AGS hvetur til fjárfestingar hins opinbera

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur verið þekktur fyrir að boða aga í opinberum fjármálum, hvetur nú tekjuhá lönd til að hugsa minna um skuldasöfnun og auka fjárfestingar hins opinbera.

Iðnaðarmenn framkvæmdir fólk smiðir
Auglýsing

Þróuð ríki ættu að stór­auka opin­berar fjár­fest­ingar til að kom­ast fljótar upp úr þess­ari kreppu, sam­kvæmt nýj­ustu útgáfu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) um rík­is­fjár­mál. Í útgáf­unni stendur að hag­kvæmt sé að taka lán fyrir slíkri fjár­fest­ingu þessa stund­ina út af lágum vöxtum og upp­safn­aðri þörf. Enn fremur gætu þær haft jákvæð áhrif á fjár­fest­ingar í einka­geir­an­um.

Í við­tali við blaða­mann Wall Street Journal segir Paolo Mauro, aðstoð­ar­for­stjóri deildar AGS um opin­ber fjár­mál, að opin­ber fjár­fest­ing sé mjög áhrifa­rík leið til að auka efna­hags­um­svif og skapa störf hratt og örugg­lega. Með fjár­fest­ingum væri einnig hægt að greiða fyrir lang­tíma­breyt­ingum á heims­hag­kerf­inu eftir far­ald­ur­inn og minn­ist Mauro á mik­il­vægi grænna og staf­rænnar fjár­fest­ingar í því til­lit­i. 

Ofgnótt af sparn­aði

Sam­kvæmt AGS benda sögu­legir lágir vextir á Vest­ur­löndum til þess að ofgnótt sé af sparn­aði sem nýta mætti í fjár­fest­ingar hins opin­bera. Því er fjár­mögn­un­ar­kostn­aður hins opin­bera lægri en áður, sem þýðir að hag­kvæmara sé að taka lán heldur en áður. 

Auglýsing

Styrkir einka­fjár­fest­ingu

Einnig bendir Mauro á að núver­andi óvissa í efna­hags­málum leiði til þess að einka­fjár­festar haldi jafnan að sér hönd­um, en að AGS sýni í skýrslu sinni að opin­berar fjár­fest­ingar gætu spornað við þess­ari þró­un. 

Í skýrsl­unni voru áhrif opin­berra fjár­fest­inga á fjár­fest­ingu í einka­geir­anum skoðuð hjá 400 þús­und fyr­ir­tækjum í 49 lönd­um. Sam­kvæmt rann­sókn­inni hefur aukn­ing í opin­berri fjár­fest­ingu jafnan jákvæð áhrif á einka­geirann, sér­stak­lega ef skuld­setn­ing meðal fyr­ir­tækja var hóf­leg. Sam­kvæmt Mauro myndi opin­ber fjár­fest­ing því skila meiri árangri í hag­kerf­inu ef skuld­settum fyr­ir­tækjum er auð­veldað að fara í gjald­þrot. 

Við­hald auk grænnar og staf­rænnar fjár­fest­ingar

Skýrslan bendir á að mörg rök hnígi að því að skyn­sam­legt sé að ráð­ast í við­hald á innviðum fyrst, þar sem slík fjár­fest­ing sé jafnan mann­afls­frek og myndi því skapa mörg störf. Einnig minn­ist Mauro á að við­halds­þörf hafi safn­ast upp í innviðum víðs vegar á Vest­ur­löndum og nefnir þar sem dæmi að skipta þurfi út fjórð­ungi allra vatns­lagna í Frakk­land­i. 

Einnig er hvatt til grænnar fjár­fest­ing­ar, en sam­kvæmt skýrslu AGS hafa fleiri störf skap­ast af henni heldur en venju­legum fjár­fest­ing­um, að minnsta kosti til skamms tíma. Til langs tíma geti slík fjár­fest­ing, auk fjár­fest­ingar í staf­rænum innviðum gert hag­kerfum heims­ins meira kleift að takast á við áskor­anir fram­tíð­ar­inn­ar. 

Við­brögð AGS við þess­ari kreppu eru önnur en í kjöl­far síð­ustu fjár­málakreppu, þegar sjóð­ur­inn hvatti til aðhaldi í rík­is­fjár­málum og lægra skulda­hlut­falli hins opin­bera. Sjóð­ur­inn virð­ist einnig hafa verið á öðru máli í byrjun árs­ins, en hann var­aði við of háu skulda­hlut­falli á Vest­ur­löndum í vinnu­pappír sem birt­ist í jan­úar á þessu ári, tveimur mán­uðum fyrir efna­hags­á­fallið vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent