Sjálfbærni er leiðin út úr Covid-krísunni

Að setja stefnu á sjálfbærni er að setja stefnu á meiri lífsgæði, ekki bara fyrir komandi kynslóðir heldur þær sem nú lifa, skrifar umhverfisverkfræðingurinn Snjólaug Ólafsdóttir.

Auglýsing

Þá erum við byrj­uð. Byrjuð að stíga út úr vetri fullum af dimmu og veð­ur­við­vör­un­um, fullum af ótta og ein­angrun en líka fullum af von og sam­stöðu. Með hækk­andi sól og grænk­andi grasi megum við loks sýna okkur og sjá aðra, í hæfi­legri fjar­lægð með spritt­brús­ann á lofti.

Það er margt sem við höfum lært af Covid-19 um sjálf­bærni og lofts­lags­lausnir. En hvaða tæki­færi gefur þessi tími okkur í sjálf­bærni og lofts­lags­málum og hvernig notum við þau til að kom­ast sem best út úr Covid-krís­unni?

Áður en Covid-19 kom til sög­unnar var meira rætt um aðra krísu, lofts­lagskrís­una og þá gíf­ur­legu breyt­ingu sem þarf að verða á kerfum heims­ins til að við leysum hana. Þær breyt­ingar hafa gengið seint og illa og við erum langa vegu frá því að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins á alþjóða­vísu. Þó vitum við að það þarf að gera enn betur en sam­þykkt var í París ef við viljum ekki þurfa að takast á við afleið­ingar á for­dæma­lausum skala. 

Auglýsing

En hvers vegna er þetta svona erfitt? Svarið er ekki ein­falt en stór þáttur er hversu kerfin okkar eru flókin og hvað það er erfitt að breyta þeim þegar þau eru í notk­un. Það er erfitt að gera við bíl á ferð. En nú hefur það gerst að bíll­inn er kom­inn inn í pit-­stop og tæki­færi gefst til að gera við það sem þarf áður en hann fer á fulla ferð aft­ur. Þau sem fylgst hafa með For­múlu 1 vita að mun­ur­inn milli sig­urs og ósig­urs í þeirri keppni er að gera við allt sem farið er að slitna þegar bíll­inn kemur inn í pit-­stop, svo hann þurfi ekki að stoppa fljótt aft­ur. Í stopp­inu þarf allt að ganga smurt og allir hafa sitt hlut­verk til að bíl­inn kom­ist sem fyrst af stað. 

Þessa dag­ana er hið opin­bera og atvinnu­lífið í sam­tali og aðgerðum til að koma bílnum aftur af stað með sem minnstri áhættu. Rætt er um mik­il­vægi þess að Ísland komi sam­keppn­is­hæft, jafn­vel með for­skot, út úr far­aldr­in­um. Þetta verður best gert með áherslu á sjálf­bærni.

Núna er mik­il­vægt að stefna sé sett í átt að sjálf­bærni hjá ein­stak­ling­um, atvinnu­líf­inu og hinu opin­bera. Stefna að sjálf­bærni er eitt­hvað sem við vitum að þarf að gera, mun vera gert fyrr eða síðar og kemur okkur öllum til góða. Þessi tíma­punktur nú er kjör­inn fyrir stefnu­mótun og aðgerðir í sjálf­bærni fyrir nokkra hluta sak­ir. Í fyrsta lagi er eins og áður sagði bíll­inn stopp og því rétti tím­inn til að gera við það sem þarf. Það sem við áttum í erf­ið­leikum með þegar allt var á fullu. Í öðru lagi þá sjáum við margt núna sem við gátum ekki séð áður en hann stopp­aði. Við höfum séð hvernig kerfin okkar brugð­ust við þessu áfalli og þar er margt að læra sem nýt­ist til fram­tíð­ar. Í þriðja lagi þá þurfum við á ljósi að halda núna – að vita hvert við stefnum og að við munum öll koma sem best útúr þessu. Að eng­inn verði skil­inn eft­ir. Munum að sjálf­bærni hefur þrjár megin stoðir: umhverfi, sam­fé­lag og efna­hag. Þessar stoðir þurfa allar að tala saman til að ná sjálf­bærni. Þannig munum við setja stefnu á að ná aftur upp efna­hagnum með betra sam­fé­lag og minna umhverfi­spor að leið­ar­ljósi. 

Hvernig grípum við þessi tæki­færi sem nú birt­ast okk­ur?

#1 Kynn­umst sjálfum okkur og öðrum

Í krísu sem þess­ari ýkj­ast aðstæður okkar og allt verður aug­ljós­ara og sýni­legra. Það sem var vont verður verra og það sem var gott sannar gildi sitt. Hér eru tæki­færi til að læra um okkur sjálf og aðra ef við getum horft á aðstæð­urnar hlut­laust. Eins og Atten­borough lýsir sam­skiptum dýra í nátt­úr­unni getum við skoðað okkar við­brögð og ann­ara af for­vitni. Skoðum við­brögðin við þessum ýktu aðstæðum heima­fyr­ir, á vinnu­staðnum og ann­ars­staðar í sam­fé­lag­inu. Finnum hvar veik­leik­arnir liggja en ekki síður hvar styrk­leikar okkar eru. Þaðan getum við myndað okkur skoðun á því hvernig við viljum vera, hvernig við viljum hátta rekstr­inum okkar og hvernig við viljum hafa sam­fé­lag­ið.

#2 End­ur­skoðum gamlar venjur

Í hring­iðu hvers­dags­ins erum við í rútínu og keyrum ítrekað sama hring­inn, van­inn eru djúp hjól­för sem erfitt er að kom­ast upp­úr. Nú höfum við tæki­færi til að breyta frá því sem áður var. Hvað var gert áður af gömlum vana? Hvað gerð­irðu eða gerðir ekki sem angr­aði þig alltaf en van­inn var bara of sterk­ur? Hvaða breyt­ingar urðu í Covid sem þú vilt halda? Hvað viltu gera bet­ur? 

#3 Styðjum sam­fé­lagið sem við viljum sjá

Nú eiga margir um sárt að binda og mörg fyr­ir­tæki berj­ast í bökk­um. Við erum hvött til að styðja við íslenska fram­leiðslu og ferða­þjón­ustu. Við getum sann­ar­lega núna lagt okkar af mörkum til sam­fé­lags­ins með því að kjósa með­vitað hvar við eyðum pen­ingum og tíma. Skoðum hvaða sam­fé­lögum við til­heyr­um, bæði nær­sam­fé­lög og stærri sam­fé­lög. Hvar er þörf og hvar getum við lagt okkar af mörk­um? Hvaða sam­fé­lag vilt þú sjá þegar þessu lýkur og hvað getur þú gert núna til að það verði að veru­leika?

#4 Sköpum sjálf­bæra fram­tíð

Margt mun breyt­ast eftir þessa tíma og mikið er talað um að heima­skrif­stofur og net­fundir verði algeng­ari. Jafn­framt að versl­un, nám og heil­brigð­is­þjón­usta fær­ist á net­ið. En hvað fleira? Stað­reyndin er sú að það mun breyt­ast sem við viljum að breyt­ist.

Hvernig lítur lífið út hinum megin við Covid? Hvað breyt­ingar urðu á lífi þínu? Á vinnu­staðn­um? Á sam­fé­lag­inu? Hvernig notar þú pen­ing­ana þína öðru­vísi en áður? En orku þína og tíma? Nú er tími til að setja stefn­una og gera var­an­legar breyt­ing­ar. Skapa það sem við viljum sjá til fram­tíð­ar. Sam­fé­lag, vinnu­staði og líf sem er þrautseig­ara, ham­ingju­sam­ara og betra en áður.

Að setja stefnu á sjálf­bærni er að setja stefnu á meiri lífs­gæði, ekki bara fyrir kom­andi kyn­slóðir heldur þær sem nú lifa. Með slíkri stefnu getum við nýtt þá sam­heldni og kraft sem við höfum séð að býr í Íslend­ingum til að kom­ast saman heil út úr þess­ari krísu, sama hversu djúp hún verð­ur.

Eins erfitt og pit-­stoppið er fyrir liðið í heild þá er það stoppið sem sýnir getu þess. Bíl­stjór­inn er ekki lengur stjarnan heldur sam­hæf­ing og sam­vinna liðs­ins. Það er geta liðs­heild­ar­innar til að vinna saman að sam­eig­in­legu mark­miði sem gerir það að verkum að sigur næst.

Höf­undur er um­hverf­is­verk­fræð­ingur Ph.D. og stofn­andi And­rým­is- sjálf­bærni­set­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar