Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir

Mikilvægt er að almenningur, stjórnvöld og löggjafinn átti sig á neikvæðum áhrifum margra landbúnaðarstyrkja á land og loftslag, skrifar Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Auglýsing

„Gegn­sæi er eitt van­metn­asta stjórn­un­ar­tæki sam­tím­ans. Það er ein­fald­ara en laga­bálk­ur, ódýr­ara en eft­ir­lits­stofnun og áhrifa­mátt­ur­inn er studdur vís­indarök­um.“ Sif Sig­mars­dótt­ir, „Mín skoðun – Krumlan í klinkkrúsinn­i“, Frétta­blað­ið, 16. maí 2020.

Í kóvíðri móðu vor­mán­að­anna urðu merki­leg tíma­mót er varðar aðgengi á opin­berum upp­lýs­ingum á Íslandi þegar veittur var aðgangur að upp­lýs­ingum um land­bún­að­ar­styrki.(1) Þar með opn­uð­ust mögu­leikar á að almenn­ing­ur, félaga­sam­tök, stjórn­sýsla jafnt sem fag­að­ilar geti tekið að rann­saka með hvaða hætti þessum styrkjum er var­ið. Það sem komið hefur upp á yfir­borðið gefur vís­bend­ingu um að full ástæða sé til þess að veita kerf­inu aðhald. Síð­ustu búvöru­samn­ingar voru sam­þykktir með 19 atkvæðum (30% þing­manna, 150+ millj­arðar af almanna­fé) og margt bendir til þess að þingið hafi haft fremur hald­litlar upp­lýs­ingar um útfærslu á þessum styrk­veit­ing­um. 

Land­bún­að­ar­styrkir – upp­lýs­ingar

Stjarn­fræði­legum upp­hæðum er varið til stuðn­ings við land­búnað víða um ver­öld, 700-1000 millj­örðum doll­ara á ári.(2) Í Banda­ríkj­unum nema styrkirnir 18-20 millj­örðum doll­ara á ári og áherslan þykir æði þröng og aðeins hluti fram­leiðsl­unnar er styrktur – stuðn­ing­ur­inn er ekki mið­aður við almanna­heill.(3) Innan Evr­ópu­sam­bands­ins nema styrkirnir um 59 millj­örðum evra á ári árið 2019 (EU data portal). Þar hefur verið mikil áhersla á umhverfisteng­ingu styrkja og að setja skil­yrði um að nýt­ing spilli ekki land­kostum (e. cross-compli­ance).

Auglýsing

Upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki hafa á tíðum verið tor­sóttar sem hefur hamlað aðhaldi að fram­kvæmd búvöru­samn­inga. Með setn­ingu laga um frjálst aðgengi að upp­lýs­ingum er varða almanna­hag hefur umfang og eðli land­bún­að­ar­styrkja komið æ betur komið í ljós víða um heim­inn.  Dag­blaðið The Was­hington Post náði að gera upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki í Banda­ríkj­unum aðgengi­legar með lög­sókn og dómi 1996, en þar eru gögn um styrk­þega nú til­tæk á heima­síðu frjálsra félaga­sam­taka (The Environ­mental Work­ing Group, ewg.org). Upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki í flestum löndum Evr­ópu­sam­bands­ins hafa verið aðgengi­legar almenn­ingi í tölu­verðan tíma, enda leggur sam­bandið áherslu á að með góðu aðgengi að upp­lýs­ingum sé hægt að veita aðhald og opna umræðu um hvernig þessum fjár­munum verður best var­ið. 

Í Bret­landi var það fjöl­mið­ill­inn The Guar­dian (4) sem krafð­ist aðgengis að upp­lýs­ingum um land­bún­að­ar­styrki árið 2005 í ljósi nýsettra upp­lýs­inga­laga og rík­i­s­tjórnin ákvað þá að gera upp­lýs­ing­arnar opin­berar án frek­ari mála­rekst­urs. Áður höfðu upp­lýs­ing­arnar verið algjör­lega lok­að­ar. Svipuð dæmi eru frá öðrum lönd­um, t.d. Mexíkó, þar sem banda­lag smá­bænda, háskóla­fólks og umhverf­is­sinna höfð­aði og vann mál um aðgengi að upp­lýs­ing­um.(5) Þar þurfti að senda inn 30 beiðnir til yfir­valda um upp­lýs­ingar og rekin voru 16 kæru­mál áður en sigur vannst. Á Íslandi unn­ust tvö mál fyrir Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál árið 2018 og 2020, eftir nokkrar beiðnir um upp­lýs­ingar og í kjöl­farið voru gögn um land­bún­að­ar­styrki gerð aðgengi­leg.(1) 

Þær upp­lýs­ingar sem fram hafa komið vítt um heim­inn draga fremur dökka mynd af kerf­un­um. Í Bret­landi voru það að meg­in­hluta ríkir land­eig­end­ur, þeirra á meðal drottn­ingin og krón­prinsinn, sem fengu stóran hluta styrkj­anna. Ríkir land­eig­endur og stór­fyr­ir­tæki hljóta meg­in­hluta styrkj­anna í Banda­ríkj­un­um. Í Mexíkó kom í ljós að styrkirnir runnu að stórum hluta til vel­stæðra land­eig­enda, en einnig til starfs­manna stjórn­valda. Full­víst er að styrkirnir nýt­ast víða alls ekki eins og þeim er ætl­að. Að baki stendur iðu­lega gríð­ar­lega sterkur hags­muna­hópur sem við­heldur úreltum kerf­um, svo sem öfl­ugir styrk­þegar í land­bún­að­ar­nefndum þjóð­þing­anna, t.d. í Banda­ríkj­unum (Con­gress), sem er æði kunn­ug­legur veru­leiki á Íslandi.

Rang­snúnir land­bún­að­ar­styrkir

Fjár­hags­legir eða stjórn­sýslu­legir hvatar sem hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir efna­hag, sam­fé­lag eða umhverfi hafa verið nefndir „rang­snúnir hvat­ar“ (e. per­verse incenti­ves), t.d. laga­legir hvatar eða ákvæði sem og rang­snúnir land­bún­að­ar­styrk­ir.(6, 7) Gríð­ar­legar styrk­greiðslur til nýt­ingar óend­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á borð við kol og olíu í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu eru dæmi um rang­snúna efna­hags­hvata og styrkja­greiðslur vegna nei­kvæðra áhrifa á land og lofts­lag. Greiðslur til hags­muna­að­ila sem hafa m.a. mark­visst tafið þróun á vist­vænum lausnum við orku­fram­leiðslu. 

Land­bún­að­ar­styrkir eru iðu­lega drif­kraftar land­nýt­ingar sem veldur skaða á vist­kerf­um, land­hnignun og nýt­ingu sem við­heldur slæmi ástandi lands.(6, 7, 8) Talið er að styrkir upp á u.þ.b. 100 millj­arða doll­ara á ári (2015) hafi nei­kvæð umhverf­is­á­hrif innan OECD landa en lít­ill hluti styrkja hafi jákvæð umhverf­is­á­hrif.(8) Fag­leg rök hafa verið færð fyrir því að aflétt­ing á rang­snúnum land­bún­að­ar­styrkjum kunni að vera áhrifa­rík­asta aðgerðin til að bæta umhverfið í ver­öld­inn­i.(9)

Þegar upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki á Íslandi voru gerðar opin­berar kom í ljós að hér sem ann­ars staðar hefur margt farið úrskeiðis við fram­kvæmd­ina, m.a. er varðar stuðn­ing við sauð­fjár­rækt. Hund­ruð tóm­stunda­bænda fá styrki til að fram­leiða dilka­kjöt – oft í hróp­legri and­stöðu við nauð­syn­legar breyt­ingar á land­nýt­ingu við þétt­býli, eða þar sem ástand lands er slæmt. Aðeins hluti styrkj­anna er rétt­læt­an­legur á grunni byggð­ar­stefnu. Ekki er mark­aður fyrir allar afurð­irn­ar. Aðgerðir til að tengja styrk­ina við ástand lands­ins (e. cross compli­ance) hafa mis­heppn­ast – rang­snúnir hvatar í sauð­fjár­fram­leiðslu  við­halda ósjálf­bærri land­nýt­ingu víða um land­ið.(10) 

Mjög háir styrkir til hluta fram­leið­enda sam­rým­ast hvorki byggða­sjón­ar­miðum (fáir sem njóta) né land­nýt­ing­ar­sjón­ar­miðum (mik­ill fjár­fjöld­i). Rétt er að horfa til þess að nú er land­bún­að­ar­styrkjum á Íslandi beint til ein­hæfra fram­leiðslu­greina, sem að hluta losa mjög mikið af gróð­ur­húsa­lof­t­eg­und­um. Styrkirnir skekkja mjög sam­keppn­is­að­stöðu við aðrar grein­ar. Á hinn bóg­inn væri hægt að beina styrkjum til fram­leiðslu­hátta sem hafa minni nei­kvæð áhrif á umhverfið og aðgerða sem stuðla að kolefn­is­bind­ingu og end­ur­heimt vist­kerfa. Og til auka úrvalið á mat­vöru fyrir neyt­end­ur.

Mik­il­vægt er að almenn­ing­ur, stjórn­völd og lög­gjaf­inn átti sig á nei­kvæðum áhrifum margra land­bún­að­ar­styrkja á land og lofts­lag. Von­andi stuðlar aukið gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf að gagn­gerri end­ur­skoðun á land­bún­að­ar­styrkjum á Íslandi.

Höf­undur er jarð­­vegs­fræð­ingur og pró­­fessor við Land­­bún­­að­­ar­há­­skóla Íslands.

Heim­ild­ir:

1. Ólafur Arn­alds 2020. Tíma­mót – Land­bún­að­ar­styrkir eru opin­ber gögn.  Stuðn­ings­greiðslur til sauð­fjár­rækt­ar.  Bænda­blaðið 19. mars 2020. 

2. The Food and Land Use Coa­lition 2019. Growing bett­er: The crit­ical transitions to trans­form food and land use.  The Global Consulta­tion Report of the Food and Land Use Coa­lition.  Par­ís, Frakk­land.

3. Smith VH, JW Glauber, BK Good­win, DA Sumner 2017. Agricultural Policy in Diss­aray. Reform­ing the Farm Bill – Overvi­ew.  Amer­ican Enter­prise Institu­te, Was­hington DC, Banda­rík­in.

4. The Guar­dian 2005. EU farm subsi­dies uncover­ed. Royals must declare sums under freedom of information.  The Guar­dian 7. jan­úar 2005. 

5. Cejudo GM 2012.  Evidence for change. The case of Subsi­dios al Campo in Mex­ico.  International Budget Partners­hip, Was­hington, Banda­rík­in.

6. Meyers N, J Kent 1998. Per­verse subsi­dies: their nat­ure, scale and impact­s.  International Institute for Susta­ina­ble Develop­ment, Winnipeg, Man­itoba, Kanada.

7. van Beers C, CJMJ, van den Bergh 2001. Per­servance of per­verse subsi­dies and their impact on trade and environ­ment.  Ecolog­ical Economics 36:475-486. 

8. IPBES 2019. Sum­mary for policyma­kers of the global assess­ment report on biodi­versity and ecosy­stem services of the Intergovern­mental Sci­ence-Policy Plat­form on Biodi­versity and Ecosy­stem Services.  Intergovern­mental Sci­ence-Policy Plat­form on Biodi­versity and Ecosy­stem Services, IPBES secret­ari­at, Bonn, Þýska­land.

9. Meyers 2007. Opinion. Per­verse subsi­dies. Inter Press Service, www.ips­news.­net.

10. Ólafur Arn­alds 2019. Á röng­unni. Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt.  Rit LbhÍ nr. 118. Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands, Hvann­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar