Tæpur helmingur hefur nýtt sér fimm þúsund króna ferðagjöfina

Fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda til landsmanna úr ríkissjóði átti að kosta 1,5 milljarð króna. Tæplega helmingur þeirra sem eiga rétt á henni hafa nýtt gjöfina nú þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af gildistíma hennar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Auglýsing

Þann 7. októ­ber höfðu 167.323 manns sótt fimm þús­und króna ferða­gjöf stjórn­valda, af þeim um 280 þús­und manns sem eiga rétt á henni. Af þeim sem hafa sótt hana hafa 130 þús­und manns, tæpur helm­ingur þeirra sem geta nýtt sér hana, þegar notað gjöf­ina til að greiða fyrir vörur og þjón­ustu hjá þeim fyr­ir­tækjum sem tóku þátt í átak­inu fyrir alls um 837 millj­ónir króna. Ferða­gjöfin gildir út árið 2020 og því verða þeir sem ekki nýta hana fyrir ára­mót af henni. , en tveir og hálfur mán­uður eru eftir af árin­u. 

Þegar aðgerðin var kynnt af stjórn­­völdum kom fram að með þessu fram­taki ætti að gefa Íslend­ingum eldri en 18 ára sam­tals 1,5 millj­­arð króna til að örva vilja þeirra til inn­­­lendrar neyslu og ferða­laga. Í dag hefur þjóðin sam­tals eytt um 56 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem stjórn­völd kynntu að aðgerðin ætti að kosta. 

Frum­varp um ferða­­gjöf­ina var sam­­þykkt 12. júní síð­­ast­lið­inn og hægt hefur verið að sækja sína ferða­­gjöf frá 19. júní síð­­ast­liðn­­­um. 

Kostn­að­­ur­inn strax ofá­ætl­­aður

Ein af efna­hags­að­­gerðum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem opin­beruð var þegar fyrsti aðgerð­­ar­­pakki hennar var kynntur 21. mars síð­­ast­lið­inn, var að senda á öllum ein­stak­l­ingum 18 ára og eldri með íslenska kenn­i­­­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­­­völd­­­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eft­ir­­spurn eftir kaupum á inn­­­lendri vöru og þjón­­ustu í sum­­­ar, nafnið „Ferða­­gjöf­in“.

Auglýsing
Alls átti kostn­að­­ur­inn við þessa gjöf til allra full­orð­inna lands­­manna að vera 1,5 millj­­arðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þús­und manns þurft að sækja ferða­­gjöf­ina, en miðað við mann­­fjölda­­tölur Hag­­stofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þús­und í upp­­hafi árs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kenn­i­­tölu, en slíka þarf til að sækja ferða­­gjöf­ina. Því er ljóst að kostn­aður við ferða­­gjöf­ina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 millj­­arðar króna hið mesta.

Rætt um að skala gjöf­ina upp

Búið var til sér­­stakt app sem hægt að var nýta gjöf­ina í gegnum og safna saman ann­­arra manna gjöfum ef þeir ætl­­uðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávís­ana hámarki. Heild­­ar­­kostn­aður við gerð apps­ins átti að vera að hámarki 15 millj­­ónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­­­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­­­ar­erf­ið­­­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­­­ónum króna.  

Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, for­­­maður Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­­­­ar­­­­stjórn­­­­­­­ar­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann í maí að ein leið til að örva eft­ir­­­spurn eftir ferða­­­þjón­­­ustu á Íslandi á kom­andi sumri væri að skala upp hug­­­mynd­ina um ferða­­­gjöf­ina og eyða hærri fjár­­­hæð en 1,5 millj­­­arði króna í hana. 

„Tækn­i­­­­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­­­­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­­­­lega eft­ir­­­­spurn eftir ferða­­­­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent