Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð

Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.

Mótmæli
Auglýsing

Yfir 25 þús­und manns hafa nú ritað nafn sitt á und­ir­­skrifta­lista þar sem þess er kraf­ist að Alþingi virði nið­­­ur­­­stöðu þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðsl­unnar 20. októ­ber 2012 og lög­­­­­festi nýju stjórn­­­­­ar­­­skrána. 

Þar með hafa for­svars­menn und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar náð upp­haf­legu mark­miði sínu, að safna yfir 25 þús­und und­ir­skrift­um, eða yfir tíu pró­sent kjós­enda. Sam­kvæmt nýju stjórn­ar­skránni hefði sá fjöldi verið nægj­an­legur til að leggja fram frum­varp á Alþing­i. 

Enn er tæpur mán­uður eftir af söfn­un­inni, sem stendur til 19. októ­ber næst­kom­and­i. 

Kosið var um til­­lögur stjórn­­laga­ráðs um nýja stjórn­­­ar­­skrá þann 20. októ­ber 2012. Um var að ræða alls sex spurn­ingar en sú fyrsta var hvort við­kom­andi vildi að til­­lögur stjórn­­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­­­ar­­skrá. Alls sögðu 64,2 pró­­sent þeirra sem greiddu atkvæði já við þeirri spurn­ingu. Kjör­­sókn var 49 pró­­sent. 

Auglýsing
Í texta sem fylgir und­ir­skrifta­söfn­un­inni seg­ir: „Í kosn­­­ing­unni sam­­­þykktu yfir 2/3 hlutar kjós­­­enda að til­­­lög­­­urnar sem kosið var um skyldu verða grund­­­völlur nýrrar stjórn­­­­­ar­­­skrár. Til­­­lög­­­urnar eru heild­­­stæður sam­­­fé­lags­sátt­­­máli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sátt­­­mál­an­­­um. Þjóðin er stjórn­­­­­ar­­­skrár­gjaf­inn og setur vald­höfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan ára­tug eftir að nýja stjórn­­­­­ar­­­skráin taki gildi og því krefj­umst við aðgerða strax!“ 

Katrín Odds­dótt­ir, ein for­svar­s­­kona und­ir­­skrifta­list­ans og for­­maður Stjórn­­­­­ar­­­skrár­­­fé­lags­ins, fagn­aði þessum áfanga á Face­book:

ÞAÐ TÓK­ST! Ég trúi þessu ekki. ÞAÐ TÓK­ST!

Posted by Katrín Odds­dóttir on Wed­nes­day, Sept­em­ber 23, 2020

Vand­ræði með skrán­ingu

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun sept­­em­ber að mikið hefði borið á því að fólk næði ekki að skrá sig á list­ann eða vissi ekki hvort það hefði tek­ist. 

Helga Bald­vins Bjarg­­­ar­dótt­ir, ábyrgð­­­ar­­­maður und­ir­­­skrifta­list­ans, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að nokkrir ein­stak­l­ing­­­ar, sem héldu að þeir væru búnir að skrá sig á list­ann, væru ekki á honum – aðrir væru aftur á móti á list­an­­­um. „Það er grein­i­­­lega allur gangur á þessu,“ sagði hún. 

„Þetta er svo afhjúp­andi fyrir þetta gall­aða fyr­ir­komu­lag. Bæði það að við fáum ekki list­ann nema að vaða eld og brenn­i­­­stein og svo þetta að það er eitt­hvað veru­­­lega mikið að not­enda­við­­­mót­inu hjá þeim þegar margir tugir ein­stak­l­inga eru að lenda í því að halda að þeir séu skráðir á lista og eru það svo ekki,“ sagði hún.

Tek­ist á um efni

Hóp­ur­inn sem stendur að und­ir­skrift­ar­söfn­un­inni hefur einnig staðið fyrir marg­hátt­aðri vit­und­ar­vakn­ingu um nýju stjórn­ar­skránna, meðal ann­ars með mynd­böndum sem dreift hefur verið á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

Sú her­ferð var til þess að Sam­band ungra Sjálf­stæð­is­manna (SUS) setti á lagg­irnar það sem það kallar „stað­reynda­vakt um íslensku stjórn­ar­skrána, breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, breyt­inga­til­lögur og annað sem að stjórn­ar­skránni snýr“ á vef­síð­unni www.­stjorn­ar­skra.com.

Í til­kynn­ingu sagði SUS að með þessu vildi sam­bandið „leggja sitt af mörkum til að umræða um stjórn­ar­skrár­mál sé byggð á því sem rétt er og finna má stoð fyrir á vef Alþingis og í öðrum opin­berum gögnum en ekki á ein­staka skoð­unum eða rang­færsl­u­m.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent