Á fjórða þúsund manns hafa verið meira en heilt ár í atvinnuleit

Atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok september – og þá er ekki horft til hlutabótaleiðarinnar. Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá eykst í þessu ástandi. Atvinnustaðan er hlutfallslega langþyngst á Suðurnesjum.

Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok septembermánaðar. Mynd úr safni.
Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok septembermánaðar. Mynd úr safni.
Auglýsing

Alls voru 18.443 ein­stak­lingar á atvinnu­leys­is­skrá í lok sept­em­ber­mán­aðar og 3.319 manns til við­bótar voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Þetta sam­svarar 9,8 pró­sent heild­ar­at­vinnu­leysi á íslenskum vinnu­mark­aði og þess er vænst að það haldi áfram að aukast næstu mán­uði. Almennt atvinnu­leysi mæld­ist 9 pró­sent og jókst um hálft pró­sentu­stig frá því í lok ágúst.

Af þeim sem voru á atvinnu­leys­is­skrá höfðu 3.274 verið í atvinnu­leit í meira en 12 mán­uði í lok síð­asta mán­að­ar, en 1.389 höfðu verið án vinnu í meira en ár í sept­em­ber­lok 2019. Því hefur fjölgað um hart­nær tvö­þús­und manns í þessum hópi á milli ára. Þeim sem verið hafa atvinnu­lausir í 6-12 mán­uði fer einnig fjölg­andi, en þeir voru 5.143 tals­ins í lok sept­em­ber en 2.045 fyrir ári.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýj­ustu vinnu­mark­aðs­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar sem birt var í gær og sýnir stöðu mála á vinnu­mark­aði um síð­ustu mán­aða­mót.

Auglýsing

Staðan í atvinnu­málum er sem fyrr lang­þyngst á Suð­ur­nesjum, en almennt atvinnu­leysi þar var 18,6 pró­sent í lok sept­em­ber, eða rúm­lega tvö­falt meira en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem hlut­falls­legt atvinnu­leysi er næst mest, eða 9,2 pró­sent.

Mynd: Vinnumálastofnun

Í spám Vinnu­mála­stofn­unar er ráð fyrir að atvinnu­leysi á Suð­ur­nesjum haldi áfram að aukast og fari í um 19,8 pró­sent í þessum mán­uði.

Um 20 pró­sent atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara

Sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar er um 20 pró­sent atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara á íslenskum vinnu­mark­aði, en atvinnu­leysi hjá hópnum var 7,5 pró­sent í lok sept­em­ber í fyrra. 

Alls voru 7.671 erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá í lok sept­em­ber og 941 til við­bótar á hluta­bóta­leið­inni. Heild­ar­at­vinnu­leysi erlendra rík­is­borg­ara var því í grennd við 22,7 pró­sent í sept­em­ber­mán­uð­i. 

Í ítar­efni með skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar má sjá að rúm­lega 2.200 úr hópi erlendra rík­is­borg­ara sem eru á atvinnu­leys­is­skrá störf­uðu áður við gist­ing­ar- og/eða veit­inga­starf­semi, þeim greinum sem hafa orðið einna verst úti vegna sam­dráttar í komum erlendra ferða­manna til lands­ins. 

Alls eru yfir 3.200 ein­stak­lingar skráðir á atvinnu­leys­is­skrá undir þessum flokki og eru erlendir rík­is­borg­arar því í miklum meiri­hluta þeirra sem hafa misst vinn­una í gisti- og veit­inga­starf­semi.

Svipað mennt­un­ar­stig á atvinnu­leys­is­skrá og fyrir COVID-krepp­una

Tæp­lega fimm þús­und manns á atvinnu­leys­is­skrá eru með háskóla­próf, sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar og sam­svarar það 27 pró­sentum allra atvinnu­lausra. Yfir sjö þús­und og fimm­hund­ruð manns á atvinnu­leys­is­skrá hafa ein­ungis grunn­skóla­menntun að baki, sem sam­svarar 41 pró­senti.

Þessi hlut­föll eru svipuð og þau voru í lok sept­em­ber í fyrra, en þá voru um 26 pró­sent þeirra sem voru á atvinnu­leys­is­skrá með háskóla­menntun en rúm 43 pró­sent með grunn­skóla­próf. Þetta virð­ist því hald­ast nokkuð stöðugt þrátt fyrir að margt annað sé breytt á íslenskum vinnu­mark­aði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent