Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn

Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.

Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Auglýsing

Alls fækkaði störfum í ferðaþjónustunni um 55%  á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil árið á undan. Á sama tíma hefur störfum í sjávarútvegi hins vegar fjölgað um 52% og störfum í annarri sérhæfðri þjónustu nær tvöfaldast. Þetta kemur fram í gögnum úr starfaskráningu Hagstofu Íslands. 

Störfum í ferðaþjónustu og framleiðslu fækkar mest

Líkt og Kjarninn greindi frá fyrr í vikunni voru um 27 þúsund færri störf á öðrum ársfjórðungi í ár miðað við annan ársfjórðung í fyrra. Mest fækkaði störfum í ferðaþjónustu, eða um 16.800 talsins. Einnig minnkuðu aðrir geirar töluvert í vor miðað við árið á undan, en á því tímabili fækkaði framleiðslustörfum um rúmlega tíu þúsund auk þess sem byggingarstörfum fækkaði um tæplega fimm þúsund. 

Samkvæmt myndinni hefur störfum fækkað nokkuð í ferðaþjónustu, framleiðslu og byggingastarfsemi, en fjölgað í sjávarútvegi og öðrum þjónustugreinum en ferðaþjónustu. Heimild: Hagstofan

Ekki finna þó allar atvinnugreinar fyrir jafnmikilli fækkun starfa, líkt og sést á myndinni hér að ofan. Á meðan störfum í flestum geirum hefur fækkað umtalstvert á síðustu tólf mánuðum hefur sjávarútvegurinn bætt við sig 2.500 störfum, en það er fjölgun á við 55%. 

Auk þess störfuðu tæplega sex þúsund fleiri við ýmsa sérhæfða þjónustu, að ferðaþjónustu undanskilinni, milli vormánaða 2019 og 2020, en við það hefur sá geiri næstum því tvöfaldast.

Auglýsing

Lítil fækkun starfa í sjávarútvegi eftir COVID

Störfum í ferðaþjónustunni fór að fækka á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eftir að hafa náð hápunkti undir lok síðasta sumars þegar greinin taldi rúmlega 33 þúsund störf. Eftir það hefur störfum í greininni fækkað með jöfnum hraða síðustu þrjá ársfjórðunga, en nú er talið að tæplega 14 þúsund störf séu eftir. 

Á sama tíma fjölgaði störfum í sjávarútvegi úr tæplega 4 þúsundum í fyrrasumar í nær 8 þúsund í byrjun þessa árs, en störfunum fækkaði svo lítillega á milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs, þegar efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins gerðu fyrst vart við sig. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent