Nokkur orð um vinnu, tíma og framtíð

Sólveig Anna Jónsdóttir segir að til að viðhalda mannlegri tilveru og næra hana þurfi tíma til að hugsa um það í hvað við viljum að vinnan okkar fari; í það sem við elskum og það sem skiptir okkur máli eða til að næra óseðjandi fégræðgi fárra?

Auglýsing

Þennan dag mátti sjá ýmis­legt í borg­inni, sem ekki hafði sést lengi: Börn léku sér á miðri götu og bíl­stjór­arnir sem biðu eftir því að kom­ast áfram fylgd­ust bros­andi með þeim. Margir stigu meira að segja út úr bíl­unum og tóku þátt í leikn­um. Alls staðar stóð fólk og rabb­aði vin­gjarn­lega saman og spurð­ist fyrir um líðan hvers ann­ars. Þeir sem voru á leið til vinnu sinnar höfðu tíma til að horfa á fal­leg blóm í glugga eða gefa fugl­un­um. Lækn­arnir höfðu nægan tíma fyrir sjúk­ling­ana sína. Verka­menn­irnir gátu unnið verk sín af alúð og áhuga því nú var ekki lengur aðal­at­riðið að ljúka sem mestu á sem skemmstum tíma. Allir gátu eytt eins miklum tíma og þeir gátu eða vildu til að gera allt sem þeir kærðu sig um því nú var aftur til nóg af hon­um. Mómó eftir Mich­ael Ende, í þýð­ingu Jór­unnar Sig­urð­ar­dótt­ur, bls. 252.

Til að við­halda mann­legri til­veru og næra hana þarf enda­laus hand­tök og hugs­an­ir. Það þarf að elda mat og mata þau sem ekki geta borðað sjálf, litlu börnin okkar og veikt fólk. Það þarf að þrífa heim­ili okkar og vinnu­staði. Það þarf að kenna og gæta. Það þarf að byggja hús og heim­ili. Það þarf svo­kall­aða inn­viði; spít­ala, skóla, leik­skóla. Brýr og vegi. Það þarf góða og örugga mat­væla­fram­leiðslu. Og svo mætti lengi telja. Það þarf að tala og hlusta. Segja sögur og hlusta á sög­ur. Við þurfum líka afdrep, bæði inní okkur sjálfum og úti í hinni nátt­úru­legu ver­öld, staði sem við getum dvalið á til að end­ur­næra okkur sjálf svo að við getum haldið áfram að sinna því sem við verðum að sinna, því sem hér var upp talið. Við þurfum tíma sem við eigum sjálf, til að hugsa og til að kom­ast að nið­ur­stöðu um það hvað við vilj­um, hver við erum, hvað við þurf­um.

Far­ald­ur­inn sem nú geisar í ver­öld­inni fær okkur til að hugsa um hvað skiptir máli í þessum heimi. Og þegar við hug­leiðum það hljótum við að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að mann­fólk skipti meira máli en gróði. „Að sjálf­sögðu“ segjum við en verðum engu að síður að horfast í augu við að það er einmitt ekki sjálf­sagt. Langt því frá. Stað­reyndin er sú að ver­öld­inni okkar hefur verið breytt í stað þar sem ekk­ert skiptir meira máli en gróði fárra, jafn­vel þótt að hann sé á kostnað fjöld­ans. Fjársvelt heil­brigð­is­kerfi  og „aukin kostn­að­ar­vit­und“ sjúk­linga, fjársvelt skóla­kerfi og síaukið álag á starfs­fólk, fjársvelt umönn­un­ar­kerfi fyrir aldr­aða og hel­sjúk lág­launa­stefna sem bitnar á vinnu­afl­inu þar; allt er þetta afleið­ing þess auð­ræðis sem ráðið hefur för hér og ann­ars stað­ar. Á meðan að allt sem skiptir okkur á end­anum mestu máli er van­fjár­magnað hafa enda­lausir millj­arðar verið fluttir í skatta­skjól eða greiddir í arð til þeirra sem fá aldrei nóg af pen­ingum og völd­unum sem auð­æf­unum fylgja. Gróði fárra ofar öllu hefur verið trú­ar­setn­ingin sem öll hafa þurft að lifa við.

Auglýsing
Kap­ít­al­ism­inn er kerfi sem snýst um allt það sem á end­anum skiptir engu máli. Hann er risa­vaxin og stjórn­laus fram­leiðslu­vél sem varpar skugga sínum yfir ver­öld þar sem skortur og fátækt eru hvers­dags­leg­ustu hlutir sem hægt er að hugsa sér. Hann hefur ótelj­andi mann­eskjur í enda­lausri vinnu en tryggir þó aðeins litlum hluta vel­sæld og öryggi. Hann byggir lúx­us-hús­næði á sama tíma og hann útbýr skort á hús­næði fyrir vinnu­aflið, hann stelur millj­örðum sem verða til með vinnu fólks og rekur það svo um leið og hann telur sig þurfa. Hann seg­ir: „Ég á allt og ég má allt.“ En þegar mann­kyns­sagan end­ur­tekur sig í hund­rað­asta skipti og far­sótt leggst yfir heims­byggð­ina stendur hann afhjúp­aður í öllum sínum hryll­ingi og lög­málin sem hann byggir til­veru sína á, sadísk og mann­fjand­sam­leg, lög­málin um rétt hins sterka til að ríkja yfir hinum veik­burða, lenda sam­stundis á ösku­haugum sög­unn­ar. Því hvers vegna ættum við að sam­þykkja að setja vinnu­aflið okkar og dýr­mætan tíma í að næra mask­ín­una sem við höfum séð að færir okkur ekk­ert nema ógæfu og upp­nám, kerfið sem getur ekki leyst þau vanda­mál sem mestu skiptir að leysa þegar allt kemur til alls?

Eftir að far­ald­ur­inn er geng­inn yfir vitum við að krafan verður hávær um að nú skuli allt verða eins og áður. Að sömu lög­mál verði að gilda. Þau sem trúa því að eina mæli­kerfið sem not­ast megi við sé mæli­kerfi arð­ráns­ins munu flytja boð­skap sinn hátt og snjallt eins og ávallt, af dog­mat­ískri fylgi­spekt við auð­ræð­ið. Þau munu áfram segja að ekki séu til neinir pen­ingar til að reka það sam­fé­lag sem við viljum og eigum skil­ið. En þau eiga ekki eftir að taka undir kröf­una sem hjóma mun hátt og skýrt úr öllum hornum heims­ins, kröf­una um að þau sem hafa stolið risa­vöxnum hrúgum af fé og komið undan skili þýf­inu til að koma sam­fé­lögum okkar upp úr krepp­unni. Vegna þess að vandi van­fjár­magn­aðra skóla­kerfa, heil­brigð­is­kerfa, umönn­un­ar­kerfa, hús­næð­is­kerfa, vel­ferð­ar­kerfa, sá risa­vaxni sam­fé­lags­legi vandi sem við höfum staðið frammi fyrir hefur aldrei verið sá að pen­ing­arnir séu bara því miður ekki til. Aldrei. Hér sem og ann­ars staðar hefur verið til miklu meira en nóg til skipt­anna. En kap­ít­al­ism­inn hefur fengið að ráða för og undir vit­firrtu stjórn­kerfi hans hefur þótt gott að millj­arðar renni til fámenns hóps í stað þess að gagn­ast okkur öll­um. Upp­spretta vand­ans hefur alltaf verið mann­fjand­sam­leg hug­mynda­fræði sem byggir á órétt­læti og ójöfn­uði. Heims­mynd sem hvílir á grimmi­legu stig­veld­i. 

Til að við­halda mann­legri til­veru og næra hana þarf enda­laus hand­tök og hugs­an­ir. Og tíma til að hugsa um það í hvað við viljum að vinnan okkar og tím­inn okkar fari; í það sem við elskum og það sem skiptir okkur máli, okkur sjálf, fjöl­skyldur okk­ar, sam­fé­lögin okkar eða til að næra óseðj­andi fégræðgi fárra?

Kap­ít­al­isminn; tíma­þjóf­ur­inn, líf­rík­is­þjóf­ur­inn, mann­eskju­þjóf­ur­inn, er svo vold­ugur að sagt er að það sé auð­veld­ara að ímynda sér heimsendi en enda­lok hans. En við hljótum að sjá með æ skýr­ari hætti að hann og til­vera okkar mann­fólks hér á jörð­inni fara ein­fald­lega ekki sam­an. Og við hljótum að velja okkur sjálf frekar en skrímslið. Rit­höf­und­ur­inn og bar­áttu­konan Arund­hati Roy kemst svo að orði í grein um far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans, og ég geri orð hennar að mín­um:

„Í sögu­legu sam­hengi hafa far­sóttir knúið mann­fólk til að segja skilið við for­tíð­ina og sjá fyrir sér til­ver­una að nýju. Um þessa gildir hið sam­an. Hún er gátt, hlið á milli einnar ver­aldar og þeirrar næstu. Við getum valið að ganga þar í gegn með hræ for­dóma okkar og hat­urs í eft­ir­dragi, ágirnd okk­ar, gagna­banka og dauðar hug­mynd­ir, okkar líf­vana árfar­vegir og reyk­fylltu himnar í bak­grunni. Eða við getum gengið í gegn létt á fæti, með lít­inn far­ang­ur, til­búin til að ímynda okkur nýjan heim. Og til­búin til að berj­ast fyrir hon­um.“ 

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar