Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið

Sóley Tómasdóttir minnir okkur á að við séum í senn afurð og áhrifavaldar í kynjuðu samfélagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum geti haft jákvæð eða neikvæð áhrif á stöðu fólks í samfélaginu.

Auglýsing

COVID-19 hefur sann­ar­lega breytt heim­inum þó við reynum öll að gera okkar besta til að tryggja að sam­fé­lagið fari ekki á hlið­ina. Fyr­ir­tæki berj­ast í bökkum og starfs­fólk reynir að skila sínu sam­hliða heima­skólun og sótt­varn­ar­að­gerð­um, oft gegnum mis­skil­virka fjar­fund­ar­bún­aði og snjall­kerfi. For­gangs­röðun er enn mik­il­væg­ari en áður, við ein­beitum okkur að því allra mik­il­væg­asta og frestum öðru.

Hættan á auknu mis­rétti

Rann­sóknir sýna að á tímum sem þessum, þegar álagið er mik­ið, gefur fólk sér hvorki tíma né aðstæður til að ígrunda for­gangs­röð­un­ina. Hið við­tekna verður enn við­tekn­ara en áður og hið jað­ar­setta enn jað­ar­sett­ara. Inn­byggð skekkja verður áhrifa­meiri en nokkru sinni sem gerir það að verkum að við dettum í hefð­bundin kyn­hlut­verk og gerum ráð fyrir því sama hjá öðru fólki. Við slíkar aðstæður er hætt við bakslagi á sviði jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­mála ef við gætum þess ekki að þær aðgerðir sem við grípum til taki mið af fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins.

Aðgerðir stjórn­valda

Það er mik­il­vægt að við gefum okkur öll tíma til að sporna gegn þessu. Aðgerðir rík­is­valds­ins mega ekki aðeins ná til karllægra atvinnu­greina og efna­hags­legra áhrifa. Það verður að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi á heim­il­um, það verður að tryggja að heima­skólun og aukið álag á heim­ilum lendi ekki á herðum kvenna umfram karla og það verður að tryggja að upp­bygg­ing inn­viða veiti tæki­færi á sviði heil­brigð­is-, mennta- og vel­ferð­ar­mála til jafns við mann­virkja­gerð og vega­vinnu. Þetta verður aðeins gert með ígrund­aðri sam­þætt­ingu kynja­sjón­ar­miða við alla ákvarð­ana­töku, sem krefst þekk­ingar og færni og raun­veru­legs sam­ráðs og yfir­legu. Og þó öll hafi í nógu að snú­ast núna, þá er óboð­legt að ætla að gera þetta seinna enda ólík­legt að hægt verði að leið­rétta mis­tök sem nú kunna að verða gerð.

Auglýsing

Aðgerðir atvinnu­rek­enda

Sömu­leiðis er mik­il­vægt að vinnu­staðir hafi kynja­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi við breyttar aðstæð­ur. Tryggja þarf að ræst­inga­fólk hafi allan nauð­syn­legan búnað og aðstöðu til að mæta stór­auknum kröfum án þess að hætta eigin heilsu og að þau fái greitt í sam­ræmi við álag og áhættu. Gera þarf sam­bæri­legar kröfur um afköst til allra kynja og gera ráð fyrir sam­bæri­legum slaka til allra kynja vegna auk­ins álags á heim­ilum með börn. Miða þarf hag­ræð­ing­ar­að­gerðir við stöðu fólks, gæta að því að upp­sagnir leiði ekki til auk­ins kynja­halla eða jað­ar­setn­ingar á vinnu­staðn­um, að kjara­skerð­ingar nái síst til þeirra lægst­laun­uðu og að fríð­indi og tæki­færi verði minnkuð hjá þeim sem best þola slíkt. Það er nefni­lega ekki síður mik­il­vægt að taka mið af jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­á­ætl­unum á erf­iðum tímum en upp­gangs­tím­um.

Gerum þetta sam­an!

Við getum öll lagt okkar af mörkum til að tryggja sem minnst áhrif COVID-19. Það gerum við með því að þvo okkur um hend­ur, virða sam­komu­bann og tveggja metra regl­una og vera góð hvert við ann­að. Við þurfum líka að muna að við erum í senn afurð og áhrifa­valdar í kynj­uðu sam­fé­lagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum getur haft jákvæð eða nei­kvæð áhrif á stöðu fólks í sam­fé­lag­inu. Leggjum okkar af mörkum og stuðlum að áfram­hald­andi og vax­andi jafn­rétti og umburð­ar­lyndi fyrir okkur öll.

Höf­undur er kynja- og fjöl­breyti­leika­ráð­gjafi hjá JUST Consulting.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar