Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið

Sóley Tómasdóttir minnir okkur á að við séum í senn afurð og áhrifavaldar í kynjuðu samfélagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum geti haft jákvæð eða neikvæð áhrif á stöðu fólks í samfélaginu.

Auglýsing

COVID-19 hefur sann­ar­lega breytt heim­inum þó við reynum öll að gera okkar besta til að tryggja að sam­fé­lagið fari ekki á hlið­ina. Fyr­ir­tæki berj­ast í bökkum og starfs­fólk reynir að skila sínu sam­hliða heima­skólun og sótt­varn­ar­að­gerð­um, oft gegnum mis­skil­virka fjar­fund­ar­bún­aði og snjall­kerfi. For­gangs­röðun er enn mik­il­væg­ari en áður, við ein­beitum okkur að því allra mik­il­væg­asta og frestum öðru.

Hættan á auknu mis­rétti

Rann­sóknir sýna að á tímum sem þessum, þegar álagið er mik­ið, gefur fólk sér hvorki tíma né aðstæður til að ígrunda for­gangs­röð­un­ina. Hið við­tekna verður enn við­tekn­ara en áður og hið jað­ar­setta enn jað­ar­sett­ara. Inn­byggð skekkja verður áhrifa­meiri en nokkru sinni sem gerir það að verkum að við dettum í hefð­bundin kyn­hlut­verk og gerum ráð fyrir því sama hjá öðru fólki. Við slíkar aðstæður er hætt við bakslagi á sviði jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­mála ef við gætum þess ekki að þær aðgerðir sem við grípum til taki mið af fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins.

Aðgerðir stjórn­valda

Það er mik­il­vægt að við gefum okkur öll tíma til að sporna gegn þessu. Aðgerðir rík­is­valds­ins mega ekki aðeins ná til karllægra atvinnu­greina og efna­hags­legra áhrifa. Það verður að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi á heim­il­um, það verður að tryggja að heima­skólun og aukið álag á heim­ilum lendi ekki á herðum kvenna umfram karla og það verður að tryggja að upp­bygg­ing inn­viða veiti tæki­færi á sviði heil­brigð­is-, mennta- og vel­ferð­ar­mála til jafns við mann­virkja­gerð og vega­vinnu. Þetta verður aðeins gert með ígrund­aðri sam­þætt­ingu kynja­sjón­ar­miða við alla ákvarð­ana­töku, sem krefst þekk­ingar og færni og raun­veru­legs sam­ráðs og yfir­legu. Og þó öll hafi í nógu að snú­ast núna, þá er óboð­legt að ætla að gera þetta seinna enda ólík­legt að hægt verði að leið­rétta mis­tök sem nú kunna að verða gerð.

Auglýsing

Aðgerðir atvinnu­rek­enda

Sömu­leiðis er mik­il­vægt að vinnu­staðir hafi kynja­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi við breyttar aðstæð­ur. Tryggja þarf að ræst­inga­fólk hafi allan nauð­syn­legan búnað og aðstöðu til að mæta stór­auknum kröfum án þess að hætta eigin heilsu og að þau fái greitt í sam­ræmi við álag og áhættu. Gera þarf sam­bæri­legar kröfur um afköst til allra kynja og gera ráð fyrir sam­bæri­legum slaka til allra kynja vegna auk­ins álags á heim­ilum með börn. Miða þarf hag­ræð­ing­ar­að­gerðir við stöðu fólks, gæta að því að upp­sagnir leiði ekki til auk­ins kynja­halla eða jað­ar­setn­ingar á vinnu­staðn­um, að kjara­skerð­ingar nái síst til þeirra lægst­laun­uðu og að fríð­indi og tæki­færi verði minnkuð hjá þeim sem best þola slíkt. Það er nefni­lega ekki síður mik­il­vægt að taka mið af jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­á­ætl­unum á erf­iðum tímum en upp­gangs­tím­um.

Gerum þetta sam­an!

Við getum öll lagt okkar af mörkum til að tryggja sem minnst áhrif COVID-19. Það gerum við með því að þvo okkur um hend­ur, virða sam­komu­bann og tveggja metra regl­una og vera góð hvert við ann­að. Við þurfum líka að muna að við erum í senn afurð og áhrifa­valdar í kynj­uðu sam­fé­lagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum getur haft jákvæð eða nei­kvæð áhrif á stöðu fólks í sam­fé­lag­inu. Leggjum okkar af mörkum og stuðlum að áfram­hald­andi og vax­andi jafn­rétti og umburð­ar­lyndi fyrir okkur öll.

Höf­undur er kynja- og fjöl­breyti­leika­ráð­gjafi hjá JUST Consulting.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar