Pexels

Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“

Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldisbú eru starfrækt á Kjalarnesi og Reykjavíkurborg íhugar stefnubreytingu.

Stjörnu­egg fyr­ir­hugar „mjög umfangs­mikla“ fram­leiðslu­aukn­ingu í eggja­búi sínu að Vallá að mati Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­víkur og því verði að huga vand­lega að umhverf­is­á­hrif­um. Dreif­ing um 3.500 tonna af hænsna­skít árlega á jörð­inni Geld­ingaá í Borg­ar­firði, skíts sem myndi falla til með auknum fjölda fugla, skapar hættu á mengun sam­eig­in­legs vatns­bóls að mati land­eig­enda í nágrenn­inu. Umhverf­is­stofnun minnir á að óheim­ilt er að dreifa skít yfir helstu vetr­ar­mán­uð­ina og Reykja­vík­ur­borg segir áform­aða fram­leiðslu­aukn­ingu kalla á breyt­ingu á deiliskipu­lagi og vekur athygli á fram­komnum hug­myndum um að skil­greina svæði þar sem svo­kallað þaul­eldi er stundað sem iðn­að­ar­svæði en ekki land­bún­að­ar­svæði í aðal­skipu­lagi.



Sam­tök græn­kera á Íslandi benda á að aðstæður dýra sem þurfa að búa við þaul­eldi séu for­kast­an­leg­ar. Enn meiri fram­leiðsla Stjörnu­eggs myndi auk þess koma litlum bænd­um, þar sem líf varp­hæna er bæri­legt, illa.



Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögnum og athuga­semdum við til­lögu að mat­sætlun Stjörnu­eggs hf. sem áformar að upp­færa búnað og auka þannig fram­leiðslu­getu í eggja­búi sínu að Vallá á Kjal­ar­nesi. Í dag er á búinu mögu­legt að hýsa 50.000 hænur en með breyt­ingum á bún­aði tveggja eldri húsa yrði hægt að auka fjöld­ann upp í 95.000 hæn­ur. Aukn­ingin fæst með því að setja upp varp­kerfi á pöll­um, svo­nefndan Avi­ar­y-­bún­að, og hætta þar með notkun á búrum og lausa­göngu á rist­um. Húsin eru því ekki stækkuð heldur settir upp pallar og með því móti ger­legt að koma þar fyrir fleiri fugl­um.



Auglýsing

Fram­kvæmdin er mats­skyld sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum þar sem um er að ræða svo­kallað þaul­eldi ali­fugla. Hug­takið þaul­eldi er þýð­ing á hug­tak­inu „in­tensive rear­ing“ og er til­kynn­ing­ar­skylt til Skipu­lags­stofn­unar ef til stendur starf­semi með yfir 85.000 stæðum fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hæn­ur.



Til­laga að mats­á­ætlun er eitt fyrsta skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu sem lýkur ekki fyrr en Skipu­lags­stofnun hefur gefið álit sitt á end­an­legri mats­skýrslu fram­kvæmda­að­ila. Stofn­anir og almenn­ingur hefur næst aðkomu að ferl­inu þegar frum­mats­skýrsla verður kynnt. Að auki þurfa fram­kvæmda­að­ilar að fá leyfi við­kom­andi sveit­ar­fé­lags, óska eftir breyt­ingum á deili- og aðal­skipu­lagi, ef þörf kref­ur, og sækja um leyfi fyrir starf­sem­inni hjá við­eig­andi stofn­un­um.

Sex bú á Kjal­ar­nesi með þaul­eldi



Mat­væla­fram­leiðsla á Kjal­ar­nesi er í auknum mæli bundin við þaul­eldi. Starfs­leyf­is­skyld svína- og kjúklingabú eru starf­rækt á Móum, Val­lá, Mela­völl­um, Braut­ar­holti, Saltvík og Sætúni. „Breyttar áherslur í land­bún­aði, með auknu vægi líf­rænnar rækt­unar og beinni tengslum fram­leið­enda og neyt­enda, getur skapað ný tæki­færi í mat­væla­fram­leiðslu á Kjal­ar­nes­i,“ segir í umsögn heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­vík­ur. „Þar nýtur Kjal­ar­nesið nálægðar við stærsta þétt­býl­is­svæði lands­ins, þar sem eft­ir­spurn eftir líf­rænt vott­uðum afurðum beint frá býli eykst sífellt.“



Aviary-búnaður eins og sá sem Vallá hyggst nota í öllum húsum sínum.
Úr frummatsskýrslu

Sam­tök græn­kera á Íslandi leggj­ast alfarið gegn áætl­un­unum Stjörnu­eggs um enn meiri fjölda­fram­leiðslu eggja. Þau segja í athuga­semd sinni að einu gildu rökin fyrir því að fara í slíka fram­kvæmd væru ef Íslend­ingum staf­aði ógn af minnk­andi eggja­fram­leiðslu til mann­eldis en slíkt sé engan veg­inn raun­in. „Þessi fram­kvæmd snýst um að við­halda og auka við hag örfárra á kostnað margra. Fyrir utan fugl­ana sem þurfa að líða óþol­andi aðstæður þá er þessi fram­kvæmd í beinni sam­keppni við smærri fram­leið­endur og bændur þar sem að líf hænsnanna er mun bæri­legra en það sem þekk­ist í verk­smiðjum Stjörnu­eggs. Það er því til mik­ils að vinna að þessi áætlun verði ekki að veru­leika.“



Benda sam­tökin á að mun mann­úð­legri aðferðir séu til þess að fram­leiða egg en að auka fjölda fugla í búum þar sem fjölda­fram­leiðsla fer fram.  „Við ættum að stemma stigu við neyslu eggja þar sem stuðst er við þaul­eldi og stuðla frekar að fram­leiðslu­háttum þar sem er sýndur raun­veru­legur metn­aður til þess að taka til­lit til hags­muna og vel­ferðar fugl­anna. Starf­semi Stjörnu­eggs er skil­greind sem þaul­eldi og talað um hana sem slíka í til­lög­unni, en aðstæður dýra sem þurfa að búa við þaul­eldi eru for­kast­an­legar og er lítið sem ekk­ert til­lit tekið til hags­muna dýr­anna.“

Fá aldrei að fara út



Sam­tökin vekja einnig athygli á því að eldi á 95 þús­undum varp­hænum þýði að „farga“ þurfi um 95 þús­und karl­kyns­ungum á 15 mán­aða fresti því þeir séu „óþarfir í þessum iðn­aði. Rest­in, þús­undir hæna, hljóta þau örlög að hanga í sama þrönga rým­inu; inni­lok­aðar í glugga­lausum bygg­ing­um, og er mikið af lífs­ferlum þeirra stjórnað af þar til gerðum ljósa­kerf­um. Þær fá aldrei að fara út. Fara í ryk­bað.“



Lengi hefur verið bent á hversu slæmur aðbún­aður felist í því fyrir varp­hænur að alast upp í búr­um. Hefur því verið stefnt að því, m.a. með lög­um, að notkun búra verði hætt. „En það að hætta að halda hænur margar saman í þröngum búrum og þess í stað að halda þær í þús­unda­tali í sama þrönga rým­inu er aumk­un­ar­verð til­raun til mála­mynda og ætti ekki að vera lið­in.“



 Hæn­ur, og sér í lagi varp­hæn­ur, hafa verið rann­sak­aðar nokkuð ítar­lega, benda sam­tökin enn­fremur á. Þeim líði vel þegar þær geta kroppað í jörð og blakað vængj­un­um. Þær hafi nátt­úru­lega þörf fyrir að fara í ryk­bað og tylla sér á prik. Þær vilji verpa í friði og finn­ist best að vera í hóp sem telji færri en hund­rað. „Að­stæður á þaul­eldis verk­smiðju­búum eru þannig að hæn­urnar geta ekki fram­kvæmt þessi eðl­is­lægu atferli sem stuðla að heil­brigði þeirra og almennri vellíð­an. Áætlun um að Stjörnu­egg auki fram­leiðslu sína um 45 þús­und fugla þýðir ein­göngu það að á hverri stundu eru hags­munir 45 þús­und fleiri fugla virtir að vettug­i.“



Þessi framkvæmd snýst um að viðhalda og auka við hag örfárra á kostnað margra.
Rannsóknir sýna að varphænur vilja fá að verpa í friði.
Pexels

Ótt­ast mengun vatns­bóls



Eig­endur og ábú­endur á jörð­unum Skor­holti, Skipa­nesi, Læk og Lyng­holti, sem eru í nágrenni  Geld­inga­ár, gera athuga­semdir við dreif­ingu á svo miklu magni af skít við vatns­ból og í nálægð við vatns­vernd­ar­svæði. Á það er m.a. bent í athuga­semdum frá jarð­eig­end­unum að sam­eig­in­legt vatns­ból þeirra sé í landi Geld­inga­ár. Hins vegar séu vatns­ból á svæð­inu ekki merkt inn á það kort sem sýni svæðið sem til stendur að dreifa á skítnum á. „Það er krafa okkar að gerðar verði þær fyr­ir­byggj­andi ráð­staf­anir sem þarf til að þau skað­ist ekki á nokkurn hátt af umræddri fram­kvæmd,“ stendur í sam­eig­in­legri athuga­semd fjög­urra land­eig­enda. „Eins þarf að ganga úr skugga um að búfjár­á­burður eða mengun frá honum ber­ist ekki út í ár og læki sem búfé og líf­ríki stafi hætta af en áin Geld­ingaá og aðrir lækir renna frá þessu svæði í gegnum beit­ar­lönd okkar og enda í Grunna­firði sem er frið­lýst Rams­ar­svæði.“



Umhverf­is­stofnun bendir í umsögn sinni á að í til­lögu að mats­á­ætlun sé hvergi minnst á lög um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir né reglu­gerð um losun frá atvinnu­rekstri og meng­un­ar­varna­eft­ir­lit þar sem fram kemur starfs­leyf­is­skylda starf­sem­innar hjá Umhverf­is­stofn­un. Úr þessu þurfi að bæta í frum­mats­skýrslu.

Haug­geymslur skulu vera lok­aðar



Stofn­unin áréttar að hún hafi ekki gefið út að fyr­ir­komu­lag haug­geymsla á Val­lá, sem nú er í opnum gámum, sé full­nægj­andi eins og haldið er fram í skýrslu Stjörnu­eggs. Í eft­ir­lits­skýrslu Umhverf­is­stofn­unar á síð­asta ári hafi verið tekið fram að þó svo fallið hafi verið frá frá­viki á haug­geymslu­fyr­ir­komu­lagi þá geti kröfur verið útfærðar á annan hátt þegar unnið verði að nýju starfs­leyfi hjá stofn­un­inni. Stofn­unin tekur fram að haug­geymslur skulu vera lok­að­ar, vand­aðar og þéttar til að koma í veg fyrir jarð­vegs-, vatns- og lykt­ar­meng­un.



Koma þurfi skýrt fram í frum­mats­skýrslu hvar og hvernig hænsna­skítur verði geymdur þann hluta árs þegar dreif­ing hans er óheim­il. Stofn­unin telur skyn­sam­legt að nota hænsna­skít sem áburð en ein­ungis þar sem ekki er hætta á mengun lækja, áa eða vatns­bóla. Stofn­unin bendir á að landið sem til­greint er til dreif­ingar sé á grann­svæði vatns­verndar og að þar sé einnig brunn­svæði að finna. 



Auglýsing

Vallá er á land­bún­að­ar­svæði sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Reykja­víkur en sam­kvæmt deiliskipu­lagi frá árinu 2014 er gert ráð fyrir um 50 þús­und fuglum að með­al­tali á búinu. Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­víkur kemur fram að um „mjög umfangs­mikla“ aukn­ingu sé að ræða og því þurfi að huga vel að umhverf­is­á­hrifum fyrir nær­liggj­andi íbúð­ar­hverfi, sér­stak­lega hvað varðar loft­meng­un. Núgild­andi deiliskipu­lag geri ekki ráð fyrir þessum fjölda ali­fugla og því sé þörf á skipu­lags­breyt­ingu.



Reykja­vík­ur­borg bendir í sinni umsögn á að í gangi sé vinna við að setja skýr­ari ákvæði um ræktun og mat­væla­fram­leiðslu á land­bún­að­ar­svæðum innan borg­ar­markanna. Leið­ar­ljósið sé að efla land­búnað sem nýti gæði lands­ins til rækt­unar og mat­væla­fram­leiðslu. Skýrslu starfs­hóps um málið sé að vænta en í honum hefur m.a. sá mögu­leiki verið ræddur að setja ákveðnar tak­mark­anir á þaul­eldi, jafn­vel þær að ekki yrði heim­ilt að stofna til slíks búskapar á öðrum jörðum en þeim sem þegar hafa til þess leyfi. Þá hefur einnig verið rætt um að skil­greina svæði sem þaul­eldi er stundað á sem iðn­að­ar­svæði en ekki land­bún­að­ar­svæði í aðal­skipu­lagi borg­ar­innar fari umfangið yfir ákveðin mörk. Þaul­eld­is­búum sem fyrir eru yrði gefið eðli­legt svig­rúm til þró­unar en almennt tryggt að þeim fjölgi ekki.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar