Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir

Mikilvægt er að almenningur, stjórnvöld og löggjafinn átti sig á neikvæðum áhrifum margra landbúnaðarstyrkja á land og loftslag, skrifar Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Auglýsing

„Gegn­sæi er eitt van­metn­asta stjórn­un­ar­tæki sam­tím­ans. Það er ein­fald­ara en laga­bálk­ur, ódýr­ara en eft­ir­lits­stofnun og áhrifa­mátt­ur­inn er studdur vís­indarök­um.“ Sif Sig­mars­dótt­ir, „Mín skoðun – Krumlan í klinkkrúsinn­i“, Frétta­blað­ið, 16. maí 2020.

Í kóvíðri móðu vor­mán­að­anna urðu merki­leg tíma­mót er varðar aðgengi á opin­berum upp­lýs­ingum á Íslandi þegar veittur var aðgangur að upp­lýs­ingum um land­bún­að­ar­styrki.(1) Þar með opn­uð­ust mögu­leikar á að almenn­ing­ur, félaga­sam­tök, stjórn­sýsla jafnt sem fag­að­ilar geti tekið að rann­saka með hvaða hætti þessum styrkjum er var­ið. Það sem komið hefur upp á yfir­borðið gefur vís­bend­ingu um að full ástæða sé til þess að veita kerf­inu aðhald. Síð­ustu búvöru­samn­ingar voru sam­þykktir með 19 atkvæðum (30% þing­manna, 150+ millj­arðar af almanna­fé) og margt bendir til þess að þingið hafi haft fremur hald­litlar upp­lýs­ingar um útfærslu á þessum styrk­veit­ing­um. 

Land­bún­að­ar­styrkir – upp­lýs­ingar

Stjarn­fræði­legum upp­hæðum er varið til stuðn­ings við land­búnað víða um ver­öld, 700-1000 millj­örðum doll­ara á ári.(2) Í Banda­ríkj­unum nema styrkirnir 18-20 millj­örðum doll­ara á ári og áherslan þykir æði þröng og aðeins hluti fram­leiðsl­unnar er styrktur – stuðn­ing­ur­inn er ekki mið­aður við almanna­heill.(3) Innan Evr­ópu­sam­bands­ins nema styrkirnir um 59 millj­örðum evra á ári árið 2019 (EU data portal). Þar hefur verið mikil áhersla á umhverfisteng­ingu styrkja og að setja skil­yrði um að nýt­ing spilli ekki land­kostum (e. cross-compli­ance).

Auglýsing

Upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki hafa á tíðum verið tor­sóttar sem hefur hamlað aðhaldi að fram­kvæmd búvöru­samn­inga. Með setn­ingu laga um frjálst aðgengi að upp­lýs­ingum er varða almanna­hag hefur umfang og eðli land­bún­að­ar­styrkja komið æ betur komið í ljós víða um heim­inn.  Dag­blaðið The Was­hington Post náði að gera upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki í Banda­ríkj­unum aðgengi­legar með lög­sókn og dómi 1996, en þar eru gögn um styrk­þega nú til­tæk á heima­síðu frjálsra félaga­sam­taka (The Environ­mental Work­ing Group, ewg.org). Upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki í flestum löndum Evr­ópu­sam­bands­ins hafa verið aðgengi­legar almenn­ingi í tölu­verðan tíma, enda leggur sam­bandið áherslu á að með góðu aðgengi að upp­lýs­ingum sé hægt að veita aðhald og opna umræðu um hvernig þessum fjár­munum verður best var­ið. 

Í Bret­landi var það fjöl­mið­ill­inn The Guar­dian (4) sem krafð­ist aðgengis að upp­lýs­ingum um land­bún­að­ar­styrki árið 2005 í ljósi nýsettra upp­lýs­inga­laga og rík­i­s­tjórnin ákvað þá að gera upp­lýs­ing­arnar opin­berar án frek­ari mála­rekst­urs. Áður höfðu upp­lýs­ing­arnar verið algjör­lega lok­að­ar. Svipuð dæmi eru frá öðrum lönd­um, t.d. Mexíkó, þar sem banda­lag smá­bænda, háskóla­fólks og umhverf­is­sinna höfð­aði og vann mál um aðgengi að upp­lýs­ing­um.(5) Þar þurfti að senda inn 30 beiðnir til yfir­valda um upp­lýs­ingar og rekin voru 16 kæru­mál áður en sigur vannst. Á Íslandi unn­ust tvö mál fyrir Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál árið 2018 og 2020, eftir nokkrar beiðnir um upp­lýs­ingar og í kjöl­farið voru gögn um land­bún­að­ar­styrki gerð aðgengi­leg.(1) 

Þær upp­lýs­ingar sem fram hafa komið vítt um heim­inn draga fremur dökka mynd af kerf­un­um. Í Bret­landi voru það að meg­in­hluta ríkir land­eig­end­ur, þeirra á meðal drottn­ingin og krón­prinsinn, sem fengu stóran hluta styrkj­anna. Ríkir land­eig­endur og stór­fyr­ir­tæki hljóta meg­in­hluta styrkj­anna í Banda­ríkj­un­um. Í Mexíkó kom í ljós að styrkirnir runnu að stórum hluta til vel­stæðra land­eig­enda, en einnig til starfs­manna stjórn­valda. Full­víst er að styrkirnir nýt­ast víða alls ekki eins og þeim er ætl­að. Að baki stendur iðu­lega gríð­ar­lega sterkur hags­muna­hópur sem við­heldur úreltum kerf­um, svo sem öfl­ugir styrk­þegar í land­bún­að­ar­nefndum þjóð­þing­anna, t.d. í Banda­ríkj­unum (Con­gress), sem er æði kunn­ug­legur veru­leiki á Íslandi.

Rang­snúnir land­bún­að­ar­styrkir

Fjár­hags­legir eða stjórn­sýslu­legir hvatar sem hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir efna­hag, sam­fé­lag eða umhverfi hafa verið nefndir „rang­snúnir hvat­ar“ (e. per­verse incenti­ves), t.d. laga­legir hvatar eða ákvæði sem og rang­snúnir land­bún­að­ar­styrk­ir.(6, 7) Gríð­ar­legar styrk­greiðslur til nýt­ingar óend­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á borð við kol og olíu í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu eru dæmi um rang­snúna efna­hags­hvata og styrkja­greiðslur vegna nei­kvæðra áhrifa á land og lofts­lag. Greiðslur til hags­muna­að­ila sem hafa m.a. mark­visst tafið þróun á vist­vænum lausnum við orku­fram­leiðslu. 

Land­bún­að­ar­styrkir eru iðu­lega drif­kraftar land­nýt­ingar sem veldur skaða á vist­kerf­um, land­hnignun og nýt­ingu sem við­heldur slæmi ástandi lands.(6, 7, 8) Talið er að styrkir upp á u.þ.b. 100 millj­arða doll­ara á ári (2015) hafi nei­kvæð umhverf­is­á­hrif innan OECD landa en lít­ill hluti styrkja hafi jákvæð umhverf­is­á­hrif.(8) Fag­leg rök hafa verið færð fyrir því að aflétt­ing á rang­snúnum land­bún­að­ar­styrkjum kunni að vera áhrifa­rík­asta aðgerðin til að bæta umhverfið í ver­öld­inn­i.(9)

Þegar upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki á Íslandi voru gerðar opin­berar kom í ljós að hér sem ann­ars staðar hefur margt farið úrskeiðis við fram­kvæmd­ina, m.a. er varðar stuðn­ing við sauð­fjár­rækt. Hund­ruð tóm­stunda­bænda fá styrki til að fram­leiða dilka­kjöt – oft í hróp­legri and­stöðu við nauð­syn­legar breyt­ingar á land­nýt­ingu við þétt­býli, eða þar sem ástand lands er slæmt. Aðeins hluti styrkj­anna er rétt­læt­an­legur á grunni byggð­ar­stefnu. Ekki er mark­aður fyrir allar afurð­irn­ar. Aðgerðir til að tengja styrk­ina við ástand lands­ins (e. cross compli­ance) hafa mis­heppn­ast – rang­snúnir hvatar í sauð­fjár­fram­leiðslu  við­halda ósjálf­bærri land­nýt­ingu víða um land­ið.(10) 

Mjög háir styrkir til hluta fram­leið­enda sam­rým­ast hvorki byggða­sjón­ar­miðum (fáir sem njóta) né land­nýt­ing­ar­sjón­ar­miðum (mik­ill fjár­fjöld­i). Rétt er að horfa til þess að nú er land­bún­að­ar­styrkjum á Íslandi beint til ein­hæfra fram­leiðslu­greina, sem að hluta losa mjög mikið af gróð­ur­húsa­lof­t­eg­und­um. Styrkirnir skekkja mjög sam­keppn­is­að­stöðu við aðrar grein­ar. Á hinn bóg­inn væri hægt að beina styrkjum til fram­leiðslu­hátta sem hafa minni nei­kvæð áhrif á umhverfið og aðgerða sem stuðla að kolefn­is­bind­ingu og end­ur­heimt vist­kerfa. Og til auka úrvalið á mat­vöru fyrir neyt­end­ur.

Mik­il­vægt er að almenn­ing­ur, stjórn­völd og lög­gjaf­inn átti sig á nei­kvæðum áhrifum margra land­bún­að­ar­styrkja á land og lofts­lag. Von­andi stuðlar aukið gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf að gagn­gerri end­ur­skoðun á land­bún­að­ar­styrkjum á Íslandi.

Höf­undur er jarð­­vegs­fræð­ingur og pró­­fessor við Land­­bún­­að­­ar­há­­skóla Íslands.

Heim­ild­ir:

1. Ólafur Arn­alds 2020. Tíma­mót – Land­bún­að­ar­styrkir eru opin­ber gögn.  Stuðn­ings­greiðslur til sauð­fjár­rækt­ar.  Bænda­blaðið 19. mars 2020. 

2. The Food and Land Use Coa­lition 2019. Growing bett­er: The crit­ical transitions to trans­form food and land use.  The Global Consulta­tion Report of the Food and Land Use Coa­lition.  Par­ís, Frakk­land.

3. Smith VH, JW Glauber, BK Good­win, DA Sumner 2017. Agricultural Policy in Diss­aray. Reform­ing the Farm Bill – Overvi­ew.  Amer­ican Enter­prise Institu­te, Was­hington DC, Banda­rík­in.

4. The Guar­dian 2005. EU farm subsi­dies uncover­ed. Royals must declare sums under freedom of information.  The Guar­dian 7. jan­úar 2005. 

5. Cejudo GM 2012.  Evidence for change. The case of Subsi­dios al Campo in Mex­ico.  International Budget Partners­hip, Was­hington, Banda­rík­in.

6. Meyers N, J Kent 1998. Per­verse subsi­dies: their nat­ure, scale and impact­s.  International Institute for Susta­ina­ble Develop­ment, Winnipeg, Man­itoba, Kanada.

7. van Beers C, CJMJ, van den Bergh 2001. Per­servance of per­verse subsi­dies and their impact on trade and environ­ment.  Ecolog­ical Economics 36:475-486. 

8. IPBES 2019. Sum­mary for policyma­kers of the global assess­ment report on biodi­versity and ecosy­stem services of the Intergovern­mental Sci­ence-Policy Plat­form on Biodi­versity and Ecosy­stem Services.  Intergovern­mental Sci­ence-Policy Plat­form on Biodi­versity and Ecosy­stem Services, IPBES secret­ari­at, Bonn, Þýska­land.

9. Meyers 2007. Opinion. Per­verse subsi­dies. Inter Press Service, www.ips­news.­net.

10. Ólafur Arn­alds 2019. Á röng­unni. Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt.  Rit LbhÍ nr. 118. Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands, Hvann­eyri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar