Enn ein rannsóknin á brunanum í Scandinavian Star

Danskir þingmenn krefjast nú nýrrar rannsóknar á brunanum í farþega- og bílaferjunni Scandinavian Star árið 1990. Nýlega komu í ljós alvarlegar brotalamir varðandi rannsókn eldsvoðans sem kostaði 159 mannslíf.

Scandinavian Star hér við bryggju í Lysekil í Svíþjóð. Þangað var skipið dregið brennandi
Scandinavian Star hér við bryggju í Lysekil í Svíþjóð. Þangað var skipið dregið brennandi
Auglýsing

Brun­inn í Scand­in­av­ian Star árið 1990 hefur iðu­lega verið nefndur stærsta morð­gáta á Norð­ur­lönd­um. Og ekki bara stærsta, heldur stærsta óleysta morð­gát­an. Ætíð er talað um dauða þeirra 159 sem lét­ust af völdum brun­ans sem morð en full­víst er talið að elds­voð­inn í skip­inu hafi verið af manna­völd­um.

Skipið var smíðað í Frakk­landi árið 1971, hét þá Massal­ia. Var í senn far­þega- og bíla­ferja, gat tekið tæp­lega 900 far­þega og allt að 250 bíla. Árið 1984 fékk skipið nýtt nafn, Scand­in­av­ian Star, þá var það í sigl­ingum á milli St. Pét­urs­borgar og Mexíkó. Í mars­mán­uði árið 1990 tóku nýir eig­endur við skip­inu, ætl­unin var að það myndi sigla milli Óslóar og Frederiks­havn á Norð­ur­-Jót­landi. Nýjum eig­endum lá mikið á að koma skip­inu í notkun en aug­lýst hafði verið að reglu­bundnar sigl­ingar milli Nor­egs og Dan­merkur hæfust 1. apr­íl, innan við mán­uði eftir eig­enda­skipt­in. Tím­inn var því naum­ur, nýju eig­end­urnir ákváðu að end­ur­nýja margt, einkum í far­þega­rýmum skips­ins, þar sem ýmis­legt var orðið „lú­ið“. Jafn­framt þurfti ýmsu að breyta, meðal ann­ars hafði verið spila­víti á einni hæð­inni. Það var því í mörg horn að líta og síðar kom í ljós að ýmis­legt hafði farið úrskeiðis í flýtinum.

Óhappafleyta

Happafley er orð sem iðu­lega er notað um skip, sem aldrei lendir í óhöppum og ætíð skilar öllum heilum í höfn. Scand­in­av­ian Star var ekki í þeim hópi. Árið 1985 kvikn­aði eldur út frá djúp­steik­ing­ar­potti, eng­inn slas­að­ist en tals­vert tjón varð í eld­hús­inu. Í byrjun mars 1988 kvikn­aði eldur í vél­ar­rúmi skips­ins, orsökin talin sprungin vökva­leiðsla. Áhöfn­inni tókst að ráða nið­ur­lögum elds­ins, sem olli ekki miklu tjóni. Nokkrum dögum síð­ar, 15. mars 1988, varð aftur laus eldur í vél­ar­rúmi skips­ins sem þá var skammt undan ströndum Mexíkó. Um borð voru 439 far­þegar og 268 manna áhöfn. Öllum var bjargað frá borði, en eftir á sögðu far­þegar frá því að áhöfnin hefði ekki kunnað til verka og  tungu­mála­erf­ið­leikar hefðu valdið mis­skiln­ingi. Fjórði brun­inn um borð í  þessu óhappafleyi fékk ekki jafn far­sælan endi.

Áhöfnin kunni lítt til verka

Eins og áður var nefnt komst Scand­in­av­ian Star í hendur nýrra eig­enda í mars 1990. Þá hafði verið ákveðið að ferjan myndi sigla milli Óslóar og Frederiks­havn. Áhöfn­in, sem var nán­ast öll ný, fékk ein­ungis nokkra daga til und­ir­bún­ings en venju­lega tekur átta til tíu vikur að þjálfa nýja áhöfn. Kenna áhöfn­inni á skip­ið, ekki síst varð­andi öryggi. Hver á að gera hvað ef skyndi­lega þarf að yfir­gefa skip­ið, hvar eru björg­un­ar­bátar stað­sett­ir, hvar eru eld­varn­ar­dyr sem á að loka, ef svo ber und­ir? Þessu og ótal­mörgu öðru þarf áhöfnin að kunna skil á. Og til þess eru örfáir dagar ekki nægj­an­leg­ir, eins og glögg­lega kom í ljós aðfara­nótt 7. apríl 1990. 

Fjórir brun­ar, 159 manns­líf

Scand­in­av­ian Star lagði úr höfn í Ósló föstu­dags­kvöldið 6. apríl 1990. Stór hluti far­þeg­anna var fjöl­skyldu­fólk á leið í páska­frí, og höfðu litlar áhyggjur þótt brott­för seink­aði um tvær klukku­stund­ir. Um mið­nætti höfðu flestir far­þegar tekið á sig náð­ir.  

Skömmu fyrir klukkan tvö um nótt­ina sáu far­þegar að á fjórða þil­fari log­aði í teppum og sæng­ur­fatn­aði. Fljót­lega tókst að slökkva þann eld sem greini­lega var, að sögn vitna, af manna­völd­um.

Auglýsing

Átta mín­útum eftir að fyrsti eld­ur­inn upp­götv­að­ist varð elds vart á far­þega­gangi á öðru þil­fari, þessi eldur var síðar kall­aður eldur númer tvö. Þar var verið að stand­setja far­þega­klef­ana og því engir far­þegar á þeim gangi. Eld­ur­inn breidd­ist mjög hratt út og ban­eitr­aður reykur og gufur áttu greiða leið um ganga þar sem eld­varn­ar­dyr stóðu allar opn­ar. Í skýrslu vegna brun­ans var full­yrt að á fyrsta hálf­tím­anum eftir að eld­ur­inn (númer tvö) kvikn­aði hefðu 158 manns lát­ist, einn til við­bótar lést síðar á sjúkra­húsi. Síðar kvikn­uðu tveir eldar til við­bót­ar, sá fjórði eftir að skipið hafði verið dregið til hafnar í Lysekil í Sví­þjóð.

Í pistli sem birt­ist hér í Kjarn­anum í febr­úar 2016 undir heit­inu „Tekst loks að upp­lýsa stærstu morð­gátu á Norð­ur­lönd­um“ má lesa ítar­lega frá­sögn af brun­anum og eft­ir­málum hans. Í þeim pistli var greint frá því að rann­sókn, ein margra sem fram hafa far­ið, hefði verið fyr­ir­skip­uð. Rann­sókn­ar­nefnd­inni, sem var á vegum norsku lög­regl­unn­ar, var ætlað að kom­ast að því hver bæri ábyrgð á elds­voð­anum og hver hefði kveikt í. Þeirri rann­sókn lauk árið 2017 og er skemmst frá því að segja að líkt og í fyrri rann­sóknum var nið­ur­staðan að ekki hefði tek­ist að upp­lýsa mál­ið. Norska lög­reglan lagði þetta mál  á hill­una, flokkað sem óupp­lýst. En mál­inu var ekki lokið þar með og í apríl á síð­asta ári sam­þykkti danska þingið að hvað Dan­mörk varð­aði myndi Scand­in­av­ian Star málið ekki fyrn­ast og ef nýjar upp­lýs­ingar kæmu fram yrði lagt mat á mik­il­vægi þeirra, eins og ráð­herra komst að orði. Í bréfi dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til dóms­mála­nefndar þings­ins, Fol­ket­in­get, sagði að lög­reglan hefði rann­sakað hvort Scand­in­av­ian Star hefði verið tryggt fyrir um það bil tvö­falt raun­virði skips­ins. Í bréfi ráðu­neyt­is­ins kom fram að ekki væri hægt að sýna fram á að skipið hefði verið oftryggt (over­forsikret), en því hafði reyndar margoft verið haldið fram.

Fyrr­ver­andi lög­reglu­þjónar segja frá

Í byrjun þessa mán­aðar birti danska dag­blaðið Politi­ken frá­sögn tveggja fyrr­ver­andi  yfir­manna í dönsku lög­regl­unni, þeir eru nú komnir á eft­ir­laun. Ummæli þeirra vöktu mikla athygli en þau stang­ast á við full­yrð­ingar dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins sem getið var um hér að fram­an. 

Rétt er að nefna að eftir brun­ann í Scand­in­av­ian Star árið 1990 ákváðu norsk, sænsk og dönsk yfir­völd að skipta með sér rann­sókn­inni á brun­an­um. Norð­menn skildu rann­saka upp­tök og orsakir, Svíar myndu ann­ast rann­sókn­ina á skip­inu sjálfu og Danir öryggi­mál um borð í skip­inu og enn­fremur trygg­inga­mál þess og eig­enda­sögu.

Í frá­sögn lög­reglu­þjón­anna fyrr­ver­andi kom fram að danska lög­reglan hefði ekki lagt áherslu á, og ekki gert neitt, varð­andi rann­sókn eig­enda- og trygg­inga­mál­anna, það hefði að mati þeirra dönsku verið á könnu Norð­manna. Það var þessi frá­sögn sem vakti mikla athygli danskra þing­manna. Peter Skaar­up, tals­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins í dóms­mál­um, sagð­ist hafa hrokkið við þegar hann las frá­sögn lög­reglu­þjón­anna ,,það að ráðu­neytið sendi frá sér rangar upp­lýs­ingar í jafn mik­il­vægu máli nær engri átt, og við þing­menn krefj­umst þess að fá botn í mál­ið“. Og nú er Scand­in­av­ian Star komið til kasta danska þings­ins. 

Auglýsing

Eftir þrjá daga (21.10) fer fram opin umræða (hør­ing) í danska þing­inu. Þar mætir fjöldi fólks og svarar spurn­ingum þing­manna, varð­andi Scand­in­av­ian Star og athygl­inni beint að trygg­inga­málum skips­ins. Síðar verður málið rætt í fyr­ir­spurna­tíma þings­ins. Þar á rík­is­stjórnin að upp­lýsa þing­heim um stöðu máls­ins og hvað stjórnin hygg­ist gera til að fá botn í hvað snúi upp og niður í trygg­inga­málum Scand­in­av­ian Star þegar brun­inn varð. Hvort um trygg­inga­svik hafi verið að ræða og hvort brun­inn hafi bein­línis verið skipu­lagður í gróða­skyni. Í umfjöllun Politi­ken síð­ustu daga hafa þing­menn sagt aug­ljóst að framundan sé enn ein rann­sóknin vegna Scand­in­av­ian Star. Danskur þing­maður sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði, í við­tali við danska útvarp­ið, DR, þá stað­reynd að trygg­inga­upp­hæð skips­ins hefði verið hækkuð um 100 pró­sent nokkrum dögum fyrir brun­ann, og þannig langt yfir raun­virði veki óneit­an­lega grun­semd­ir.

Flókin eig­enda­saga   

Viku fyrir brun­ann urðu eig­enda­skipti á Scand­in­av­ian Star. Þá keypti banda­rísk útgerð skip­ið. Sama dag var Dan­inn Niels- Erik Lund skráður eig­andi og annar Dani, Hen­rik Johan­sen, var síðan skráður eig­andi skips­ins nokkrum dögum síð­ar. Danskir dóm­arar töldu að Hen­rik Johan­sen hefði í raun átt skipið þegar brun­inn varð. Eftir rétt­ar­höld í Kaup­manna­höfn árið 1993 hlaut hann sex mán­aða dóm, vegna ófull­nægj­andi bruna­varna um borð í skip­inu. Norskur dóm­stóll komst hins­vegar að því, árið 2011 að eig­and­inn, þegar skipið brann, hefði verið Niels-Erik Lund.

Eins og nefnt var hér að framan er næsta víst að innan tíðar hefst enn ein rann­sóknin á brun­anum um borð í Scand­in­av­ian Star í apríl 1990. Hver nið­ur­staða þeirrar rann­sóknar verður leiðir tím­inn í ljós. 

Við þetta má svo bæta að Scand­in­av­ian Star var end­ur­byggt eftir brun­ann en var selt í brota­járn árið 2004.

Að lokum má geta þess að um Scand­in­av­ian Star, og brun­ann hafa verið skrif­aðar að minnsta kosti tíu bækur og enn­fremur hafa verið gerðir margir sjón­varps- og útvarps­þættir um þessa óhappafleytu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar