Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá

Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.

Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hf. áformar að inn­rétta núver­andi eld­is­hús fyr­ir­tæk­is­ins að Vallá á Kjal­ar­nesi með nýjum bún­aði. Um er að ræða palla­skiptan varp­búnað fyrir varp­hænur sem verður til  þess að hægt er að auka fram­leiðslu­getu hús­anna úr 50 þús­und fuglum í 95 þús­und. Að með­al­tali yrðu um 75.000 verp­andi hænur á búinu eftir breyt­ing­arnar og 10.000 yngri fugl­ar. Þetta kemur fram í til­lögu að mats­á­ætlun sem er nú í kynn­ing­ar­ferli hjá Skipu­lags­stofn­un.Fram­kvæmdin er mats­skyld sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum þar sem um er að ræða svo­kallað þaul­eldi ali­fugla með að minnsta kosti 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hæn­ur.Í skýrsl­unni er gerð grein fyrir fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd, þeim val­kostum sem til greina koma, umhverf­is­þáttum sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum og hvernig fram­kvæmda­að­ili hyggst standa að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Drög að til­lög­unni voru kynnt um tveggja vikna skeið í lok árs 2017. Engin athuga­semd barst.

AuglýsingEggjabú hefur verið starf­rækt á jörð­inni Vallá á Kjal­ar­nesi frá árinu 1970. Á árunum 2013 og 2015 voru reist þar tvö ný eld­is­hús sem eru útbúin svoköll­uðum Avi­ar­y-varp­bún­aði en í eldri hús­um, sem eru fjögur tals­ins, hefur eldið farið fram í búrum og með lausa­göngu hæn­anna á rista­gólf­um.Stjörnu­egg áformar nú að ráð­ast í end­ur­nýjun á varp­bún­aði í eldri hús­unum og hætta þar með notkun á búrum og lausa­göngu á rist­um. Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að Avi­ar­y-varp­kerfið sé byggt upp á pöll­um, sem auki „að­gengi­legt gólf­rými fugl­anna miðað við grunn­flöt hús­anna sjálfra. Með þessum breyt­ingum eykst aðgengi­legt rými og húsin geta rúmað fleiri fugla. Að auki bætir þetta aðstöðu til muna, t.d. hvað varðar þrif“.

Hænur í varpbúnaði svipuðum þeim og Stjörnuegg mun nota.Í til­lög­unni kemur enn­fremur fram að með breyt­ingu á bún­aði megi auka fram­leiðslu­getu bús­ins og mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir eggj­um. Þá segir að búið upp­fylli kröfur um aðbúnað ali­fugla.Í til­lög­unni, sem unnin er af verk­fræði­stof­unni Eflu, er áform­uðu fyr­ir­komu­lagi lýst með eft­ir­far­andi hætti: Að breyt­ingum loknum verða alls 12 eld­is­deildir á búinu og hverri deild skipt í rými fyrir að hámarki 4.000 fugla. Verður aðgengi­legt svæði fyrir 8.000-13.360 fugla í deildum bús­ins. Þegar end­ur­bótum og upp­setn­ingu á Avi­ar­y-varp­bún­aði er lokið verður á búinu aðgengi­legt rými fyrir allt að 95.000 fugla á mis­mun­andi vaxt­ar­stig­um.Farið að reglum um vel­ferð ali­fuglaÞar sem nýja varp­kerfið er á pöllum eykst sá fer­metra­fjöldi sem hægt er að halda fugla á og verður sam­tals 6.525 fer­metrar þó grunngólf­flötur sé mun minni. Í til­lög­unni kemur einnig fram að í reglu­gerð um vel­ferð ali­fugla skuli að hámarki vera 9 fuglar innan við 2,4 kíló að þyngd á hvern fer­metra.Sam­kvæmt til­lög­unni fer upp­eldi hænu­unga fram á búum í Sætúni og í Saltvík sem eru í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá Vallá. Ung­hænur eru fluttar 13-18 vikna gamlar í eld­is­húsin á Vallá. Þá tekur við 4-5 vikna vaxt­ar­tími áður en fugl­arnir hefja varp. Heildar dval­ar­tími fugla í húsum á Vallá er um 60 vikur eða rétt rúm­lega ár. Að þeim tíma liðnum er eld­is­lotu lok­ið, eins og það er orð­að, og hræjum fugl­anna komið til urð­unar hjá Sorpu. Síðan eru húsin tæmd, þrifin og sótt­hreins­uð. „Alls líður mán­uður frá því að slát­ur­fugl er fjar­lægður uns nýjar ung­hænur koma inn í hús­in.“3.500 tonn af skítMeðal þeirra umhverf­is­þátta sem fjallað er um í til­lög­unni, og ítar­legri grein verður gerð fyrir í frum­mats­skýrslu sem er næsta skref skipu­lags­ferl­is­ins, er að hænsna­skítur frá eld­is­húsum Vallá sé í dag fluttur á nær­liggj­andi bú, Geld­ingaá í Leir­ár­sveit. Þar er hann not­aður sem áburð­ur. Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hefur gert sam­komu­lag við land­eig­endur Geld­ingaár og hefur til ráð­stöf­unar um 300 hekt­ara lands til að dreifa skítnum auk heima­túna. Aukið magn af hænsna­skít mun falla til frá eggja­bú­inu að Vallá á rekstr­ar­tíma vegna auk­innar fram­leiðslu. Í eld­is­húsi fellur skít­ur­inn niður á færi­band sem flytur hann í gám í enda húss­ins. Þaðan er hann fluttur að Geld­ingaá í Leir­ár­sveit.Að jafn­aði falla að sögn Stjörnu­eggs um 100 grömm af hænsna­skít frá hverjum fugli á dag. Sé miðað við hámarks­nýt­ingu húsa með sam­tals 95.000 fuglum er áætlað árlegt magn skíts um 3.500 tonn.Til­lagan er aðgengi­leg á vef Skipu­lags­stofn­unar. Allir geta kynnt sér til­lög­una og lagt fram athuga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 27. júlí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent