Tæpur helmingur hefur nýtt sér fimm þúsund króna ferðagjöfina

Fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda til landsmanna úr ríkissjóði átti að kosta 1,5 milljarð króna. Tæplega helmingur þeirra sem eiga rétt á henni hafa nýtt gjöfina nú þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af gildistíma hennar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Auglýsing

Þann 7. októ­ber höfðu 167.323 manns sótt fimm þús­und króna ferða­gjöf stjórn­valda, af þeim um 280 þús­und manns sem eiga rétt á henni. Af þeim sem hafa sótt hana hafa 130 þús­und manns, tæpur helm­ingur þeirra sem geta nýtt sér hana, þegar notað gjöf­ina til að greiða fyrir vörur og þjón­ustu hjá þeim fyr­ir­tækjum sem tóku þátt í átak­inu fyrir alls um 837 millj­ónir króna. Ferða­gjöfin gildir út árið 2020 og því verða þeir sem ekki nýta hana fyrir ára­mót af henni. , en tveir og hálfur mán­uður eru eftir af árin­u. 

Þegar aðgerðin var kynnt af stjórn­­völdum kom fram að með þessu fram­taki ætti að gefa Íslend­ingum eldri en 18 ára sam­tals 1,5 millj­­arð króna til að örva vilja þeirra til inn­­­lendrar neyslu og ferða­laga. Í dag hefur þjóðin sam­tals eytt um 56 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem stjórn­völd kynntu að aðgerðin ætti að kosta. 

Frum­varp um ferða­­gjöf­ina var sam­­þykkt 12. júní síð­­ast­lið­inn og hægt hefur verið að sækja sína ferða­­gjöf frá 19. júní síð­­ast­liðn­­­um. 

Kostn­að­­ur­inn strax ofá­ætl­­aður

Ein af efna­hags­að­­gerðum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem opin­beruð var þegar fyrsti aðgerð­­ar­­pakki hennar var kynntur 21. mars síð­­ast­lið­inn, var að senda á öllum ein­stak­l­ingum 18 ára og eldri með íslenska kenn­i­­­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­­­völd­­­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eft­ir­­spurn eftir kaupum á inn­­­lendri vöru og þjón­­ustu í sum­­­ar, nafnið „Ferða­­gjöf­in“.

Auglýsing
Alls átti kostn­að­­ur­inn við þessa gjöf til allra full­orð­inna lands­­manna að vera 1,5 millj­­arðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þús­und manns þurft að sækja ferða­­gjöf­ina, en miðað við mann­­fjölda­­tölur Hag­­stofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þús­und í upp­­hafi árs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kenn­i­­tölu, en slíka þarf til að sækja ferða­­gjöf­ina. Því er ljóst að kostn­aður við ferða­­gjöf­ina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 millj­­arðar króna hið mesta.

Rætt um að skala gjöf­ina upp

Búið var til sér­­stakt app sem hægt að var nýta gjöf­ina í gegnum og safna saman ann­­arra manna gjöfum ef þeir ætl­­uðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávís­ana hámarki. Heild­­ar­­kostn­aður við gerð apps­ins átti að vera að hámarki 15 millj­­ónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­­­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­­­ar­erf­ið­­­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­­­ónum króna.  

Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, for­­­maður Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­­­­ar­­­­stjórn­­­­­­­ar­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann í maí að ein leið til að örva eft­ir­­­spurn eftir ferða­­­þjón­­­ustu á Íslandi á kom­andi sumri væri að skala upp hug­­­mynd­ina um ferða­­­gjöf­ina og eyða hærri fjár­­­hæð en 1,5 millj­­­arði króna í hana. 

„Tækn­i­­­­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­­­­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­­­­lega eft­ir­­­­spurn eftir ferða­­­­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent