­lögum frá fyr­ir­tækj­u­m. 

Björt fram­tíð tók með­vit­aða ákvörðun um að sækj­ast ekki eftir styrkjum frá lög­að­ilum árið 2015, segir Unn­steinn Jóhanns­son, upp­lýs­inga­full­trúi flokks­ins. „Stjórn Bjartrar fram­tíðar kaus svo um málið í ár, að frum­kvæði stjórnar og tekin var end­an­leg ákvörðun um það á Árs­fundi Bjartrar fram­tíðar að halda þeirri stefnu til streit­u. Björt fram­tíð hefur hafnað þeim styrkjum sem boð­ist hafa að frum­kvæði fyr­ir­tækja í ár,“ segir hann í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fyr­ir­tækjum beint á Karol­ina Fund

Píratar hafa farið óhefð­bundna leið til að fjár­magna sína kosn­inga­bar­áttu, og leit­uðu á náðir hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unnar Karol­ina Fund. Þar hefur ríf­lega 4 millj­ónum verið safn­að. Tólf lög­að­ilar hafa styrkt flokk­inn í gegnum Karol­ina Fund. Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, segir að lögð hafi verið áhersla á það að sækja ekki styrki til fyr­ir­tæki, og þau fyr­ir­tæki sem vilji styrkja flokk­inn geri það í gegnum hóp­fjár­mögn­un­ina. „Með því að forð­ast beina styrki frá fyr­ir­tækjum er hægt að koma í veg fyrir að óeðli­legt hags­muna­sam­band, eða vina­tengsl, mynd­ist á milli flokks­ins og fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir hún í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Fjár­öflun mik­il­væg á kosn­inga­ári

Vinstri-græn eru þriðji flokk­ur­inn sem ekki fékk nein fram­lög frá fyr­ir­tækjum í fyrra, en Björg Eva Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, segir að á þessu ári hafi flokk­ur­inn óskað eftir styrkjum frá fyr­ir­tækjum og víða verið vel tek­ið. „Meiri áhersla er lögð á fjár­öflun á kosn­inga­ári, en í annan tíma og það kann að skýra hvers­vegna ekki bár­ust nein fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra.“

Hún segir að Vinstri-græn hafi líka nýtt ýmsar óhefð­bundnar aðferðir í fjár­öfl­un. „Við erum með lista­ver­ka­upp­boð og happ­drætti. Í bæði lista­verkin og vinn­ing­arnir í happ­drætt­inu, byggj­ast á fram­lögum lista­manna og þeirra sem gefa vinn­ing­ana.  En vinn­ing­arnir fela oft­ast í sér kynn­ingu á fólki og stöðum sem tengj­ast VG á ein­hvern hátt, t.d. er einn vinn­ingur vika í Þistil­firði í sum­ar­bú­stað fjöl­skyldu Stein­gríms,“ segir Björg Eva meðal ann­ars í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Lista­verk eftir Ragnar Kjart­ans­son er stærsti vinn­ing­ur­inn í kosn­inga­happ­drætti VG, „en verð­mæti þess vinn­ings er aðeins of hátt, því það fer yfir 400 þús­und króna markið og því mun VG þurfa að borga Ragn­ari til baka 20 þús­und, svo hann sé ekki kom­inn yfir það hámark sem flokk­arnir mega taka við frá sama aðila,“ segir Björg Eva. Lang­flestir styrkirnir til flokks­ins séu þó komnir frá ein­stak­ling­um, auk þess sem allir kjörnir full­trúar og starfs­menn leggja mán­að­ar­lega til flokks­ins hluta af launum sínum sam­kvæmt tíundarkerf­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None