Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið

Sóley Tómasdóttir minnir okkur á að við séum í senn afurð og áhrifavaldar í kynjuðu samfélagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum geti haft jákvæð eða neikvæð áhrif á stöðu fólks í samfélaginu.

Auglýsing

COVID-19 hefur sannarlega breytt heiminum þó við reynum öll að gera okkar besta til að tryggja að samfélagið fari ekki á hliðina. Fyrirtæki berjast í bökkum og starfsfólk reynir að skila sínu samhliða heimaskólun og sóttvarnaraðgerðum, oft gegnum misskilvirka fjarfundarbúnaði og snjallkerfi. Forgangsröðun er enn mikilvægari en áður, við einbeitum okkur að því allra mikilvægasta og frestum öðru.

Hættan á auknu misrétti

Rannsóknir sýna að á tímum sem þessum, þegar álagið er mikið, gefur fólk sér hvorki tíma né aðstæður til að ígrunda forgangsröðunina. Hið viðtekna verður enn viðteknara en áður og hið jaðarsetta enn jaðarsettara. Innbyggð skekkja verður áhrifameiri en nokkru sinni sem gerir það að verkum að við dettum í hefðbundin kynhlutverk og gerum ráð fyrir því sama hjá öðru fólki. Við slíkar aðstæður er hætt við bakslagi á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála ef við gætum þess ekki að þær aðgerðir sem við grípum til taki mið af fjölbreytileika samfélagsins.

Aðgerðir stjórnvalda

Það er mikilvægt að við gefum okkur öll tíma til að sporna gegn þessu. Aðgerðir ríkisvaldsins mega ekki aðeins ná til karllægra atvinnugreina og efnahagslegra áhrifa. Það verður að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi á heimilum, það verður að tryggja að heimaskólun og aukið álag á heimilum lendi ekki á herðum kvenna umfram karla og það verður að tryggja að uppbygging innviða veiti tækifæri á sviði heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála til jafns við mannvirkjagerð og vegavinnu. Þetta verður aðeins gert með ígrundaðri samþættingu kynjasjónarmiða við alla ákvarðanatöku, sem krefst þekkingar og færni og raunverulegs samráðs og yfirlegu. Og þó öll hafi í nógu að snúast núna, þá er óboðlegt að ætla að gera þetta seinna enda ólíklegt að hægt verði að leiðrétta mistök sem nú kunna að verða gerð.

Auglýsing

Aðgerðir atvinnurekenda

Sömuleiðis er mikilvægt að vinnustaðir hafi kynjasjónarmið að leiðarljósi við breyttar aðstæður. Tryggja þarf að ræstingafólk hafi allan nauðsynlegan búnað og aðstöðu til að mæta stórauknum kröfum án þess að hætta eigin heilsu og að þau fái greitt í samræmi við álag og áhættu. Gera þarf sambærilegar kröfur um afköst til allra kynja og gera ráð fyrir sambærilegum slaka til allra kynja vegna aukins álags á heimilum með börn. Miða þarf hagræðingaraðgerðir við stöðu fólks, gæta að því að uppsagnir leiði ekki til aukins kynjahalla eða jaðarsetningar á vinnustaðnum, að kjaraskerðingar nái síst til þeirra lægstlaunuðu og að fríðindi og tækifæri verði minnkuð hjá þeim sem best þola slíkt. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að taka mið af jafnréttis- og fjölbreytileikaáætlunum á erfiðum tímum en uppgangstímum.

Gerum þetta saman!

Við getum öll lagt okkar af mörkum til að tryggja sem minnst áhrif COVID-19. Það gerum við með því að þvo okkur um hendur, virða samkomubann og tveggja metra regluna og vera góð hvert við annað. Við þurfum líka að muna að við erum í senn afurð og áhrifavaldar í kynjuðu samfélagi og allt sem við gerum, segjum og ákveðum getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á stöðu fólks í samfélaginu. Leggjum okkar af mörkum og stuðlum að áframhaldandi og vaxandi jafnrétti og umburðarlyndi fyrir okkur öll.

Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi hjá JUST Consulting.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar