Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra

Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.

1. maí 2019
Auglýsing

Alls námu fjár­­­magnstekjur lands­­manna 141,7 millj­­örðum króna á síð­­asta ári. Þær juk­ust um 3,9 millj­arða króna á milli ára eftir að hafa dreg­ist saman á árinu 2018 um 28,2 millj­arða króna.

Þær tæp­lega 23 þús­und fjöl­skyldur sem mynda saman rík­ustu tíund lands­ins afla þorra fjár­magnstekna, sem eru allar vaxta­­tekjur auk sölu­hagn­að­­ar, arðs og tekna af atvinn­u­­rekstri. Í fyrra tók hún til sín 99,8 millj­arða króna í fjár­magnstekjur eða um 70,5 pró­sent allra slíka tekna. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hag­­stofu Íslands um eignir og skuldir lands­­manna sem birtar voru í lið­inni viku. 

Lands­­menn eiga enn langt í land með að ná þeim met­hæðum í upp­­­gefnum fjár­­­magnstekjum sam­­kvæmt skatt­fram­­tölum sem voru við lýði fyrir banka­hrun. Árið 2006 var heild­­ar­um­­fang slíkra tekna 172 millj­­arðar króna og árið 2007, sem enn er metár yfir upp­­­gefnar fjár­­­magnstekjur í Íslands­­­sög­unni, voru þær 262,7 millj­­arðar króna. Það ár rataði um 82 pró­­sent fjár­­­magnstekna til þeirra tíu pró­­sent lands­­manna sem höfðu hæstu tekj­­urn­­ar.

Auglýsing
Skattur á fjár­­­magnstekjur er umtals­vert lægri en á launa­­tekj­­ur. Stað­greiðsla skatta á launa­­tekjur í fyrra var á á bil­inu 35,04 til 46,24 pró­­sent að útsvari með­­­töldu en fjár­­­magnstekju­skattur var hækk­­aður upp í 22 pró­­sent í byrjun árs 2018.

Eigið fé í fyrsta sinn meira en fimm þús­und millj­arðar

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að eigið fé Íslend­inga, það sem stendur eftir þegar búið er að draga skuldir frá eign­um, hafi hækkað um 433 millj­arða króna í fyrra. Það er tölu­vert minna en sú hækkun sem varð á árunum 2017 (760 millj­arðar króna) og 2018 (641 millj­arðar króna), en vert er að taka fram að á þeim árum varð mesta hækkun sem átt hefur sér stað á vexti á eigin fé frá því að Hag­stofa Íslands hóf að halda utan um þær töl­ur.

Upp­gangur síð­ustu ára hefur skilað því að eigið fé lands­­manna, eignir þeirra þegar búið er að draga skuldir frá, hefur farið úr því að vera 1.565 millj­­arðar króna í lok árs 2010 í að vera 5.176 millj­arðar krókna um síð­ustu ára­mót. Það hefur aldrei verið meira og er nú í fyrsta sinn yfir fimm þús­und millj­arðar króna.

Mest fer til þeirra sem eiga mest

Á þessu tíma­bili, frá byrjun árs 2011 og út síð­asta ár, hafa orðið til 3.612 nýir millj­arðar króna í íslensku sam­fé­lagi. Þorri þeirrar upp­hæð­ar, 1.577 millj­arðar króna, hafa farið til þeirra tíu pró­sent lands­manna sem eiga mest, alls 22.697 fjöl­skyldna, eða tæp­lega 44 pró­sent.

Í fyrra jókst auður þessa hóps um 198 millj­arða króna á á síð­ustu þremur árum hefur hann vaxið um 865 millj­arða króna. Á sama tíma hefur heild­ar­auður lands­manna auk­ist um 1.833 millj­arða króna. Því hefur um 47 pró­sent af því nýja eigin fé sem orðið hefur til á Íslandi á árunum 2017, 2018 og 2019 farið til þeirrar tíundar sem átti mest fyr­ir. 

Sá hópur átti rúm­lega 56 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna um síð­ustu ára­mót, eða alls 2.927 millj­arða króna. Þar á meðal er tæp­lega helm­ingur alls eigin fjár í fast­eignum sem til er í land­inu og rúm­lega helm­ingur allra inn­lána.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent