Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för

Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.

Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Auglýsing

Stefán Svein­björns­son, for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna (LI­VE), hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna umfjöll­unar um hluta­fjár­út­boð Icelandair í fjöl­miðl­um. Þar segir hann að nið­ur­staðan á ítar­legu mati stjórnar LIVE á því hvort fjár­festa ætti í Icelandair hefði verið sú að „áhættan í fjár­fest­ing­unni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhætt­u.“

­Deilur voru innan stjórnar líf­eyr­is­sjóðs­ins um hvort taka ætti þátt í útboð­inu og þær hafa að hluta farið fram fyrir opnum tjöld­um, eftir að útboðið fór fram. Guð­rún Haf­steins­dóttir vara­for­maður stjórnar sjóðs­ins, hefur harmað að LIVE hafi ekki verið með. Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR lýsti í dag yfir van­trausti á hana. Fjár­mála­eft­ir­litið er að skoða ákvarð­ana­töku líf­eyr­is­sjóða varð­andi útboð­ið.

Stefán segir í yfir­lýs­ingu sinni að strax þegar Icelandair til­kynnti um útboðið hefði orðið ljóst að LIVE þyrfti að taka ákvörðun um að taka þátt, eða ekki. „Ljóst var að um óvenju­legt útboð væri að ræða þar sem hluta­fjár­aukn­ing­unni var ætlað að mæta tap­rekstri kom­andi mán­aða,“ segir Stef­án, sem fer yfir það hvernig LIVE tók ákvörðun sína.

Auglýsing

„Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna fór í mjög ítar­lega grein­ingu á þessum fjár­fest­inga­kosti. Sú grein­ing fól m.a. í sér að feng­inn var utan­að­kom­andi ráð­gjafi til að rýna fjár­fest­inga­kost­inn, haldnir voru fundir með stjórn­endum Icelanda­ir, sendar voru skrif­legar spurn­ingar til félags­ins, farið var í rýni­vinnu með sér­fræð­ingum (e. air­line speci­alists) hjá Bloomberg, rýnt var í grein­ing­ar­efni úr flug­geir­an­um, rýnt var í árs­reikn­inga erlendra flug­fé­laga og feng­inn var erlendur ráð­gjafi til að rýna í umhverf­is­þætti, félags­lega þætti og stjórn­hætti félags­ins. Til við­bótar þessu stillti líf­eyr­is­sjóð­ur­inn í sam­starfi við ráð­gjafa sinn upp verð­matslík­ani til að meta vænta ávöxtun af fjár­fest­ing­unn­i,“ segir Stefán og bætir við að sjaldan hafi „fjár­fest­inga­kostur sjóðs­ins verið rýndur með jafn ítar­legum hætti og hluta­fjár­út­boð Icelanda­ir.“

Bendir á að fleiri líf­eyr­is­sjóðir hafi verið á sömu skoðun

Hann segir að fjórir stjórn­ar­fundir hafi verið haldnir þar sem fjár­fest­ingin var skoðuð og rædd ítar­lega. 

„Nið­ur­staðan var að áhættan í fjár­fest­ing­unni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim for­sendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboð­inu. Eins og fram hefur komið voru fleiri líf­eyr­is­sjóðir á sömu skoðun og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna að taka ekki þátt,“ segir Stef­án.

Hann segir enn­fremur að hjá LIVE sé „fag­mennskan í fyr­ir­rúmi“ og teknar séu ákvarð­anir þar sem gætt er jafn­ræðis sjóðs­fé­laga.

„Í þessu máli sem öðrum réð fag­mennska og hags­munir sjóð­fé­laga því hvort sjóð­ur­inn bætti við þá hluta­fjár­eign sem fyrir var í þessu til­tekna félag­i,“ segir Stef­án.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent