„Arfaslæm hugmynd“ að vista flóttafólk á afmörkuðu brottvísunarsvæði

Ekki eru allir parsáttir við vangaveltur dómsmálaráðherra um að koma fólki fyrir á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

„Hér viðrar dóms­mála­ráð­herra arfa­slæma hug­mynd um lokuð svæði fyrir flótta­fólk sem bíður brott­vís­un­ar.“ Þetta segir Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, á Face­book í dag en þarna vísar hann í orð Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þar viðr­aði hún þá hug­mynd að vista fólk á afmörk­uðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því af landi brott, til að koma í veg fyrir að það týn­ist hér á landi. Til þess þyrfti laga­breyt­ingu en verk­lagið við fram­kvæmd brott­vís­ana væri nú til skoð­un­ar.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld BeckAndrés Ingi bendir á að þessi leið hafi verið prófuð í Dan­mörku og ekki gefið góða raun. „Danska rík­is­stjórnin ákvað á síð­asta ári að loka búð­unum í Sjæls­mark, þar sem flótta­fólk hefur þurft að búa við ómann­úð­legar aðstæður mán­uðum og jafn­vel árum sam­an. Ástandið í búð­unum hefur verið smán­ar­blettur á dönsku sam­fé­lagi, sér­stak­lega sú slæma staða sem börn hafa búið við, og til marks um þá mann­fjand­sam­legu útlend­inga­stefnu sem of lengi hefur verið rekin þar í landi. Helst er deilt um að sé ekki löngu búið að loka búð­un­um,“ skrifar hann.

Auglýsing

Á sama tíma viðri íslenski dóms­mála­ráð­herr­ann hug­myndir um að koma slíkum flótta­manna­búðum á lagg­irn­ar. „Þetta væri risa­vaxið skref í kol­vit­lausa átt - og svo sann­ar­lega ekki eitt­hvað sem rík­is­stjórn gerir ef henni er alvara með að tryggja betur hags­muni barna sem hingað koma í leit að skjóli,“ skrifar þing­mað­ur­inn.

Hér viðrar dóms­mála­ráð­herra arfa­slæma hug­mynd um lokuð svæði fyrir flótta­fólk sem bíður brott­vís­un­ar. Þessi leið hef­ur...

Posted by Andrés Ingi á þingi on Monday, Oct­o­ber 5, 2020


Spurði út í eft­ir­litið

Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins, spurði Áslaugu Örnu hvernig eft­ir­liti væri háttað og hvort leitað væri að fólki sem til stæði að vísa brott af land­inu en hefði látið sig hverfa.

Vís­aði hann í svar rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðs­ins um ein­stak­linga á skrá sem ekki hafa fund­ist þegar vísa átti þeim úr landi und­an­farin tvö ár. „Sam­kvæmt svari rík­is­lög­reglu­stjóra er um 64 ein­stak­linga að ræða, hvort tveggja er að þetta eru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og aðrir sem vísað hefur átt úr landi vegna ólög­legra dvalar á Íslandi.

Þorsteinn Sæmundsson Mynd: Bára Huld Beck

„Lög­reglan virð­ist ekki hafa eft­ir­lit með þessum hópi og það hefur flogið fyrir að hér á landi dvelj­ist að stað­aldri hópur fólks sem hefur komið hingað ólög­lega, þá er ég ekki að tala um fólk í hæl­is­leit eða slíku heldur aðra aðila. Í fram­haldi af því verður maður að spyrja hæstv. ráð­herra hvernig því eft­ir­liti sé háttað og hvort í athugun sé að form­binda það eða auka með ein­hverjum hætti. Af þeim ástæðum sem ég hef rakið er full ástæða til að fylgj­ast með þessu grannt og gera ráð­staf­anir til þess að hér verði brag­ar­bót á,“ sagði Þor­steinn.

Til­kynn­ing­ar­skylda á aðilum sem á að brott­vísa

Áslaug Arna svar­aði og sagði að við stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ynnu tíu manns og að þar væri ákveðið verk­lag sem hún hefði nýlega farið yfir með þeim. „Fyrst og fremst er ákveðin til­kynn­ing­ar­skylda á aðilum sem á að brott­vísa og hafa ekki farið sjálfir úr landi. Ef hún bregst kemur annað verk­lag í kjöl­far­ið,“ sagði hún. 

Þor­steinn sagð­ist vera engu nær um það hvort ráð­herra væri ljóst hvernig þessum málum væri far­ið.

„Ég vil líka nefna annan vink­il. Fólki í þessum kring­um­stæðum er hætt­ara við mansali, við því að verið sé að hýru­draga það og svo fram­veg­is. Þess vegna spyr ég ráð­herra aftur hvort ekki standi til að gera gang­skör í að efla eft­ir­lit þannig að þessir aðilar séu ekki á þennan ólög­lega hátt á Ísland­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

„Það ger­ist þá ekki að aðilar séu týndir í sam­fé­lag­inu“

Áslaug Arna svar­aði í annað sinn og sagði að skoða þyrfti ákveðin úrræði í þessu sam­hengi. „Það hafa verið umræður í Evr­ópu­löndum um ákveðin úrræði, að hafa fólk á ákveðnu svæði, sem við höfum til dæmis ekki fram­fylgt með breyt­ingum á okkar lög­um. Það er víða í lönd­unum í kringum okkur þar sem þessu er háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá til dæmis neitun frá báðum stjórn­sýslu­stigum til að það sé hægt að fram­kvæma þetta með auð­veld­ari hætti. Það ger­ist þá ekki að aðilar séu týndir í sam­fé­lag­inu og ekki sé hægt að fram­fylgja ákvörð­un­um. Það eru laga­breyt­ingar sem þyrfti að ráð­ast í en ann­ars erum við að skoða verk­lagið í heild sinni í þessu eins og öðru,“ sagði hún.

Þá end­aði hún mál sitt á að segja að þau væru enn fremur að skoða hvað þau gætu gert betur varð­andi skipu­lagða brota­starf­semi og man­sal og að þau sætu nú yfir því með öllum lög­reglu­emb­ætt­un­um.

Áslaug Arna búin að gefa „okkur smjör­þef­inn af því sem koma skal“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, gerði athuga­semdir við mál­flutn­ing dóms­mála­ráð­herra á Face­book í dag. „Þegar for­sæt­is­ráð­herra sagði í stefnu­ræðu sinni að end­ur­skoða ætti hags­muna­mat flótta­barna hugs­aði ég, hvað þýðir það í alvöru Katrín? Nú er dóms­mála­ráð­herra búin að gefa okkur smjör­þef­inn af því sem koma skal. Geymum flótta­börn í fanga­búð­u­m!“ skrifar hún. 

„En við skulum ekki kalla það fanga­búð­ir, VG gæti fund­ist það aðeins of óþægi­legt – köllum það frekar „af­mörkuð brott­vís­un­ar­svæði“ – miklu meira pent.“

Þegar for­sæt­is­ráð­herra sagði í stefnu­ræðu sinni að end­ur­skoða ætti hags­muna­mat flótta­barna hugs­aði ég, hvað þýðir það í...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Monday, Oct­o­ber 5, 2020

Fyrr­ver­andi þing­maður VG spyr á hvaða veg­ferð flokk­ur­inn sé

Þing­maður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, tjáði sig einnig um málið á sam­fé­lags­miðlum í dag en hann sagði þetta vera frá­leita hug­mynd og benti hann á að hana væri ekki að finna á þing­mála­skrá ráð­herr­ans, í ætl­unum fjár­laga eða fjár­mála­á­ætl­un­ar. „Fari svo að slík hug­mynd komi fram í tengslum við þessa end­ur­skoðun á verk­lagi mun ég aldrei sam­þykkja slíkt,“ skrifar hann. 

Dóms­mála­ráð­herra benti í morgun í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn á þá fram­kvæmd erlendis frá að þar megi finna...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Monday, Oct­o­ber 5, 2020




Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður utan flokka og fyrr­ver­andi VG-liði, segir á Twitter að það séu djúp von­brigðin verið sé að „íhuga þennan ómann­eskju­lega mögu­leika að safna saman á einn stað fólki sem ákveðið hefur verið að vísa burt“. Hún spyr enn fremur á hvaða veg­ferð rík­is­stjórn – leidd af VG – sé á þegar kemur að mál­efnum flótta­fólks og hæl­is­leit­enda.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent