Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá

Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.

Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hf. áformar að inn­rétta núver­andi eld­is­hús fyr­ir­tæk­is­ins að Vallá á Kjal­ar­nesi með nýjum bún­aði. Um er að ræða palla­skiptan varp­búnað fyrir varp­hænur sem verður til  þess að hægt er að auka fram­leiðslu­getu hús­anna úr 50 þús­und fuglum í 95 þús­und. Að með­al­tali yrðu um 75.000 verp­andi hænur á búinu eftir breyt­ing­arnar og 10.000 yngri fugl­ar. Þetta kemur fram í til­lögu að mats­á­ætlun sem er nú í kynn­ing­ar­ferli hjá Skipu­lags­stofn­un.Fram­kvæmdin er mats­skyld sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum þar sem um er að ræða svo­kallað þaul­eldi ali­fugla með að minnsta kosti 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hæn­ur.Í skýrsl­unni er gerð grein fyrir fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd, þeim val­kostum sem til greina koma, umhverf­is­þáttum sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum og hvernig fram­kvæmda­að­ili hyggst standa að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Drög að til­lög­unni voru kynnt um tveggja vikna skeið í lok árs 2017. Engin athuga­semd barst.

AuglýsingEggjabú hefur verið starf­rækt á jörð­inni Vallá á Kjal­ar­nesi frá árinu 1970. Á árunum 2013 og 2015 voru reist þar tvö ný eld­is­hús sem eru útbúin svoköll­uðum Avi­ar­y-varp­bún­aði en í eldri hús­um, sem eru fjögur tals­ins, hefur eldið farið fram í búrum og með lausa­göngu hæn­anna á rista­gólf­um.Stjörnu­egg áformar nú að ráð­ast í end­ur­nýjun á varp­bún­aði í eldri hús­unum og hætta þar með notkun á búrum og lausa­göngu á rist­um. Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að Avi­ar­y-varp­kerfið sé byggt upp á pöll­um, sem auki „að­gengi­legt gólf­rými fugl­anna miðað við grunn­flöt hús­anna sjálfra. Með þessum breyt­ingum eykst aðgengi­legt rými og húsin geta rúmað fleiri fugla. Að auki bætir þetta aðstöðu til muna, t.d. hvað varðar þrif“.

Hænur í varpbúnaði svipuðum þeim og Stjörnuegg mun nota.Í til­lög­unni kemur enn­fremur fram að með breyt­ingu á bún­aði megi auka fram­leiðslu­getu bús­ins og mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir eggj­um. Þá segir að búið upp­fylli kröfur um aðbúnað ali­fugla.Í til­lög­unni, sem unnin er af verk­fræði­stof­unni Eflu, er áform­uðu fyr­ir­komu­lagi lýst með eft­ir­far­andi hætti: Að breyt­ingum loknum verða alls 12 eld­is­deildir á búinu og hverri deild skipt í rými fyrir að hámarki 4.000 fugla. Verður aðgengi­legt svæði fyrir 8.000-13.360 fugla í deildum bús­ins. Þegar end­ur­bótum og upp­setn­ingu á Avi­ar­y-varp­bún­aði er lokið verður á búinu aðgengi­legt rými fyrir allt að 95.000 fugla á mis­mun­andi vaxt­ar­stig­um.Farið að reglum um vel­ferð ali­fuglaÞar sem nýja varp­kerfið er á pöllum eykst sá fer­metra­fjöldi sem hægt er að halda fugla á og verður sam­tals 6.525 fer­metrar þó grunngólf­flötur sé mun minni. Í til­lög­unni kemur einnig fram að í reglu­gerð um vel­ferð ali­fugla skuli að hámarki vera 9 fuglar innan við 2,4 kíló að þyngd á hvern fer­metra.Sam­kvæmt til­lög­unni fer upp­eldi hænu­unga fram á búum í Sætúni og í Saltvík sem eru í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá Vallá. Ung­hænur eru fluttar 13-18 vikna gamlar í eld­is­húsin á Vallá. Þá tekur við 4-5 vikna vaxt­ar­tími áður en fugl­arnir hefja varp. Heildar dval­ar­tími fugla í húsum á Vallá er um 60 vikur eða rétt rúm­lega ár. Að þeim tíma liðnum er eld­is­lotu lok­ið, eins og það er orð­að, og hræjum fugl­anna komið til urð­unar hjá Sorpu. Síðan eru húsin tæmd, þrifin og sótt­hreins­uð. „Alls líður mán­uður frá því að slát­ur­fugl er fjar­lægður uns nýjar ung­hænur koma inn í hús­in.“3.500 tonn af skítMeðal þeirra umhverf­is­þátta sem fjallað er um í til­lög­unni, og ítar­legri grein verður gerð fyrir í frum­mats­skýrslu sem er næsta skref skipu­lags­ferl­is­ins, er að hænsna­skítur frá eld­is­húsum Vallá sé í dag fluttur á nær­liggj­andi bú, Geld­ingaá í Leir­ár­sveit. Þar er hann not­aður sem áburð­ur. Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hefur gert sam­komu­lag við land­eig­endur Geld­ingaár og hefur til ráð­stöf­unar um 300 hekt­ara lands til að dreifa skítnum auk heima­túna. Aukið magn af hænsna­skít mun falla til frá eggja­bú­inu að Vallá á rekstr­ar­tíma vegna auk­innar fram­leiðslu. Í eld­is­húsi fellur skít­ur­inn niður á færi­band sem flytur hann í gám í enda húss­ins. Þaðan er hann fluttur að Geld­ingaá í Leir­ár­sveit.Að jafn­aði falla að sögn Stjörnu­eggs um 100 grömm af hænsna­skít frá hverjum fugli á dag. Sé miðað við hámarks­nýt­ingu húsa með sam­tals 95.000 fuglum er áætlað árlegt magn skíts um 3.500 tonn.Til­lagan er aðgengi­leg á vef Skipu­lags­stofn­unar. Allir geta kynnt sér til­lög­una og lagt fram athuga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 27. júlí.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent