Stjórnvöld stígi ekki skrefinu lengra „heldur 100 skrefum lengra“

Breyta ætti styrkjakerfi svo bændur geti framleitt loftslagsvænni afurðir. Markmið um aukna grænmetisframleiðslu eru þörf en metnaðarleysi einkennir kröfur um samdrátt í losun frá landbúnaði. Kjarninn rýnir í umsagnir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Grunnsviðsmyndin sem lögð er til grundvallar aðgerðum er varða landbúnað byggir á væntum breytingum á fjölda búfjár samkvæmt mati Umhverfisstofnunar auk 10 prósent fækkunar sauðfjár samkvæmt búvörusamningum við sauðfjárbændur.
Grunnsviðsmyndin sem lögð er til grundvallar aðgerðum er varða landbúnað byggir á væntum breytingum á fjölda búfjár samkvæmt mati Umhverfisstofnunar auk 10 prósent fækkunar sauðfjár samkvæmt búvörusamningum við sauðfjárbændur.
Auglýsing

Land­vernd og Sam­tök græn­kera á Íslandi gagn­rýna að ekki sé stigið lengra í mark­miðum um sam­drátt í losun frá land­bún­aði á Íslandi í nýrri aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. „Metn­að­ar­leysi“ segja Sam­tök græn­kera í ljósi þess að búast megi við miklum breyt­ingum á neyslu­venjum í fram­tíð­inni. Bænda­sam­tök Íslands segja land­búnað lyk­il­inn að fæðu – og nær­ingar­ör­yggi Íslend­inga og því megi ekki gleyma þegar komi að því að for­gangs­raða verk­efnum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögnum þessa þriggja aðila um aðgerða­á­ætl­un­ina. Á fjórða tug umsagna barst frá fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um, félaga­sam­tökum og ein­stak­lingum en hér verður lögð áhersla á land­bún­að­inn.„Það er ein­kenni­legt að svo stór los­un­ar­þáttur eins og land­bún­aður eigi ekki að draga úr sinni los­un, sér­stak­lega með til­liti til þess að rík­is­stjórnin stýrir í raun land­bún­að­ar­fram­leiðslu á Ísland­i,“ segir m.a. í umsögn Land­verndar um aðgerða­á­ætl­un­ina.

AuglýsingLosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá land­bún­aði hefur hald­ist til­tölu­lega stöðug und­an­farin ár og svar­aði í lofts­lags­bók­haldi Íslands fyrir árið 2018 til um 12 pró­sent af heild­ar­losun Íslands. Grunn­s­viðs­myndin sem lögð er til grund­vallar aðgerðum er varða land­búnað byggir á væntum breyt­ingum á fjölda búfjár sam­kvæmt mati Umhverf­is­stofn­unar auk 10 pró­sent fækk­unar sauð­fjár sam­kvæmt búvöru­samn­ingum við sauð­fjár­bænd­ur.Að­gerða­á­ætl­unin gerir ráð fyrir 5 pró­sent sam­drætti miðað við losun við­mið­un­ar­árs­ins 2003 en 9 pró­sent sam­drætti ef miðað er við losun árs­ins 2018. Bænda­sam­tökin hafa sett sér umhverf­is­stefnu þar sem fyrsta mark­miðið er stefnt skuli að kolefn­is­hlut­leysi land­bún­að­ar­ins fyrir árið 2030.Í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda er að finna mark­mið um að auka græn­met­is­fram­leiðslu um 25 pró­sent. Þetta seg­ist Land­vernd styðja heils­hugar en jafn­framt þurfi að stefna að sam­drætti í fram­leiðslu á dýra­af­urð­um.Land­vernd bendir á að breyttar neyslu­venjur á kom­andi árum verði til þess að draga megi úr fram­leiðslu dýra­af­urða en við slíka fram­leiðslu losni umtals­vert magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. „Það er tíma­bært að ríkið dragi úr hvötum (nið­ur­greiðsl­um) til neyslu á afurðum með hátt kolefn­is­fót­spor. Ástæða er til að leggja vax­andi áherslu á lofts­lagsvænan land­búnað eins og græn­met­is- og korn­rækt. Sú stað­reynd að ríkið veitir fram­leiðslu á land­bún­að­ar­vörum veru­lega styrki er tæki­færi sem ber að nýta að fullu.“Þess verði að gæta að bændur þurfi ekki að bregða búi sam­hliða fækkun naut­gripa og sauð­fjár. Leggja sam­tökin til að fyr­ir­komu­lagi styrkja í land­bún­aði verði breytt og bændur fái greitt fyrir að búa og stunda atvinnu­starf­semi á jörðum sínum óháð því hvaða afurðir þeir fram­leiða líkt og nú er gert. „Gott dæmi úr for­tíð­inni er að þegar riða kom upp í Fljóts­dal fyrir hálfri öld þá fengu bændur styrki til þess að vera áfram á jörðum sínum og byrja með skóg­rækt sem sam­fé­lagið nýtur sann­ar­lega góðs af í dag.“

Lausnin felst ekki í að hætta fram­leiðsluBænda­sam­tök Íslands segja í sinni umsögn um aðgerða­á­ætl­un­ina að lofts­lags­breyt­ingar muni hafa áhrif á allar hliðar fæðu­ör­ygg­is; fæðu­fram­boð, aðgengi að mat­væl­um, nýt­ing­ar­mögu­leika sem og stöð­ug­leika í fram­leiðslu­ferl­um. „Þetta er mik­il­vægt að hafa í huga þegar for­gangs­raðað er í mögu­legum sam­drátt­ar­að­gerð­um, að lausnin felst ekki í því að hætta fram­leiðslu ákveð­inna land­bún­að­ar­af­urða heldur horfa á mat­væla­fram­leiðslu sem hringrás og upp­sprettu mik­il­vægra afurða fyrir nýjar mat­væla­hringrás­ir.“Sam­tökin segja nýja aðgerð áætl­un­ar­innar um aukna íslenska græn­met­is­fram­leiðslu mjög fram­sýna og þarfa. „Græn­metis­neysla mun aukast á næstu árum, er lyk­il­inn að fjöl­breyttu matar­æði og sjálf­bærni mat­væla­hringrás­ar­innar og því ein af und­ir­stöðum þess að gera land­bún­að­ar­tengdu mat­væla­hringrás­ina lofts­lagsvæna.“

Breyta ætti styrkjakerfi landbúnaðarins svo bændur geti framleitt þær afurðir sem þeir kjósa. Mynd: PixabaySam­tök græn­kera á Íslandi fagna því að upp­færð aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum hafi litið dags­ins ljós en harma að sama skapi aðgerða­leysi stjórn­valda þegar kemur að land­bún­aði og neyslu á dýra­af­urðum hér á landi.Í skýrsl­unni komi fram að ung­menni á Íslandi vilji að dregið verði úr kjöt­neyslu og að sú áhersla eigi að end­ur­spegl­ast í aðgerða­á­ætl­un­inni. „Þó er aðeins að finna eina aðgerð sem snýr að því að draga úr kjöt­neyslu og hún er veikt orð­uð,“ benda sam­tökin á. Losun frá land­bún­aði sé „gíf­ur­lega mik­il“ en aðgerðir er snerta land­búnað séu þær metn­að­ar­laus­ustu í nýju aðgerða­á­ætl­un­inni. „Það er sann­ar­lega rými til þess að gera bet­ur.“Í umsögn sam­tak­anna er því velt upp hvort Íslend­ingar séu hræddir við að ræða það að kjöt­neysla sé óum­hverf­is­væn og minna jafn­framt á að land­læknir hafi m.a. sagt að lands­menn borði of mikið kjöt, „en þó er eins og eng­inn vilji raun­veru­lega hvetja þá til þess að minnka neysl­una“.Sam­tök­unum finnst stjórn­völd eiga að vera til fyr­ir­myndar þegar kemur að lofts­lagsvænu matar­æði. „Hvers vegna er ekki boðið upp á græn­ker­a­fæði í öllum opin­berum stofn­unum og mat­ar­spor Eflu eða sam­bæri­legur kolefn­is­reiknir settur upp í mötu­neyt­un­um? Við fögnum því að stjórn­völd ætli að gera inn­kaup vist­vænni en fram kemur í áætl­un­inni að „stefna ætti að því að halda neyslu á rauðu kjöti í hófi“ en þetta orða­lag þykir okkur helst til veikt og óljóst. Við viljum gjarnan fá að fylgj­ast með þeirri fram­kvæmd og hvernig standa á að henni. Við viljum þó sjá stjórn­völd stíga ekki bara skref­inu lengra, heldur 100 skrefum lengra.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent