EPA

Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19

Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og lífshættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og veita þarf fólki stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla, segir forstöðusálfræðingur Reykjalundar.

Að lenda í slysi eða veikj­ast alvar­lega getur reynst fólki mikið áfall. Að upp­lifa sig í lífs­hættu getur haft marg­vís­legar sál­rænar afleið­ingar –  jafn­vel til lengri tíma. Og að grein­ast með nýjan sjúk­dóm getur eitt og sér reynst fólki erfitt og fyllt það ótta og áhyggj­um. Hvað þá ef sjúk­dóm­ur­inn er lífs­hættu­legur og óvíst hvort allir nái sér að fullu.



Margir þættir geta því orðið til þess að kvíði lætur á sér kræla sem og dep­urð og jafn­vel von­leysi. Inn í þetta ferli er mik­il­vægt að grípa sem fyrst, segir Inga Hrefna Jóns­dótt­ir, for­stöðusál­fræð­ingur á Reykja­lundi, því ann­ars er hætta á því að fólk þrói með sér enn alvar­legri kvilla.



Um sjö mán­uðir eru liðnir frá því að fyrstu til­felli COVID-19 greindust hér á landi. Fólk sem þá sýkt­ist af kór­ónu­veirunni glímir margt hvert enn við eft­ir­köst sjúk­dóms­ins sem geta bæði verið lík­am­leg og and­leg. Þetta hefur gert það að verkum að sumir eru enn óvinnu­færir og þurfa á end­ur­hæf­ingu að halda.



Auglýsing

Þar kemur Reykja­lundur til skjal­anna en innan stofn­un­ar­innar er að finna víð­tæka reynslu og þekk­ingu af end­ur­hæf­ingu eftir lang­vinn veik­indi og alvar­leg slys. Á fjórða tug beiðna vegna fólks sem fékk COVID-19 hafa borist Reykja­lundi og hluti þess hóps hefur þegar hafið með­ferð.



Það eru ekki aðeins verkir, mæði, þrek­leysi og síþreyta sem fólkið finnur fyrir heldur ýmsir sál­rænir kvill­ar. Oft helst þetta í hendur og því er tekið heild­rænt á vand­anum af sér­fræð­ingum Reykja­lund­ar.

Inga Hrefna Jónsdóttir. Mynd: AðsendInga Hrefna er hluti af sér­fræð­ingateym­inu. Hún segir það sína til­finn­ingu og ann­arra sem sinna þessum hópi að fólk glími margt hvert við alls konar sál­ræna erf­ið­leika auk lík­am­legu ein­kenn­anna. „Við sjáum að fólk er kvíðið og dap­urt og sumt hvert í áfalli yfir því að hafa veikst af COVID-19 og vegna alls þess álags sem því fylgd­i.“

Þeir sem eru í end­ur­hæf­ingu á Reykja­lundi veikt­ust flestir alvar­lega og hafa sömu­leiðis glímt við alvar­leg eft­ir­köst. Margir þurftu þeir að vera í ein­angrun vegna veik­ind­anna sem hefur einnig sín áhrif á líð­an. „Við vitum að ein­angrun getur verið mjög erfið og í ofaná­lag bæt­ist við ótti, óör­yggi og kvíði gagn­vart veik­ind­unum sjálfum og fram­tíð­inni. Allt þetta getur fólk upp­lifað sem mikið sál­rænt áfall og því getur svo aftur fylgt fjöl­mörg ein­kenni, bæði lík­am­leg og and­leg. Allir þeir skjól­stæð­ingar sem ég hef hitt tala um ein­beit­ing­ar­skort, fram­taks­leysi, svefn­trufl­anir og erf­ið­leika með minni, svo dæmi séu tek­in. Sumir tala um að þeir eigi erfitt með að finna réttu orðin þegar þeir vilja tjá sig.“

Sér­fræð­ingar eru byrj­aðir að skoða hvað það er sem veldur þessum hug­rænu ein­kennum og hvort geti verið að í kjöl­far veik­inda sitji eftir ein­hver áhrif á starf­semi heil­ans. Ekki er enn komin mikil reynsla á að meta hug­ræna getu þeirra sem eru að takast á við eft­ir­stöðvar af COVID-19 á Reykja­lundi og því of snemmt að full­yrða nokk­uð.



Það er ekki bara þunglyndi og kvíði sem fólk með langvinn veikindi getur upplifað heldur líka breyting á lífinu, að vera allt í einu komið með sjúkdóm eða eftirköst veikinda sem þarf að aðlagast.
Einangrun getur haft slæmar afleiðingar á andlega líðan.
EPA

 Þó skal nefna að þær fáu nið­ur­stöður sem nú liggja fyrir úr tauga­sál­fræði­legu mati virð­ast benda til að þau ein­kenni sem ein­stak­lingar eru að glíma við varð­andi hug­ræna getu teng­ist frekar almennu úthalds­leysi, álagi og streitu en skaða í tauga­kerf­inu. Að minnsta kosti hjá þeim sem voru við góða heilsu áður en þeir veikt­ust. Í því felst vissu­lega léttir fyrir þetta fólk sem var jafn­vel  mjög hrætt við að hafa misst var­an­lega getu til ýmissa hluta. „Þetta þarf auð­vitað að rann­saka mun betur en okkar fyrstu próf­anir benda til að ein­kennin teng­ist áfall­inu og muni því ganga til baka þó að það taki tíma. En vissu­lega er fólk að glíma við þessi ein­kenni núna og það getur tekið á.“



Inga Hrefna segir skerta hug­ræna getu þekktan fylgi­fisk veik­inda. Fólk sem komi til end­ur­hæf­ingar á Reykja­lundi vegna ýmissa sjúk­dóma glími við sam­bæri­leg ein­kenni og þeir sem eru að jafna sig af COVID-19. „Fólki finnst það vera að tapa átt­um, að það sé að verða minn­is­laust og ótt­ast að vera komið með alvar­lega sjúk­dóma á borð við Alzheimer.“



Hún bendir á að þegar um er að ræða nýjan sjúk­dóm sé ekk­ert skrítið að fólk fari að ímynda sér hið versta. En þekkt er að lík­am­legt og sál­rænt álag getur valdið ein­kennum á borð við ein­beit­ing­ar­skort og tíma­bundið minnistap. „Þegar fólk er farið að upp­lifa þetta er mjög mik­il­vægt að það fái sál­rænan stuðn­ing. Við, sál­fræð­ing­arnir á Reykja­lundi, erum ekki sér­fræð­ingar í COVID frekar en aðr­ir. Þannig að við reynum að taka á þessu eins og hjá öðrum ein­stak­lingum sem koma til okkar í end­ur­hæf­ing­u.“



Auglýsing

Í fyrstu felst ein mik­il­væg­asta hjálpin í því að fá fólk til að átta sig á að þau sál­rænu ein­kenni sem það finn­ur, bæði til­finn­ingar og hugs­an­ir, eru eðli­leg miðað við allt sem það hefur gengið í gegn­um. „Flestir sem ganga í gegnum erf­iða lífs­reynslu eru með mörg svipuð ein­kenn­i,“ bendir Inga Hrefna á. „Og það er eðli­legt að vera með þessi ein­kenni í fyrstu. Oft­ast dregur úr þeim á innan við fjórum til sex vik­um. En ef fólk er enn með alvar­leg ein­kenni áfallastreitu að þeim tíma liðnum þá þarf það að fá sér­hæfða og sál­ræna áfalla­með­ferð.“



Alvar­leg ein­kenni í langan tíma geta þró­ast út í áfallastreiturösk­un. Fólk getur þá til dæmis verið að end­ur­upp­lifa áfallið og fundið fyrir nei­kvæðum breyt­ingum á hug­ar­fari og líðan almennt. Að vera stöðugt á varð­bergi, til­bú­inn að takast á við ósýni­lega ógn, er enn eitt ein­kenn­ið. Til að fólk sé greint með áfallastreituröskun þurfa alvar­leg ein­kenni að hafa verið til staðar í að minnsta kosti mánuð og trufla veru­lega líf við­kom­andi.



Margir áhættu­þættir áfallastreitu eru til staðar hjá þeim sem greinst hafa með COVID-19. Fram­hjá því verður ekki horft. Inga Hrefna segir að þótt flestir muni ná sér að fullu af hinum hug­rænu ein­kennum verði allir að hafa vak­andi auga fyrir því að hætta á áfallastreitu sé fyrir hendi. „Fólk sem er í því ástandi forð­ast að hugsa um áfallið sjálft en þó geta hugs­anir um það sótt á það. Og einnig getur ákveðin hugs­ana­skekkja myndast,“ segir Inga Hrefna. Með­ferðin felst m.a. í því sem er kallað „ber­skjöld­un“ þar sem fólk er leitt í gegnum áfallið og þær aðstæður sem því tengj­ast. Fólk getur fest sig í þeirri hugsun að það sé því sjálfu að kenna að það veikt­ist eða slas­að­ist og slíkar hugs­anir hindra batann.



Í þessu sambandi er mjög mikilvægt að samfélagið fari ekki að kenna einhverjum einstaklingum um þær aðstæður sem hafa skapast. Það gerir engum gott en getur valdið þeim sem smituðust vanlíðan.
Sálfræðingateymi Reykjalundar. Fremri röð: Helma Rut Einarsdóttir, Klara Bragadóttir, Jórunn Edda Óskarsdóttir og Smári Pálsson. Aftari röð: Gunnhildur L. Marteinsdóttir, Rúnar Helgi Andrason, Inga Hrefna Jónsdóttir og Ella Björt Teague.
Aðsend

Lang­flestir kom­ast þó hjá því að fara svo djúpt í van­líðan eftir áfall. En dep­urð og kvíði, jafn­vel mán­uðum sam­an, eru einnig kvillar sem fólk sem fékk COVID-19 er að upp­lifa og á þeim þarf líka að taka að mati Ingu Hrefnu. „Þetta er erfið lífs­reynsla, fólk hefur ein­angr­ast og jafn­vel lent í mik­illi hætt­u,“ segir hún. Þar sem um nýjan og lífs­hættu­legan sjúk­dóm er að ræða, sem stöðugt er fjallað um í frétt­um, er „stór­hætta fyrir hendi á því að fólk fari að ofhugsa og oftúlka og sjái hið versta fyrir sér strax við grein­ing­u“.



Að hennar sögn er mikið unnið með því að hjálpa fólki að kom­ast hjá því að detta í slíkan far­veg og  hvetja það til að taka einn dag í einu. „Því fyrr sem gripið er inn í – því betra.“ Því er að hennar mati mik­il­vægt að fræðslan og stuðn­ing­ur­inn sem fólk fær strax við grein­ingu taki bæði á lík­am­legum og and­legum þátt­um. „Fólk þarf að vita hverju það gæti átt von á, að það megi búast við streitu og kvíða en að þau ein­kenni séu ekki hættu­leg heldur eðli­leg miðað við aðstæð­ur.“

Forð­ast verður víta­hring hugs­ana­skekkju



Svo þarf að að sjá til þess að fólk geti leitað stuðn­ings og aðstoðar svo það byrgi ekki hugs­anir sínar inni og endi í víta­hring hugs­ana­skekkju og rangra hug­mynda. Þessar hug­myndir geta magn­ast upp þar sem margir fara að kenna sjálfum sér um að hafa veikst í stað þess að líta svo á að það að smit­ast af kór­ónu­veirunni geti komið fyrir okkur öll. „Í þessu sam­bandi er mjög mik­il­vægt að sam­fé­lagið fari ekki að kenna ein­hverjum ein­stak­lingum um þær aðstæður sem hafa skap­ast. Það gerir engum gott en getur valdið þeim sem smit­uð­ust van­líð­an. Við þurfum að minna hvert annað á að þetta er eitt­hvað sem allir geta lent í og er ekk­ert til að skamm­ast sín fyr­ir.“



Þeir sem koma til end­ur­hæf­ingar á Reykja­lundi eru skimaðir fyrir kvíða og þung­lyndi og býðst sál­ræn aðstoð sem hluta af sinni með­ferð. Þeir geta einnig sjálfir óskað eftir því að hitta sál­fræð­ing. „Það er ekki bara þung­lyndi og kvíði sem fólk með lang­vinn veik­indi getur upp­lifað heldur líka breyt­ing á líf­inu, að vera allt í einu komið með sjúk­dóm eða eft­ir­köst veik­inda sem þarf að aðlag­ast. Fólk finnur að það getur ekki gert allt það sama og áður og því finnst mörgum erfitt að kyngja og þurfa stuðn­ing til að takast á við það.“



Auglýsing

Heilsu­gæslan er í fram­lín­unni þegar kemur að því að veita aðstoð til þeirra sem fengu COVID-19. Innan hennar starfa sál­fræð­ing­ar. „Þannig að ef ein­hverjir sem fengu COVID-19 eru að glíma við sál­ræn ein­kenni eins og ég hef lýst þá er fyrsta skrefið að hafa sam­band við heilsu­gæslu­stöð,“ segir Inga Hrefna.



Hún minnir á að Alþingi hafi í vor sam­þykkt að fella sál­fræði­með­ferðir undir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga Íslands. Nið­ur­greiðsla á slíkum með­ferðum er þó ekki enn komin til fram­kvæmd­ar. „Þó að það sé búið að fjölga sál­fræð­ingum hjá heilsu­gæsl­unni þá eru þeir enn of fáir til að anna allri eft­ir­spurn. Þess vegna myndi það auð­vitað breyta miklu fyrir fólk að geta leitað til sál­fræð­inga á stofum eins og til sjúkra­þjálf­ara eða ann­arra sér­fræð­inga og fengið kostn­að­inn nið­ur­greidd­an. Það má ekki vera þannig að fólk hiki við að leita sér þess­arar aðstoðar af því að það hafi ekki efni á henni en því miður er það stundum þannig í dag.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal