Reiðubúin að breyta fyrri áætlun og fjalla um jöfnun atkvæða

Á upprunalegri áætlun forsætisráðherra vegna stjórnarskrárvinnu á þessu kjörtímabili var ekki á dagskrá að fjalla um jöfnun atkvæða en hún segist reiðubúin að endurskoða hana ef áhugi sé fyrir því á vettvangi formanna flokkanna.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur boðað for­menn stjórn­mála­flokk­anna til fundar næst­kom­andi föstu­dag vegna stjórn­ar­skrár­vinnu sem flokk­arnir hafa sinnt á þessu kjör­tíma­bili en hlé var gert á þeirri vinnu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þetta kom fram í máli Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þor­gerður Katrín benti á að skýrt hefði komið fram í við­horfskönnun Félags­vís­inda­stofn­unar hvert við­horf þjóð­ar­innar væri. „Það er alveg skýrt sam­kvæmt við­horfskönn­un­inni að ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar er sá að það eigi að end­ur­skoða það rang­læti sem felst í því misvægi atkvæða sem við búum við í dag. Þetta er eitt skýrasta dæmið um almanna­hags­muni á okkar tím­um. Og núna þegar við höfum tæki­færi til að fara í þessi mál með allt vega­nestið sem við höf­um, þessi skýru skila­boð, þá verðum við að mínu mati að taka á þessu. Þetta er eitt af þeim kjarna­málum sem Við­reisn byggir meðal ann­ars sinn mál­flutn­ing og stefnu sína og hug­sjónir á, að einn maður er ígildi eins atkvæð­is,“ sagði hún.

Þor­gerður Katrín spurði Katrínu hvort hún myndi beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið upp.

Auglýsing

Ekki á upp­runa­legu áætl­un­inni

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði og sagði að til stæði að ræða mál er varða for­seta­emb­ættið og fram­kvæmda­vald á fund­inum á föstu­dag­inn. Hún sagði að ekki hefði verið á upp­runa­legri áætlun hennar fyrir þetta kjör­tíma­bil að ræða jöfnun atkvæða þar sem hún hefði skipt vinn­unni við heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár niður á tvö kjör­tíma­bil.

„Ég hef hins vegar sagt að sé áhugi fyrir því á vett­vangi for­manna að breyta þeirri áætlun er ég reiðu­búin til þess og meðal ann­ars þess vegna var þetta eitt af þeim atriðum sem við settum inn í ekki bara við­horfa­könn­un­ina sem hæst­virtur þing­maður nefnir heldur einnig í rök­ræðukönn­un­ina sem fór fram í fram­hald­in­u,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

Hún nefndi að þar hefði nákvæm­lega hið sama komið fram og Þor­gerður Katrín tal­aði um; að mik­ill áhugi væri á því að jafna vægi atkvæða. „Áhrif umræð­unnar á rök­ræðu­fund­inum voru í raun og veru þau að fólk var reiðu­búið að horfa á fleiri leiðir en þær að breyta land­inu í eitt kjör­dæmi, þ.e. það var reiðu­búið að horfa til þess að breyta hugs­an­lega kjör­dæma­skipan til að jafna mætti vægi atkvæða en þessi almenna lína var mjög skýr eins og hv. þing­maður nefn­ir. Ég hyggst því taka það upp á fund­inum á föstu­dag­inn hvort áhugi sé fyrir því á þeim vett­vangi að taka þetta mál á dag­skrá á þessu kjör­tíma­bil­i,“ sagði hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum óvinsæls smáflokks á Ítalíu eru á meðal þess sem hefur verið efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent