Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn

Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.

Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Auglýsing

Alls fækk­aði störfum í ferða­þjón­ust­unni um 55%  á öðrum árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Á sama tíma hefur störfum í sjáv­ar­út­vegi hins vegar fjölgað um 52% og störfum í annarri sér­hæfðri þjón­ustu nær tvö­fald­ast. Þetta kemur fram í gögnum úr starfa­skrán­ingu Hag­stofu Íslands. 

Störfum í ferða­þjón­ustu og fram­leiðslu fækkar mest

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í vik­unni voru um 27 þús­und færri störf á öðrum árs­fjórð­ungi í ár miðað við annan árs­fjórð­ung í fyrra. Mest fækk­aði störfum í ferða­þjón­ustu, eða um 16.800 tals­ins. Einnig minnk­uðu aðrir geirar tölu­vert í vor miðað við árið á und­an, en á því tíma­bili fækk­aði fram­leiðslu­störfum um rúm­lega tíu þús­und auk þess sem bygg­ing­ar­störfum fækk­aði um tæp­lega fimm þús­und. 

Samkvæmt myndinni hefur störfum fækkað nokkuð í ferðaþjónustu, framleiðslu og byggingastarfsemi, en fjölgað í sjávarútvegi og öðrum þjónustugreinum en ferðaþjónustu. Heimild: Hagstofan

Ekki finna þó allar atvinnu­greinar fyrir jafn­mik­illi fækkun starfa, líkt og sést á mynd­inni hér að ofan. Á meðan störfum í flestum geirum hefur fækkað umtal­st­vert á síð­ustu tólf mán­uðum hefur sjáv­ar­út­veg­ur­inn bætt við sig 2.500 störf­um, en það er fjölgun á við 55%. 

Auk þess störf­uðu tæp­lega sex þús­und fleiri við ýmsa sér­hæfða þjón­ustu, að ferða­þjón­ustu und­an­skil­inni, milli vor­mán­aða 2019 og 2020, en við það hefur sá geiri næstum því tvö­fald­ast.

Auglýsing

Lítil fækkun starfa í sjáv­ar­út­vegi eftir COVID

Störfum í ferða­þjón­ust­unni fór að fækka á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs, eftir að hafa náð hápunkti undir lok síð­asta sum­ars þegar greinin taldi rúm­lega 33 þús­und störf. Eftir það hefur störfum í grein­inni fækkað með jöfnum hraða síð­ustu þrjá árs­fjórð­unga, en nú er talið að tæp­lega 14 þús­und störf séu eft­ir. 

Á sama tíma fjölg­aði störfum í sjáv­ar­út­vegi úr tæp­lega 4 þús­undum í fyrra­sumar í nær 8 þús­und í byrjun þessa árs, en stör­f­unum fækk­aði svo lít­il­lega á milli fyrsta og ann­ars árs­fjórð­ungs þessa árs, þegar efna­hags­leg áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins gerðu fyrst vart við sig. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Norðurál telur Landsvirkjun misnota stöðu sína og leitar til Samkeppniseftirlitsins
Norðurál telur að Landsvirkjun hafi „sem markaðsráðandi aðili á markaði með skammtímaorku misnotað stöðu sína gagnvart Norðuráli með því að krefjast ósanngjarns og óhóflegs endurgjalds fyrir umframorku“ og leitar eftir áliti frá SKE um málið.
Kjarninn 21. október 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent