Afsakaðu ónæðið ... en við þurfum á þér að halda

Ritstjóri Kjarnans skrifar opið bréf til lesenda hans.

Auglýsing

Kæri les­andi Kjarn­ans.Það er ekki ofsögum sagt að við séum að lifa óvenju­lega ­tíma. Allar venju­legar for­sendur hafa á örfáum dögum vikið til hliðar fyrir ein­hvers konar óraun­veru­leika sem þarf samt sem áður að takast á við.

Við slíkar aðstæður kemur mik­il­vægi vand­aðra og trú­verð­ugra fjöl­miðla í ljós. Það þarf að upp­lýsa almenn­ing heið­ar­lega en af ábyrgð, það þarf að greina það sem er eiga sér stað og það þarf að setja hlut­ina í sam­hengi sem almenn­ingur skilur og hefur gagn af. Það þarf líka að veita stjórn­völdum eðli­legt aðhald þegar verið er að taka á­kvarð­an­ir um að hefta frelsi, tryggja heil­brigði og bregð­ast við efna­hags­á­falli, sem eiga sér engin for­dæmi. 

Það eru til fjöl­miðlar sem ein­blína á að skapa lestr­ar­um­ferð. Sem mæla allan árangur í því hversu marga þeir ginna til að deila efni á sam­fé­lags­miðlum með hvatn­ingu þar um eða hversu margir smella á fyr­ir­sagnir sem eru afvega­leið­andi eða hrein­lega rang­ar. Til­gang­ur­inn helgar þar með­al­ið. 

Kjarn­inn er ekki þannig fjöl­mið­ill. Und­an­farin ár hefur hann þvert á móti aukið það að fjalla frekar um þau efni sem rit­stjórn hans sér­hæfir sig í, lagt áherslu á gæði fram yfir magn, fækkað efnum frekar en fjölgað þeim og stað­ist allar freist­ingar um að leyfa smellu­á­hersl­u­m að taka yfir.

Þrátt fyrir þetta hefur lestur Kjarn­ans aldrei verið meiri á fyrstu mán­uðum árs en nú, árið 2020.

Óhjá­kvæmi­legt er að túlka það þannig að fleiri og fleiri les­endur séu að leita eftir stöð­ug­leika, trú­verð­ug­leika og skýrum per­sónu­leika þegar kemur að því að velja fjöl­miðlaum­fjöllun um brýn þjóð­fé­lags­mál. Að fleiri og fleiri vilji lesa fjöl­miðil sem leggur áherslu á stað­reynda­mið­aða umræðu og það að greina kjarn­ann frá hism­inu. Fyrir það erum við sem að Kjarn­anum stöndum afar þakk­lát. 

Margir fjöl­miðlar hér­lendis hafa staðið vakt­ina nán­ast óað­finn­an­lega síð­ustu vik­ur. Svona aðstæður sýna hversu nauð­syn­legt það er nútíma­sam­fé­lagi að eiga fjöl­breytta fjöl­miðlaflóru þar sem ­styrk­leik­ar hvers og eins koma fram þegar á reynir og mynda öfl­uga heild, almenn­ingi öllum til heilla. Kjarn­inn hefur sýnt að hann er mik­il­vægur hluti af þeirri heild.

Auglýsing
Næstu mán­uðir verða afar krefj­andi í rekstri fjöl­miðla, líkt og fjöl­margra ann­arra atvinnu­stétta. Fyr­ir­liggj­andi er að aug­lýs­inga­tekj­ur, sem eru stærsta ein­staka tekju­lind einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi, munu drag­ast veru­lega sam­an. Sá sam­dráttur átti sér engan aðdrag­anda. Hann er ein­fald­lega afleið­ing af ástandi sem er engum að kenna. Það bara kom, og er. 

Kjarn­inn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður þar sem hann hefur byggt upp tekju­módel sem er ekki jafn bein­teng­t aug­lýs­inga­tekjum og hjá mörgum öðr­um. Þar skipta styrkja­greiðslur þeirra sem ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið öllu máli, enda eru þær und­ir­staðan í rekstri og til­veru okk­ar. 

Engu að síður er aug­ljóst að tekjur okkar munu drag­ast sam­an, líkt og allra ann­arra fjöl­miðla. 

Því biðlum við til ykk­ar, les­enda Kjarn­ans, að standa með okkur í gegnum þennan skafl. Við biðjum þá sem eru ekki þegar búnir að skrá sig í Kjarna­sam­fé­lagið að gera það með því að smella á hnapp­inn að neð­an, fara á vef Kjarn­ans og velja styrkt­ar­hnapp­inn efst til hægri eða smella ein­fald­lega hér. Fyrir þá ­sem til­heyra Kjarna­sam­fé­lag­inu nú þegar biðjum við ykkur að íhuga að hækka fram­lagið um það sem þið getið séð af. Það getið þið gert með því að senda okkur póst á net­fang­ið takk@kjarn­inn.is

Við erum til fyrir ykk­ur. Og ætlum að vera það áfram.

Með bar­áttu- og þakk­læt­is­kveðju, 

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiÁlit