Afsakaðu ónæðið ... en við þurfum á þér að halda

Ritstjóri Kjarnans skrifar opið bréf til lesenda hans.

Auglýsing

Kæri les­andi Kjarn­ans.Það er ekki ofsögum sagt að við séum að lifa óvenju­lega ­tíma. Allar venju­legar for­sendur hafa á örfáum dögum vikið til hliðar fyrir ein­hvers konar óraun­veru­leika sem þarf samt sem áður að takast á við.

Við slíkar aðstæður kemur mik­il­vægi vand­aðra og trú­verð­ugra fjöl­miðla í ljós. Það þarf að upp­lýsa almenn­ing heið­ar­lega en af ábyrgð, það þarf að greina það sem er eiga sér stað og það þarf að setja hlut­ina í sam­hengi sem almenn­ingur skilur og hefur gagn af. Það þarf líka að veita stjórn­völdum eðli­legt aðhald þegar verið er að taka á­kvarð­an­ir um að hefta frelsi, tryggja heil­brigði og bregð­ast við efna­hags­á­falli, sem eiga sér engin for­dæmi. 

Það eru til fjöl­miðlar sem ein­blína á að skapa lestr­ar­um­ferð. Sem mæla allan árangur í því hversu marga þeir ginna til að deila efni á sam­fé­lags­miðlum með hvatn­ingu þar um eða hversu margir smella á fyr­ir­sagnir sem eru afvega­leið­andi eða hrein­lega rang­ar. Til­gang­ur­inn helgar þar með­al­ið. 

Kjarn­inn er ekki þannig fjöl­mið­ill. Und­an­farin ár hefur hann þvert á móti aukið það að fjalla frekar um þau efni sem rit­stjórn hans sér­hæfir sig í, lagt áherslu á gæði fram yfir magn, fækkað efnum frekar en fjölgað þeim og stað­ist allar freist­ingar um að leyfa smellu­á­hersl­u­m að taka yfir.

Þrátt fyrir þetta hefur lestur Kjarn­ans aldrei verið meiri á fyrstu mán­uðum árs en nú, árið 2020.

Óhjá­kvæmi­legt er að túlka það þannig að fleiri og fleiri les­endur séu að leita eftir stöð­ug­leika, trú­verð­ug­leika og skýrum per­sónu­leika þegar kemur að því að velja fjöl­miðlaum­fjöllun um brýn þjóð­fé­lags­mál. Að fleiri og fleiri vilji lesa fjöl­miðil sem leggur áherslu á stað­reynda­mið­aða umræðu og það að greina kjarn­ann frá hism­inu. Fyrir það erum við sem að Kjarn­anum stöndum afar þakk­lát. 

Margir fjöl­miðlar hér­lendis hafa staðið vakt­ina nán­ast óað­finn­an­lega síð­ustu vik­ur. Svona aðstæður sýna hversu nauð­syn­legt það er nútíma­sam­fé­lagi að eiga fjöl­breytta fjöl­miðlaflóru þar sem ­styrk­leik­ar hvers og eins koma fram þegar á reynir og mynda öfl­uga heild, almenn­ingi öllum til heilla. Kjarn­inn hefur sýnt að hann er mik­il­vægur hluti af þeirri heild.

Auglýsing
Næstu mán­uðir verða afar krefj­andi í rekstri fjöl­miðla, líkt og fjöl­margra ann­arra atvinnu­stétta. Fyr­ir­liggj­andi er að aug­lýs­inga­tekj­ur, sem eru stærsta ein­staka tekju­lind einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi, munu drag­ast veru­lega sam­an. Sá sam­dráttur átti sér engan aðdrag­anda. Hann er ein­fald­lega afleið­ing af ástandi sem er engum að kenna. Það bara kom, og er. 

Kjarn­inn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður þar sem hann hefur byggt upp tekju­módel sem er ekki jafn bein­teng­t aug­lýs­inga­tekjum og hjá mörgum öðr­um. Þar skipta styrkja­greiðslur þeirra sem ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið öllu máli, enda eru þær und­ir­staðan í rekstri og til­veru okk­ar. 

Engu að síður er aug­ljóst að tekjur okkar munu drag­ast sam­an, líkt og allra ann­arra fjöl­miðla. 

Því biðlum við til ykk­ar, les­enda Kjarn­ans, að standa með okkur í gegnum þennan skafl. Við biðjum þá sem eru ekki þegar búnir að skrá sig í Kjarna­sam­fé­lagið að gera það með því að smella á hnapp­inn að neð­an, fara á vef Kjarn­ans og velja styrkt­ar­hnapp­inn efst til hægri eða smella ein­fald­lega hér. Fyrir þá ­sem til­heyra Kjarna­sam­fé­lag­inu nú þegar biðjum við ykkur að íhuga að hækka fram­lagið um það sem þið getið séð af. Það getið þið gert með því að senda okkur póst á net­fang­ið takk@kjarn­inn.is

Við erum til fyrir ykk­ur. Og ætlum að vera það áfram.

Með bar­áttu- og þakk­læt­is­kveðju, 

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit