Uppsagnarstyrkirnir komnir yfir tíu milljarða króna – Icelandair tekur langmest til sín

Félög tengd Icelandair Group hafa fengið um 3,8 milljarða króna í uppsagnarstyrki. Gert var ráð fyrir að úrræðið gæti kostað 27 milljarða króna í heild sinni en það hefur einungis kostað 37 prósent af þeirri upphæð.

Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Auglýsing

Í fyrra­dag höfðu borist 1.028 umsóknir frá 351 mis­mun­andi rekstr­ar­að­ilum um svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki úr rík­is­sjóði. Sam­an­lögð upp­hæð umsókna er upp á 10,1 millj­arð króna. 

Þegar frum­varp um upp­­­sagn­­­ar­­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­­is­­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­­arðar króna. Því er upp­hæðin sem greidd hefur verið út enn sem komið er ein­ungis 37 pró­sent af ætl­aðri upp­hæð. 

Þetta má lesa úr upp­­­færðum tölum um stöðu efna­hags­að­­gerða stjórn­­­valda vegna COVID-19 á heima­­síðu fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins. 

Í minn­is­­­blaði Bjarna Bene­dikts­­­son­­­ar, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem inn­­i­heldur yfir­­­lit yfir stöðu stærstu efna­hags­að­­­gerða stjórn­­­­­valda vegna COVID-19, og var lagt fyrir rík­­­is­­­stjórn 14. ágúst, sagði að umsóknir hefðu verið færri en gert hefði verið ráð fyrir á tíma­bil­in­u. 

Dregið úr gjald­þrotum og eign hlut­hafa varin

Þann 28. apr­íl var til­­­­kynnt um að rík­­­­is­­­­stjórnin ætl­­­­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­­­sent, styrki til að eyða ráðn­­­­ing­­­­ar­­­­sam­­­­böndum þeirra við starfs­­­­fólk sitt. 

Þegar þessi áform voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyr­ir, ekk­ert kostn­að­­­­ar­­­­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­­­­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp í miklu magni strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist. 

Auglýsing
Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð og kostn­að­­­­ar­­­­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­­­­is­­­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­­­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­­­arða króna í styrki í ár til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Yfir­­­­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­fólks. Hlið­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Hátt í fjórir millj­arðar króna til Icelandair og tengdra félaga

Upp­­­lýs­ingar um hverjir hafa nýtt sér úrræðið og hversu mik­inn stuðn­­­ing þessir aðilar hafa feng­ið, áttu að birt­­ast á vef Skatts­ins eftir 20. ágúst. Þær voru fyrst birtar snemma í sept­em­ber og upp­færðar í síð­ustu viku með tölum um stuðn­ing vegna launa­kostn­aðar í ágúst­mán­uði lík­a. 

Líkt og áður var Icelandair ehf. það félag sem hefur fengið mest greitt, eða 2.996 millj­ónir króna vegna upp­sagna 1.889 starfs­manna. Flug­leiða­hótel hf., sem eru í 25 pró­sent eigu Icelandair Group, fékk 562 millj­ónir króna vegna upp­sagna á 481 starfs­manni og Iceland Tra­vel, ferða­skrif­stofa að fullu í eigu Icelandair Group fékk 147 millj­ónir króna fyrir að segja upp 82 starfs­mönn­um. 

Þá fékk Flug­fé­lag Íslands, líka að öllu leyti í eigu Icelandair Group, 83 millj­ónir króna tvegna upp­sagna á 41 starfs­manni, og bíla­leiga Flug­leiða fékk 21 milljón króna vegna upp­sagna á alls 27 manns. Sam­tals nema greiðslur til fyr­ir­tækja að öllu leyti eða hluta í eigu Icelandair Group vegna upp­sagn­ar­styrkja því um 3,8 millj­örðum króna.

Bláa lónið fékk 571 milljón króna

Bláa Lónið fékk næst hæstu ein­stöku upp­sagn­ar­styrk­ina, alls um 571 milljón króna vegna upp­sagna 545 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­sagn­ar­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­hótel hf., sem fékk alls 560 millj­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­mönn­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­ferða­mikil á list­an­um. Center­hot­els fékk 243 millj­ónir króna, Foss­hótel 154 millj­ónir króna, Kea­hótel 135 millj­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­ónir króna.

Rútu­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 184 millj­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­ferð­um, sem reka vöru­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 175 millj­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­anum sem fengu yfir 100 millj­ónir króna eru öll tengd ferða­þjón­ustu með einum eða öðrum hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent