Trump fær að snúa aftur í Hvíta húsið

Donald Trump verður fluttur af Walter Reed-spítalanum í kvöld og aftur í Hvíta húsið. Hann mun halda áfram að fá lyfið remdevisir þegar þangað er komið. Forsetinn segir að honum líði betur en fyrir 20 árum síðan.

Donald Trump fór í umdeildan bíltúr í gær og veifaði stuðningsmönnum sínum.
Donald Trump fór í umdeildan bíltúr í gær og veifaði stuðningsmönnum sínum.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti segir að hann muni yfir­gefa Walter Reed-­sjúkra­húsið í Was­hington í kvöld. Þessu lýsti hann yfir á Twitt­er. „Líður mjög vel! Ekki vera hrædd við Covid. Ekki láta það stjórna lífi ykk­ar,“ skrif­aði for­set­inn. 

Hann bætti því við að búið væri að þróa „frá­bær lyf og þekk­ingu“ við veirunni og gaf í skyn að það væri Trump-­stjórn­inni að þakka. „Mér líður betur en fyrir 20 árum síð­an!“ sagði Trump í tísti sínu.

Læknateymi for­set­ans á Walter Reed-­spít­al­anum steig fram á blaða­manna­fundi skömmu eftir að for­set­inn sendi þessi skila­boð frá sér. Þar stað­festi Sean Con­ley, læknir for­set­ans, að Trump yrði fluttur í Hvíta húsið í kvöld eftir að honum yrði gef­inn næsti skammtur af lyf­inu rem­devis­ir, sem beitt er gegn COVID-19. Hann er sagður hafa svarað lyfja­með­ferð­inni vel.

AuglýsingHann mun fá annan skammt af rem­devisir á morg­un, þriðju­dag, og halda áfram að vera í umsjá fær­ustu lækna allan sól­ar­hring­inn, að sögn Conley.

Sean Conley læknir Trump á blaðamannafundi fyrir utan Walter Reed-sjúkrahúsið í gær. Mynd: Hvíta húsið

Spurður út í ástand for­set­ans og bata­horfur sagði Conley að Trump væri ekki alveg hólp­inn, en almennt var á honum að skilja að hlut­irnir litu ágæt­lega út fyrir hönd for­set­ans, sem hefur verið á spít­ala vegna COVID-19 síðan á föstu­dag­inn, en greint var frá því að hann væri með sjúk­dóm­inn á fimmtu­dags­kvöld.Erfitt hefur reynst fyrir fjöl­miðla að fá áreið­an­legar upp­lýs­ingar um ástand hans yfir helg­ina og hafa mis­vísandi upp­lýs­ingar komið frá læknateym­inu sem ann­ast hann. Þó er vitað að tví­vegis hefur lækk­andi súr­efn­is­mettun í blóði for­set­ans gefið til­efni til þess að hann fái súr­efn­is­gjöf. 

Trump hefur einnig fengið stera­lyfið dexa­meta­són, sem hefur verið notað til þess að takast á við alvar­leg til­felli sjúk­dóms­ins. Sýnt hefur verið fram á það í rann­sókn­um, t.d. á vegum Lyfja­stofn­unar Evr­ópu, að við­bót­ar­með­ferð með dexa­meta­sóni getur minnkað lík­urnar á því að þeir COVID-19 sjúk­lingar sem fá súr­efn­is­gjöf eða þurfa að leggj­ast í önd­un­ar­vél láti líf­ið.Conley læknir sagð­ist ekki geta rætt nið­ur­stöður úr lungna­mynda­tökum for­set­ans við fjöl­miðla vegna laga­legra tak­mark­ana á því hvað læknum er heim­ilt að gefa upp um ástand sjúk­linga sinna, á blaða­manna­fund­inum í kvöld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent