Reiðubúin að breyta fyrri áætlun og fjalla um jöfnun atkvæða

Á upprunalegri áætlun forsætisráðherra vegna stjórnarskrárvinnu á þessu kjörtímabili var ekki á dagskrá að fjalla um jöfnun atkvæða en hún segist reiðubúin að endurskoða hana ef áhugi sé fyrir því á vettvangi formanna flokkanna.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur boðað for­menn stjórn­mála­flokk­anna til fundar næst­kom­andi föstu­dag vegna stjórn­ar­skrár­vinnu sem flokk­arnir hafa sinnt á þessu kjör­tíma­bili en hlé var gert á þeirri vinnu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þetta kom fram í máli Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þor­gerður Katrín benti á að skýrt hefði komið fram í við­horfskönnun Félags­vís­inda­stofn­unar hvert við­horf þjóð­ar­innar væri. „Það er alveg skýrt sam­kvæmt við­horfskönn­un­inni að ein­dreg­inn vilji þjóð­ar­innar er sá að það eigi að end­ur­skoða það rang­læti sem felst í því misvægi atkvæða sem við búum við í dag. Þetta er eitt skýrasta dæmið um almanna­hags­muni á okkar tím­um. Og núna þegar við höfum tæki­færi til að fara í þessi mál með allt vega­nestið sem við höf­um, þessi skýru skila­boð, þá verðum við að mínu mati að taka á þessu. Þetta er eitt af þeim kjarna­málum sem Við­reisn byggir meðal ann­ars sinn mál­flutn­ing og stefnu sína og hug­sjónir á, að einn maður er ígildi eins atkvæð­is,“ sagði hún.

Þor­gerður Katrín spurði Katrínu hvort hún myndi beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið upp.

Auglýsing

Ekki á upp­runa­legu áætl­un­inni

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði og sagði að til stæði að ræða mál er varða for­seta­emb­ættið og fram­kvæmda­vald á fund­inum á föstu­dag­inn. Hún sagði að ekki hefði verið á upp­runa­legri áætlun hennar fyrir þetta kjör­tíma­bil að ræða jöfnun atkvæða þar sem hún hefði skipt vinn­unni við heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár niður á tvö kjör­tíma­bil.

„Ég hef hins vegar sagt að sé áhugi fyrir því á vett­vangi for­manna að breyta þeirri áætlun er ég reiðu­búin til þess og meðal ann­ars þess vegna var þetta eitt af þeim atriðum sem við settum inn í ekki bara við­horfa­könn­un­ina sem hæst­virtur þing­maður nefnir heldur einnig í rök­ræðukönn­un­ina sem fór fram í fram­hald­in­u,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

Hún nefndi að þar hefði nákvæm­lega hið sama komið fram og Þor­gerður Katrín tal­aði um; að mik­ill áhugi væri á því að jafna vægi atkvæða. „Áhrif umræð­unnar á rök­ræðu­fund­inum voru í raun og veru þau að fólk var reiðu­búið að horfa á fleiri leiðir en þær að breyta land­inu í eitt kjör­dæmi, þ.e. það var reiðu­búið að horfa til þess að breyta hugs­an­lega kjör­dæma­skipan til að jafna mætti vægi atkvæða en þessi almenna lína var mjög skýr eins og hv. þing­maður nefn­ir. Ég hyggst því taka það upp á fund­inum á föstu­dag­inn hvort áhugi sé fyrir því á þeim vett­vangi að taka þetta mál á dag­skrá á þessu kjör­tíma­bil­i,“ sagði hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent