Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið

Sóley Tómasdóttir minnir okkur á að við séum í senn afurð og áhrifavaldar í kynjuðu samfélagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum geti haft jákvæð eða neikvæð áhrif á stöðu fólks í samfélaginu.

Auglýsing

COVID-19 hefur sann­ar­lega breytt heim­inum þó við reynum öll að gera okkar besta til að tryggja að sam­fé­lagið fari ekki á hlið­ina. Fyr­ir­tæki berj­ast í bökkum og starfs­fólk reynir að skila sínu sam­hliða heima­skólun og sótt­varn­ar­að­gerð­um, oft gegnum mis­skil­virka fjar­fund­ar­bún­aði og snjall­kerfi. For­gangs­röðun er enn mik­il­væg­ari en áður, við ein­beitum okkur að því allra mik­il­væg­asta og frestum öðru.

Hættan á auknu mis­rétti

Rann­sóknir sýna að á tímum sem þessum, þegar álagið er mik­ið, gefur fólk sér hvorki tíma né aðstæður til að ígrunda for­gangs­röð­un­ina. Hið við­tekna verður enn við­tekn­ara en áður og hið jað­ar­setta enn jað­ar­sett­ara. Inn­byggð skekkja verður áhrifa­meiri en nokkru sinni sem gerir það að verkum að við dettum í hefð­bundin kyn­hlut­verk og gerum ráð fyrir því sama hjá öðru fólki. Við slíkar aðstæður er hætt við bakslagi á sviði jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­mála ef við gætum þess ekki að þær aðgerðir sem við grípum til taki mið af fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins.

Aðgerðir stjórn­valda

Það er mik­il­vægt að við gefum okkur öll tíma til að sporna gegn þessu. Aðgerðir rík­is­valds­ins mega ekki aðeins ná til karllægra atvinnu­greina og efna­hags­legra áhrifa. Það verður að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi á heim­il­um, það verður að tryggja að heima­skólun og aukið álag á heim­ilum lendi ekki á herðum kvenna umfram karla og það verður að tryggja að upp­bygg­ing inn­viða veiti tæki­færi á sviði heil­brigð­is-, mennta- og vel­ferð­ar­mála til jafns við mann­virkja­gerð og vega­vinnu. Þetta verður aðeins gert með ígrund­aðri sam­þætt­ingu kynja­sjón­ar­miða við alla ákvarð­ana­töku, sem krefst þekk­ingar og færni og raun­veru­legs sam­ráðs og yfir­legu. Og þó öll hafi í nógu að snú­ast núna, þá er óboð­legt að ætla að gera þetta seinna enda ólík­legt að hægt verði að leið­rétta mis­tök sem nú kunna að verða gerð.

Auglýsing

Aðgerðir atvinnu­rek­enda

Sömu­leiðis er mik­il­vægt að vinnu­staðir hafi kynja­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi við breyttar aðstæð­ur. Tryggja þarf að ræst­inga­fólk hafi allan nauð­syn­legan búnað og aðstöðu til að mæta stór­auknum kröfum án þess að hætta eigin heilsu og að þau fái greitt í sam­ræmi við álag og áhættu. Gera þarf sam­bæri­legar kröfur um afköst til allra kynja og gera ráð fyrir sam­bæri­legum slaka til allra kynja vegna auk­ins álags á heim­ilum með börn. Miða þarf hag­ræð­ing­ar­að­gerðir við stöðu fólks, gæta að því að upp­sagnir leiði ekki til auk­ins kynja­halla eða jað­ar­setn­ingar á vinnu­staðn­um, að kjara­skerð­ingar nái síst til þeirra lægst­laun­uðu og að fríð­indi og tæki­færi verði minnkuð hjá þeim sem best þola slíkt. Það er nefni­lega ekki síður mik­il­vægt að taka mið af jafn­rétt­is- og fjöl­breyti­leika­á­ætl­unum á erf­iðum tímum en upp­gangs­tím­um.

Gerum þetta sam­an!

Við getum öll lagt okkar af mörkum til að tryggja sem minnst áhrif COVID-19. Það gerum við með því að þvo okkur um hend­ur, virða sam­komu­bann og tveggja metra regl­una og vera góð hvert við ann­að. Við þurfum líka að muna að við erum í senn afurð og áhrifa­valdar í kynj­uðu sam­fé­lagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum getur haft jákvæð eða nei­kvæð áhrif á stöðu fólks í sam­fé­lag­inu. Leggjum okkar af mörkum og stuðlum að áfram­hald­andi og vax­andi jafn­rétti og umburð­ar­lyndi fyrir okkur öll.

Höf­undur er kynja- og fjöl­breyti­leika­ráð­gjafi hjá JUST Consulting.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar