Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra

Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.

1. maí 2019
Auglýsing

Alls námu fjár­­­magnstekjur lands­­manna 141,7 millj­­örðum króna á síð­­asta ári. Þær juk­ust um 3,9 millj­arða króna á milli ára eftir að hafa dreg­ist saman á árinu 2018 um 28,2 millj­arða króna.

Þær tæp­lega 23 þús­und fjöl­skyldur sem mynda saman rík­ustu tíund lands­ins afla þorra fjár­magnstekna, sem eru allar vaxta­­tekjur auk sölu­hagn­að­­ar, arðs og tekna af atvinn­u­­rekstri. Í fyrra tók hún til sín 99,8 millj­arða króna í fjár­magnstekjur eða um 70,5 pró­sent allra slíka tekna. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hag­­stofu Íslands um eignir og skuldir lands­­manna sem birtar voru í lið­inni viku. 

Lands­­menn eiga enn langt í land með að ná þeim met­hæðum í upp­­­gefnum fjár­­­magnstekjum sam­­kvæmt skatt­fram­­tölum sem voru við lýði fyrir banka­hrun. Árið 2006 var heild­­ar­um­­fang slíkra tekna 172 millj­­arðar króna og árið 2007, sem enn er metár yfir upp­­­gefnar fjár­­­magnstekjur í Íslands­­­sög­unni, voru þær 262,7 millj­­arðar króna. Það ár rataði um 82 pró­­sent fjár­­­magnstekna til þeirra tíu pró­­sent lands­­manna sem höfðu hæstu tekj­­urn­­ar.

Auglýsing
Skattur á fjár­­­magnstekjur er umtals­vert lægri en á launa­­tekj­­ur. Stað­greiðsla skatta á launa­­tekjur í fyrra var á á bil­inu 35,04 til 46,24 pró­­sent að útsvari með­­­töldu en fjár­­­magnstekju­skattur var hækk­­aður upp í 22 pró­­sent í byrjun árs 2018.

Eigið fé í fyrsta sinn meira en fimm þús­und millj­arðar

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að eigið fé Íslend­inga, það sem stendur eftir þegar búið er að draga skuldir frá eign­um, hafi hækkað um 433 millj­arða króna í fyrra. Það er tölu­vert minna en sú hækkun sem varð á árunum 2017 (760 millj­arðar króna) og 2018 (641 millj­arðar króna), en vert er að taka fram að á þeim árum varð mesta hækkun sem átt hefur sér stað á vexti á eigin fé frá því að Hag­stofa Íslands hóf að halda utan um þær töl­ur.

Upp­gangur síð­ustu ára hefur skilað því að eigið fé lands­­manna, eignir þeirra þegar búið er að draga skuldir frá, hefur farið úr því að vera 1.565 millj­­arðar króna í lok árs 2010 í að vera 5.176 millj­arðar krókna um síð­ustu ára­mót. Það hefur aldrei verið meira og er nú í fyrsta sinn yfir fimm þús­und millj­arðar króna.

Mest fer til þeirra sem eiga mest

Á þessu tíma­bili, frá byrjun árs 2011 og út síð­asta ár, hafa orðið til 3.612 nýir millj­arðar króna í íslensku sam­fé­lagi. Þorri þeirrar upp­hæð­ar, 1.577 millj­arðar króna, hafa farið til þeirra tíu pró­sent lands­manna sem eiga mest, alls 22.697 fjöl­skyldna, eða tæp­lega 44 pró­sent.

Í fyrra jókst auður þessa hóps um 198 millj­arða króna á á síð­ustu þremur árum hefur hann vaxið um 865 millj­arða króna. Á sama tíma hefur heild­ar­auður lands­manna auk­ist um 1.833 millj­arða króna. Því hefur um 47 pró­sent af því nýja eigin fé sem orðið hefur til á Íslandi á árunum 2017, 2018 og 2019 farið til þeirrar tíundar sem átti mest fyr­ir. 

Sá hópur átti rúm­lega 56 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna um síð­ustu ára­mót, eða alls 2.927 millj­arða króna. Þar á meðal er tæp­lega helm­ingur alls eigin fjár í fast­eignum sem til er í land­inu og rúm­lega helm­ingur allra inn­lána.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent