Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE

Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR segir gagn­rýni Guð­rúnar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og vara­for­manns stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, á það að að LIVE hafi ekki tekið þátt í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, með „miklum ólík­ind­um“.

Í færslu sem hann birtir á Face­book lýsir Ragnar yfir van­trausti á Guð­rúnu, bæði sem stjórn­ar­mann í LIVE og sem for­mann Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, og skorar á Fjár­mála­eft­ir­litið um að taka nýleg ummæli hennar „til skoð­unar og meta hana óhæfa til að taka ákvarð­anir um fjár­fest­ingar fyrir hönd sjóð­fé­laga LIVE.“

Ragnar Þór vísar til við­tals við Guð­rúnu á Vísi 18. sept­em­ber og segir að þar hafi hún lýst sjón­ar­miðum sem Fjár­mála­eft­ir­litið hljóti að gera athuga­semdir við, en í við­tal­inu sagð­ist Guð­rún harma að LIVE hefði ekki tekið þátt í útboð­inu.

Auglýsing

„Eignir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna núna eru í kringum 950 millj­arð­ar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 pró­sent af eigna­safni sjóðs­ins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboð­i,“ er haft eftir Guð­rúnu á Vísi. 

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Ragnar Þór gerir athuga­semdir við þetta og segir að í „ljósi stöðu sinnar og fyrri yfir­lýs­inga“ hljóti Fjár­mála­eft­ir­litið að „kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að Guð­rún Haf­steins­dóttir sé van­hæf til að sitja í stjórn líf­eyr­is­sjóðs með því að rétt­læta fjár­fest­ingu í Icelandair vegna þess hversu lítið hlut­fall hún er af heild­ar­eign­um.“

Ragnar segir Guð­rúnu einnig hafa gefið í skyn, með því að tala um að LIVE hefði stutt við Icelandair í 40 ár, að „fag­leg sjón­ar­mið ríki ekki heldur „stuðn­ing­ur“ við mik­il­vægt fyr­ir­tæki í atvinnu­líf­inu“ og hún hafi lýst þeirri skoðun sinni að „vegna „sögu­legra“ sjón­ar­miða um ávöxt­un“ væri rétt að taka þátt og einnig væri mik­il­vægt að fjár­festa í Icelandair til að verja störf.

„Guð­rún hefur áður lýst því yfir að það sé lög­boðin skylda stjórn­ar­manna að hámarka arð­semi fjár­fest­inga ein­göng­u,“ segir Ragnar Þór og bætir við: 

„Ekk­ert að ofan­sögðu stenst nokkra skoð­un, sam­þykktir sjóðs­ins, fjár­fest­ing­ar­stefnu hans eða lög sem gilda um fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða. Þess vegna skora ég á fjár­mála­eft­ir­litið að taka ummæli Guð­rúnar Haf­steins­dóttur til skoð­unar og meta hana óhæfa til að taka ákvarð­anir um fjár­fest­ingar fyrir hönd sjóð­fé­laga LIVE.“

Stjórn VR í „fullum rétti“ með yfir­lýs­ingum í sumar

Hann sakar Guð­rúnu um að hafa farið fram með ásak­anir og dylgjur gagn­vart sér og full­trúum VR í stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins. Hann segir að stjórn VR hafi verið í fullum rétti í sum­ar, þegar stjórnin skor­aði á stjórn LIVE um að taka ekki þátt í útboði Icelandair Group, vegna fram­komu flug­fé­lags­ins í kjara­deilu við Flug­freyju­fé­lag Íslands.

„Stað­reyndin er sú að það stríðir gegn sam­þykktum sjóðs­ins að fjár­festa í fyr­ir­tækjum sem brjóta á rétt­indum launa­fólks. Það er alveg skýrt og varla nokkur sem and­mælir því. Þannig vorum við í fullum rétti til að beina þeim til­mælum til stjórn­ar­manna sjóðs­ins um að brjóta ekki gegn sam­þykktum sjóðs­ins,“ skrifar Ragnar Þór, en þessi áskorun var dregin til baka þegar samn­ingar náð­ust á milli Icelandair og flug­freyja.

„Ekki nóg með það lýstum við yfir fullu trausti til starfs­manna og stjórn­ar­manna LIVE. Það traust er til staðar hver sem nið­ur­staðan hefði orð­ið. Hvorki for­maður eða stjórn VR höfðu nokkuð um það að segja hver nið­ur­staðan yrð­i,“ skrifar Ragnar Þór.

Full­yrðir að Frétta­blaðið sé í her­ferð gegn honum og stjórn­ar­mönnum VR í LIVE

Ragnar Þór segir að við­brögðin frá „valda­blokk atvinnu­lífs­ins“ við ákvörðun stjórnar LIVE um að taka ekki þátt í útboði Icelandair hafi verið ofsa­fengin og séu „lýsandi og afhjúp­andi um það ástand og vinnu­brögð sem þrif­ist hafa ára­tugum saman innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins þar sem atvinnu­lífið hefur gengið um á skítugum skónum og fara nú á taugum yfir því að loks­ins, já loks­ins sé armur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að skipa inn nægi­lega hæfa ein­stak­linga til að meta hverja fjár­fest­ingu út frá fag­legum for­sendum en ekki frænd­hygli, póli­tík, sér­hags­muna eða til­finn­inga.“

Hann seg­ist hafa fengið ábend­ingu fyrir nokkrum dögum um að Frétta­blaðið „ætl­aði í her­ferð“ gegn sér og stjórn­ar­mönnum VR hjá LIVE. „Þetta fékk ég eftir nokkuð áræð­an­legum heim­ildum svo ekki sé meira sag­t,“ segir Ragnar Þór, sem telur þetta hafa komið á dag­inn og segir „Frétta­blaðið nú upp­fullt af dylgjum í minn garð og þeirra sem sitja fyrir okkar hönd í stjórn LIVE.“

Ragnar Þór fullyrðir að Fréttablaðið sé í „herferð“ gegn sér.

Hann seg­ist hafa verið „við öllu búinn í þeim efnum því einn aðal­eig­andi Frétta­blaðs­ins, Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, á sér einmitt langa og lit­ríka sögu innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins, sem fjár­fest­ir, stjórn­ar­maður og for­maður stjórnar LIVE og Sam­taka iðn­að­ar­ins eða alveg þangað til að bak­land sjóðs­ins fékk nóg og bol­aði honum út.“

Þurfi að „af­tengja atvinnu­lífið frá stjórnum líf­eyr­is­sjóða“

Ragnar Þór segir að þetta mál und­ir­striki „mik­il­vægi þess að aftengja atvinnu­lífið frá stjórnum líf­eyr­is­sjóða“ og að vinna verði að hefj­ast við það að „ákvörð­un­ar­valdið við stórar fjár­fest­ingar og skipun í stjórnir sjóð­anna verði alfarið í höndum sjóð­fé­lag­anna sjálfra.“

„At­vinnu­lífið og aðrir tals­menn sér­hags­muna sem hafa litið á eft­ir­launa­sjóði almenn­ings sem fé án hirðis ganga nú vask­lega fram í að krefja eft­ir­lits­að­ila og lög­gjafann um að taka til skoð­unar "skoð­anir" þeirra sem voru á móti því að fjár­festa í einum áhættu­mesta atvinnu­rekstri sem um get­ur. Á meðan skoð­anir þeirra sem vildu taka þátt eru góðar og gildar og þarfn­ast ekki frek­ari skoð­unar af hálfu eft­ir­lits­að­ila,“ skrifar Ragnar Þór, sem klykkir út með því að biðja les­endur um að deila færslu sinni, vilji þeir „Sam­tök atvinnu­lífs­ins úr stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna.“

Um leið og ég fagna því að Icelandair sé komið fyrir vind óska ég starfs­fólki og stjórn­endum félags­ins inni­lega til­...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 23, 2020


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent