Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn

Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.

Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Auglýsing

Alls fækk­aði störfum í ferða­þjón­ust­unni um 55%  á öðrum árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Á sama tíma hefur störfum í sjáv­ar­út­vegi hins vegar fjölgað um 52% og störfum í annarri sér­hæfðri þjón­ustu nær tvö­fald­ast. Þetta kemur fram í gögnum úr starfa­skrán­ingu Hag­stofu Íslands. 

Störfum í ferða­þjón­ustu og fram­leiðslu fækkar mest

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í vik­unni voru um 27 þús­und færri störf á öðrum árs­fjórð­ungi í ár miðað við annan árs­fjórð­ung í fyrra. Mest fækk­aði störfum í ferða­þjón­ustu, eða um 16.800 tals­ins. Einnig minnk­uðu aðrir geirar tölu­vert í vor miðað við árið á und­an, en á því tíma­bili fækk­aði fram­leiðslu­störfum um rúm­lega tíu þús­und auk þess sem bygg­ing­ar­störfum fækk­aði um tæp­lega fimm þús­und. 

Samkvæmt myndinni hefur störfum fækkað nokkuð í ferðaþjónustu, framleiðslu og byggingastarfsemi, en fjölgað í sjávarútvegi og öðrum þjónustugreinum en ferðaþjónustu. Heimild: Hagstofan

Ekki finna þó allar atvinnu­greinar fyrir jafn­mik­illi fækkun starfa, líkt og sést á mynd­inni hér að ofan. Á meðan störfum í flestum geirum hefur fækkað umtal­st­vert á síð­ustu tólf mán­uðum hefur sjáv­ar­út­veg­ur­inn bætt við sig 2.500 störf­um, en það er fjölgun á við 55%. 

Auk þess störf­uðu tæp­lega sex þús­und fleiri við ýmsa sér­hæfða þjón­ustu, að ferða­þjón­ustu und­an­skil­inni, milli vor­mán­aða 2019 og 2020, en við það hefur sá geiri næstum því tvö­fald­ast.

Auglýsing

Lítil fækkun starfa í sjáv­ar­út­vegi eftir COVID

Störfum í ferða­þjón­ust­unni fór að fækka á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs, eftir að hafa náð hápunkti undir lok síð­asta sum­ars þegar greinin taldi rúm­lega 33 þús­und störf. Eftir það hefur störfum í grein­inni fækkað með jöfnum hraða síð­ustu þrjá árs­fjórð­unga, en nú er talið að tæp­lega 14 þús­und störf séu eft­ir. 

Á sama tíma fjölg­aði störfum í sjáv­ar­út­vegi úr tæp­lega 4 þús­undum í fyrra­sumar í nær 8 þús­und í byrjun þessa árs, en stör­f­unum fækk­aði svo lít­il­lega á milli fyrsta og ann­ars árs­fjórð­ungs þessa árs, þegar efna­hags­leg áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins gerðu fyrst vart við sig. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent