Vilja jafnt atkvæðavægi

Þingmönnum Suðvesturkjördæmis gæti fjölgað um fimm auk þess sem þingmönnum Norðvesturkjördæmis gæti fækkað um þrjá, yrði nýtt frumvarp þingmanna Viðreisnar að lögum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Þing­menn Við­reisnar hafa lagt fram frum­varp um jöfnun misvægis atkvæða eftir kjör­dæmum í land­inu. Verði frum­varpið að lögum mætti búast við fleiri þing­mönnum í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, en færri þing­mönnum í hinum kjör­dæm­un­um. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er vitnað í Fen­eyja­nefnd­ina, sem gaf út reglur um góða starfs­hætti í kosn­inga­málum árið 2002. Sam­kvæmt þeim reglum á misvægi atkvæða almennt ekki að fara yfir 10-15 pró­sent nema við sér­stakar aðstæð­ur. Þessi munur er mun meiri hér á landi, eða rétt undir 100 pró­sent­um.

Sam­kvæmt flytj­endum frum­varps­ins hindra núver­andi kosn­inga­lög frek­ari breyt­ingar á atkvæða­vægi, þar sem breyt­ingar á fjölda kjör­dæm­is­sæta mega aldrei vera meiri en til að full­nægja lág­marks­skil­yrði stjórn­ar­skrár­innar sam­kvæmt þeim. Þessi lág­marks­skil­yrði heim­ila allt að 100 pró­senta misvægi atkvæða.

Auglýsing

Úr 99 pró­sentum í 16

Hins vegar er það tekið fram að ekki sé hægt að tryggja fylli­lega jafnt vægi atkvæða með núver­andi kjör­dæma­skipt­ingu lands­ins út af stærð­fræði­legum ástæð­um. Aftur á móti sé hægt að minnka mun milli kjör­dæma tölu­vert. 

Þennan mun sést á mynd hér að neð­an, sem miðar við atkvæða­vægi eftir kjör­dæmum við síð­ustu alþing­is­kosn­ingar árið 2017. Ef stuðlað yrði að jöfnu vægi atkvæða myndi þing­mönnum Suð­vest­ur­kjör­dæmis fjölga um fimm, auk þess sem hvort Reykja­vík­ur­kjör­dæmið um sig fengi einn þing­mann til við­bót­ar.

Þingmenn eftir kjördæmum miðað við kjörskrá í síðustu kosningum.Hins vegar myndi þing­mönnum Suð­ur­kjör­dæmis fækka um einn og þing­mönnum Norð­aust­ur­kjör­dæmis um tvo. Norð­vest­ur­kjör­dæmi myndi tapa flestum þing­mönnum ef frum­varpið yrði að lög­um, en sam­kvæmt atkvæða­vægi við síð­ustu kosn­ingar myndi þing­mönnum þar fækka um þrjá. Með þess­ari skipt­ingu yrði misvægi atkvæða minnkað úr 99 pró­sentum í 16 pró­sent.

Óein­ing á meðal for­manna

Ein af spurn­ing­unum sem kosið var um í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá árið 2012 sneri að jöfnun atkvæða­væg­is. Þar var spurt hvort ákvæði um jafnt vægi atkvæða ætti að vera í nýrri stjórn­ar­skrá og svör­uðu tveir þriðju kjós­enda því ját­and­i. 

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra var stefnt að því að taka upp umræðu um jöfnun atkvæða á næsta kjör­tíma­bili sem hluta af heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár. Hún sagð­ist þó vera til­búin til að flýta þeirri umræðu yfir á þetta kjör­tíma­bil eftir að hafa fengið fyr­ir­spurn frá Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur for­manni Við­reisnar fyrr í vor.

Hins vegar ríkir ekki ein­ing um mál­ið, ef marka má ummæli ann­arra for­manna stjórn­mála­flokka. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins taldi umræð­una um jöfnun atkvæða­vægis ekki tíma­bæra í við­tali við Frétta­blaðið, auk þess sem Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Smári McCarthy þáver­andi for­maður Pírata töldu það ekki vera for­gangs­mál.

Sam­kvæmt flytj­endum frum­varps­ins er jafnt vægi atkvæða þó „­sjálf­sögð krafa í nútíma­legu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi“ og mik­il­vægt til að tryggja jafnan rétt borg­ara óháð efna­hag, kyni, upp­runa eða búsetu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent