Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá

Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.

Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hf. áformar að inn­rétta núver­andi eld­is­hús fyr­ir­tæk­is­ins að Vallá á Kjal­ar­nesi með nýjum bún­aði. Um er að ræða palla­skiptan varp­búnað fyrir varp­hænur sem verður til  þess að hægt er að auka fram­leiðslu­getu hús­anna úr 50 þús­und fuglum í 95 þús­und. Að með­al­tali yrðu um 75.000 verp­andi hænur á búinu eftir breyt­ing­arnar og 10.000 yngri fugl­ar. Þetta kemur fram í til­lögu að mats­á­ætlun sem er nú í kynn­ing­ar­ferli hjá Skipu­lags­stofn­un.Fram­kvæmdin er mats­skyld sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum þar sem um er að ræða svo­kallað þaul­eldi ali­fugla með að minnsta kosti 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hæn­ur.Í skýrsl­unni er gerð grein fyrir fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd, þeim val­kostum sem til greina koma, umhverf­is­þáttum sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum og hvernig fram­kvæmda­að­ili hyggst standa að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Drög að til­lög­unni voru kynnt um tveggja vikna skeið í lok árs 2017. Engin athuga­semd barst.

AuglýsingEggjabú hefur verið starf­rækt á jörð­inni Vallá á Kjal­ar­nesi frá árinu 1970. Á árunum 2013 og 2015 voru reist þar tvö ný eld­is­hús sem eru útbúin svoköll­uðum Avi­ar­y-varp­bún­aði en í eldri hús­um, sem eru fjögur tals­ins, hefur eldið farið fram í búrum og með lausa­göngu hæn­anna á rista­gólf­um.Stjörnu­egg áformar nú að ráð­ast í end­ur­nýjun á varp­bún­aði í eldri hús­unum og hætta þar með notkun á búrum og lausa­göngu á rist­um. Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að Avi­ar­y-varp­kerfið sé byggt upp á pöll­um, sem auki „að­gengi­legt gólf­rými fugl­anna miðað við grunn­flöt hús­anna sjálfra. Með þessum breyt­ingum eykst aðgengi­legt rými og húsin geta rúmað fleiri fugla. Að auki bætir þetta aðstöðu til muna, t.d. hvað varðar þrif“.

Hænur í varpbúnaði svipuðum þeim og Stjörnuegg mun nota.Í til­lög­unni kemur enn­fremur fram að með breyt­ingu á bún­aði megi auka fram­leiðslu­getu bús­ins og mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir eggj­um. Þá segir að búið upp­fylli kröfur um aðbúnað ali­fugla.Í til­lög­unni, sem unnin er af verk­fræði­stof­unni Eflu, er áform­uðu fyr­ir­komu­lagi lýst með eft­ir­far­andi hætti: Að breyt­ingum loknum verða alls 12 eld­is­deildir á búinu og hverri deild skipt í rými fyrir að hámarki 4.000 fugla. Verður aðgengi­legt svæði fyrir 8.000-13.360 fugla í deildum bús­ins. Þegar end­ur­bótum og upp­setn­ingu á Avi­ar­y-varp­bún­aði er lokið verður á búinu aðgengi­legt rými fyrir allt að 95.000 fugla á mis­mun­andi vaxt­ar­stig­um.Farið að reglum um vel­ferð ali­fuglaÞar sem nýja varp­kerfið er á pöllum eykst sá fer­metra­fjöldi sem hægt er að halda fugla á og verður sam­tals 6.525 fer­metrar þó grunngólf­flötur sé mun minni. Í til­lög­unni kemur einnig fram að í reglu­gerð um vel­ferð ali­fugla skuli að hámarki vera 9 fuglar innan við 2,4 kíló að þyngd á hvern fer­metra.Sam­kvæmt til­lög­unni fer upp­eldi hænu­unga fram á búum í Sætúni og í Saltvík sem eru í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá Vallá. Ung­hænur eru fluttar 13-18 vikna gamlar í eld­is­húsin á Vallá. Þá tekur við 4-5 vikna vaxt­ar­tími áður en fugl­arnir hefja varp. Heildar dval­ar­tími fugla í húsum á Vallá er um 60 vikur eða rétt rúm­lega ár. Að þeim tíma liðnum er eld­is­lotu lok­ið, eins og það er orð­að, og hræjum fugl­anna komið til urð­unar hjá Sorpu. Síðan eru húsin tæmd, þrifin og sótt­hreins­uð. „Alls líður mán­uður frá því að slát­ur­fugl er fjar­lægður uns nýjar ung­hænur koma inn í hús­in.“3.500 tonn af skítMeðal þeirra umhverf­is­þátta sem fjallað er um í til­lög­unni, og ítar­legri grein verður gerð fyrir í frum­mats­skýrslu sem er næsta skref skipu­lags­ferl­is­ins, er að hænsna­skítur frá eld­is­húsum Vallá sé í dag fluttur á nær­liggj­andi bú, Geld­ingaá í Leir­ár­sveit. Þar er hann not­aður sem áburð­ur. Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hefur gert sam­komu­lag við land­eig­endur Geld­ingaár og hefur til ráð­stöf­unar um 300 hekt­ara lands til að dreifa skítnum auk heima­túna. Aukið magn af hænsna­skít mun falla til frá eggja­bú­inu að Vallá á rekstr­ar­tíma vegna auk­innar fram­leiðslu. Í eld­is­húsi fellur skít­ur­inn niður á færi­band sem flytur hann í gám í enda húss­ins. Þaðan er hann fluttur að Geld­ingaá í Leir­ár­sveit.Að jafn­aði falla að sögn Stjörnu­eggs um 100 grömm af hænsna­skít frá hverjum fugli á dag. Sé miðað við hámarks­nýt­ingu húsa með sam­tals 95.000 fuglum er áætlað árlegt magn skíts um 3.500 tonn.Til­lagan er aðgengi­leg á vef Skipu­lags­stofn­unar. Allir geta kynnt sér til­lög­una og lagt fram athuga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 27. júlí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent