Björt framtíð ein um að taka ekki framlög frá fyrirtækjum

Af þeim þremur flokkum sem fengu engin framlög frá fyrirtækjum í fyrra er einn í sömu stöðu í ár, Björt framtíð. Píratar og VG taka við framlögum frá fyrirtækjum, líkt og hinir flokkarnir.

ingsetning-2014_15083822919_o.jpg
Auglýsing

Björt fram­tíð er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn með full­trúa á Alþingi sem hefur tekið sér­staka ákvörðun um að taka ekki við styrkjum frá fyr­ir­tækj­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. 

Í síð­ustu viku voru upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum flokk­anna birt­ar, og í ljós kom að þrír af þeim sex stjórn­mála­flokkum sem hafa átt sæti á Alþingi fengu engin fram­lög frá fyr­ir­tækjum í fyrra. Það voru Pírat­ar, Vinstri-græn og Björt fram­tíð. Kjarn­inn leit­aði upp­lýs­inga um það hvernig þessir flokkar hafa hagað þessum málum í ár, á kosn­ing­ar­ári. Aðrir flokkar sem munu lík­lega ná inn á þing hafa tekið við fram­lögum frá fyr­ir­tækj­u­m. 

Björt fram­tíð tók með­vit­aða ákvörðun um að sækj­ast ekki eftir styrkjum frá lög­að­ilum árið 2015, segir Unn­steinn Jóhanns­son, upp­lýs­inga­full­trúi flokks­ins. „Stjórn Bjartrar fram­tíðar kaus svo um málið í ár, að frum­kvæði stjórnar og tekin var end­an­leg ákvörðun um það á Árs­fundi Bjartrar fram­tíðar að halda þeirri stefnu til streit­u. Björt fram­tíð hefur hafnað þeim styrkjum sem boð­ist hafa að frum­kvæði fyr­ir­tækja í ár,“ segir hann í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fyr­ir­tækjum beint á Karol­ina Fund

Píratar hafa farið óhefð­bundna leið til að fjár­magna sína kosn­inga­bar­áttu, og leit­uðu á náðir hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unnar Karol­ina Fund. Þar hefur ríf­lega 4 millj­ónum verið safn­að. Tólf lög­að­ilar hafa styrkt flokk­inn í gegnum Karol­ina Fund. Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, segir að lögð hafi verið áhersla á það að sækja ekki styrki til fyr­ir­tæki, og þau fyr­ir­tæki sem vilji styrkja flokk­inn geri það í gegnum hóp­fjár­mögn­un­ina. „Með því að forð­ast beina styrki frá fyr­ir­tækjum er hægt að koma í veg fyrir að óeðli­legt hags­muna­sam­band, eða vina­tengsl, mynd­ist á milli flokks­ins og fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir hún í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Fjár­öflun mik­il­væg á kosn­inga­ári

Vinstri-græn eru þriðji flokk­ur­inn sem ekki fékk nein fram­lög frá fyr­ir­tækjum í fyrra, en Björg Eva Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, segir að á þessu ári hafi flokk­ur­inn óskað eftir styrkjum frá fyr­ir­tækjum og víða verið vel tek­ið. „Meiri áhersla er lögð á fjár­öflun á kosn­inga­ári, en í annan tíma og það kann að skýra hvers­vegna ekki bár­ust nein fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra.“

Hún segir að Vinstri-græn hafi líka nýtt ýmsar óhefð­bundnar aðferðir í fjár­öfl­un. „Við erum með lista­ver­ka­upp­boð og happ­drætti. Í bæði lista­verkin og vinn­ing­arnir í happ­drætt­inu, byggj­ast á fram­lögum lista­manna og þeirra sem gefa vinn­ing­ana.  En vinn­ing­arnir fela oft­ast í sér kynn­ingu á fólki og stöðum sem tengj­ast VG á ein­hvern hátt, t.d. er einn vinn­ingur vika í Þistil­firði í sum­ar­bú­stað fjöl­skyldu Stein­gríms,“ segir Björg Eva meðal ann­ars í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Lista­verk eftir Ragnar Kjart­ans­son er stærsti vinn­ing­ur­inn í kosn­inga­happ­drætti VG, „en verð­mæti þess vinn­ings er aðeins of hátt, því það fer yfir 400 þús­und króna markið og því mun VG þurfa að borga Ragn­ari til baka 20 þús­und, svo hann sé ekki kom­inn yfir það hámark sem flokk­arnir mega taka við frá sama aðila,“ segir Björg Eva. Lang­flestir styrkirnir til flokks­ins séu þó komnir frá ein­stak­ling­um, auk þess sem allir kjörnir full­trúar og starfs­menn leggja mán­að­ar­lega til flokks­ins hluta af launum sínum sam­kvæmt tíundarkerf­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None