Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir segir að nú sé tækifæri til að innleiða sjálfbærni í kerfin okkar, fyrirtæki, venjur og líf um leið og við byggjum okkur upp aftur eftir COVID-19.

Auglýsing

#1 Hlustum á sérfræðinga

Til að sporna við COVID-19 höfum við Íslendingar haft sérfræðinga í framlínunni, annað en flestar aðrar þjóðir þar sem pólitíkin hefur stýrt umræðum og viðbrögðum. Hér hafa ákvarðanir byggt á meðmælum sérfræðinga sem hafa fengið rými til að bregðast við eftir þeirra reynslu og þekkingu. Árangurinn hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi. 

Í skýrslunni Heimur í hættu, sem kom út í september 2019 hjá Global Perparedness Monitoring Board (GPMB), sem er samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Alþjóðabankastofnana (e. World Bank Group) kom fram að alvarlegur svæðisbundinn eða alþjóðlegur heimsfaraldur væri yfirvofandi, að hann myndi valda mörgum dauðsföllum og setja hagkerfin í uppnám. Ef alþjóðasamfélagið hefði hlustað fyrr á sérfræðingana þá hefðu kerfin okkar verið betur í stakk búin fyrir þennan faraldur.
Þetta er umhugsunarvert varðandi sjálfbærni og loftslagsmál – við höfum nú þegar eytt áratugum í að draga niðurstöður sérfræðinga í efa varðandi alvarleika loftslagsbreytinga. Hver skýrslan á fætur annarri á vegum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) dregur fram sífellt svartari mynd af því sem vofir yfir. Samt höfum við ekki farið í öflugar kerfisbundnar breytingar til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. 

#2 Gerum ráð fyrir að það sem kemur fyrir aðra geti komið fyrir okkur

Mikil gagnrýni hefur verið á leiðtoga heimsins þar sem ekki var gripið nógu snemma til ráðstafana vegna veirunnar þegar hún kom upp í Kína. Meðal annars vegna þess að ekki var gert ráð fyrir að það sem gerðist í Kína gæti gerst  Vesturlöndum. 

Auglýsing
Þegar loftslagsmálin eru annarsvegar heyrum við af hitabylgjum, flóðum og hækkandi sjávaryfirborði en tengjum ekki við að þetta geti gerst hjá okkur. Afleiðingar loftslagsbreytinga verða á alþjóðavísu og þó þær séu alvarlegri erlendis ennþá þurfum við að grípa strax til aðgerða til að sporna við þeim.

#3 Það sem þú gerir hefur áhrif á aðra

Covid-19 veiran berst með mannlegum samskiptum og það hversu hratt hún hefur breiðst út um allan heim sýnir okkur hve þétt mannlegur vefur er ofinn. Hegðun okkar hefur mikil áhrif á aðra. Ekki bara nánustu fjölskyldu, nágranna og bæjarfélag heldur heiminn allan. Við getum hægt á dreifingu veirunnar og minnkað álagið á heilbrigðiskerfið svo það ráði betur við aðstæður.
Sama á við um loftslags- og sjálfbærnimál. Margir telja að einstaklingur eða eitt fyrirtæki hafi engin áhrif í stóra samhenginu. Það finnst mér sorgleg afstaða – að trúa því að maður skipti ekki máli. Við getum með hegðun okkar sem einstaklingar, fyrirtæki og þjóð hægt á skaðlegum umhverfisáhrifum og gefið þannig jörðinni tíma til að ráða við aðstæður.
Ekki halda að þú skiptir ekki máli, við erum öll almannavarnir.

#4 Viðurkennum það sem erfitt er að viðurkenna

Mikil gagnrýni hefur verið á yfirvöld í Tíról vegna þess að ekki var brugðist strax við ábendingum frá Íslandi um að skíðafólk væri að koma smitað heim frá skíðasvæðinu Ischgl. Yfirvöld þar voru lengi í afneitun. Ferðamenn í Ischgl skiptu þúsundum á degi hverjum og má rekja smit víðsvegar um Evrópu þangað.
Það er erfitt að viðurkenna að líf okkar eða lífsviðurværi sé að hafa skaðleg áhrif – hvort sem það eru veirusmit eða loftslagsáhrif. Þess vegna er erfitt að horfa á venjur sínar og verkferla m.t.t. sjálfbærni, af því við munum finna eitthvað óþægilegt. Við getum gert marga hluti betur en það er ekki fyrr en við viðurkennum vandann að við getum tekið á honum. 

#5 Við getum brugðist hratt við nýjum aðstæðum

Samskipti hafa breyst á undraskömmum tíma. Við höfum fundið nýjar leiðir til að vinna saman án þess að vera saman. Við notum tækni til að minnka alla „físíska“ snertifleti um leið og við notum hana til að auka andlega snertifleti. Við erum að uppgötva nýjar leiðir til að lifa og starfa í nýju umhverfi. Það er ekki hnökralaust en það sem þarf að gerast það er gert.
Við vitum að til að verða sjálfbært samfélag þurfum við að gera breytingar. Áherslur hjá hinu opinbera, hvernig við rekum fyrirtækin okkar og hvernig við lifum lífinu sem einstaklingar þarf að breytast til að sporna við hlýnandi loftslagi og til að samfélagið verði sjálfbært. Þar eru margar áskoranir en við getum náð tökum á þeim eins og þeim sem við fáumst við í dag. 

#6 Í nýjum aðstæðum tekur tíma að læra nýjar venjur

Við búum í nýjum veruleika. Hér eru leikreglur aðrar en þær sem við ólumst upp við. Við þurfum að halda tveggja metra fjarlægð frá öllum sem við búum ekki með. Við eigum að halda okkur heima þó við séum bara með kvef, líka ef við höldum að við séum að fá kvef. Það er erfitt að fara eftir nýjum reglum og þær vilja gleymast í augnablikinu. Tveir metrar geta verið fljótandi þegar maður rekst á góðan vin.
Sama gildir um að verða sjálfbært samfélag. Við erum alin upp við ákveðnar venjur og þeim er erfitt að breyta. Sérstaklega þegar við höfum ekki Víði sjálfbærninnar til að segja okkur til daglega. Því er mikilvægt að sýna sér og öðrum skilning á meðan við erum að læra. Þetta snýst ekki bara um pappír eða plast heldur nýjar samskiptareglur. Þegar við drögum úr sóun og útblæstri eða beinum viðskiptum til ábyrgari aðila erum við að taka tillit til fólks sem við sjáum ekki en höfum áhrif á í daglegu lífi og vinnu. Þegar við gleymum tveggja metra reglunni í augnablik stígum við til baka. Eins getum við stígið til baka þegar við dettum í gamla vana og haldið áfram nýjum venjum í átt að sjálfbærni.

Það er margt sem við getum lært af viðbrögðum okkar við COVID-19 um það hver við erum og hvernig við getum spornað við loftslagsbreytingum. Nú er tækifæri til að innleiða sjálfbærni í kerfin okkar, fyrirtæki, venjur og líf um leið og við byggjum okkur upp aftur eftir þetta tímabil. Við höfum séð margt á síðustu vikum sem okkur óraði ekki fyrir að gæti gerst. Bíðum ekki eftir að afleiðingar loftslagsbreytinga hafi fordæmalaus áhrif á líf okkar.

Höfundur er stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar