Á fjórða þúsund manns hafa verið meira en heilt ár í atvinnuleit

Atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok september – og þá er ekki horft til hlutabótaleiðarinnar. Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá eykst í þessu ástandi. Atvinnustaðan er hlutfallslega langþyngst á Suðurnesjum.

Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok septembermánaðar. Mynd úr safni.
Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok septembermánaðar. Mynd úr safni.
Auglýsing

Alls voru 18.443 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í lok septembermánaðar og 3.319 manns til viðbótar voru í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta samsvarar 9,8 prósent heildaratvinnuleysi á íslenskum vinnumarkaði og þess er vænst að það haldi áfram að aukast næstu mánuði. Almennt atvinnuleysi mældist 9 prósent og jókst um hálft prósentustig frá því í lok ágúst.

Af þeim sem voru á atvinnuleysisskrá höfðu 3.274 verið í atvinnuleit í meira en 12 mánuði í lok síðasta mánaðar, en 1.389 höfðu verið án vinnu í meira en ár í septemberlok 2019. Því hefur fjölgað um hartnær tvöþúsund manns í þessum hópi á milli ára. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í 6-12 mánuði fer einnig fjölgandi, en þeir voru 5.143 talsins í lok september en 2.045 fyrir ári.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar sem birt var í gær og sýnir stöðu mála á vinnumarkaði um síðustu mánaðamót.

Auglýsing

Staðan í atvinnumálum er sem fyrr langþyngst á Suðurnesjum, en almennt atvinnuleysi þar var 18,6 prósent í lok september, eða rúmlega tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hlutfallslegt atvinnuleysi er næst mest, eða 9,2 prósent.

Mynd: Vinnumálastofnun

Í spám Vinnumálastofnunar er ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurnesjum haldi áfram að aukast og fari í um 19,8 prósent í þessum mánuði.

Um 20 prósent atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar er um 20 prósent atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði, en atvinnuleysi hjá hópnum var 7,5 prósent í lok september í fyrra. 

Alls voru 7.671 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá í lok september og 941 til viðbótar á hlutabótaleiðinni. Heildaratvinnuleysi erlendra ríkisborgara var því í grennd við 22,7 prósent í septembermánuði. 

Í ítarefni með skýrslu Vinnumálastofnunar má sjá að rúmlega 2.200 úr hópi erlendra ríkisborgara sem eru á atvinnuleysisskrá störfuðu áður við gistingar- og/eða veitingastarfsemi, þeim greinum sem hafa orðið einna verst úti vegna samdráttar í komum erlendra ferðamanna til landsins. 

Alls eru yfir 3.200 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá undir þessum flokki og eru erlendir ríkisborgarar því í miklum meirihluta þeirra sem hafa misst vinnuna í gisti- og veitingastarfsemi.

Svipað menntunarstig á atvinnuleysisskrá og fyrir COVID-kreppuna

Tæplega fimm þúsund manns á atvinnuleysisskrá eru með háskólapróf, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og samsvarar það 27 prósentum allra atvinnulausra. Yfir sjö þúsund og fimmhundruð manns á atvinnuleysisskrá hafa einungis grunnskólamenntun að baki, sem samsvarar 41 prósenti.

Þessi hlutföll eru svipuð og þau voru í lok september í fyrra, en þá voru um 26 prósent þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun en rúm 43 prósent með grunnskólapróf. Þetta virðist því haldast nokkuð stöðugt þrátt fyrir að margt annað sé breytt á íslenskum vinnumarkaði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent