Uppsagnarstyrkirnir komnir yfir tíu milljarða króna – Icelandair tekur langmest til sín

Félög tengd Icelandair Group hafa fengið um 3,8 milljarða króna í uppsagnarstyrki. Gert var ráð fyrir að úrræðið gæti kostað 27 milljarða króna í heild sinni en það hefur einungis kostað 37 prósent af þeirri upphæð.

Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Auglýsing

Í fyrra­dag höfðu borist 1.028 umsóknir frá 351 mis­mun­andi rekstr­ar­að­ilum um svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki úr rík­is­sjóði. Sam­an­lögð upp­hæð umsókna er upp á 10,1 millj­arð króna. 

Þegar frum­varp um upp­­­sagn­­­ar­­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­­is­­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­­arðar króna. Því er upp­hæðin sem greidd hefur verið út enn sem komið er ein­ungis 37 pró­sent af ætl­aðri upp­hæð. 

Þetta má lesa úr upp­­­færðum tölum um stöðu efna­hags­að­­gerða stjórn­­­valda vegna COVID-19 á heima­­síðu fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins. 

Í minn­is­­­blaði Bjarna Bene­dikts­­­son­­­ar, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem inn­­i­heldur yfir­­­lit yfir stöðu stærstu efna­hags­að­­­gerða stjórn­­­­­valda vegna COVID-19, og var lagt fyrir rík­­­is­­­stjórn 14. ágúst, sagði að umsóknir hefðu verið færri en gert hefði verið ráð fyrir á tíma­bil­in­u. 

Dregið úr gjald­þrotum og eign hlut­hafa varin

Þann 28. apr­íl var til­­­­kynnt um að rík­­­­is­­­­stjórnin ætl­­­­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­­­sent, styrki til að eyða ráðn­­­­ing­­­­ar­­­­sam­­­­böndum þeirra við starfs­­­­fólk sitt. 

Þegar þessi áform voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyr­ir, ekk­ert kostn­að­­­­ar­­­­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­­­­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp í miklu magni strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist. 

Auglýsing
Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð og kostn­að­­­­ar­­­­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­­­­is­­­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­­­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­­­arða króna í styrki í ár til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Yfir­­­­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­fólks. Hlið­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Hátt í fjórir millj­arðar króna til Icelandair og tengdra félaga

Upp­­­lýs­ingar um hverjir hafa nýtt sér úrræðið og hversu mik­inn stuðn­­­ing þessir aðilar hafa feng­ið, áttu að birt­­ast á vef Skatts­ins eftir 20. ágúst. Þær voru fyrst birtar snemma í sept­em­ber og upp­færðar í síð­ustu viku með tölum um stuðn­ing vegna launa­kostn­aðar í ágúst­mán­uði lík­a. 

Líkt og áður var Icelandair ehf. það félag sem hefur fengið mest greitt, eða 2.996 millj­ónir króna vegna upp­sagna 1.889 starfs­manna. Flug­leiða­hótel hf., sem eru í 25 pró­sent eigu Icelandair Group, fékk 562 millj­ónir króna vegna upp­sagna á 481 starfs­manni og Iceland Tra­vel, ferða­skrif­stofa að fullu í eigu Icelandair Group fékk 147 millj­ónir króna fyrir að segja upp 82 starfs­mönn­um. 

Þá fékk Flug­fé­lag Íslands, líka að öllu leyti í eigu Icelandair Group, 83 millj­ónir króna tvegna upp­sagna á 41 starfs­manni, og bíla­leiga Flug­leiða fékk 21 milljón króna vegna upp­sagna á alls 27 manns. Sam­tals nema greiðslur til fyr­ir­tækja að öllu leyti eða hluta í eigu Icelandair Group vegna upp­sagn­ar­styrkja því um 3,8 millj­örðum króna.

Bláa lónið fékk 571 milljón króna

Bláa Lónið fékk næst hæstu ein­stöku upp­sagn­ar­styrk­ina, alls um 571 milljón króna vegna upp­sagna 545 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­sagn­ar­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­hótel hf., sem fékk alls 560 millj­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­mönn­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­ferða­mikil á list­an­um. Center­hot­els fékk 243 millj­ónir króna, Foss­hótel 154 millj­ónir króna, Kea­hótel 135 millj­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­ónir króna.

Rútu­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 184 millj­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­ferð­um, sem reka vöru­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 175 millj­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­anum sem fengu yfir 100 millj­ónir króna eru öll tengd ferða­þjón­ustu með einum eða öðrum hætti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent