Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá

Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.

Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hf. áformar að inn­rétta núver­andi eld­is­hús fyr­ir­tæk­is­ins að Vallá á Kjal­ar­nesi með nýjum bún­aði. Um er að ræða palla­skiptan varp­búnað fyrir varp­hænur sem verður til  þess að hægt er að auka fram­leiðslu­getu hús­anna úr 50 þús­und fuglum í 95 þús­und. Að með­al­tali yrðu um 75.000 verp­andi hænur á búinu eftir breyt­ing­arnar og 10.000 yngri fugl­ar. Þetta kemur fram í til­lögu að mats­á­ætlun sem er nú í kynn­ing­ar­ferli hjá Skipu­lags­stofn­un.Fram­kvæmdin er mats­skyld sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum þar sem um er að ræða svo­kallað þaul­eldi ali­fugla með að minnsta kosti 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hæn­ur.Í skýrsl­unni er gerð grein fyrir fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd, þeim val­kostum sem til greina koma, umhverf­is­þáttum sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum og hvernig fram­kvæmda­að­ili hyggst standa að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Drög að til­lög­unni voru kynnt um tveggja vikna skeið í lok árs 2017. Engin athuga­semd barst.

AuglýsingEggjabú hefur verið starf­rækt á jörð­inni Vallá á Kjal­ar­nesi frá árinu 1970. Á árunum 2013 og 2015 voru reist þar tvö ný eld­is­hús sem eru útbúin svoköll­uðum Avi­ar­y-varp­bún­aði en í eldri hús­um, sem eru fjögur tals­ins, hefur eldið farið fram í búrum og með lausa­göngu hæn­anna á rista­gólf­um.Stjörnu­egg áformar nú að ráð­ast í end­ur­nýjun á varp­bún­aði í eldri hús­unum og hætta þar með notkun á búrum og lausa­göngu á rist­um. Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að Avi­ar­y-varp­kerfið sé byggt upp á pöll­um, sem auki „að­gengi­legt gólf­rými fugl­anna miðað við grunn­flöt hús­anna sjálfra. Með þessum breyt­ingum eykst aðgengi­legt rými og húsin geta rúmað fleiri fugla. Að auki bætir þetta aðstöðu til muna, t.d. hvað varðar þrif“.

Hænur í varpbúnaði svipuðum þeim og Stjörnuegg mun nota.Í til­lög­unni kemur enn­fremur fram að með breyt­ingu á bún­aði megi auka fram­leiðslu­getu bús­ins og mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir eggj­um. Þá segir að búið upp­fylli kröfur um aðbúnað ali­fugla.Í til­lög­unni, sem unnin er af verk­fræði­stof­unni Eflu, er áform­uðu fyr­ir­komu­lagi lýst með eft­ir­far­andi hætti: Að breyt­ingum loknum verða alls 12 eld­is­deildir á búinu og hverri deild skipt í rými fyrir að hámarki 4.000 fugla. Verður aðgengi­legt svæði fyrir 8.000-13.360 fugla í deildum bús­ins. Þegar end­ur­bótum og upp­setn­ingu á Avi­ar­y-varp­bún­aði er lokið verður á búinu aðgengi­legt rými fyrir allt að 95.000 fugla á mis­mun­andi vaxt­ar­stig­um.Farið að reglum um vel­ferð ali­fuglaÞar sem nýja varp­kerfið er á pöllum eykst sá fer­metra­fjöldi sem hægt er að halda fugla á og verður sam­tals 6.525 fer­metrar þó grunngólf­flötur sé mun minni. Í til­lög­unni kemur einnig fram að í reglu­gerð um vel­ferð ali­fugla skuli að hámarki vera 9 fuglar innan við 2,4 kíló að þyngd á hvern fer­metra.Sam­kvæmt til­lög­unni fer upp­eldi hænu­unga fram á búum í Sætúni og í Saltvík sem eru í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá Vallá. Ung­hænur eru fluttar 13-18 vikna gamlar í eld­is­húsin á Vallá. Þá tekur við 4-5 vikna vaxt­ar­tími áður en fugl­arnir hefja varp. Heildar dval­ar­tími fugla í húsum á Vallá er um 60 vikur eða rétt rúm­lega ár. Að þeim tíma liðnum er eld­is­lotu lok­ið, eins og það er orð­að, og hræjum fugl­anna komið til urð­unar hjá Sorpu. Síðan eru húsin tæmd, þrifin og sótt­hreins­uð. „Alls líður mán­uður frá því að slát­ur­fugl er fjar­lægður uns nýjar ung­hænur koma inn í hús­in.“3.500 tonn af skítMeðal þeirra umhverf­is­þátta sem fjallað er um í til­lög­unni, og ítar­legri grein verður gerð fyrir í frum­mats­skýrslu sem er næsta skref skipu­lags­ferl­is­ins, er að hænsna­skítur frá eld­is­húsum Vallá sé í dag fluttur á nær­liggj­andi bú, Geld­ingaá í Leir­ár­sveit. Þar er hann not­aður sem áburð­ur. Fyr­ir­tækið Stjörnu­egg hefur gert sam­komu­lag við land­eig­endur Geld­ingaár og hefur til ráð­stöf­unar um 300 hekt­ara lands til að dreifa skítnum auk heima­túna. Aukið magn af hænsna­skít mun falla til frá eggja­bú­inu að Vallá á rekstr­ar­tíma vegna auk­innar fram­leiðslu. Í eld­is­húsi fellur skít­ur­inn niður á færi­band sem flytur hann í gám í enda húss­ins. Þaðan er hann fluttur að Geld­ingaá í Leir­ár­sveit.Að jafn­aði falla að sögn Stjörnu­eggs um 100 grömm af hænsna­skít frá hverjum fugli á dag. Sé miðað við hámarks­nýt­ingu húsa með sam­tals 95.000 fuglum er áætlað árlegt magn skíts um 3.500 tonn.Til­lagan er aðgengi­leg á vef Skipu­lags­stofn­unar. Allir geta kynnt sér til­lög­una og lagt fram athuga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 27. júlí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent