Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur hafið könnun á hluta­fjár­út­boði Icelandair Group og ákvarð­ana­töku líf­eyr­is­sjóða lands­manna varð­andi það. Kallað hefur verið eftir gögnum frá sjóð­un­um, segir Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri.

Þetta kom fram í máli hans á fundi fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­bank­ans í morg­un­.  „Að svo komnu máli er ekki hægt að segja neitt meira um þessa könn­un, en hún er farin af stað,“ sagði Ásgeir á fund­inum og bað sér­stak­lega blaða­menn og aðra sem staddir voru á fundi nefnd­ar­innar að spyrja ekki út í ein­staka sjóði, því slíkum spurn­ingum gæti hann ekki svar­að.

Ásgeir lýsti því að hans ­skoðun væri sú að „skoða þurfi allt ferlið upp á nýtt“ varð­andi fyr­ir­komu­lag við ákvarð­ana­töku líf­eyr­is­sjóða um ein­staka fjár­fest­ing­ar. Í dag sitji í stjórnum líf­eyr­is­sjóða hags­muna­að­ilar og taki ákvarð­anir um fjár­fest­ing­ar, sem að hans mati „ættu að vera teknar ann­ars stað­ar, heldur en af þessum aðil­u­m.“

Auglýsing

Hann sagði að þegar kæmi að ein­stökum fjár­fest­ing­ar­kostum væri ákveðin hætta á að „aðrir hags­munir en hags­munir sjóð­fé­laga“ væru ráð­andi og að líf­eyr­is­sjóða­kerfið hefði verið byggt upp í sátt á milli aðila vinnu­mark­að­ar­ins og þannig byggt á „ákveðnu heið­urs­manna­sam­komu­lag­i“, sem Ásgeir sagði að velta mætti fyrir sér hvort að héldi enn.

Bréf um sjálf­stæði stjórn­ar­manna ítrekað

Hann sagði að áhyggjur af þessu tagi væru ekki nýjar af nál­inni. Í fyrra hefði Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, þá sem sjálf­stæð stofn­un, sent út dreifi­bréf til líf­eyr­is­sjóða lands­ins þar sem sjóð­irnir voru beðnir um að ­taka sam­þykktir sínar til skoð­unar með til­liti til þess að tryggja sjálf­stæði stjórn­ar­manna.

„Þetta bréf hefur verið ítrekað núna, að sjóð­irnir end­ur­skoði sam­þykktir sínar til þess að tryggja sjálf­stæði stjórn­ar­manna,“ sagði seðla­banka­stjóri. 

Hann sagði, í svari við spurn­ingu frétta­manns Stöðvar 2, að könnun Fjár­mál­eft­ir­lits­ins sem snýr að útboð­inu næði „til beggja aðila“, þ.e. verka­lýðs­hreyf­ingar og atvinnu­rek­enda, sem skipa stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóði lands­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent