Afsakaðu ónæðið ... en við þurfum á þér að halda

Ritstjóri Kjarnans skrifar opið bréf til lesenda hans.

Auglýsing

Kæri les­andi Kjarn­ans.Það er ekki ofsögum sagt að við séum að lifa óvenju­lega ­tíma. Allar venju­legar for­sendur hafa á örfáum dögum vikið til hliðar fyrir ein­hvers konar óraun­veru­leika sem þarf samt sem áður að takast á við.

Við slíkar aðstæður kemur mik­il­vægi vand­aðra og trú­verð­ugra fjöl­miðla í ljós. Það þarf að upp­lýsa almenn­ing heið­ar­lega en af ábyrgð, það þarf að greina það sem er eiga sér stað og það þarf að setja hlut­ina í sam­hengi sem almenn­ingur skilur og hefur gagn af. Það þarf líka að veita stjórn­völdum eðli­legt aðhald þegar verið er að taka á­kvarð­an­ir um að hefta frelsi, tryggja heil­brigði og bregð­ast við efna­hags­á­falli, sem eiga sér engin for­dæmi. 

Það eru til fjöl­miðlar sem ein­blína á að skapa lestr­ar­um­ferð. Sem mæla allan árangur í því hversu marga þeir ginna til að deila efni á sam­fé­lags­miðlum með hvatn­ingu þar um eða hversu margir smella á fyr­ir­sagnir sem eru afvega­leið­andi eða hrein­lega rang­ar. Til­gang­ur­inn helgar þar með­al­ið. 

Kjarn­inn er ekki þannig fjöl­mið­ill. Und­an­farin ár hefur hann þvert á móti aukið það að fjalla frekar um þau efni sem rit­stjórn hans sér­hæfir sig í, lagt áherslu á gæði fram yfir magn, fækkað efnum frekar en fjölgað þeim og stað­ist allar freist­ingar um að leyfa smellu­á­hersl­u­m að taka yfir.

Þrátt fyrir þetta hefur lestur Kjarn­ans aldrei verið meiri á fyrstu mán­uðum árs en nú, árið 2020.

Óhjá­kvæmi­legt er að túlka það þannig að fleiri og fleiri les­endur séu að leita eftir stöð­ug­leika, trú­verð­ug­leika og skýrum per­sónu­leika þegar kemur að því að velja fjöl­miðlaum­fjöllun um brýn þjóð­fé­lags­mál. Að fleiri og fleiri vilji lesa fjöl­miðil sem leggur áherslu á stað­reynda­mið­aða umræðu og það að greina kjarn­ann frá hism­inu. Fyrir það erum við sem að Kjarn­anum stöndum afar þakk­lát. 

Margir fjöl­miðlar hér­lendis hafa staðið vakt­ina nán­ast óað­finn­an­lega síð­ustu vik­ur. Svona aðstæður sýna hversu nauð­syn­legt það er nútíma­sam­fé­lagi að eiga fjöl­breytta fjöl­miðlaflóru þar sem ­styrk­leik­ar hvers og eins koma fram þegar á reynir og mynda öfl­uga heild, almenn­ingi öllum til heilla. Kjarn­inn hefur sýnt að hann er mik­il­vægur hluti af þeirri heild.

Auglýsing
Næstu mán­uðir verða afar krefj­andi í rekstri fjöl­miðla, líkt og fjöl­margra ann­arra atvinnu­stétta. Fyr­ir­liggj­andi er að aug­lýs­inga­tekj­ur, sem eru stærsta ein­staka tekju­lind einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi, munu drag­ast veru­lega sam­an. Sá sam­dráttur átti sér engan aðdrag­anda. Hann er ein­fald­lega afleið­ing af ástandi sem er engum að kenna. Það bara kom, og er. 

Kjarn­inn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður þar sem hann hefur byggt upp tekju­módel sem er ekki jafn bein­teng­t aug­lýs­inga­tekjum og hjá mörgum öðr­um. Þar skipta styrkja­greiðslur þeirra sem ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið öllu máli, enda eru þær und­ir­staðan í rekstri og til­veru okk­ar. 

Engu að síður er aug­ljóst að tekjur okkar munu drag­ast sam­an, líkt og allra ann­arra fjöl­miðla. 

Því biðlum við til ykk­ar, les­enda Kjarn­ans, að standa með okkur í gegnum þennan skafl. Við biðjum þá sem eru ekki þegar búnir að skrá sig í Kjarna­sam­fé­lagið að gera það með því að smella á hnapp­inn að neð­an, fara á vef Kjarn­ans og velja styrkt­ar­hnapp­inn efst til hægri eða smella ein­fald­lega hér. Fyrir þá ­sem til­heyra Kjarna­sam­fé­lag­inu nú þegar biðjum við ykkur að íhuga að hækka fram­lagið um það sem þið getið séð af. Það getið þið gert með því að senda okkur póst á net­fang­ið takk@kjarn­inn.is

Við erum til fyrir ykk­ur. Og ætlum að vera það áfram.

Með bar­áttu- og þakk­læt­is­kveðju, 

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit