Björt framtíð ein um að taka ekki framlög frá fyrirtækjum

Af þeim þremur flokkum sem fengu engin framlög frá fyrirtækjum í fyrra er einn í sömu stöðu í ár, Björt framtíð. Píratar og VG taka við framlögum frá fyrirtækjum, líkt og hinir flokkarnir.

ingsetning-2014_15083822919_o.jpg
Auglýsing

Björt fram­tíð er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn með full­trúa á Alþingi sem hefur tekið sér­staka ákvörðun um að taka ekki við styrkjum frá fyr­ir­tækj­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. 

Í síð­ustu viku voru upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum flokk­anna birt­ar, og í ljós kom að þrír af þeim sex stjórn­mála­flokkum sem hafa átt sæti á Alþingi fengu engin fram­lög frá fyr­ir­tækjum í fyrra. Það voru Pírat­ar, Vinstri-græn og Björt fram­tíð. Kjarn­inn leit­aði upp­lýs­inga um það hvernig þessir flokkar hafa hagað þessum málum í ár, á kosn­ing­ar­ári. Aðrir flokkar sem munu lík­lega ná inn á þing hafa tekið við fram­lögum frá fyr­ir­tækj­u­m. 

Björt fram­tíð tók með­vit­aða ákvörðun um að sækj­ast ekki eftir styrkjum frá lög­að­ilum árið 2015, segir Unn­steinn Jóhanns­son, upp­lýs­inga­full­trúi flokks­ins. „Stjórn Bjartrar fram­tíðar kaus svo um málið í ár, að frum­kvæði stjórnar og tekin var end­an­leg ákvörðun um það á Árs­fundi Bjartrar fram­tíðar að halda þeirri stefnu til streit­u. Björt fram­tíð hefur hafnað þeim styrkjum sem boð­ist hafa að frum­kvæði fyr­ir­tækja í ár,“ segir hann í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fyr­ir­tækjum beint á Karol­ina Fund

Píratar hafa farið óhefð­bundna leið til að fjár­magna sína kosn­inga­bar­áttu, og leit­uðu á náðir hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unnar Karol­ina Fund. Þar hefur ríf­lega 4 millj­ónum verið safn­að. Tólf lög­að­ilar hafa styrkt flokk­inn í gegnum Karol­ina Fund. Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, segir að lögð hafi verið áhersla á það að sækja ekki styrki til fyr­ir­tæki, og þau fyr­ir­tæki sem vilji styrkja flokk­inn geri það í gegnum hóp­fjár­mögn­un­ina. „Með því að forð­ast beina styrki frá fyr­ir­tækjum er hægt að koma í veg fyrir að óeðli­legt hags­muna­sam­band, eða vina­tengsl, mynd­ist á milli flokks­ins og fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir hún í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Fjár­öflun mik­il­væg á kosn­inga­ári

Vinstri-græn eru þriðji flokk­ur­inn sem ekki fékk nein fram­lög frá fyr­ir­tækjum í fyrra, en Björg Eva Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, segir að á þessu ári hafi flokk­ur­inn óskað eftir styrkjum frá fyr­ir­tækjum og víða verið vel tek­ið. „Meiri áhersla er lögð á fjár­öflun á kosn­inga­ári, en í annan tíma og það kann að skýra hvers­vegna ekki bár­ust nein fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra.“

Hún segir að Vinstri-græn hafi líka nýtt ýmsar óhefð­bundnar aðferðir í fjár­öfl­un. „Við erum með lista­ver­ka­upp­boð og happ­drætti. Í bæði lista­verkin og vinn­ing­arnir í happ­drætt­inu, byggj­ast á fram­lögum lista­manna og þeirra sem gefa vinn­ing­ana.  En vinn­ing­arnir fela oft­ast í sér kynn­ingu á fólki og stöðum sem tengj­ast VG á ein­hvern hátt, t.d. er einn vinn­ingur vika í Þistil­firði í sum­ar­bú­stað fjöl­skyldu Stein­gríms,“ segir Björg Eva meðal ann­ars í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Lista­verk eftir Ragnar Kjart­ans­son er stærsti vinn­ing­ur­inn í kosn­inga­happ­drætti VG, „en verð­mæti þess vinn­ings er aðeins of hátt, því það fer yfir 400 þús­und króna markið og því mun VG þurfa að borga Ragn­ari til baka 20 þús­und, svo hann sé ekki kom­inn yfir það hámark sem flokk­arnir mega taka við frá sama aðila,“ segir Björg Eva. Lang­flestir styrkirnir til flokks­ins séu þó komnir frá ein­stak­ling­um, auk þess sem allir kjörnir full­trúar og starfs­menn leggja mán­að­ar­lega til flokks­ins hluta af launum sínum sam­kvæmt tíundarkerf­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None