Afsakaðu ónæðið ... en við þurfum á þér að halda

Ritstjóri Kjarnans skrifar opið bréf til lesenda hans.

Auglýsing

Kæri les­andi Kjarn­ans.Það er ekki ofsögum sagt að við séum að lifa óvenju­lega ­tíma. Allar venju­legar for­sendur hafa á örfáum dögum vikið til hliðar fyrir ein­hvers konar óraun­veru­leika sem þarf samt sem áður að takast á við.

Við slíkar aðstæður kemur mik­il­vægi vand­aðra og trú­verð­ugra fjöl­miðla í ljós. Það þarf að upp­lýsa almenn­ing heið­ar­lega en af ábyrgð, það þarf að greina það sem er eiga sér stað og það þarf að setja hlut­ina í sam­hengi sem almenn­ingur skilur og hefur gagn af. Það þarf líka að veita stjórn­völdum eðli­legt aðhald þegar verið er að taka á­kvarð­an­ir um að hefta frelsi, tryggja heil­brigði og bregð­ast við efna­hags­á­falli, sem eiga sér engin for­dæmi. 

Það eru til fjöl­miðlar sem ein­blína á að skapa lestr­ar­um­ferð. Sem mæla allan árangur í því hversu marga þeir ginna til að deila efni á sam­fé­lags­miðlum með hvatn­ingu þar um eða hversu margir smella á fyr­ir­sagnir sem eru afvega­leið­andi eða hrein­lega rang­ar. Til­gang­ur­inn helgar þar með­al­ið. 

Kjarn­inn er ekki þannig fjöl­mið­ill. Und­an­farin ár hefur hann þvert á móti aukið það að fjalla frekar um þau efni sem rit­stjórn hans sér­hæfir sig í, lagt áherslu á gæði fram yfir magn, fækkað efnum frekar en fjölgað þeim og stað­ist allar freist­ingar um að leyfa smellu­á­hersl­u­m að taka yfir.

Þrátt fyrir þetta hefur lestur Kjarn­ans aldrei verið meiri á fyrstu mán­uðum árs en nú, árið 2020.

Óhjá­kvæmi­legt er að túlka það þannig að fleiri og fleiri les­endur séu að leita eftir stöð­ug­leika, trú­verð­ug­leika og skýrum per­sónu­leika þegar kemur að því að velja fjöl­miðlaum­fjöllun um brýn þjóð­fé­lags­mál. Að fleiri og fleiri vilji lesa fjöl­miðil sem leggur áherslu á stað­reynda­mið­aða umræðu og það að greina kjarn­ann frá hism­inu. Fyrir það erum við sem að Kjarn­anum stöndum afar þakk­lát. 

Margir fjöl­miðlar hér­lendis hafa staðið vakt­ina nán­ast óað­finn­an­lega síð­ustu vik­ur. Svona aðstæður sýna hversu nauð­syn­legt það er nútíma­sam­fé­lagi að eiga fjöl­breytta fjöl­miðlaflóru þar sem ­styrk­leik­ar hvers og eins koma fram þegar á reynir og mynda öfl­uga heild, almenn­ingi öllum til heilla. Kjarn­inn hefur sýnt að hann er mik­il­vægur hluti af þeirri heild.

Auglýsing
Næstu mán­uðir verða afar krefj­andi í rekstri fjöl­miðla, líkt og fjöl­margra ann­arra atvinnu­stétta. Fyr­ir­liggj­andi er að aug­lýs­inga­tekj­ur, sem eru stærsta ein­staka tekju­lind einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi, munu drag­ast veru­lega sam­an. Sá sam­dráttur átti sér engan aðdrag­anda. Hann er ein­fald­lega afleið­ing af ástandi sem er engum að kenna. Það bara kom, og er. 

Kjarn­inn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður þar sem hann hefur byggt upp tekju­módel sem er ekki jafn bein­teng­t aug­lýs­inga­tekjum og hjá mörgum öðr­um. Þar skipta styrkja­greiðslur þeirra sem ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið öllu máli, enda eru þær und­ir­staðan í rekstri og til­veru okk­ar. 

Engu að síður er aug­ljóst að tekjur okkar munu drag­ast sam­an, líkt og allra ann­arra fjöl­miðla. 

Því biðlum við til ykk­ar, les­enda Kjarn­ans, að standa með okkur í gegnum þennan skafl. Við biðjum þá sem eru ekki þegar búnir að skrá sig í Kjarna­sam­fé­lagið að gera það með því að smella á hnapp­inn að neð­an, fara á vef Kjarn­ans og velja styrkt­ar­hnapp­inn efst til hægri eða smella ein­fald­lega hér. Fyrir þá ­sem til­heyra Kjarna­sam­fé­lag­inu nú þegar biðjum við ykkur að íhuga að hækka fram­lagið um það sem þið getið séð af. Það getið þið gert með því að senda okkur póst á net­fang­ið takk@kjarn­inn.is

Við erum til fyrir ykk­ur. Og ætlum að vera það áfram.

Með bar­áttu- og þakk­læt­is­kveðju, 

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit