Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar

Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.

Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Auglýsing

Sterk efna­hags­leg rök liggja að því að ferða­þjón­ust­unni og öðrum sem bíða tjóns af sótt­varn­ar­að­gerðum stjórn­valda fái sér­tæka styrki, að mati Má Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, og Önnu Hrefnu Ingi­mund­ar­dótt­ur, for­stöðu­manns efna­hags­sviðs SA.

Þetta kom fram á pall­borðsum­ræðum á vegum Félags við­skipta- og hag­fræð­inga um hag­ræn áhrif sótt­varn­ar­að­gerða fyrr í dag. Auk Más og Önnu var þar Kon­ráð S. Guð­jóns­son hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs. 

Ósam­mála um aðgerðir á landa­mær­unum

Á fund­inum sagð­ist Már, sem leiðir starfs­hóp fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg áhrif sótt­varn­ar­að­gerða, telja að hertu úrræðin sem ráð­ist var í á landa­mær­unum í síð­asta mán­uði  hafi verið bæði réttar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Hann bætir við að tölu­vert sterkar vís­bend­ingar séu uppi um að smitin sem Íslend­ingar séu að glíma við núna hafi kom­ist inn í landið áður enn aðgerð­irnar hafi verið hert­ar.

Kon­ráð telur þó óraun­hæft að halda aðgerð­unum í óbreyttri mynd, þar sem þær fela í sér mik­inn efna­hags­skaða. Sam­kvæmt honum er erfitt að halda land­inu veiru­fríu og nefnir hann Nýja-­Sjá­land sem dæmi, þar sem veiran hefur haldið áfram að blossa upp þrátt fyrir harðar tak­mark­anir á landa­mær­un­um. 

Auglýsing

Að mati Önnu Hrefnu er það eðli­legt að fólk velti því upp hvort rétt­læt­an­legt væri að vera með jafn­harðar sótt­varn­ar­að­gerðir núna og í vor, þegar mun minna var vitað um veiruna: „Með þess­ari gagn­rýni sem kemur þegar landamæra­lokun í ágúst á sér stað, þá er bara verið að reyna að finna þessi mörk. Hvert er þol almenn­ings og hags­muna­að­ila gagn­vart þessum aðgerð­u­m?“ 

Hag­fræði­leg rök fyrir að bæta ferða­þjón­ust­una

Meiri sam­hljóm mátti hins vegar finna á milli Más og Önnu Hrefnu þegar rætt var um bætur til ferða­þjón­ust­unnar og ann­arra aðila sem bera skaða af sótt­varn­ar­að­gerð­un­um. 

Anna Hrefna segir það vera sið­ferð­is­legt og lög­fræði­legt álita­mál hvort ferða­þjón­ustan eigi rétt á bótum vegna aðgerð­anna og nefnir að fjöldi mál­sókna séu í far­vatn­inu tengdar aðgerðum vegna COVID-far­ald­urs­ins í Banda­ríkj­un­um. Hins vegar telji hún að frekar eigi að hugsa út frá hag­fræði­legu sjón­ar­miði hvort þjóð­fé­lagið eigi að tryggja að ferða­manna­iðn­að­ur­inn geti staðið fyrir þeirri verð­mæta­sköpun sem hún hefur verið að gera síð­ustu ár.

Már tekur undir það sjón­ar­mið og bætir við að sótt­varn­ar­að­gerð­irnar kalli á sér­tækan stuðn­ing, þar sem margir njóta þeirra á kostnað fárra: „Ef að það er talið nauð­syn­leg að gera eitt­hvað sem felur í sér ávinn­ing fyrir heild­ina, en kostn­að­inum sé mjög mis­dreift... þá eru auð­vitað mjög sterk rök fyrir því að bæta tjónið upp fyrir þá sem finna mest fyrir því.“

Már Guð­munds­son er orð­inn fastur penni hjá viku­rit­inu Vís­bend­ingu, sem er gefið út af Kjarn­an­um. Í síð­ustu grein sinni fór hann yfir skýrslu starfs­hóps­ins sem hann leiðir og nefndi þær áskor­anir sem stjórn­völd standa frammi fyrir þegar sótt­varn­ar­að­gerðir eru ákvarð­að­ar. 

Orða­lagi frétt­ar­innar hefur verið breytt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent